Þjóðviljinn - 28.03.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.03.1945, Blaðsíða 8
IíARMANN flugjoringi (í miðju), sem fyrstur fór í árás risa- flugvirkja til Japan, sést liér óshað til hamingju með flug- ferðina af Marshall hershöfðingja yfirmanni bandaríska hers- ins og Amold yfirforingja bandarísko loftflotans. Sferífniff sfeæru&íðar T'ramhald af 4. síðu. I>eir fóru þegjandi fram hjá kou- unum. — Hvað margir þeirra —, þeir voru frá Hvíta-Rússlandi, — .syrgja börn sin? Þjóðverjar verða ekki látnir sæta hefndarráðstöfunum, en þeir Jvomast ekki hjá endurgjaldinu. Þeir munu ekki brosa við þeim eða tala við þá. Þýzkaland mun gráta mörgum tárum áður en það getur brætt ísinn í hjarta okkar. í þessu stríði hafa hermenn okk- ar lært að þekkja sönn verðmæti frá ósönnum. Ég man, að árið 1941 störðu þeir næstum með virðingu á hertekinn nazista, sem bar á sér sniðuglega útbúinn vindlinga- kveikjara eða sjálfblekung. Nú hafa þeir séð mörg ríkmannleg i þýzk heimili, en þeir láta nú ekki nýtízkulegustu hakkavélar eða ís- skápa fylla sig aðdáun. — Þeir hata bara eigendurna ennþá meira og hugsa sem svo: „Hvað vildu þeir eiginlega með því að ráðast á okkur?“ Þeir fyrirlíta ennþá meir þetta fólk, sem gat útbúið heimili sín svona vel, en óx ekki vit að sama skapi og hafði hjörtu, full af grimmd, græðgi og illmennsku. Þýzkaland hefur ekki aðeins beðið ósigur í orustunni um Aust- ur-Prússland. Það er búið að glata Austur-Prússlandi. Jtinkararnir munu aldrei snúa heim aftur til hinna víggirtu halla sinna. Kvik- fjárrækt verður haldið áfram þar, en það verður hætt að aia upp hreinræktaða Prússa. — Þetta er vagga þýzkrar hermennsku. Og þetta er líka gröf hennar. LÆRDÓMURINN. í ágúst 1914 unnu Þjóðverjar orustuna um Austur-Prússland. Hreysti rússnesku hermannanna gat ekki bætt upp íhaldssemi og fáfræði hershöfðingja zarsins. Sigurinn við Tannenberg steig Þjóðverjum til höfuðs. Þeir voru alveg sannfærðir um að þeir gætu sigrað Rússland á stuttum tíma. — Þeir skildu ekki breytingarnar, sem hafa orðið í landi okkar. Þeir skildu ekki, að rauði herinn er ekki her Nikulásar II. Nú ráfa þeir grátandi innan um rústir borga sinna og mæna bænar- augum á sovét-hermennina. — Þeir munu aldrei gleyma þessu, og börn Aðalfundur Þingstuku Reykjavíkur ' < . Aðalfundur Þingstúku Reykja- víkur var haldinn s.l. sunnudag, 85. þ. m. Mœttir voru á annað hundrað fulltrúar frá öllum undir- stúkum og barnastúkum í Reykja- vík. Samkvæmt félagsyfirliti liefur meðlimum Góðtemplarareglunnar fjölgað á árinu. Fjárhagur Þingstúkunnár er fremur góður þrátt fyrir ýmisleg útgjöld, meðal annars í sambandi við upplýsinga.stöðina, en alls liafa lienni borizt milli 50—00 mál til meðferðar þann tíma sem hún hef- ur starfað. Á árinu gekkst Þingstúkan fyrir fjölmennustu hópför á sjó sem enn hefur verið farin hér v'ið land, var það útbreiðslu- og skemmtiförin til Vestfjarða um verzlunar- mannahelgina, 5.