Þjóðviljinn - 12.05.1945, Blaðsíða 4
ÞJOÐVILJINN
/-----------
Laugardagur 12. maí 1945
Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýSu — Sósialistajlokkurmn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Stgurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Kitstjórnarskrifstofa: Amturstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17.
Þetta hefði þurft að segja fyrr
Ræða Ólafs Thors forsætisráðherra, er hann flutti af svöl-
um Alþingishússins, sigurdaginn 9. þ. m., var hin merkasta.
Ráðherrann rakti þar í ljósum dráttum þátttöku íslands í styrj-
öldinni, hann sagði þar flest það er segja bar í febrúar í vetur
þegar rætt var um þátttöku íslands í San Franciscoráðstefnunni,
en þá var, því miður, ósagt látið.
Þjóðviljanum þykir rétt að rifja upp nokkur atriði úr þess-
ari merku ræðu.
Ráðherrann sagði:
„Vér höfum að sönnu eigi þurft að færa jafnmiklar fómir,
sem sumir aðrir. En sá er ófróður um hagi ísléndinga síðustu
árin, sem heldur að ógnir styrjaldarinnar hafi með öllu fram hjá
oss farið. Eigi aðeins höfum vér misst hlutfallslega fleiri menn
á bezta ævinnar skeiði úr hópi hinna tápmestu en margir þeir,
er meira hafa komið við sögu styrjaldarinnar, heldur hefur og
öll styrjaldarárin sami kvíðinn og óttinn sem mest hefur þjáð
styrjaldarþjóðirnar læst sig um hugi allra ástvina íslenzkra sjó-
manna. — Vel má og vera að oft hafi meiri hætta vofað yfir
íslenzku þjóðinni, en henni hefur sjálfri verið ljóst. Víst er að
minnsta kosti um það, að allur hinn mikli víg- og viðbúnaður,
er hér hefur yerið til varnar, bendir j til þess að þeir er bezt
þekktu, þóttust mega vera við öllu búnir. Þeir gerðu sér fulla
grein fyrir, að ísland var ein allra þýðingarmesta hemaðarstöð
heimsins og þar með, að yfir landi og lýð og öllum þeim, er
hér dvöldu, vofði stöðug og mikil hætta.
í dag minnast íslendingar þess, að þeir af frjálsum vilja
báðu um hervemd Bandaríkjanna, beinlínis í því skyni, að ljá
land sitt til þeirra afnota fyrir styrjaldarrekstur Bandamanna,
sem Bandamenn sjálfir töldu sér hagkvæmast....
Þegar þaxmig stóðu sakir, víluðu íslendingar aldrei fyrir
sér að leggja áhættuna sér á herðar, né heldur æðruðust þeir,
þótt hættan virtist yfirvofandi. Og hvorki mæltust þeir þá né
nokkru sinni síðar undan nokkurri þeirri þátttöku í styrjaldar-
rekstri Bandamanna er á þeirra færi var að láta í té og talið
var að gagni mætti koma.“
Þjóðviljinn undirstrikar þessi síðast tilfærðu orð forsætis-
ráðherrans, því þau sýna ljóslega þá staðreynd að íslendingar
hafi tekið þátt í stríðsrekstri Bandamanna á þann hátt og með
þeim tækjum, sem þeim var auðið.
Það er vissulega fagnaðarefni að forsætisráðherrann hefur
nú sagt svo skýrt það sem rétt er í þessu efni, en það er því
meira furðuefni að Alþingi skyldi ekki bera gæfu til að segja
það á réttum tíma. Tillaga sú er þingmenn Sósíalistaflokksins
fluttu, fól í sér nákvæmlega sama efnið sem hin tilfærðu um-
mæli ráðherrans. íslendingar hafa tekið þátt í styrjaldarrekstri
Bandamenn og það allverulegan þátt miðað við fólksfjölda og
aðrar aðstæður. Það er þessi staðreynd, sem Alþingi átti að
gera heiminum kunna, það hefði nægt til þess að við yrðum
formlega yiðurkenndir í hópi hinna s'ameinuðu' þjóða, fyrir þvi
er full vissa, en slík viðurkenning hefði verið oss mjög mikil-
væg. Fáist hún ekki, er ljóst, að torvelt verður að framkvæma
hin stóru áform um nýsköpun atvinnuveganna, sem þegar er
hafizt handa um og enn torveldara að skapa oss þá aðstöðu á
sviði alþjóðaatvinnulífs og viðskipta sem vér þurfum og oss ber.
