Þjóðviljinn - 28.03.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.03.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. marz 194Í ÞJOÐVILJINN 7 Hrakningar bjóraf jölskyldunnar það upp, þegar hann hafði setið í snjókofa með Eski- móunum, sem hjálpuðu honum við veiðarnár. Stundum höfðu þeir ekki eldivið. Þá urðu þeir að éta kjötið hrátt' og harðfrosið. Það skall líka hurð hælum nærri í vetur sem leið: Yar það ekki merkilegt, að hann skyldi vera bráðlifandi heima í ættlandi sínu núna? Hann hafði skilið við Eski- móana og haldið lengra út á freðmýrarnar, aleinn með hundana og nærri því nestislaus. Hann ætlaði sér að „lifa á landinu,“ eins og það var kallað. Um það leyti ársins voru villt hreindýr vön að fara um slétturnar í þúsundatali. En í þetta sinn vildi svo til, að engin hreindýr voru á ferli. Hann var oft að því kominn að svelta í hel og sneri við í áttina til strandarinnar. Og þegar hann loksins kom niður í kaupstaðinn við Hudsonflóann, hafði hanp ekki heyrt mannamál í fimm mánuði. Hann hafði líka verið í skógunum við Ontario í þrjú ár. Þar var mikið um bjóra. Hann veiddi þá í boga og seldi bjóraskinn í hundraða tali. En hérna í Grenidal var eins og hann — þaulvanur veiðimaður frá Kanada — ætlaði ekki að ná neinu kvikindi. Og ekki gengu bjórarnir í gildruna hans Jóns gamla. Eysteinn hafði lagt gildrur alstaðar, þar sem hann þóttist sjá að bjórarnir leggðu leið sína. Hann huldi þær svo vandlega með mosa og lyngi, að hann var oft í vandræðum með að finna þær sjálfur. En bjórarnir létu ekki glepja sig. Þennan morgun hafði hann enn flutt eina gildruna á ágætan stað. Bjórarnir höfðu stíflað læk, sem rann í [tjörnina, til þess að hann yxi, og þeir gætu fleytt timbri eftir honum. Þar var komin dálítil tjörn og sást greini- lega hvar bjórarnir höfðu dregið trjábútana á þurru landi meðfram stíflunni milli tveggja stórra bjarka Eysteinn lagði gildruna einmitt milli bjarkanna og huldi hana visnu laufi. Það sást ekki votta fyrir henni, því alstaðar lá visið lauf í hrúgum. Hann hugsaði með sér, að ef þetta dygði ekki, þá vissi hann ekki hvað hann ætti að taka til bragðs. Það yar gamall siður í frönsk um sveitaþorpum, þegar al- menn óánægja var með ein- hverja giftingu, að fólk safnað- ist saman utan við glugga brúð- hjónanna með potta og pönnur, sem það lamdi í sífellu. Þetta voru kallaðir smánarhljómleik- ar og þótti engum gott að verðn fyrir þeim. * Dýr tími: Jámbrautarfélag í Ameríku varði einu sinni þrjá- tíu og sex milljónum króna tii þess að leggja beina braut, þa^ sem áður varð að aka í krók- um. Þetta sparaði lestinni tutt- ugu mínútur. En til þess að leggja brautina beint, varð að hyggja sextíu og fimm brýr og eyða tvö þúsund tonnum af sprengiefni. Hver sekúnda í þessum tutt- ugu mínútum kostaði því þrjá tíu þúsund krónur. * / „Sálin er eign drottins, líf- ið eign konungsins,“ var gam- alt máltæki á Spáni. „Halló!“ Pat kom brosandi til okkar. „Eg var í sólbaði,“ kall- aði hún. „Eg er alltaf eins og drukkinn sjómaður, þegar ég kem úr sólbaði.“ Eg leit á hana og allt í einu fannst mér ég trúa á kraftaverk ið, þrátt fyrir allt. Pat var lif- andi. Hún stóð hjá mér og hló Allt annað var hugarburður. „Hverskonar andlit eru það, sem þið setjið upp?