—7. ágúst s.l., um 300 manns tók þátt í för þessari. Framkvæmdanefndin var að mestu endurkosin, en liana skipa þessir: Þ.t.: Þorsteinn J. Sigurðs- son kaupmaður. Kanslari: Einar Björnsson skrifstofumaður. Ritari: Guðjón Einarsson. Varat.: Ingi- björg ísaksdóttir frú. Gæzlumaður lögst.: Kristinn Vilhjálmsson um- sjónarmaður. Gæzlum. unglingast.: Böðvar Bjarnason trésmíðameist- ari. Gæzlumaður fræðslumála: Ilar. S. Norðdahl tollþjónn. Gjaldkeri: Bjarni Pétursson framkvæmdastj. Kapelán: Jarþrúður Einarsdóttir kennari. Skrásetjari: Sverre Jo- hansen bókbindari. F. þ.t. er Sig- urður Þorsteinsson bókbindari. Undanfarin ár hefur Sigurður Þor- steinsson verið ritari Þingstúkunn- ar, en hann baðst eindregið und- an endurkosningu. Pétur Benediktsson kominn Pétur Benediktsson, sendiherra íslands í Sovétríkjunum, er kom- inn hingað til lands. þeirra ekki lieldur. Margir Þjóð- verjar munu auðvitað lifa stríðið af, en hér eftir verður ekki hægt að lokka þá til að hefja styrjöld. Skemmtun hafnfirzkra skólabarna Barnaskólinn i Hafnarfirði hélt ársliátíð sína'um s.l. helgi, á laug- ardag og sunnudag, í Bœjarbíó. Börnin önnuðust sjálf öll skemmtiatriðin, en þau voru: Sam- söngur (telpnakór), sjónleikur, upplestur, söngur með gítarundir- leik og fleira. — Margt manna sótti skemmtanirnar og þóttu þær takast vel. Tilgangurinn með skemmtunun- um er að afla fjár í ferðasjóð skóla- barnanna, sem starfað hefur síðan 1933. I kvöld kl. 6% ætla börnin að endurtaka skemmtunina og rennur allur ágóðinn til norskra barna. Er þess að vænta að Hafnfirð- ingar og Reykvíkingar fjölmenni til barnanna í Bæjarbíó. Aðgöngu- miðar verða seldir þar eftir kl. 1 í dag. Sími 9184. Kvöldvaka Breiðfirð- ingafélagsins Breiðfirðingafélagið efnir til kvöldvöku í Tjarnarcafé í kvöld, miðvikudaginn 28. marz n.k., kl. 8.30. Á dagskrá kvöldvökunnar er m. a.: Sagnaþáttur, upplestur, skand- erast, samtalsþáttur, kvæðalög, draugasaga, þjóðsaga, söngur Sól- skinsdeildarinnar og margt fleira. Þá verður spiluð félagsvist að lok- inni dagskránni. Aðgangur að kvöldvökunni er aðeins 5 ki’ónur. Húsinu verður lokað klukkan 10. IÐ)A fíu ára Framhald af 4. síðu. var stofnuð fór verkalýðurinn í tveim fylkingum út á götuna 1. maí. Nú er þeirri baráttu lokið með sigri einingarinnar Þá barðist Iðja einnig fyrir því að verklýðssamtökin losn- uðu undan yfirráðum og skipu- lagstengslum við einn pólitísk- an flokk, og að stéttarsamtök verkalýðsins yrðu byggð upp á grundvelli stéttarlegrar eining- ar og óháð öllum pólitískum flokkum. Iðja var ennfremur meðal fyrri félaga til þess að taka upp trúnaðarmannaráðskerfi. Þá barðist félagið ennfrem- ur fyrir rýmkun á innflutningí hráefna. H)JA STERKARI EN NOKKRU SINNI FYRR — Margt fleira mætti segja. en þetta verður að nægja að sinni. — Hvað viltu segja um þrótt og samheldni félagsmanna? — Eins og ég sagði áðan voru stofnendur félagsins 36, nú eru félagsmenn 800 og segir það sitt um eflingu félagsins. Samheldni félagsmanna er með ágætum eins og bezt sýndi sig í hinni hörðu deilu s. 1. haust og hefur Iðja aldrei verið sterkari en einmitt nú. + Þjóðviljinn óskar iðnverka- fólkinu til hamingju með 10 ára afmæli félags síns. JOÐVILJINN Ætla Bretar að beita viðskiptalönd sín brögðum dr. Schachts? pJÁRMÁLA- OG VIÐSKIPTARITSTJÓRI enska blaðsins Manchester Guardian ritar nýlega um viðskipti Bret- lands og Svíþjóðar á þann hátt, að ástæða er til að einnig íslendingar sjái. Hann segir: JJMRÆÐUR um fjármála- og verzlunarviðskipti