Það er vissulega gott að utanríkismálaráðherrann hefur nú tal-
að svo bert um þessi efni, s^m að framan greinir, og þess er
að vænta, að hann og stjórn hans geri nú allt sem auðið er til
að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við rétta aðila, en
vissuleg:. er nú torvelt að ná þeim árangri, sem áður var auðvelt
að ná, því veidur klaufaskapur Alþingis, og ósæmileg skrif aft-
urhaldsblaðanna, en minnast mættu stórþjóðimar þess, að eftir
fyrsta marz hafa þjóðir fengið sæti á hinni miklu ráðstefnu,
sem ekki eru þess verðugri en íslendingar.
Við fyrstu sýn gáfu þessar gulu
sand'hæðir og dimmu, fjarlægu
skógar ekkert sérstakt til kynna.
Þetta var hið algenga landslag í
Brandenburg-'héraðinu. Engum
gæti dottið í hug, að þessar gras-
breiður, furuskógar, plægðir akrar
og dalir væru aðeins gríma stáls
og steypuvirkja.
Engum myndi detta í hug, að
þessi hæð þarna fyrir framan okk-
ur sé ekki hæð, heldur vígi, sem
nái langt niður í jörðina, þessi
skógur ekkert ainnað en varnar-
virki í, skugga furulrjánna. Jafn-
vel þótt ágætur túlkur standi við
hlið manns og þýði mál þessa frið-
sæla landslags á mál hernaðar og
drápstækja, þá er erfitt að gera
sér grWn fyrir því. hve geysilega
um'fanggmikil þessi virki eru.
Breitt, hvitt belti liggur í
krtákustígum gegnum skógana, yf-
ir hæðirnar og akrana og hverfur
í fjarska. Þetta belti er úr steypt-
um stólpum, sumum stórum, öðr-
um htlum, sumir eru eins og menn
sem 'halla sér áfram eða eins og
slöngur, sem eru reiðubúnar að
höggva bráð sína.
Úr fjarlægð lítur þetta út eins
og horft væri í kjaíftinn á ófreskju,
sem ætlað hefði að gleypa bráð
sína, en misst af henni og stirðn-
að í þeim steliingum. Þjóðverjar
sjálfir kalla þessi skriðdrekavarn-
arlbelti „drekatennur“.
Fyrir framan þessa steinsteypu-
stólpa er djúpur, gevsimikill skurð-
ur með snarbröttum bökkum. Ytri
brún skurðarins er þakin flækjum
a'f ryðguðum gaddavír. Jörðin í
kring er sundur grafin í skotgröf-
um, sem mynda margbrotin völ-
undarhús. Skotgrafir þessar liggja
gegnum hæðirnar, upp eftir þeim
og niður, til hægri og vinstri og
hverfa bak'við runna.
Turtildufur sitja á óteljandi
haugum og baða sig í sólskininu,
nei, þetta eru ekki dúfur. Þetta
eru grænar kúpur með svörtum
skotaugum. Þær eru allt, sem sjá-
anlegt er af heilu kerfi neðanjarð-
arvirkja, sem komið er fyrir eins
og taflmönnum á borði og ná
miklu lengra en au’gað eygir.
í raun og veru erum við stadd-
ir í miðju eins af aðal varnarbelt-
um Þjóðverja, . „Drekalinunni“
sem var eitt af öflugustu virkja-
kerfum Evrópu. Það þurfti mörg
ár til að byggja það. Teikningar
a'f því voru gerðar af færustu
meisturum Þýzkalands og hundr-
uð þúsunda unnu að því að byggja
það.
Virkjakerfi þetta lá á austur-
bakka Oder-fljóts. Með útvirkjum
sínum, skotturnum og neðanjarð-
argöngum náði það yfir allt svæð-
ið á þríhyrningnum milli Oder og
Warta.
