Þjóðviljinn - 28.03.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.03.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. marz 1945 - ! SMÓÐVIUINM Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Éti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Fáið oss tækin“ „Fáið oss tækin og vér skulum vinna stríðið11, — sögðu Eng- lendingarnir við Ameríkumenn, þegar erfiðast var. „Fáið oss tækin og vér skulum vinna stríðið, — stríð íslenzku þjóðarinnar um farsæld og efnalegt sjálfstæði“, — segja íslenzku sjómennimir við forustumenn þjóðarinnar og hafa sagt það öld- um saman. • Og það er þetta, sem þjóðarforustan er nú að gera: fá fiski- mönnum íslands tækin í trausti þess að þeir vinni stríð þjóðar- innar, og hver er sá, sem ekki er ömggur um að þeir muni þa sigra. Öldum saman hafa brautryðjendur íslenzks sjávarútvegs barizt fyrjr því að fá þann atvinnuveg viðurkenndan sem aðal- atvinnuveg þjóðarinnar, sem undirstöðuna að efnalegri velferð hennar. Hvað eftir annað hefur þröngsýnu stórbændaafturhaldi sveitanna tekizt að eyðileggja þennan útveg og þróunarmögu- leika hans. Á 15. öld beitti þetta aftuíhald pólitísku valdi sínu til þess að hindra myndun bæjanna og tafði fyrir þróun íslenzka þjóð félagsins um þriggja alda skeið. Hvað eftir annað síðustu áratugina hefur Framsóknaraftur- haldið reynt að stöðya þessa þróun. Látlaust hefur það alið á hatri til sjávarútvegsins og bæjanna. Blöð þess hafa heimtað bankavaldinu beitt til þess að hindra stækkun Reykjavíkur. Völd sín hefur þetta afturhald notað ár eftir ár til þess að hindra brautryðjendur í sjávarútveginum í því að fá skip inn í landið Og atvinnulausum verkamönnum var síðan kaldranalega svarað því, að þeir gætu farið sem matvinnungar í vist í sveit. Nú er komið að þeim tímamótum í þróunarsögu íslenzks at- vinnulífs og sérstaklega íslenzks sjávarútvegs að vald þessa stein ruxma afturhalds verður endanlega brotið á bak aftur og miklum fjárráðum þjóðar vorrar beitt fyrst og fremst til þess að fá ís- lenzkum fiskimönnum stórvirk og góð tæki í hendur og iðnaður skapaður til fullkominnar úrvinnslu úr afla þeirra. Þjóðin hefur fagnað myndun þessarar stjórnár, — sem nú beitir sér fyrir stórhuga og djarfri nýsköpun í atvinnulífi lands vors — meir en nokkurrar annarrar stjómar. Og þjóðin fagnar þeirri ákvörðun, sem stjómin nýlega tók um smíði 50 vélbáta innanlands. Hún sýnir framkvæmdaáhuga sinn þegar í verki. Og hún veit, að það verður ekki látið við vélbáta eina sitja. íslendingar áttu 1924 49 togara. Allir vitum vér, að togararnir eru tækin, sem mestan arð bafa fært í þjóðarbúið, — tæki, sem leggja verður höfuðáherzlu á að fá. Reykjavík hafði um 40 togara 1924 og voru þá íbúarnir rúm 20 þúsund. Ekki myndi þjóðinn: af því veita þótt togarafjöldinn tvöfaldaðist eða upp undir það frá því, sem áður var hæst. Togaraútgerðin er undirstaðan undir atvinnulífi Reykjavíkur. Á fiskveiðunum verður iðnaður vor að byggjast fyrst og fremst. Skipasmíði, vélsmíði og slíkur „stóriðnaður“, jafnt sem niðursuðan og