Þjóðviljinn - 28.03.1945, Side 2

Þjóðviljinn - 28.03.1945, Side 2
2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. marz 1945 Frá Yinnustöðvum og verklýðsfélögum Aðalfundur Hins ís- lenzka prentarafélags Stefán Ögmundsson. Síðastliðinn sunnudag hélt Hið íslenzka prentarafélag að- alfund sinn. Lýst var stjórnarkosningu. Ur stjórninni áttu að ganga for- maður, ritari og 2. meðstjórnandi, en eftir áttu að sitja til næsta árs gjaldkeri og 1. meðstjórnandi. Fráfarandi ritari baðst undan endurkosningu. Þessir voru kosnir: Formaður: Stefán Ogmundsson (endurkosinn). Ritari: Árni Guðlaugsson. 2. meðstjórnandi: Gunnar Sig- urmundsson (endurkosinn). Stjórnin er nú þannig skipuð: Stefán Ögmundsson formaður, Árni Guðlaugsson ritari, Magnús Ástmarsson gjaldkeri, Helgi Hóseasson 1. meðstjórnandi og Gunnar Sigurmundsson 2. með- stjórnandi. Mörg mál bíða framhaldsaðal- fundar. Fyrning orlofsfjár: í orlofslögunum segir svo um fyming orlofsfjár: í 13. gr. segir: „ ... Nú er or lofsbók ekki lögð fram í póst- stöð til innlausnar fyrir 15. september fyrir næsta orlofsár á undan, og fellur þá andvirði orlofsmerkjanna til ríkissjóðs, nema sérstök heimild sé í lög- um þessum eða reglugerð sam- •kvæmt þeim til þess að fresta innlausn bókarinnar, þó getur , ráðherra, þegar sérstaklega stendur, veitt frest í þessu efni I til loka yfirstandandi orlofs- árs“. 15. gr. orlofslaganna hljóðar svo: „Kröfur á hendur vinnuveit- endum samkvæmtlögumþessum falla úr gildi fyrir fyming, et þær hafa ekki verið viðurkennd ar eða lögsókn hafin innan loka næsta orlofsárs eftir að kröf- umar stofnuðust“. Samkvæmt þessu falla allar kröfur um greiðslu orlofsfjár af vinnu á fyrsta orlofsári úr gildi eða fyrnast, ef ekki hefur verið hafin málsókn út af kröf- unum fyrir 14. maí 1945. En undir fyrsta orlofsár fellur öll sú vinna sem unnin var á tíma- bilinu frá 24. maí 1943 til 14. maí 1944. Þeir launþegar/sem eigi hafa enn fengið greitt orlofsfé fyrir orlofsárið 1943—1944, þurfa því að gera ráðstafanir til þess að fá það greitt. Þ. P. 1. maí nefndin Félag blikksmiða hefur kosið Bjama Ólafsson í l.-maínefnd verkalýðsf élaganna. V erkak vennaf élagið Fram- sókn hefur kosið Hólmfríði Ingjaldsdóttur í sömu nefnd. Hið íslenzka prentarafélag , hefur kosið Sigurð Eyjólfsson í sömu nefnd. Fundur Sveinafélags húsgagnabólstrara Sveinafélag húsgagnabólstr- ara heldur félagsfund á morg- un (skírdag), kl. 2 e. h. á Hverf isgötu 21. Samningar Farsæls á Hofsósi Undirritaðir voru 21. marz s. 1. nýir kjarasamningar millí verkamannafélagsins Farsæls á Hofsósi og Kaupfélags Austur- Skagfirðinga. Með þessum samningi fengu verkamenn margar nýjar kjara bætur, t. d. er 8 stunda vinnu dagur viðurkenndur í fyrsta skipti. Verkamenn fá 7 daga greidda í slysatilfelli. Grunn- kaup í almennri landvinnu (dagvinnu) er kr. 2.10 á klst.; í skipavinnu kr. 2.65; í kola- salt- og sementsvinnu kr. 3.00. Tímakaup unglinga er kr. 1.65. Á eftirvinnu greiðist 50% álag, á næturvinnu 75% og helgidaga vinnu 100% álag. Ráði menn sig fyrir mánaðarkaup er það kr. 420 og miðast við 8 st. vinnu dag. — Dýrtíðaruppbót greið- ist á allt kaup samkvæmt út- reikningi kauplagsnefndar. Aðalfundur verka- mannafélags Fljóta- manna Verkamannafélag Fljóta- manna hélt aðalfimd sinn um miðjan marz. Þessir voru kosnir í stjóm: Formaður: Jón Hermannsson. Varaform.: Sæmundur Her- mannsson. Ritari: Valberg Hannesson. Gjaldkeri: Haraldur Her- mannsson. Fjármálaritari: Jón K. Ólafs son. Aðalfundur Verklýðs- félags Grýtubakka- hrepps , Á aðalfundi Verklýðsfélag. Grýtubakkahrepps voru þessir menn kosnir í stjóm: Formaður: Vilhelm Vigfús- son. Varaform.: Alfreð Pálsson. Ritari: Þórður Jakobsson. Gjaldkeri.: Arthur Vilhelms- son. Meðstjórnandi: Kristinn Jóns