„Dreki“ þessi átti að gæta leið-
arinnar til Berlínar. Allt þetta
margbrotna kerfi var vélbúið.
Neðanjarðarhvelfingarnar voru
fullar af allskonar vélum. Mjó-
spora járnbrautarlestir runnu eftir
járðgöngunum. Þarna langt niðri
í jörðunni voru vátnsjeiðslur, loft-
ræstingartæíki, rafmagnsstöðvar
og gímalkerfi. Lyftur fluttu
sprengikúlurnar frá geymslukjöll-
urunum upp í skotvirkin.
Við komum að einni hæðinni
Eítír Mabarenko
Um langt skeið mun styrjöldin og einstakir þœttir hennar
halda áfram að verða umrœðuefni blaða um heim allan. Hér
lýsir Rússinn Makarenko kafla úr hinni frœkilegu sókn sovét-
herjanna til Berlínar.
rétt við þjóðveginn. Þetta var
virki nr. 713. Við gengum inn í
hólinn, eftir að hafa opnað hina
þungu hurð með nokkrum erfiðis-
munum. Veggirnir voru nokkurra
metra þykkir. Matskálar, eldhús,
svefngkálar, símstöðvar og vél-
byssuhreiður voru meðfram veggj-
unum.
Við klifruðum niður snúinn
stiga þar til við vorum komnir
140 fet niður í jörðina. Nokkra
stund vorum við í myrkri, að und-
anskildri glætunni frá vasaljósum
okkar. En svo varð albjart og
höfðu þá sovétvérkfræðingarnir
komið rafmagnsstöðinni í lag. Út
úr aðalinnganginum lágú jarð-
göng, a. m. k. 18 fet á hæð og
nógu breið til að bíll gæti íarið
eftir þeim. Þetta var sambands-
leið virkis 713 við nágrannavirkin.
Jái'nlbraut lá eftir gólfinu lengra
en við sáum inn í iður jarðarinnar.
Eftir að hafa klifrað aftur upp
stigann vorum við staddir í einni
af „stáldú'funum“, sem við höfð-
um séð á sandhaugunum. Þar var
vélbyssa á færanlegum undii’stöð-
um, sex skotraufar og skyggnigöt
fyrir menn á gægjum. Sérhver
byssa var útbúin með fjarsýnis-
tæíkjum. Veggirnir á þessum kúp-
um voru 25 mm þykkir.
Leiðsögumaður okkar vísaði
okkur nú inn í aðalinnganginn til
neðanjarðarvirkjakerfisins. Það
var íalið í skógi vaxinni hæð. Þjóð-
yerjarnir höfðu sprengt það í loít
upp og vonað að geta íalið þetta
í steinarusli og mold. En rauðu
hermennirair höfðu hreinsað það
burt og kom þá í ljós i'ordyrið
með jarnbrautarspori á gólíinu.
Hermennirnir voru að skoða litlu
eimreiðarnar, sem Þjóðverjar
höfðu notað þarna í jarðgöngun-
um.
Við gengum fimm mílna leið
eftir jarðgöngunum. Fyrstu fjórar
mílurnar hötðum við rafmagns-
ljós, en 9vo urðuni víð að láta okk-
ur nægja vasaljós okkar. Alveg
eins og í sjáM'u virkinu voru þarna
í jarögöngunum stórir hellar í
veggjunum, þar sem voru raf-
magnsstöðvar, svefnskálar, birgða-
skemmur og skotfærageymslur. X
loftinu voru loftræstipípur og
margibrotið net a'f rafmagnsleiðsl-
um.
AlLt í einu komum við inn í
stóran vinnusal, þar sem voru
hundruð véla. Hjá vélunuin lágu
tilbúnir hlutar í flugvélar, ófull-
gerðar steypur og mælitæ'ki. Edu-
ard Krajerski, Pólverji, sagði okk-
ur að hingað hefði verið flutt verk-
smiðja frá Berlín fyrir einu ári
síðan. Um það bil 2 þúsund verka-
nienn unnu þarna. Þjóðverjar
gerðu ráð fyrir því, að hér, 140
fðt niðri í jörðunni, væru þeir a.
m. k. óhultir fyrir heimsóknum
flugvéla bandamanna.