öll framleiðslan handa útgerðinni og úrvinnsla i lir vélum hennar. Og velgengni landbúnaðarins hefur undan- farna áratugi og mun um komandi áratugi byggjast á vaxandi fjölda og aukinni kaupgetu fólks í kaupstöðunum. Ekkert er því fjandsamlegra framtíð og velferð sveitafólksins en einmitt aftur- hald það, sem Tímaklíkan nú elur á undir öllum formum. • * Þjóðin og stjórn hennar er ákveðin í því að íslenzk fiski- mannastétt skuli fá tækin, sem hún og öll þjóðin þarf til þess að sigra í sínu lífsstríði. Og sá sigur skal vinnast, þrátt fyrir allt. Skritnir skærnliðar „Styrjöldin hefur nú borizt inn fyrir landamæri okkar. Allt Aust- ur-Prússland mun rísa upp gegn fjandmönnunum“. Orð þessi birt- ust í blaðinu Königsberg Allge- meine Zeitung fyrir hálfum öðrum mánuði síðan. — Erich Koch hót- aði skæruhernaði. Hvar eru prússnesku skærulið- arnir? — Ég er búinn að ferðasl mikið að næturlagi á fáförnum vegum í Austur-Prússlandi, gegn- um skóga og yfir stararmýrar, og ég hef aldrei orðið var við skæru- liða. En ég hef séð Þjóðverja lesa til- kynningar og fyrirskipanir rúss- nesku herstjórnanna gaumgæfilega og vinna kappsamlega öll þau verk, sem þeim hafa verið falin. — Ég hef heyrt þá formæla Ilitler einum rómi. Af hverju gera þeir það? — Eru þeir þá ósammála kenningum „for- ingjans“? Ónei. — Þegar rauði herinn var rétt ókominn, lásu þeir fyrirskip' anir herstjóra sinna gaumgæfilega og grófu skotgrafir kappsamlega. — Þeir hafa ekki breytzt. Það eru ki'ingumstæðurnar, sem hafa breytzt. — Þessir gervimenn, sem eru vanir að hlýða í blindni, halda bara áfram að ldýða. — Úr, þessu efni er ekki hægt að gera skæru- liða. Umkringdu hei'fylkin þýzku eru svo að segja í vasa okkar. En þeir spyrna fast á móti. Þeir gera gagn- áhlaup. — Manni gæti dottið í hug, að þeir væru bandóðir. En ekki er fyrr búið að taka þessa „bandóðu“ menn höndum, en þeý' afneita leiðtogum sínum. Þeir af- neíta jafnvel föðurlandi sínu. Þeir berjast hraustlega, á meðan herforingjar líta eftir þeim. En falli foringjarnir eða yfirgefi þá, leggja hermennirnir af stað, — ekki inn í, skógana til að lieyja skæru- liernað, — nei. þeir halda rakleitt í stríðsfangabúðirnar. Volkssturm-herdeildir voru myndaðar síðast liðið haust í Aust- ur-Prússlandi eins og annars staðar í Þýzkalandi. — Nazistar fullyrtu, að þetta væri voldugur her. 1 raun- inni er þetta aðeins skopstæling af her. — Meðlimir hans ber]ast slæ- Ilja Erenbúrg ferðaðist fyrir slcömmu um Austur-Prúss- land. — Segir hann hér frd áliti sínu á „Volkssturm“ Ilitlers og lýsir hugarfari þýzku hermannanna, sem verjast ennþái í nánd við Königsberg, — samkvœmt hugmyndum þeim, sem hann hefur fengið um það af viðtali við herfanga. Ilja Erenbúrg. lega, — ekki af því að þeir séu skynsamari en hiiíir reglulegu her- menn, heldur af því að þeir eru gamlir og veikburða. Ég get ekki séð, að hið sögulega hlutverk Volkssturms sé annað en að fækka íbúum Þýzkalands. Þýzkur herfangi. — Austur-Prússarnir eru verstu, en ekki beztu hermennirnir. Föðurlandsást eiga þeir ekki til, — því að til þess þurfa menn að standa á vissu siðferðisþroska stigi. í fimm ár hafa þeir litið á stríðið sem skipulögð rán. — Nú sjá þeii' sín eigin heimili brenna og sínar eigin fjölskyldur leggja land undir fót og segja þá sín á milli: „Þetta er ekki stríð. þetta er svívirða“. Ég talaði við marga fanga, og þeir sóru allir, að hermennirnir vildu, að stríðið endaði sem fyrst. — „Af hverju binda þeir þá ekki endi á það?