Bretlands og Svíþjóðar hafa nýlega hafizt í London. Nærri strax urðu menn ómyrkir í máli. Svíar, sem hafa vanizt því að geta sett báðum hernaðaraðilum skilyrði eftir vild, ráku sig ó- þyrmilega á að þeir geta ekki lengur haft viðskipti á þeim grundvelli. Brezka stjórnin neitaði ekki einungis uppástung- um þeirra umsvifalaust, heldur var einnig brezki sendiherr- ann í Stokkhólmi beðinn að skýra sænsku ríkisstjórninni umbúðalaust frá því, hvernig aðstæðurnar væru. Það er ekki af óvilja til Svía, að ekki er hægt annað en að telja lofsverða þessa afstöðu ráðuneytisins. Það er hægt að koma þessu fyrir í stuttu máli: Svíar fóru fram á að Bretar borguðu vörur og þjónustur í gulli eða dollurum, því þeim er ekki um áhættuna við að eiga sterlingspund. Auk þess vilja þeir því aðeins taka að sér hinar miklu pantanir Norðmanna um skipabyggingar og annað að Norðmenn borgi í gulli og dollurum. Ný aðferð var reynd er Boheman, sænski sendiherrann IParís, kom hingað og fór fram á tafarlausan útflutning brezkra vara í staðinn fyrir það, sem Svíár láta af hendi, ef ekki fyrir hærri upphæð. Svar Breta við þessari málaleitun var það, að tími sé kominn fyrir Svía að eiga nokkrar sterlinginnstæður. Það er bein afleiðing stríðsins að Bretland þarf að tak- marka útlán sín næstu árin.Að því leyti er gull tvímælalaust meira virði eri sterlingspund, en nærri öll lönd Bandamanna og hlutlausu löndin hafa undirgengizt að taka við sterlings- pundum, sem hluttöku í hinu sameiginlega hernaðarátaki sameinuðu þjóðanna, jafnvel þó eyðsla þess^ra pundeigna hljóti að verða háð nokkrum takmörkunum fyrstu árin eftir stríð. Sú var tíðin að Bretar gátu ekki neitað kröfum Svíþjóð ar, Argentínu, Bolivíu og eins eða tveggja annarra ríkja um borgun úr hinum nauma forða sínum af gulli og dollurum. Sá tími er nú liðinn. Bretar verða nú að fara að hugsa framar öðru um endurreisn síns eigin lands. Þeir sem hafa notið góðs af örygginu verða nú að fara að borga fyrir það. jþANNIG RITAR MANCHESTER GUARDIAN. Það er ekki hægt að segja fyrirætlanir Breta um viðskiptaaðferðir næstu ára hispurslausar en hér er gert. Það á að binda við- skiptalöndin þeim böndum, að þau séu nauðbeygð til að kaupa vörur frá Bretlandi, enda þótt þær fengjust með hag- kvæmari kjörum annarsstaðar. Á þann hátt hugsar brezka auðvaldið sér að láta aðrar þjóðir taka þátt í „endurreisn“ i brezkra atvinnuvega, og jafnframt fær það aðstöðu til að tefja og hindra iðnaðarþróun viðskiptalandanna og halda þeim á nýlendu- og hálfnýlendustigi. Það eru svipaðar að- ferðir og dr. Schacht varð frægastur fyrir, er Þýzkaland naz- ismans var að gera viðskiptaþjóðir sínar á meginlandinu sér undirgefnar, og skipuleggja arðránið fyrir þýzku auðhring- ana og hina óseðjandi hernaðarvél nazismans. jyJTYRJÖLDIN hefur vakið alþýðu allra landa heims til vit- undar um bölvun pólitískrar kúgunar framandi valds. Þjóðirnar verða áreiðanlega betur á verði en áður gagnvart viðleitni erlendra ríkja til að ná pólitískum áhrifum. En með því meiri ákefð munu auðhringar stórveldanna heyja bar- áttuna um fjárhags- og viðskiptaítök, og er hverri smáþjóð þörf ýtrustu varkárni á því sviði. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.