í aðaljarðgöngunum voru marg-
ar járnbrautarstöðvar með nöfn-
um. Ég man eftir tveim, Ludwig
og Norden. Til hægri og vinstri
lágu jarðgöng út í hin ýmsu virki.
í raun og veru var hér heil borg
neðanjarðar.
Þjóðverjar hóldu að austurvarn-
arvirki þeirra væru ósigrandi. En
raunin .varð sú, að þan féllu svo
skjótt, að setuliðsmennirnir í þeim
vissu ekki hvað var að gcrast fyrr
en allt var búið. Skriðch'ekasveitir
Katukovs hershöfðingja ruddust
Þjóðverjum að óvörum gegnum
„Drekalínuna“ fyrir norðan Mes-
serits og komust allt til bakvirkj-
anna og króuðu stóra hluta af.
Fótgönguliðið kom fast á eftir í
stríðum straumum með vélknúin
tæki og Þjóðverjar neyddust til
að skríða út úr holum sínum.
HandíOa og mynd-
listarskólinn
Framh. af 3. síðu.
i munir, sem gerðir eru í kvöld-
námskeiðum skólans svo sem út-
skurður, leðurvinna og margskon-
ar snríði barna og unglinga. Þeir,
sem þarna hafa langt hönd á plóg
ínn eru fólk af ýmsu tagi, verka-
menn, skrifstofufólk, húsmæður
og skólabörn, fólk sem kemur í
frístundum sínum í skólann, til
þess að læra ýmskonar vinnu, sem
mætti verða þeim til skemmtunar
og unr leið til heimilisprýði. Meira
enn 300 nranns haifa sótt þessi nám
skeið og fjöldi orðið frá að hverfa
og stafar það af hinum óbærilega
húsnæðisskorti, sem skólinn á nú
við að búa, en óneitanlega væri
æskilegt að senr flest æskufólk
ætti kost á, að njóta þar tilsagnar
í hagnýtunr vinnubrögðum og
mundi það áreiðanlega leiða huga
nrargs unglingsins frá annari nrið-
ur heppilegri iðju Það virðist
því bemlínis vera skylcla ríkis og
bæjar að' styikja þennan skóla
eftir mætti, því að einnritt þetta
er eitt af þeim raunhæfu aðgerðunr
senr okkur ber að frámkvæma, til
þess að bæta úr hinum áberandi
verkdfnaskorti æskunnar.
Það er von allra unnenda skól-
ans að úr húsnæðisvandræðunum
verði bætt hið fyrsta svo að lrann
geti tekið við öllum þeim nem-
endum, senr æskja inngöngu.
Handíðaskólinn er nú sjálfseign-
ar stofnun, en stofnandi hans og
fyrri eigandi er Lúðvík Guðmunds
son og hefur hann verið skólastjóri
hans frá uppha/fi. Hann á miklar
þakkir ákilið, fyrir hið erfiða braut
íýðjandastarf og vonandi er að
honunr auðnist að gera HancMða- og
myndlistaiskólann að þeirri nrennta
sto'fnun, senr hann ætlaði sér í
upphafi. En óneitanlega væri það
æskilegt að ríkið tæki að sér relcst
ur skólans og sæi honum fyrjr
nauðsynlegu húsnæði og nægilegu
fjárframlagi.
Vorsýningu Handíðaskólans
wn midBr EiflDnism frð SnSisnnil
„Guðsríki er hvar?
Finnurðu sál þinni svíða,
Siir þau er aðrir menn lííft;
— guðsríki er þar“.
Sig. Júl. Jóh.
Baldur Guðnrundsson var fædd-
ur á Seyðisfirði 5. september 1914.
Hann var einkasonur hjónanna
Guðbjargar Guðmundsdóttur og
Guðnrundar Bjarnasonar fyrrver-
andi kaupfélagsstjóra. Baldur heit-
inn hóf ungur verzlunarstörf hjá
föður sínurn við Kaupfélag Aust-
fjarða. Hann lauk burtfararprófi
frá Sanrvinnuskólanum vorið 1933.
