Þjóðviljinn - 12.05.1945, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1945, Síða 7
I ÞJC3VILJINIÍ 7 Laugardagur 12. maí 1945. Mikkjel Fönhus: Hrakningar bjóraf jölskyldunnar Það var einmitt við þennan hyl, sem Bragðarefur hafði bygg't sér hús. Stóra tréð, sem hann hafði fellt’ hafði verið góður efniviður. í bakkanum við ána var nógur leir, svo að hann átti hægt með að þétta húsið. Húsið var orðið nógu stórt, til að búa í því. Hann hafði lokið við sjálft bælið og gangurinn var til, þegar hann byrjaði. Það var urðargjá. Nú sat bragðarefur uppi á húsþaki sínu og var að naga trjágrein, sem hann hafði borið þangað. Þá varð hann allt í einu undrandi á svipinn og hugs - andi — nærri því eins og maður. Hann starði og starði. Hvað er þetta? Þarna kom tré fljótandi. Á írénu sat annar bjór, sem líka varð undrandi, starði og starði. Hvað var þetta þarna á bakkanum? Rétt fyrir framan bjórabælið var hringiða í hylnum. Hún greip oft lauf og trjásmælki, sem kom niður ána, sneri því í hring. ög sleppti ekki því, sem hún hafði hremmt. Og nú náði hringiðan í tréð, sem kom fljótandi og kvenbjórinn sat á. En hún bara starði og starði. Og Bragðarefur glápti á hana frá húsþakinu. Þau voru ’tveir ferðalangar í landaleit, fjarri átthög- um sínum og ættingjum. Og nú vildi svo einkennilega til, að þau hittust. Þau steyptu sér bæði í vatnið syntu hvor’t' á móti öðru og ráku andlitin saman. Það var fyrsta kveðja þeirra og forvitin rannsókn hvort á öðru. Svo tóku þau til að synda, márga hringi um hylinn, stöðugt samhliða. Þau ráku trýnin saman aftur og aftur. Bæði voru gagntekin af sömu gleði: Þau voru ekki ein- mana lengur. 2fítt M ÞETTA Samgöngubætur og mannvirki nú- ] tiímans kröfðust stundum mikilla mannfórna. Kunnugt er til dæmis, hve mik- ið mannfallið var, þegar Panama- skurðnrinn var grafinn, sökum mýraköldu í.óhollu loftslagi. Óhollt Ioft9lag varð líka flestum að bana, sem lögðu járníbrautina frá Peru upp Andesfjöllin. Þar létu sjö þúls undir manna lifið á sjö árum., Hver metri, sem brautin hækkaði frá sjávarm'áli á leiðinni upp fjöll in kostaði tvö mannslíf. Þeir, sem lögðu Kyrrahafsbraut ina í Norður-Ameríku voru í stöðugri lífshættu frá árásum Indí ána og urðu alltaf að vinna „með byssuna í annari hendinni en skóflunni í hinni“, erns og það var orðað. Þegar járnbrautin frá Mombassa í Afríku til Viktoríuvatnsins var lögð, urðu verkamennirnir að byggja sér virki á hverju bvöldi og kynda ekl til varnar villidýr- um. Venjulega var saknað tíu — tólf manna eftir hverja árás, sem ( Ijónin gerðu. Vinnan við. St. Gotthardsgöng- in var heldur ekki áhaettulaus eða heilnæm. Þar dóu átta hundruð manns á sjö árum. ★ Það var orðatiltæki í Péturs- borg, að hún væri ieist á manna- beinum. Svo tíð voru dauðsföll- in, meðan verið var að byggja hana. Helztu hallir, sem reistar voru fyrr á tímum kröfðust líka sinna fórna, til dæmis Versalahöllin og önnur stórhýsi þar i grennd. Þar múiu aðalega hermenn og ánauð- ugir bændur, sem ekki fengu kaup. Fjöldi þeirra var talinn 36 þúsundir. „Hverja