Þjóðviljinn - 28.03.1945, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 28.03.1945, Qupperneq 3
Miðvikudagur 28. marz 1945 Þ TÓÐVILJ INN 3 SIGRÍÐUR ARNLAUGSDÓTTIR Verður hættaðyrkja um íslenzkar konur? Það virðist svo sem útvarps- fyrirlestur dr. Bjarnar Sigurðs- sonar um tækni og heimilishald framtíðarinnar hafi rumskað ó- þægilega við .fólki. fhaldsblöðir. hafa rekið upp ramakvein hvað eftir annað, séð hættulegan bolsévisma og ég veft ekki hvað og hvað. Nú síðast í Kvennasíðu Vísis 19. marz er bréf frá „ómennt aðri ekkju,“ sem getur ekki nóg samlega lýst andúð sinni á „ungu mæðrunum sem ekkert vilja á sig leggja fyrir börnin sín,“ og svo gamla rollan um háleitt hlutverk móðurinnar og skáldin sem lofsyngja hana i ræðu og riti. Það er gaman að bera saman þessi skrif íslenzkra kvenna og kynsystra þeirra annarsstaðar í heitainum. Bandarískar konur virðast fyr ir löngu hafa gert sér ljóst, hvert stefnir í réttindamálum kvenna, og stofnanir eins og dágheimili eða hverskonar barnaheimili eru þeim löngu viðurkennd nauðsyn. Borg- araleg ensk kvennablöð raéða þessi mál svo róttækt og hispurslaust að augljóst er að þær hafa í eift .skipti fyrir öh stigið út fyrir múra heimilisins, þær hafa unnið sér sess á sviði þjóðfélagsmála sem þær munu ekki láta af hendi aftur. Rússneskar konur hafa fyrir löngu gripið inn á öll athafna- svið þjóðar sinnar — en það er nú bolsévismi, við skulum fyrir alla muni ekki gera neihn hræddan! En hvaðan úr heiminum sem við fréttum af konum nú (ut- 'an Þýzkalands og Japan), er alstaðar sömu sögu að segja, konumar grípa inn á fleiri og fleiri svið athafn'alífsins og láta sig æ meiru skipta hringiðu lífsins utan heimilanna. Enskar konur — svo ég vitni aftur í Englendinga, af því þeir eru svo sérstaklega viðurkennd ir fyrir sjálfstæði sitt og íhalds- semi — ræða með góðlátlegri kýmni um þá úreltu skoðun að staður konunnar sé aðeins í eldhúsinu eða við vögguna, þær vita að ekki er hægt að færa mæli tímans afturábak. Þær telja ekki aðeins sjálfsagt að framtíðarkonan vinni ut?.n heimilisins og beri fjárhagsleg- an kostnað af heimilishaldinu til jafns við bónda sinn, heldur líka að bóndinn annist sinn hluta af heimilisverkunum þeg ar heim kemur. En hér má ekki minnast á dagheimili öðruvísi en svo að viss hópur íslezkra kvenna þjóti upp, biðji fyrir sér og séu hræddar um að hætt verði að yrkja um þær! Mér er spum: værum við ís lenzkar konur ekki betur á vegi staddar, ef við kynnum að lesa og njóta verka skálda okkar, jafnvel þó þau veldu sér annað yrkisefni en að lofsyngja okkur sjálfar? „Ómenntuðu ekkjunni“ í Vísi „finnst satt að segja að nútíma menntun sé léttvæg ef hún á aðeins að vera sem leikur en ekki þróun og þroski til hins góða.