Eftir það gegndi hann ýmsum
störfum á Seyðisfii'ði, var bæjar-
gjaldkeri um skeið og afgreiðslu-
nraður Skipaútgerðar ríkisins, unz
hann fluttist til Reykjavíkur árið
1943 og gerðist starfsmaður í
Skatt'stofunni.
Baldur tók snenrma nokkurn
þátt í félagslífi Seyðisfjarðarkaup-
staðar. Hann gekk í Verkamanna-
félagið „Fram“ jafnskjótt og hann
halfði aídur ti'l. Hann gegndi síðan
ýnrsum trúnaðarstörfum Tyrir
verkamannafélagið. sat í stjórn
þess um skeið og var tvisvar kjör-
inn fulltrúi þess á Alþýðusam-
bandgþing. Baldur var einn nreðal
stofnenda Félags ungra jafnaðar-
rnanna árið 1932 og var í stjórn
þess, meðan það starfaði. Við bæj-
arstjórnarbosningarnar á Seyðis-,
firði í janúar 1938 var hann kjör-
inn í 5. sæti á lista Alþýðuflokks-
ins, þá aðeins 23 .ára ganrall, og
má af því nok'kuð marka hve
miklum vinsældunr og trúnaði
hann átti að fagna nreðal félaga
sinna og samborgara. ,
Þegar Sósíalistafélag Seyðis-
fjarðar var stofnað hauStið 1938
var Baldur meðal stofnenda þess
og átti sæti í stjórn þess, meðan
hann dvaldi á Seyðisfirði. Inn-
ganga Baldurs heitins í Sósíalista-
flókkinn var í samræmi við þá
ríku eðliáhneigð hans að verða
þeim að liði, sem krappastan sjó
verða að sigla í lífinu. Ilann vildi
jafnan standa þar í flokki, sem
honum fannst einlægast og djarf-
a'st staiifað að því að bæta hag al-
þýðunnar ög auka frelsi hennar og
lífshamingjm Baldur heitinn var
mjög tilfinninganæmur, en svo
dulur, að jafnvel nánUstu vinir
hans fengu sjaldan séð, hvort hon-
um líkaði betur eða verr. Hann
nauit mikilla vinsælda hjá öllum,
sem kyntust honum, enda vildi
hann öllunr vera góður og varaðist
jaJfnan að gera á hluta nokkurs
■manns. Ég minnist þess ekki að
háfa þekkt nokkurn mann, sem
var umtals'frónrari unr aðra en
Baldur heitinn. Mér er ,sérstaklega
minnisstætt, hve honunr gat sárn-
að að hlusta á nrisjafnt umtal um
lauk að kvö'ldi hins 10-þ.m., en
tekizt hefur að fá hana opnaða
aftur í dag og á morgun og gefst
því Reykvíkingunr enn kost-
ur á að skoða þessa merkilegu
sýningu, er vonandi að sem
flest æskufólk noti sér þetta tæki
færi. Eg vil að lokum geta þess
að helnringur innkominna tekna
sýningarinnar rennur í sjóð, sem
styrkja á efnilega nemendur til
fra mh alds n áms erl en d i s.
fó'lk. Honuim leið bókstaflega sagt
illa undir sMkum kringumstæðum,
enda heyrði ég har.n aldrei hall-
mæla nokkrum manni. Hann var
gvo orðvar og grandvar í allri um-
gengni að af bar.
Foreldrar og aðrir ástvinir Bald-
urs heitins eru að sjálfsögðu harmi
slegnir við hið óvenju sviplega
fráfall hans í blóma lífs, en lífgrös
vaxa upp úr sporum hvers manns,
er skilur eftir sig aðeins góðar
minningar í hugum samferða-
fólksins. Við arin góðra minninga
,um Baldur sál. getui- jáfnvel sökn-
uður og__tregi ástvinanna breytzt
í fögnum yfir því, að góður mað-
ur er genginn úr veröld, þar sem
aðrir eiginleikar en góðmennska
cluga bezt í miskunnarlausrr lífs-
baráttu.