“ spurði ég. —1 Þeir störðu bara aulalega á mig og sögðu: „Hvernig mátti það verða? Við höfðum fyrirskipun um að gera gagnáhlaup“. Herforingjarnir segja undir- mönnum sínum, að hjálp sé á lcið- inni, að þeir hafi einhver ný undra- vopn, að flotinn muni reka Rússa burtu, að „foringinn“ hafi skuld- bundið sig til að bjarga þeim. Þjóðverjavnir eru farnir að trúa Eftir Ilja Erenbúfg 1. febrúar. — Við erum áreiðan- lega glataðir. — Rússarnir eru of margir. — Við vorum vanir að segja, að það eina, sem þeir gætu væri að reykja makhorka og höggva við, en stórskotaliðið þeirra er hræðilegt..... 7. febrúar. — Ég skil ekki, að ég skuli vera ennþá á lífi. En mér er sama um allt núna, jafnvel Þýzka- land, og jafnvel um Irmu. — Ég veit ekki, hvort mig langar til að lifa. — Við náðum þrír í eina gæs. Það verður einni gæs færra lianda Rússunum. \ 13. febrúar. — Þetta er endirinn, endirinn, endirinn.....— Ilvaða vitleysa. Þetta endar aldrei. — Annað eyrað á mér er bólgið. — Ég stal mér talsverðu tóbaki. — Mig, dreymdi, að Irma svaf hjá Rúdolf, en það hafði engin áhrif á mig. — En hvað sem öðru líður. heil Hitler!“ Höfundur þessarar dagbókar féll 14. febrúar. En mér virðist hann hafa vérið dauður löngu áður en hann dó raunverulega, alveg eins og Þýzkaland er dautt, þó að það standi enn upjú og berjist. Þetta eru ekki annað en vöðvasamdrætt- ir eftir dauðann. VIÐ TÖLUM EKKI VIÐ ÞÁ. Þjóðverjar í Elbing hugguðu sig með þeirri staðhæfingu, að Rússar gætu aðeins barizt á rússnesku landi. Þeir voru ekki einir um BÝR í HESTVÖGNUM. Gauleiter Erich Koch, fyrrver- andi „landstjóri“ Úkrainu, er enn í Königsberg. Hann hefur látið srníða marga rýtinga með þessari áletrun á blöðunum: „Þýzkalandi allt“. Rýtingarnir eru gefnir þýzk- um borgurum í því skyni a,ð þeir drepi Rússa með þeim. — En ég er hræddur um, að Koch hafi eytt peningum sínum til einskis. Til að drepa Rússa verður maður fyrst að komast að þeim. Og einasta á- hugamál borgaranna er að komast sem lengst burt frá Rússunum. Königsberg er hálf í rústum, en nóg er af fólki/þar. Flóttafólk, sem hefur þyrpzt þangað hvaðanæva að úr Aus.tur-Prússlandi, býr í vögnum sínum. Ekki er gott að segja, hvað God- bach hershöfðingi, yfirmaður inni- króaða hersins, hefur mikinn liðs- afla. — Við höfum tekið fanga úr 34 herfylkjum. Auðvitað eru mörg þessara herfylkja ekki stærri en herdeildir (divisions — regiments). En það er nóg af öflugum hersveit- um á innikróaða svæðinu, t. d. skriðdrekaherfylkið „Stærra Þýzka land“ og finnnta skriðdrekaher- fylkið, 2. fótgön'guliðsherfylkið, sem er kennt við Ilerman