Þjóðviljinn - 12.05.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.05.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Laugardagnr 12. maí 1945. Æ.F.R. Félagar! Farið verður til vinnu í Rauðhóla um helgina frá Skólav.- st. 19 kl. 3 í dag og með strætis- vagni frá Lækjartorgi kl. 9 í fyrra- málið. Hafið með hamra og nagl- 104. tölublað. bíta. Framkvæmdaráðið. Leífar þýzka hersíns i Evrópu gcfasf upp Fulif Stimson, hermálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði í gær frá þvr að Bandamenn hafi komizt að fullkomnu samkomulagi um hernám og stjórn Þýzkalands. Þýzkaland verður hernumið af Sovétríkjun- um, Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi sam- eiginlega. Stimson sagði enga þá menn vera til í Þýzkalandi, sem Bandamenn gætu viðurkennt sem fulltrúa þýzku þjóðarinnar og öll mál þess mundu verða undir strangri hernaðarstjórn. Fjórir meðlimir þýzka herforingjaráðsins, 10 lægra settir þýzkir herforingjar og 35 óbreyttir þýzkir hermenn eru komnir til aðalbækistöðva Eisenhowers til að hafa milligöngu tun fram- kvæmd uppgjafarskilmálanna. Herstjórn Ban darík janian na verður í 12 deildum, og fer hver þeirra með sín sérstöku mál, t. d. ábvinnumál, fjármál. og uppeldis- og menntamál. Eisemhower verður yfifforingi bandaHísku herstjórnarinnar. „Verkalýðsfélög“ nazista — die Arbeitsfront — verða leyst upp og ný verkalýðshreyfing mynduð á lýðræðislegum grundvelli. Sér- Stok stjórnardeild mun sjá um f'réttaiþjónustu, hafa eftirlit með blöðum og útvarpi. Stimson sagði ennfremur að all- ur framleiðslumáttur Þýzkalands mundi notaður til að framleiða vörur 'handa þeim þjóðum, sem Þjóðverjar ha'fa arðrænt og kúg- að og reynt verður að láta Þýzka- land verða sein mest sjálfu sér nóg i ðfnalegu tilliti. Churchill hefur einnig gefið yf- irlýsingu um hernám Þýzkalands. Var hún á sömu leið og yfirlýsing Stinrsons. Churtíhill kvað ringul- reiðina vera svo mi'kla í Þýzka- landi, að ekkcrt nema ströng hern- aðarstjórn gæ'ti komið í veg fvrir ógurlegar hörmungar. r Hnefaleikamót I.R. /. R. efndi til hnefaleikakeppni 1 gœrlcvöld í Andrewhöllinni við Hálogaland. Úrslit urðu þessi: í jjaðurvigt sigraði Guðjón Guð- jónsson. 1 léttvigt sigraði Bjarni Gott- skáHksson. / veltivigt sigraði Guðmundur Ilalldórsson. / miUivigt sigraði Ingólfur Ólafs- son á knock out. / lettþungavigt sigraði Grétar Árna'son. I þungavigt gaf andstæðingur Vigfúsar Tómassonar leikinn eftir 2 lotur. Tveir aukaleikir fóru fram milli brezkra flugmanna I fyrfi lcikn- um sigraði Stark, en i seinni ledkn- um Harleglhty. Virtust leikirnir- frekar sýnileikir en keppni, eink- um fyrri leikurinn, enda vakti hann mikinn hlátur. FUNDUR HINNA ÞRIGGJA. Talið er víst. að fundur Stalíps, Ohurchills og Trumans muni eiga sér stað innan skamms. Aðalvið- l'angsofni þeirra að þessu sinni mun verða hernám Þýzfkalands og öll þau mörgu vandamál sem við það eru bundin. ÞVÍ HEFUR EKKl VERIÐ GLEYMT. Bandamenn láta í Ijós þá skoð- 1 un, að tilraunir Dönitz til að sverja af sér samvinnu sína við nazista, séu þýðingarlausar. Því hafi ekki verið gleymt, að það var hann fyrst og fremst sem sök átti á hinum ótakmarkaða kafbátahern- aði og hann sé því í tölu stríðs- glæpamanna. Síðan uppgjafarsamningurinn var undirritaður hafa síðustu leifar þýzka hersins í Evrópu gefist upp, en þó halda enn nokkrar einangraðar hersveitir í Tékkoslóvakíu vörninni á- fram. Rauði herinn heldur á- fram að uppræta þessar her- sveitir og verður vel ágengt. í gær gáfust hersveitir Þjóð- verja á Ermarsundseyjunum, eina brezka landsvæðinu, sem Þjóðverjar náðu á vald sitt í styrjöldinni upp skilyrðislaust. Einnig gáfust hersveitir Þjóð- verja á Eyjahafseyjunum, þ. á m. Krít og Rhodos, upp í gær. Þýzka setuliðið í St. Nazaire gafst upp í gær. Þýzka herskipið „Leipzig11 gafst upp í gær í Kaupmanna- höfn. STALÍN SENDIR HEILLAÓSKASKEYTI. Stalín hefur fyrjr hönd sovét- þjóðanna sent Chúrchill heilla- óskaskeyti í tilefni af sigrinum yfir Þýzkalandi og læ'tiiL' í Ijós þá vissu sína, að vinátta 'sú, sem þróast hafi milli brezku þjóðarinnar og sovétlþjóðanna á styrjaldarárun- i.m, megi styrkjast báðum þjóð- unum til heilla í framtíðinni. Georg Bretakonungur hefur einnig sent Kalinin, forseta æðsta ráðs Sovétríkjanna, heillaóska- skeyiti í tilefni af sigrinum. Frá Noregi 