Mér er næst að halda, að Bnld-
ur sál, haifi verið of viðkvæmur, of
nrikið barn góðvildarinnar, of laus
við tortryggni til þess að verða
hlutskarpur í samræmi við hæfi-
leika sína að öðru leyti, í lífsbar-
átltunni, eins og hún er háð í heinii,
þar s'em oft virðist svo sem eins
líf sé annars dauði Samúð hans
og góðvild í garð samferðamann-
anna var of rik í eðli hans til þess,
að hún yrði honum ekki nokkur
fjötur um fót, er frumstæð samtíð
kraifðist þess af honum, til endur-
gjalds fvrir mikinn frama, er ekki
samrýmdist því bezta í fari hans.
Baldur sál. gat ekki fundið sjálf-
an sig í baiiáttu við samferðamenn
sína unr „einseyring og dalinn“.
Eins og allra góðra manna
stdfndi hugur lians til nýs og betri
heinrs, þar seríi mennirnir gætu
notið ávaxta af friðsamlegu og
skipulagsbundnu samstarfi, án inn-
byrðisbaráttu. Þenna hug sinn op-
inberaði Baldur sál með því að
skipa sér ungur uiidir hið glæsi-
lega merki alþýðusamtakanna,
sem vonir milljóna nranna í öllum
löndum eru viðtengdar um batn-
andi tíma. Engar ytri persónu-
legar ástæður krniðu hann til þátt-
töku í félagsskap verkamanna.
Það var innri köllun hans sjálfs,
sem réði þar úrslitum. Hann vissi,
að það myndi kosta mikla baráttu
að skapa nýjan heim upp úr rúst-
irm þeirrar veraldar. sem nú er í
fjörbrotum. Fáir munu hafa fund-
ið það beturen Baldur sál., að slík
barátta var ill nauðsyn. Böl for-
tíðar og samtíðar höfðu hrundið
henni af stað, gert hana óumflýj-
an'lega og 'hann skiúði si'g í liðsveit
þeirrar baráttu. En hann gat ekki
orðið vígreifur bardagamaður,
bardagans vegna. Hann naut sín
ekki fyllilega í sják'um bardagan-
unr, vegna þess að hann fann of
sárt til með öllum, sem lifðu í
kring um hann, líka þeim, er stóðu
öndvert í fylkingu. Sársauki
þeirra, sem trúðu öllu illu á fram-
tíðina og ót'tuðust jafnvel sín eig-
in lausnaröfl, senr væntanlega
munu í’áða miklu unr örlög konr-
andi tíina, varð Baldri sál. harms-
dfni í miðri orustu. Baldur sál.
fæddist á fyrsta ári síðustu heims-
styrjaldar. Hann hvarf af leik-
sviði lífsins liér aðeins jrrítugur að
áldri á lokaári annarrar heinrs-
styrjalclar. Líf hans var stund inilli
stríða. A þeim tiima var hann að
þroskast og mótast. Fyrstu starfs-
Í!§lrí<Viníj&r
Laug" 'dagur 12. nra' 1945 — ÞJÓÐVILJINN
Hvítasunnuferð
Baldur Guðmundsson.
ár hans renna saman við hið mikla
.atvinnuleysis- og örbirgðartíma-
bil fyrir stríðið. Og þótt hann nyti
sjálfur góðra lífskjara og imiilegr-
ar ástúðar og um'hyggju foreldra
og tveggja eldri systra, runnu hon-
unr til rifja erfiðleikar fólks í átt-
högum hans, er skorti oft brýn-
ustu nauðsynjar vegna atvinnu-
leýsis. Ég hygg að erfiðleikar þess-
ara tínra hafi orkað mjög á skap-
gerð Baldurs sál. Hér verður ekki
leitaat við að gera grein fyrir því,’
hve erfiðleikatímarnir fyrir stríðið
liáfa orðið örlagaríkir fyrir marga,
sem þá vom að vaxa upp í land-
inu. En niargir munu enn finna
til gára sinna dftir þá tínra. Og
óútreiknanlegu böli getur þvílíkur
fimbulvetur atvinnuleysis varpað
í fang framtíðarinnar. Það var
eitt af höfuðeinkennum í fari Bald-
urs sál. að geta ekki notið hlutar
síns, meðan aðrir þjáðust í návist
hans. Atvinnuleysi og skortur ann-
arra var hans eigið böl.