Göring, o. fl. EKKI FÖÐURLANDSÁST. Ilvernig hugsa þeir sér að verj- ast? — Samkvæmt mínu áliti er ekki ómaksins vert að brjóta heil- ann um hvað þýzkir hermenn hugsi. — Hvers vegna? — Af því að þeir hugsa ekki. Maður gæti haldið, að herfylki þau, sem samsett eru af innfædd- um Austur-Prússum, berðust allra rösklegast. En það gera þau ekki. á töfra. Þeir hlusta hrifnir á sögur um nýtt „hefndarvopn“, sem geti ej’ðilagt allt á 100 km svæði í einu vetfangi. En eftir stundarkorn fara þeir, áhyggjufullir á svip, að spyrja hver annan, hvernig lofts- lagið sé í Síberíu. Ilugarástandi hinna umkringdu Þjóðverja verður bezt lýst með því að birta kafla úr dagibók Johanns Reshtes liðþjálfa: „20. janúar. — Ilörfuðum hálfan annan km. — Willy drepinn. — Við slátruðum grísi. — Skrifaði bréf til Irmu, reif það svo sundur, þvi að póst- samgöngur eru engar. — Það er saigt, að Rússar séu nálægt Breslau. 29. janúar. — Tók nokkra sokka handa Irmu og rakvél úr mann- lausu húsi, kastaði því svo burt. — Ég er þreyttur. — Graber und- irliðþjálfi er dauður. — Það er sagt, að við verðum fluttir burt með skipum. — Varla líklegt. — Við hörfuðum aftur. — Ég hef „flensu“ og niðurgang. 1 FHETTVM í dag er sagt jrá því, að þiisundir þýzkra her- manna, sem teknir haja verið til janga á vesturvígstöðvun- um, gangi til herbúð- anna, án varðmanna. Ekki er liklegt, að jrœndur þcirra í Þýzkalandi sýni mdri löngun til að berjast g cgn Bandam önnum. — MYNDJN: Þýzkir lierjangar. þessa villu. Ég hef ekki aðeins séð óvini okkar láta þessa skoðun í ljós, heldur líka menn, sem taldir eru vinir okkar. — Ilver er grund- völlur þessarar þjóðsögu? — Frið- semi okkar. — Rússar gátu skilið landvarnastríð, en þeir gátu ekki skilið landvinningastríð. Ef til vill héldu Þjóðverjar í Elbing og sumir útlendir diploiúat- ar, að rauði herinn myndi missa allan áhuga, þegar hann kæmi að landamærum Þýzkalands. Þeir hafa ekki skilið harmleik okkar tíma. — Her Hitlers hefur sært þjóðir okkar svo geipilega, að ég hu’gsa', að við mundum elta Þjóðverjana til Argentínu, ef þeir slyppu þangað. Hlutverk rauða hersins er ekki að hefna. — Kaldan dimmviðris- dag sá ég nokkrar þýzkar konur með börn sin ganga snjóugan veg og nokkra af hermönnum okkar þramma fram hjá í hina áttina. Framh. á 8. síðu. Það er kominn skjálfti í Sjálf- stœðisflokkinn í Reykjavík, ekki þó, glímuskjálfti, heldur eitthvað mun óhressilegra, enda er aðeins tœpt ár til bœjarstjórnarlcosninga, og Reykvíkingar efast eklci um að í þeim kosningum missir Sjálfstœð- isflokkurinn meirihluta í bœjar- stjórn höfuðstaðarins. * Það 'er því alveg þýðingarlaust fyrir Éjarna Benediktsson að tútna út og belgja sig um allar fram- kvœmdirnar sem íhaldið hafi gert í Reykjavík, það þýðir ekki leng- ur að biðja reykvíska alþýðu að tilbiðja íhaldið fyrir það eitt að bœjarbúar skuli eiga kost á vatni og raf magni (þó verulcgur skortur hafi verið tímum saman á hvoru- tveggja), eða að það skidi vera götur í bamum. Fátt er eins bros- legt og kröfur borgarstjórans til þakklœtis fyrir