son. Handknattleiks- mótið Á fimmtudagskvöld för fram úr- slitaleikur í kvennaflokki og sigr- uðu Haukar eftir jafnan leik við Ármann, sem var meistari s.l. ár. Fengu Haukar 6 stig, Ármann 4 stig. Á föstudag sigruðu Ilaukar einn- ig í II. flokki, fengu 8 stig, F. H. 6 stig, Ármann 3 stig, í. R. 2 stig og Víkingur 1 stig. Á laugardagskvöldið áttu svo að fara fram úrslit í I. flokki milli Hauka og Víkings, en jafntefli varð, en við það urðu þrjú félög jöfn, Haukar, Ármann og I. R. og keppa þau félög til lirslita næstu kvöld. Ármann vann Víking með 20:18 mörkum, eftir nokkuð jafnan leik, og þar mcð meistaratitil í meistai’a- flokki. Ármann fékk 12 stig, Valur 10, í. R. 6 Haukar og Víkingur 5 hvort og F. H. og Fram 2 stig hvort. Síðar verður ef til vill nánar greint frá þessu móti. Forseti í. S. í. afhenti verðlaun. Afmælisdagabókin Maður er orðinn svo óvanur því, að fá í hendur íslénzka bók, vel- prentaða á góðan pappír í vönd- uðu og traustu bandi, að fyrir það eitt er Afmælisdagabókin, sem bókaútgáfan „Huginn“ gaf út ný- lega, merkileg bók. Bókin er með svipuðu sniði og Afmælisdagabók Guðmundar Finnbogasonar, sem notið hefur mikilla vinsælda rneðal íslenzkrar alþýðu. Ragnar Jóhannesson hef- ur valið kvæðin í þessa útgáfu og farizt það verk, sem er hreint ekki vandalítið, prýðilega úr hendi. Eg og aðrir kunningjar gömlu Afmæl- isdagabókarinnar söknum að vísu ýmissa kvæða, sem voru í gömlu útgáfunni, en það er fyllilega bætt upp með kvæðum eftir mörg af beztu ungu skáldunum okkar. — Þarna kveða sér hljóðs Tómas Guðmundsson, Steinn Steinarr. Guðmundur Böðvarsson og marg- ir fleiri við hlið Steingríms, Matt- híasar og Jónasar. 12 teikningar eftir Tiyggva Magnússon listmálara prýða bók- ina. , A. Skákmótið í fyrrakvöld var tefld 5. umferð í meistaraflokki og urðu úrslit þessi: Hermann vann Bcnóný. Sturla vann Óla. Lárus vann Pétur. Magnús vann Einar. Guðmundur og Hafsteinn gerðu jafntefli. Bið- skákir milli Bjarna og Aðalsteins, og Kristjáns og Steingríms. Frjáls verzlun, 2. h. 1945, er ný- komið út. Efni: Framtíð. heimsvið- skiptanna; Á verzlunarháskóla í Bandaríkjunum; Borðeyrarverzlun, gömul frásögn er Ludvig Hjálmtýs- son hefur sent; Eigum við að fara í stríðið, eftir einhvern er nefnir sig Friðarr og virðist óneitanlega hafa skrifað grein þessa „undir áhrifum“ slúðursagnanna er gengu um bæinn fyrir nokkru. Þá er smágrein: Her mannaglettur og að lokum í lífsins ólgusjó, nýr liður í blaðinu þar sem rætt er um allskonar málefni á innlendum vettvangi. Arásin á Shellhúsið Nánari fregnir hafa nú borist af flugvélaárásinni á Shell húsið í Kaupmaimahöýn, sem gerð var nýlega. Árásin var þrískipt og sterk flugsveit Spitfire- orustuflug- véla var í fylgd með Mosquito- flugvélunum. Það er ekki full- vitað, hve margar flugvélar tóku þátt í árásinni, en talið er að þær hafi verið um 30. Sex sprengjur hittu Shellhús- íð og voru tvær þeirra tíma- sprengjur og sprungu nokkrum m'ínútum á eftir hinum. Önnur álma Shellhússins eyðilagðist fullkomlega, en hin álman varð fyrir miklum skemmdum vegna loftþrýstingsins frá sprengjum sem féllu í garðinn við húsið. í fyrstu var álitið að aðeins tvær Mosquitoflugvélar hefðu farizt í loftárásinni, en sam- kvæmt síðari upplýsingum voru flugvélamar fleiri, sem fórust. Ein flugvélanna rakst annað hvort á eitthvað á þaki bygg- Ot* rbo»*gínn! Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl 19.10 til kl. 6.00. Næturvörður er í Laugavegs Apó- teki. Næturakstur í nótt annast Bif reiðastöðin Hreyfill,, sími 1633. Útvarpið í dag: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr ópef um. 20.20 Leikrit: „Paul Lange og Thora Parsberg" eftir Björnstjerne Björnson (Leikfélag Reykja- víkur. — Leikstjóri og gest- ur í hlutverki Thoru Pars- berg: frú Gerd Grieg). FRAKKLANDSSÖFNUNIN. Eftirfar- andi peningagjafir hafa borizt auk þhss sem áður er auglýst og fjölda fatagjafa: Frá starfsfólki Félagsprentsmiðjunnar kr. 325; Safnað af frú Sigrúnu Laxdal og ungfrú Soffíu Daníelsson meðal starfs- manna pósts og síma kr. 1700,00; G. J. Hlíðdal póst- og símamálastjóri kr. 200,00; Guðbrandur Jónsson prófessor kr. 300,00. Albert Guðmundsson frá Tálknfirðingum kr. 285,00; Gísli Sveinsson alþingisfor- seti kr. 100,00; Guðný Guðmundsdóttir kr. 15,00; Mæðgur kr. 100,00; Gróa kr. 150.00; S. B. kr. 100,00; Jóna Bjarnad. 10 kr. Sigríður 10 kr. Páll Einarsson hæstaréttardómari kr. 100,00; Ónefnd kona kr. 100,00; L. M. kr. 50,00; Ár- mann Guðnason kí. 20,00; Stefán Skúla- son kr. 50,00; Helgi H. Eiríksson kr. 100,00. — Kærar þakkir. Menntamál, 2. hefti 18. árg. eru nýkomin út. Efni: Heimsóknir í skóla eftir Stefán Júlíusson, fjallar þessi grein um Hessianhæðaskólann í Ameríku. Þá eru tværstuttar grein ar um bækur, Fyrstu árin, „hand- bók um bamauppeldi og sálræna meðferð ungbarna, sem nýlega hef ur verið þýdd á íslenzku, og Fönd- ur, bók. er Lúðvík Guðmundsson skólastjóri Handiðaskólans hefur samið um verklegt nám. Ennfrem- ur smágrein um launamálið á A1 ■ þingi og áframhald af skrá yfit starfandi kennara 1944—’45. ingarinnar eða varð fyrir skoti frá loftvarnarbyssu, því að ann- ar vængur hennar varð fyrir skemmdum, og eftir að hún íiafði losað sig við nokkrar sprengjur reyndi hún að lenda í Frederiksbergsgarðinum, en. heppnaðist það ekki og hrapaði niður á Söndre Boukvard Önn- ur Mosquitoflugvél hrapaði nið- ur í sænska landhelgi milli Hven og Landskrona. Ókunnugt er um afdrif áhafnarinnar. Álitið er, að tvær þýzkar or- ustufiugvélar hafi verið skotn- ar mður. Það er talið að 120 Danir hafi farizt í árásinni. Mikill hluti ábyrgðarinnar fyrir því hvílir á Þjóðverjum, þar sem eins og þegar loftárásin var gerð á að- alstöðvar Gestapos í Osló létu ekki gefa loftvarnamerki, áð- ur er sprengjurnar byrjuðu að falla, jafnvel þó að þýzka loft- varnaliðið hefði tekið eftir flug- véiunum yfir Korsör eða jafn- vel fyrr. En óhætt er að full- yrða að fjöldi Þjóðverja, sem fórust í árásinni, er a. m. k. helmingi. meiri en Dana eða jafnvel þrisvar sinnum meiri Það voru aldrei færri en 500 manns bæði um nætur og daga í Shellhúsinu, og oftast miklu fleiri, enda voru þar ekki ein- ungis bækistöðvar Gestapos. heldur voru þar einnig bæki- stöðvar morð- og ógnarflokka Þjóðverja. Enn bíða menn nán- ari frétta um, hve mörgum dönskum föðurlandsvinum, sem voru hafðir á þakhæð Shellhúss ins sem gislar gegn sprengju- árásum, hafi verið bjargað. Strax þegar loftárásin byrj- aði safnaðist stór hópur vopn- aðra föðurlandsvina saman í miðbiki borgarinnar og sótti hratt fram til Shellhússins, þeg- ar er sprengjurnar tóku að falla. Álitið er, að þeim hafi heppnazt að brjótast í gegnum gaddavírsgirðingamar og kom- ast að Shellhúsinu. Stuttu síð ar kom flokkur Hipomanna úr lögregluliðinu og sló í harðan bardaga við Shellhúsið. Danska þjóðfrelsishreyfingin tekur það sérstaklega fram í frásögn sinni af atburðinum, að brezki loftflotinn hafi rétt henni hjálpandi hönd með því að eyðileggja Shellhúsið og hið mikla skjalasafn Gestapos, sem var geymt í Verkfræðingahús- inu við hliðina á því, en það brann til grunna. Eitt það mikil vægasta við árásina er e. t. v. það, að allmargir danskir þef- arar er héldu sig að staðaldri í Shellhúsinu fórust í henni. Þjóðverjar gera allt sem þeir geta til að halda hinum raun verulegá tilgangi árásarinnar leyndum, a. m. k. utan Kaup- mannahafnar. Blöðin utan Kaupmannahafnar hafa fengið skipun um að nota fyrirsögnina: „Loftárás Breta á Kaupmanna- höfn.‘ .(Frá danska sendiráðinu).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.