Ný heimsstyrjöld bægði neyð
frá dyrum um stund á sama hátt
og morfín stillir kvalir dauðvona
sjúkMngs. En styrjöldin sjálf var
hið ægilegasta böl öllu mannkyni.
Þessi heinrur grár fyrir járnum
var ekki heimur til þess að full-
nægja þrárn né óskum Baldurs
sál., sem hafði svo ríka þörf fyrir
að fá endurgoldið þann hlýleik og
góðvild, sem hann sýndi öðrum.
Hinn nýi heimur, sem barist er
fyrir, hefði skapað Baldi sál. ann-
að út'sýni yfir lífið, fagurt og bjar.t
,í samræmi við óskir hans og þrár.
I slfkum heinri hefði hann vegna
margra góðra hæfileika sinna kom-
ist ti'l þess vegs, er honum mátti
hæfa, án þess að fyrir hann væri
það Hgt sem honum var ókleift
að njóta forréttinda á kostnað
sigraðra meðbræðra. Vér væntum
þess, að Baldur sál. sé nú koniinn
til þvíMkra heimk.vnna, þar sem
bjart er yfir öllum leiðuni og auð-
veldara að sigla milli skers og báru,
en í þeirri veröld, senr hann hefur
nú kvatt. Ég hygg, að vér getum
ekki geynrt minningu Baldurs og
annarra vina vorra með öðrum
hætti betur en þeim að leggja lið
vort'fram í baráttunni fyrir nýj-
um og betri heimi, þar sem fegurð
ríkir í stað ljótleika,- friður í stað
stníðs, kærleikur í stað liaturs,
góðvild í stað illkvittni, sanrstarf
og féla'gshyggja í stað villtrar
samkeppni og einstaklingsliyggju.
Og þar-sem þeirra. bölvalda gætir
ekki, senr verstum örlögum valda
nú í lí'fi nranna og þrengja. að Mfs-
rúmi þess bezta í fari þeirra.
Látni vinur og félagi!
Vér kveðjum þig í dag í síð-
asta sinn. Innilegast ert þú kvadd-
ur al' systur þinni hér, sem þú
varst svo samrýmdur. Þú unnir
Erindi sœnsku sendikennarans
við Iláskóla íslands, sem flutt var
í norramu hófi nýlega, prentað í
Morgunblaðinu og jórtrað upp í
Tímanum og dagblaði Framsókn-
arflolclcsins Alþýðublaðinu, er vœg-
ast sagt einn sá furðidegasti sam-
setningur sem birzt hefur opinber-
lega, siðan í Finnagaldrinum, sœll-
ar minningar.
Sendikennari þessi virðist ger-
samlega misskilja erindi sitt hing-
að til íslands og það starf, sem
honum er œtlað að vinna. Ilann
er hér eklci sem aqent fyrir þau
öfl í Svíþjóð, sem láta elckert
tœkifœri ónotað til að níða Sovét-
rikin, heldur var tilœtlunin að
hann Icenndi ísl. stúdentum sœnsku
og frœddi íslendinga um samska
menningu og sögu. Og ef hann
endilega vill láta þessa frœðslu nái
til nútimastjómmála og styrjald-
armála, vœri það œnð œvistarf að
slcýra fyrir íslendingum afstöðw
Sviþjóðar í Evrópustyrjóldinni,
en sú afstaða hefur áreiðanlega
balcað Svium meiri álitshnekki en
þeir fá bœtt úr í bráð. Og sizt
verðúr sá álitshnekkir unninn upp
með því að bera saman „afrek“
Svía í styrjöldinni oq framlag sov-
étþjóðanna i baráttunni við fas-
ismann.
Nei, það hljóta að vera næg
verlcefni fyrir hr. Peter IlaUberg
heima í Sviþjóð. Einnig þar er að
talsverðu leyti hœtt að taka mark
á sovétníðinu, svo ekki mun veita
af slílcum eldmóðsleiðtogum í bar-
áttunni. Ilver veit nema hr. lekt-
orinn fœri lílca að berjast við fas-
ismann, nú þegar Svíþjóð hefur
tekið rógg á sig og slitið stjóm-
málasambandi við Ilitler sáluga.
.Æ. F.