það, að bœjarstjórn skuli ekki hafa með öUu vanrœkt einföldustu skyldur sínar. En þessi bœjarstjóm \hefur Uka stjórnað atvinnuleysinu, húsnœðisleysvnu og skólaleysinu — því verður ekki gleymt, herra Bjarni borgarstjóri, þegar ákveðið verður í janúar nœst komandi að Sjálfstœðisflokkurinn hafi nógu lengi haft meirihluta ,í bœjarstjórn Reykjavíkur. * Það er alger misskilningur á stjórnarsamvinmmni, sem Mogg- inn gerir sig sekan um á sunnu- daginn. Ilann virðist telja að Sósíalistaflokkurinn hafi . eð þeirri samvinnu afneitað stefnu sirmi, játað yfirburði auðvaldsþjóðfélags, auðvaldsstefnu yfir sósíalisma. Þess vegna megi sósíaUstar ekki ýta við íh aldsmeirih lutanum í bœj- arstjórn Reykjavikwr, sá miður þokkaði meirihluti eigi að vera stikkfrí vegna stjórnarsamvinn- unnar. * Ónei, Bjarrii Ben. og Moggi sœll! Það er enginn stafur fyrir þessu, enginn samningur til um það, að íhaldsmeirihlutinn í Iieykjavík sé stikkfrí. Það er barnalegt að halda að með stjómarsamvinnunni hafi verið „ákveðið‘ að stöðva þá liröðu stjómmálaþr.óun, sem er að verða, samið um að stöðva fylgistap Sjálf- staeMsflokksins í Reykjavík og hina öru fylgisaukningu Sósialista- flokksins. Sú þróun heldur áfram, og það finna þeir menn Sjálfstœð- isflokksins, sem minnst eru, kalk- aðir. * Þess vegna er skjálfti hlaUpinn i ihaldsliðið, ári fyrir kosningar. Þess vegna er borgarstjórinn allt í einu að springa utan af öllum fram- förunum, þjótandi af einum íhalds- kerUngafundinum á annan. En al- þýðan í Reykjavík er luett að hrif- ast af slíkum bœgslagangi „heldri manna“. Hún er búin að fá þá jlugu í höfnðið að hœgt sé að stjórna höfuðborg Islands án manna eins og Bjama Ben., Guð- rúnar Jónassonar og álíka. Bægsla- gangur og belgmgur duga ekki lengur. Það er bara brosað að yður, herra borgarstjóri. BMA Miðvikudagur 28. marz 1945 — ÞJÓÐVILJINN ara Iðja félag verksmiðjufólks, heldur árshátíð sína og minnist 10 ára afmælis með hófi að Hótel Borg í kvöld. Tíu ár eru ekki langur tími, en á þessum árum hefur Iðja áunnið iðnaðarverkalýðnum margvíslegar kjarabætur. Á þessum árum hefur oft staðið styr um Iðju, en þó aldrei eins og s. 1. liaust þegar ýmsir atvinnurekendur og bandamenn þeirra börðust harkalega gegn félaginu og Alþýðublaðið krafðist þess að Iðja væri lögð niður — drepin. — Það fór á annan veg. Iðja kom margfalt sterkari út úr þessari eldskím en hún áður var og hér eftir mun enginn láta sig dreyma um að framkvæma þá „hug- sjón“ að leggja stéttarsamtök iðnverkafólksins að velli. Þegar fyrstu samtök iðnverkafólksins vom mynduð fyrir 10 árum vom það aðeins 36 menn er það gerðu, en nú em í Iðju 800 manna. Þegar ég bað Bjöm Bjarna- son, formann Iðju, að segja mér frá sögu félagsins þessi 10 ár, svaraði hann: — Það yrði of langt mál að fara út í öll þau mál sem vert væri að minnast á, en í stuttu máli skal ég segja þér frá fé- laginu. Iðja var stofnuð 17. okt. 1934. Fundarboðendur voru Jón Sigurðsson, Sigfús A. Sig- urhjartarson og Björn Bjarna- son. Á þessum fyrsta stofnfunöi gengu 24 menn í