“ Hefði hún ekki áður ver ið búin að lýsa svo rækilega andúð sinni á bamaheimilum, myndi ég taka þetta sem ein- dreginn stuðning við okkur hin- ar, sem viljum fleiri bamaheim ili. Því það er einmitt þetta sem við erum að keppa að: að mennt un nútímakonunnar verði ekki aðeins kostnaðarsamur leikur, heldur láti hún þjóðfélagið njóta starfskrafta sinna og menntunar. Konur hafa nóg tækifæri til að mennta sig nú á tímum, enda gera þær það ó- hikað, en því miður notast þjóð- inni ekki nærri nóg menntu.. þeirra, einmitt vegna þess að við höfum ekki nóg af dagheim- ilum, almenningsmatstofum og þvottahúsum. Alltof margar nú- tímakonur sem hafa fengið ýt- arlega menntun eru bundnar vf ir einu eða tveimur börnum og hafa ekki tíma til að sinna öðru vegna úreltra vinnubragða í heimilishaldi. Þær dragast úí úr athafnalífinu og þjóðin fær aldrei notið starfskrafta þeirra nema að sáralitlu leyti, og þá alls ekki á því sviði, sem þæ*’ hafa búið sig undir með mennt- un sinni. Við álítum að þjóð- félagið hafi ekki efni á því að konur sem hafa búið sig undir vandasöm störf verði að draga sig algerlega 1 hlé, þegar þær giftast. „Ómenntaða ekkjan“ segist ekki hafa átt því láni að fagna j að ala upp böm! Hefði hún nú ' átt börn og þurft að sjá fyrir þeim með vinnu sinni, skyldi hún ekki hafa þáð að koma | þeim á dagheimili meðan hún væri að vinna þeim inn viður- væri? Eiginlega á ég bágt með að trúa öðru. En hvað sem því líður, sýnir aðsóknin að bamaheimilunum að almenningur hefur aðra skoð un á þeim en ekkjan í Vísi Bréf frá lesanda Eftirfarandi bréf hefur Kvennasíðunni borizt: „Góða frú, ég þakka yður fyr- ir, að þér reynið að þvo bletti af íslenzkri tungu. Þér ættuð oftar að minnast á þetta efni í blaðinu, með því ynnuð þér gagn. Góða orðinu fagra, knött- ur, eru menn að týna, og þá fara orðin • knattleikir, knatt- tré o. fl. — í stað kemur bolti. boltaprik!! og fleiri úr- þvætti. Nú má snjókúlan ekki heita snjókúla — nei bolti!! Kaup- menn auglýsa bolta, kenr,- arar kunna ekki að nefna knött! Kennari, prófessor við háskóla vorn, vill heldur vera á stof- unni en í henni, samanber á- varp hans fyrir ýmsa mennta- menn. — Og þrjú blöðin, eðá fleiri, smjatta á slettunni eða þau kunna ekki við að leið rétta prófessorinn, svona er niðurlægingin ægileg. Þá þykir lærðu mönnunum gómsæt sögn- in að „gefa“, þegar hún á ekki við, samanber, þeir gefa lýsing- ar, kunna ekki sögnina að lýsa! — Þeir gefa skýringar, gleyma sögninni að skýra, þeir gefa fyr- irskipanir, kunna ekki að skipa fyrir! — Og svo kemur lærð- asta stétt landsins“, læknastétt- in og „gefur“ sprauturnar en selur þær samt! — Að sprauta eða dæla, dettur hinum lærð j mönnum ekki í hug. Hver tyggur í annan á dönsku. Þetta er sorglegt, og því fagna þeir, sem unna tungu vorfi, ef einhver sýnir viðleitni, að þvo af henni bletti. Lesandi“. Kvennasíðan þakkar kærlega bréfið. Er ekki lesandi þeldur svart- sýnn? Eg held að boltinn sé einmitt nú að þoka fyrir knettinum. Við tölum t. d. um handknatt- leik og sundknattleiksmót, það i er alveg fast í málinu, hand- boltamót verkar eins og hlægi leg ambaga. Þannig mætti nefna mör,; dæmi. Eg held að straumurinn liggi nú í þá átt að málið skír- ist, en ekki að við séum að hrapa niður í málleysur og glundroða. Auðvitað er sjálf- sagt að Jeggja þeim straumi lið eftir megni, en ég held að við höfum minni ástæðu til svart- sýni 1 þessu efni nú en oft fyrr. Þau anna hvergi nærri