Sósíalistafélag úeykjavíkur.
verður farin til Víkur í Mýrdal og undir Eyjaf joll.
Farmiðar verða seldir á Skólavörðustíg 19.
Miðasalan stendur yfir til sunnudagskvölds.
kvölds.
Nánari upplýsingar á Skólavörðustíg 19.
Ferðanefndin.
S. K. T.
i Eldri dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10. —
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 e. h. — Sími 3355.
5UTBNDR _ _
VERKSMIÐJBN kA
Spyrjið eftir
þessu merki
þegar þér kaupið
SVEFNPOKA
Sútunarverksmíðjan h. f.
Veghúsastíg 9. Sími 4753.
Ferðafélag íslands fer gönguför
um Heiðmörk næstk. sunnudag. Ek-
ið verður að Silungapolli, en gengið
þaðan um Mörkina, yfir Hólms-
hraun og Elliðavatnsheiði suður að
Búrfellsgjá og þaðan til Hafnar-
fjarðar. Fólk hafi með sér nesti
Lagt á stað kl. 10 árdegis frá Aust-
urvelli. Farmiðar seldir á skrifstofu
Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 til kl
4 í dag.
ættbyggð þinni og fæðingarstað.
Þangað mun hugur þinn oft hafa
leitað meðan þú dvaldir hér syðra.
Guðirnir hafa veitt þér náð sína
og mildi. Brimskaflar lífsins eru
að baki þér. Hin eilítfa friðarhöfn
blasir við þér. Þú hverfur heim.
Hendur ástríkra foreldra, syst-
ur og vina taka á nróti þér, er þú
kemur heim til S'eyðisfjarðar. Þar
hverfa líkanrsleifar þínar í rnold
átthaganna til þess að hvílast þar
við hlið ættimgja og vine, sem á
undan eru gengnir sanra veg. Hinn
ylrfki vestanvindur mun anda
hlýbt um leiði þitt í dalnum við
rætur fjallsins og söngur hlægj-
ancli vatna vorleysinganna óma
skært og hreint yfir góðunr syni,
senr guðirnir haJfa kallað til sín
svo fljótit, en nróðir jörð hefur
fengið sinn hlut til varanlegrar
verndar. Þú hefur öðlazt frið. Og
yfir grö'f þinni hljóma sigursöngv-
ar, því að á þcirri jörð, sem kall-
aði þig til sín, er fagnað friði.
Friður sé með þér.
9. maí 1945.
Árni Ágústsson.
SKÓGRÆKT RÍKISINS.
TILKYNNING
um sölu trjáplantna
Afhending trjáplantna hefst laugardaginn 12.
maí kl. 10. f. h. á Sölvhólsgötu 9.
Þess er vænzt, að menn úr Reykjavík og ná-
grenni bæjarins hafi sótt pantanir eigi síðar en
mánudagskvöldið 14. maí. Annars eiga þeir á
hæt’tu að pantanirnar verði seldar öðrum. _
Afhending fer aðeins fram gegn staðgreiðslu.
Próf. dr. Ágúst H.
Bjarnason lætur af
störfum í sumar
Próf. dr. Ágúst H. Bjarnason
verður sjötugur í sumar og mun
þá láta af embættí sínu við
Háskóla íslands, er hann hefur
gegnt frá stofnun háskólaas,
eða í 34 ár. Á mánudaginn var
flutti p'róf. Ágúst kveðjufyrir-
lestur í háskólanum, að við-
stöddum flestum kennurum og
allmörgum stúdentum. Ræddi
hann um friðinn og helztu frið-
flytjendur vorra tíma, sviss-
neska lækninn Henry Dunant,
stofnanda Rauða krossins, og
sérstaklega Fridtiof Nansen og
MUNIÐ
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
öll hans miklu og farsælu störí
fyrir Þjóðabandalagið.
Að loknum fyrirlestrinum á-
varpaði Jón Hj. Sigurðsson há-
skólarektor próf. Ágúst og þakk
aði honum störf hans í háskól-
anum. Þá mælti próf. dr. Alex-
ander Jóhannesson nokkur orð
af hálfu heimspekisdeildarinnar
og stud. mag. Thor Vilhjálms-
son af hálfu studenta. c