félagið. Kos-, in var stjórn og var Runólfur Pétursson kosinn fyrsti formað- ur Iðju, Björn Bjamason ritari og Þórhildur Bergsteinsdóttir gjaldkeri. Framhaldsstofnfundur var haldinn 28. október. Endanleg- ir stofnendur voru 36. Á þessum árum var þegar um nokkra verksmiðjuvinnu að ræða og fór fyrsti tíminn eftir stofnun Iðju í það að fá það til þess að bind'ast samtökum og ganga í stéttarfélag sitt, Iðju. MÁNAÐARKAUP VAR ALLT NIÐUR í 35 KRÓNUR — Hvemig voru kjör iðn- verkafólksins áður en Iðja va; stofnuð? — Áður en Iðja var stofnuð vora kjör iðnverkafólksins á- kaflega misjöfn. Mánaðarkaup kvenna var t. d. allt niður í kr. 35, og ekkert samræmi í kaup- greiðslum, kaup var þá me'st eftir því sem hverjum atvinnu- rekanda datt í hug að bjóða. — Hvenær voru fyrst gerðir samningar um kaup og kjör iðnverkafólksins? — Fyrstu samningana gerði Iðja við smjörlíkisgerðirnar þrjár, Smára, Ljóma og Ásgarð, en fjórða smjörlíkisgerðin, Svanur, vildi ekki semja fyrr en hún var knúin til þess með vprkfalli, og voru það fyrstu á- tökin sem Iðja lenti í og stóð þetta verkfall ekki nema rúm- an dag. Þessir fyrstu samning- ar voru gerðir í júlí 1935. FYRSTU HEILDAR- SAMNINGARNIR Stofnun Iðju varð til þess að iðnrekendur mynduðu með sér samtök: Félag íslenzkra iðn- rekendía í október 1935 og varð þá Iðja fyrsta félag óiðnlærðra manna til þess að fá viður- kenndan 8 stunda vinnudag, en þá höfðu prentarar og fá önn Páskamatur Framh. af 3. síðu. pappír, sem sýgur úr þeim fit- uná. Stráð á þær salti. Kálfskjöt í karry 1!4 kg. kálfskjöt (soðið). 1 nýtt epli eða nokkur þurrk- uð. 1 tsk. salt. 3 litlir laukar. 2 msk. smjör. 2 bollar kjötsoð eða 2 upp- leystir súputeningar. !4 bolli karry. Björn Bjarnason. ur félög fengið viðurkenndan 8 stunda vinnudag. — Hvernig var kaupið sam- kvæmt þessum fyrstu samning- um? — Kaupið var kr. 150 á mán- uði fyrir konur og kr. 300 á mánuði fyrir karlmenn. Var þetta mikil bót á kjörum iðn- verkafólksins frá því sem þau áður voru. ÁLAFOSSDEILAN l — Út af þessum samningi. hélt Bjöm áfram, varð deila við Álafoss vegna fæðissölu og hús- næðis og var úrskurðuð með gerðardómi lækkun á fæðinu og húsnæði frá því sem það var áður. Út af framkvæmd þessa gerð ardóms neyddist Iðja til þess að fara í verkfall hjá Álafossi og vann það. Þetta var haustið 1936. Síðan hefur Iðja undantekn ingarlítið sagt upp samningum á hverju ári og alltaf unnið eitthvað á þótt oft ynnist að- eins lítið eitt hverju sinni, og hefur félagið oft orðið að heyja smærri verkföll, og það síðasta og harðasta á s. k sumri og hausti, sem stóð yfir í 2 mánuði. Mun það verkfall vera flestum ferskt 1 minni og því ekki ástæða til að orðlengja um það. IÐJA HEFUR ÆTÍÐ STAÐIÐ FRAMARLEGA í HAGSMUNA BARÁTTU VINNANDI STÉTTANNA — Hvað er að segja um þátt- töku Iðju í almennri hagsmuna- baráttu vinnandi stéttanna? — Iðja hefur t. d. alltaf beitt sér fyrir að verkalýðurinn stæði sameinaður 1. maí. Þegar Iðja Frh. á 8. síðu. Harmoniku hljómleikar Ormarslónsbræðra Bfœðurnir Jóhann og Pétur Jós- efssynir