“ spurði hún. „Það eru borgaraandlit,“ sagði Köster. „Og þau eiga ekki , við hérna. Við erum óvanir sól skini.“ , „Já, sólskinið er yndislegt. Og þetta er einn af mínum beztu dögum. Eg hef engan hita. Eg má vera úti. Eigum við að ganga niður í þorpið og fá okk- ur eitlhvað gott?“ „Það lízt mér vel á,“ sagði Köster. „En eigum við ekki að fara á sleða?“ „Eg get yel gengið,“ sagði Pat. „Veit ég það,“ svaraði Köster. „En ég hef aldrei farið með sleða, og mtigi langar til að i reyna það einu sinni.“ Við náðum í sleða og létum aka okkur niður í þorpið að litlu kaffihúsi með sólríkum svölum. Þar voru margir sjúkl- ingar frá hælinu, og ég þekkti þar ítalann, sem ég hafði séð á barnum. Hann hét Antonio og kom að borðinu til okkar oe heilsaði Pat. Hann sagði, að tveir hrekkjalómar hefðu fund- ið upp á því í nótt að renna rúmi eins sjúklingsins inn í stofu til eldgamallar kennslu- konu, meðan hann svaf. „Hvers vegna gerðu þeir það?“ spurði ég og skildi ekk- ert í þessu. „Honum er batnað og hann er á förum,“ svaraði Antonio. „Og þá finna hinir alltaf upp á eirihverjum hrekkjum.“ „Þeir sem eftir eru, verða að gera sér upp kæti,“ sagði Pat brosandi. Einhverjum manni er batnað og hann er að fara heim hugs aði ég. Útvarpið hóf hljómleika. Það voru Vínarvalsar. „Hér sitjum við og okkur líð- ur vel“ sagði Pat. „Já, prýðilega,“ sagði ég. „En það er ekki alltaf svona,“ sagði hún. Við vorum þarna lengi og fengum okkur að borða. Pat vildi það. Hún hafði lengi ekki fengið að fara neitt frá hælinu En nú þóttist hún stálhraust, af því hún mátti sitja hér í eitt skipti og borða. Antonio borðaði með okkur. Þegar yið höfðum borðað, ók- um við heim aftur. Pat fór þá ' frá okkur til að hvíla sig í tvo klukkutíma, eins og siður var á hælinu. Við Köster fórum að athuga bílinn, smurðum hann og fyllt- um benzíngeyminn. „Eigum við að þvo hann?“ spurði ég. „Nei, hann tekur það illa upp, ef hann er þveginn á ferðalagi Pat kom út til okkar. Hún hafði sofið og var hress. „Ó, hvað mig langar til að aka svo- lítið,“ sagði hún og gekk að „Karli.“ „Eigum yið að aka svolítinn spöl?“ spurði Köster. Pat var í þykkri kápu Við létum hana sitja í skjóli við vindhlífina og vöfðum ábreið- um utan um hana. Vélin var lengi að hitna. Gufan varð blá í frostinu. Loksins fóru hjólin að hreyfast hægt og hægt og troða snjóinn. Og svo brunaði „Karl“ niður krókóttan veginn, niður að þorpinu og inn í aðal- götuna. Hann var eins og úlfur innan um brokkandi hestana o? bjöllusleðana. Það leið að kvöldi. Kvöldroðinn sló rauðum bjarma á fannirnar. Við fórum framhjá tveimur heyhlöðum, sem voru að mestu í snjó. Síð- ustu skíðamennirnir voru að koma niður í dalinn. Þá bar við kvöldroðann, sem var að hverfa niður fyrir fjallabrúnirnir. „Komuð þið þessa leið í gær?“ spurði Pat. „Já,“ svaraði Köster. Köster lét bílinn nema stað- ar, þegar við komum upp á fjallsbrúnina. Útsýnin var tign- arleg. Daginn áður höfðum við ekki tekið eftir öðru en vegin- um. Við sáum út yfir óteljandi ása og dali, en í baksýn gnæfðu fjallatindarnir, sem kvöldroð- inn sló á gullnum bjarma. Veg- urinn lá eins og fjólublat.t, hlykkjótt band niður dalinn. „Eg hef aldrei komið svona langt frá þorpinu," sagði Pat. „Er þetta vegurinn heim?