1. brezka loftfluitta herfylkið er komið til Osló, og fer afvopnun þýzku herjanna í Noregi vel fram. Þýzku hermönnunum hefur nú verið komið fyrir í hertbúðum ut- an borga og bæja Noregs og verða þeir íátnir ha'fast þar við, þangað til þeir komast h’eim til Þýzka- lands. í Noregi voru um 400 þús. þýzkir hermenn. Norðmenn halda áfram hand- töku kvislinganna og eru allir helztu leiðtogar kvislinga nú und- ir lás og slá, nema Jonas Lie. Bú- ízt er við að mála/feilin gegn Kvis- ling muni htífjast bráðlega. Yfirforingi brezka hersins í Nor- egi sagði samvinnuna við rauða herinn hafa verið framúrskarandi, en rauði h'erinn mundi nú hverfa aiftur frá Noregi. 2000 stríðsglæpa- menn á valdi Bandamanna Bandamenn hafa tekið um 2000 háttsetta þýzka nazista gestapoforingja og aðra stríðs- glæpamenn. Meðal þeirra eru Falken- horst, sem áður var yfirforingi þýzka hersins, sem stjórnaði vörnum Þjóðverja á vesturvíg- stöðvunum auk þeirra, sem áð- ur hefur verið skýrt frá. Falk- enhorst kvað Bandamenn hafa bjargað Þýzkalandi úr höndum glæpaklíku, sem sett hefði svi- virðingarblett á pýzku þjóð- ina(!) Yfirleitt koma þessir nazistar og stríðsglæpamenn fram með miklum hroka, kenna hver öðr- um um glæpaverkin og þykjasi enga ábyrgð á þeim bera. Eii það er látið ótvírætt í Ijós i löndum Bandamanna, að þeir muni ekki komast hjá verð- skuldaðri refsingu. Kyrrahafsstyrjöldin Með endalokum Evrópustyrj- 'aldarinnar hefst nýr kafli í stríðinu við Japani. Þangað munu nú Bandamenn beina öllum hernaðarmætti síri um, og kemur það fram í þeirri yfirlýsingu, sem Doolittle yfir- foringi 8. bandaríska flughers- ins gaf í gær. Han sagði að 8. flugherinn eða hluti hans mundi sendur til Kyrrahafsvíg- stöðvanna innan skamms. Sókn Bandamanna á Kyrra- 'hafi hélt áfram í gær. Þeir 'héldu áfram að reka flótta Jap- ana í Burma. Á Okinava sóttu þeir á og einnig á Tarakaneyjj. Loft'árásirnar á Japan héldu áfram í stærri stíl en áður. I stuttu máli Felis, yfirmaður Gestapolög- reglunnar í Noregi hefur fram ið sjálfsmorð. 13 þýzkir kafbátar gáfust upp í gær og voru 8 þeirra komnir til Bretlanids í gær. ítalska stjórnin hefur nú feng ið í hendur alla stjóm Ítalíu innan Florenze, en á því svæði búa 24 millj. af 45 millj. íbúa Ítalíu. Tilkynnt hefur verið að enn muni skipalestir í vernd her- skipa halda áfram siglingum um AtlanZhaf. Er það vegna þess, að ekki þykir öruggt að allir þýzkir kafbátar séu hæt.t- ir baráttunni. Ekkert er enn vitað um hvar nazistaíforin.gjarnir Ley, Rosen- berg, Himmler og Ribbentrop halda sig. Danski flotinn hélt í gær til Kaupmannahafnar. Brezk her- skip, sem þar voru fyrir, heils- 1 uðu honum. Hefur hann orðið fyrir miklu tjóni í styrjöldinni og er nú ekki annað en hrað- bátar og tundurduflaskip. 80 þús. brezkir stríðsfangar, sem voru í fangabúðum í Þýzka landi eru nú komnir til Eng- lands. 2000 manns hafa látizt í Ams-t- erdam síðus'tu 8 mánuðina af völdum hungurs. Hungursneyðin var eingöngu að kénna ráðstöfun- um þýzku herstjórnarinnar, sem taldar munu vcrða til s'tríðsglæpa. Brezkur fréttaritari, sem.kom til Flensborgar með brezka hernum, skýrði frá því í Lundúnaút.'Varp- inu í gær, að ringulreiðin þar hefði verið . óskapleg. Tók það hann lan-gan tíma að komast að raun um hvar aða'lbækistöðvar Dönitz j væru. Kristján Danakonungur, Hákon Nor- egskonungur og Christmas Möller svara kveðjum Islendinga Forseta íslands bárust í dag eftirfarandi þakkarskeyti frá konungum Danmerkur og Noregs: „Fyrir hönd dönsku þjóðarinnar og sjálfs mín flyt ég yður, herra forseti, alúðarfyllstu þakkir mínar fyrir kveðju yðar vegna frelsunar Danmerkur. Sömuleiðis fyrir ámaðaróskir yðar og íslenzku þjóðarinnar, sem eg endur- geld af einlægu hjarta. CHRISTIAN R.“ „Eg flyt yður alúðarþakkir fyrir vinsamlegar kveðjur og ámaðarósltir út af endurheimt frelsis Noregs. HAAKON R.“ I j 1 ' ■ \ * Frá danska utanríkisráðheiTanum, J. Cliristmas Möller, barst þetta þakkarskeyti: „Herra forsætis- og utanríkisráðherra Ólafur Thors, Reykjavík. Eg færi yður hjartanlegustu þakkir fyrir hinar fögru kveðjur yðar til Danmerkur. Konungur vor lýsti hugar- fari gervallrar dönsku þjóðarmnar í garð ístendinga hinn 17. júní. Beztu óskir til íslands og íslendinga. Yðar einlægur CHRISTMAS MÖLLER“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.