héldu harmóníkuhljóm- leika í Nýja Bió s.l. sunnudag. Húsið var troðfullt og fengu harmóníkuleikararnir hinar beztu viðtökur. Á leikskránni voru ýmis „klass- isk“ lög, þar á meðal Ave María eftir Gounod og mun ýmsum hafa leikið forvitni á að lieyra þessi lög flutt á harmóníku. Áheyrendur virtust mjög hrifnir af leik þeirra Jóhanns og Péturs og urðu þeir að endurtaka nokkur lög. Munu þeii' vafalaust endurtak^ þessa hljómleika sína. J. I T I L liggur leiðin FÉLAGSLÍF ÁRMENNINGAR Skíðaferðir í Jósepsual um páskavikuna sem hér segir: Miðvikudagskvöld kl. 7 og 9 (Aðeins fyrir dvalargesti). Fimmtudag kl. 9 f. h. Föstudag kl. 9 f. h. Laugardag kl 6 (dvalar- gestir). Annan í páskum kl. 9 f. h. Farmiðar að dagferðum eru seldir í Hellas í dag og á laugardag. Tilkynning irá Snndlaugunum Opnar um páskana: skír dag frá kl. 8 f. h. til há- degis. Lokað föstudag. Lokað báða páskadaga. Vz bolli sýróp. !4 tsk. engifer. x/i bolli vatn. 2 þeyttar eggjarauður. J/4 kg. hrísgrjón. Kjötið skorið í smáa bita. Lauk- ur og eplasneiðar brúnaðísmjör inu. Kjötið sett saman við og hitað vel í gegn. Kjötsoðið og karryið blandað saman í pott. Látið krauma ca. 5 mín. Sýróp- ið er sett saman við kjötblönd- una. Öllu blandað saman og lát- ið sjóða í 20 mín. Vatninu hellt saman við og enn soðið 5 mín. Hrært í á meðan. Eggjarauðurnar eru settar saman við rétt áður en borið er fram. Hrærið í þar til stífnar. — Ekki sjóða. Setjið á heitt fat, hrísgrjón og soðnar kart- öflur í kring. Rabarbaraábætir 1 pd. ra’barbari. !4 bolli kalt vatn. !4 bolli sykur. 1 msk. gelatine. 2 tsk. sítrónusafi. % bolli rjómi. Skerið rabarbarann og sjóð í vatni og sykri ca. 10 mín. Leys- ið upp gelatinið í 2 msk. köldu vatni. Bætið út í rabarbara- maukið. Hrærið í þar til það er blandað. Takið af hitanum Bæt í sítrónusafa. Lát kólna. Hrærið í. Þeytið rjómann og bætið út í. Hellið í vætta skál og látið kólna og setjast til Hvolfið úr skálinni og skreytið með þeyttum rjóma. í þennan ábæti má eins nota niðursoðinn rabarbara. Peruábætir % bolli smjör. Vz bolli sykur. 3 egg. 1 bolli muldar makkarónur 1 bolli þurrkaðar perur (upp- bleyttar). !4 tsk. salt. !4 tsk. möndludropar. Hrær smjörið, bæt í sykri. Hrærið þar til hvítt er. Bætið í eggjarauðum, einni í einu Hrær vel á milli. Bæt í makkarónu- mylsnu og perum. Þeyt eggja- hvítur. Strá yfir þær salti og stlfþeyt og bætið þeim saman við; síðast möndludropar, lát í vel smurt mót. Bakið ca. 30 mín. eða þangað til brúnt er. Berið fram strax úr ofninum. Sítrónufromage 2 eggjarauður og hvítur. 75 gr. sykur. 3 blöð matarlím 1 msk. sjóðandi vatn. 2 dl. rjómi. Rifinn sítrónubörkur og sítrónusafi úr 1 sítrónu. Rauðurnar og sykurinn þeytt xvel saman. Hvítumar og rjóm- inn þeytt hvort í sínu lagi. ÖIlu hellt í eina slfál og hrært sam- an ásamt safa úr einni sitrónu og sítróndropum. Matarlímið er leyst upp í heitu vatni og hellt saman við í mjórri bunu. Hrært vel í á meðan. Látið á kaldan stað. Skreytt með þeytt- um rjóma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.