eftir- spuminni. Heimilin eru yfir- full og enn stærri barnáhópur er á biðlista ef ske kynta að eitthvað losnaði. Almehningur hefur með bví ótvírætt látið í ljós skoðun sína á dagheimilum og leikskól- um, þó einstaka hjáróma rödd kvaki á annan veg. Það verða alltaf einhverjir til að berjast hatrammt gegn hverri framför. Kunnið þið að skera steikina? Páskamatur Súpur: Ostsúpa Bninið hálfan bolla lauk í 2 matsk. feiti. HræriA, stöðugt i. Stráið yfir 1 matsk. hveiti og hrærið vel saman. Bæt út í Vi bolla af fíntsöxuðu kjöti. Tak pottinn af hitanum og set yfir annan pott með sjóð- andi vatni (eða í tvöfaldan pott) og bætiðll. af mjólk. Hitið súpuna þar til hún þykknar. Bætið í % bolla rifnum osti og dálitlu af mustarði. Látið ost- inn bráðna í súpunni. Kryddið með salti, pipar og papriku. Berið fram með grænu salati og franskbrauði. Tómatsúpa 2Vz bolli tómatmauk. y4bolli sneiddur laukur. y2 bolli persille. Vs tsk. pipar. Vi tsk. salt. y3 bolli soðið, saxað kjöt. Blandið saman tómatmauki, lauk og kryddi. Bætið í kjöt- soði og hitið. Látið sítrónusneið ofan á hvem disk, eða þeyttaa rjóma, saltögn og saxað per- sille. Kóngasúpa 2Vi bolli karöflusneiðar. 1 líter. soðið vatn. 1 Vi tsk. salt. 1 bolli grænar bauir. 1 bolli asparges. 3 msk. saxaður graslaukur. 2 msk. smjör. Vs tsk. pipar. Sjóðið kartöflur í sjóðandi. söltu vatni ca. 15 mín„ merjið kartöflurnar gegnum sigti aftur út í vatnið. Bæt í baunum, asparges, graslauk, smjöri og pipar. Hitið. KjötréHír: (heilt Pottsteik 3—4 pd. nautak^öt stykki, þétt). V\ bolli hveiti, blandað ögr. af salti og pipar. 44 bolli feiti. 1 sneiddur laukur. 1 bolli tómatsósa eða vatn. Þerrið kjötstykkið með klút og núið inn í það kryddaða hveit- inu. Hitið feitina í djúpum potti. Brúnið kjötið jafnt á all- ar hliðar. Hellið vatninu eða tómatsósunni yfir kjötið og bæt ið lauknum í. Látið krauma en ekki sjóða ea. 3 klst., eða þang- að til kjötið er orðið meirt. Snú ið kjötstykkinu við og við í pott inum svo það soðni vel í gegn. Bæt í meira vatni ef með þarf. Látið kjötið á heitt fat. Hell- ið vökvanum úr pottinum, og veiðið fitubrákina ofan af og notið vökvann í sósuna. Brún sósa: Blandið saman 4 msk. a£ smjöri og brúnið yfir hægunri eldi. Hrær stöðugt í. Takið af hitann, bæt í 2 boll- um af vatni, mjólk eða græn- metissafa. Kryddið með salti og pipar og söxuðum lauk, ef vill. Setjið aftur á hita. Hrærið stöðugt í. þangað til sósan er þykk og jöfn. Berið Jram með soðnum kartöflum og grænmetir Nautafilet 1% kg. nautafilet. 2 msk. hveiti. 2 msk. smjör. 1 bolli kjötsoð. 1 Vi bolli soðhlaup. % bolli rjómi. Piparrót — pikles. Kjötið er brúnað við mikinr. hita, síðan steikt í ofni ca. 20 mín. Soðinu hellt yfir. Kraft- urinn af steikinni er síðan soð- inn með rjómanum. Kryddinu blandað saman við. Framreitt með rifinni piparrót, pikles, grænmeti og frönskum kartöfl- um. Franskar kartöflur. Kartöflusneiðar eru látnar standa í ísköldu saltvatni ca. 20 mín. Síðan þerraðar vel á þurru stykki. Steiktar í feiti þar til þær eru harðar. Færðar upp á Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.