“ bætti hún við lágt. „Já“ Hún steig út úr bílnum, bar hönd fyrir augu og horfði í norður, eins og hún héldi, að hún gæti, ef til vill, séð hæstu turnana heima. „Hvað er það langt?“ „Eitthvað kringum tólf þús- und kílómetrar. Otto kemur í maí og sækir okkur.“ „í maí“ hvíslaði hún. „í maí — Guð minn góður.“ Kvöldroðinn var horfinn og bláir skuggar læddust um dal- verpin. Það var orðið kalt. „Nú verðum við að snúa við, Pat,“ sagði ég. Hún leit upp. Það var þján- ingarsvipur á andliti hennar. Þá skildi ég að hún vissi allt. Hún vissi, að hún átti ekki eftir að komast út fyrir þennan f jalla hring framar. En hún leynd: því, eins og við leyndum hana. því sem við vissum. En á þessu augnabliki réði hún ekki við það, að sársaukinn ogörvænting in kom fram í augnaráði henn- ar. „Eigum við ekki að aka svolítið lengra, bara svolítinn spöl? Þá er ég nær því að vera heima,“ sagði hún í bænarrómi. Við Köster litum þegjandi hvor á annan. „Komdu Pat,“ sagði ég. Hún settist hjá mér. Eg þrýsti henni fast að mér og vafði ábreiðunni utan um okkur bæði. Og bíll- inn rann hægt af stað niður dalinn. ,,Nú er það alveg eins og við værum að fara heim,“ sagði hún. ,.Já,“ sagði ég og dró ábreið una upp yfir höfuð hennar. Það dimmdi óðum. Pat lá öll undir ábreiðunni. Hönd hénnar þreiíaði á brjósti mínu og hún smeygði henni inn undir skyrt- una. Eg fann hönd hennar bera, andardrátt hennar og varir. Hún grét. í næsta sveitaþórpi ók Köst- er í hring á torginu og sneri við, án þess að hún tæki eftir því. Hann ók hægt til baka Við komum aftur á kamba- brúnimar. Tunglið var að koma upp. Ekkert hljóð heyrðist nema marrið í snjónum. Eg sat hreyfingarlaus og fann tár henn ar falla niður á brjóst mér. Það var eins og mér væn að blæða út, hægt og hægt. — Klukkustund síðar sat ég í salnum. Pat var uppi í her- bergi sínu og Köster hafði far- ið til veðurathugunarstöðvar- innar, til að vita hyort útlit væri fyrir fannkomu. Það var að dimma 1 lofti ög kominn rosabaugur kringum vunglið. Antonio kom og settnst hjá mér. I Skammt frá okkur sat stérk- legur, spikfeitur náungi og var að tala við grannvaxna, fölleita konu með raunalegt augnaráð og dökka bauga um augun. Hann belgdi sig út og fór mörg- um orðum um hvað gott væri að vera hér. — Annað eins landslag — önnur eins ágætis aðbúð að öllu leyti — ef hann væri hér, yrði hann að dekur- barni — já, það var sannarleg Paradís, þetta heilsrihæli Hann var svo sem ekki öfundsjúkur — það gladdi hann bara að sjá, hvað öðrum leið vel hér —. Konan kvartaði árangurslaust um óyndi og ótta við dauðann En hann heyrði það ekki. Hann talaði um snjó, fjöll og góða hjúkrun. „Þetta er karl í krapinu,“ tautaði Antonio og brosti háðs- lega. „Hann kom hingað í fyrra dag. Hann er bæði sjónlaus og heymarlaus og skilur hvorki óyndi hennar x né hræðslu við veikina. Sennilega hefur hann náð sér í kyenmann við sitt hæfi heima og kemur svo hing-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.