nótt voru fluttir þaðan vagnar, hlaðnir lík- um“, segir madame Sevigné, sem hcifur ritað margt merkilegt um það tíinabil. Einkum vaf mann- tjónið við vatnsleiðslurnar. Þegar farið var að reisa „ský- kljúfana“ í Amer'ku, varð það orðatiltæki, að hver hæð kostaði mannslíf. PEARL.S. BUCK: ' ’ % ÆTTJARÐARVINUR - ' ■ — i/ þeirra valdi. drepa þeir ekki ein- ungis auðmennina, heldur hver aðra. Mikil verðmæti hljóta að tyðileggjast, þegar þeir fara að berjast um þau. En það verður svo að vera“. „Og hvað verður svo?“ spurði I-wan. „Þeir verða fyrir vonbrigðum, þegar þeir sjá eyðiiegginguna og þá verðum við að koma til sög- unnar og kúga þá til að virða lög og reglur“. „Kúga“, sagði I-wan. „Eg hélt að allir ættu að vera frjálsir“. „Frjálsir“, endurlók En-lan í bitrum tón. „Slíkt frelsi væri brjálsemi. Við erum ekki frjálsir, þú og ég. Við vinnum eftir skipu- lagðri áætlun. Það eiga öreigarn- ir að gera líka. — Eg veit um mann“. — „Hvern?“ spurði I-wan. Svona höfðu þeir aldrei gengið langt í írúnaði. „Maður“, sagði En-lan. „Mikill maður“. „Hver?“ spurði I wan. En-lan laut að honum og I-wan fánn heitan andardrátt hans við vanga sinn. „Ohang Kai-shek“ sagði En-lan. Þetta var foringi uppreisnar- hersins. „Þegar hann kemur inn í borg-. ina“, hvíslaði En-lan alveg við eyrað á I-wan. „Þá rennur upp ný öld. Allt er undirbúið. Alls- herjarverkfallið stendur í tuttugu daga. A þeim tíma geta verka- mennirnir komið saman og ráðið ráðum 'sínum. Þeir eiga að taka borgina innan frá En hann sæk- ir utan frá. Þetta var skrifað á blaðið, sem ég brenndi. Nú kem- ur árangurinn af öllu starfi okk- ar. Hann kemur allur í einu. Það rís upp nýtt land — okkar land“. Það fór um þá hrollur bæði af kuldanum og geðshræringu þeirra. Tunglið var að hverfa og múr- inn kastaði skugga yfir trjágöng- in. Þeir sátu í myrkri. En hvað gerði það. Þeir tóku ekki eftir því. Þeir horfðu inn í aðra veröld, þar sem allt var bjart og fagurt og ranglæti ekki framar til. I-wan sá það allt í ancla. Her réttlætis- ins nálgaðist. I-wain háfði séð mvnd af Chiang Kai-shek í einkennisbúningi bylt- ingamanna. Hann minnti ofurlít- ið á En-lan — sami hraustlegi ibændagvipurinn og djarfa augna- ráðið. Imyndunarafl I-wans varð gagntekið af þeirri tilhugsun, að hraustur og gbfuglyndur maður væri foringi ungu byltingamann- anna. Honum varð erfitt um andar drátt og harin stóð snöggt á fæt- ur. „Mér þykir vænt um. • að þú sagðir mér þetta. Nú skal ég gera allt, sem ég get“. En-lan svaraði engu. Hann reis líka á fætur og þeir leiddust nið- ur trjágöngin. „Þú he'fur svo miúkar hent^ur", sagði En-lan undrandi. „Ilefurðu aldrei unnið neitt?“ „Nei“, svaraði I-wan. Hann skammaðist sín, þegar hann kom við vinnuharða hönd En-Ians og sagði „En ég er nógu sterkur samt“. I-wan skildi við En-lan yið skólahliðið og gekk 'heimleiðis. Það var undarlegt, að hann hafði farið til En-lans liryggur í huga en nú var hann orðinn glaður. En-Ian gaf honum alltaf þrek. Mér hættir svo við að láta vonleysið ná yfir!höndinni“, sagði I-wan við sjiálfan sig, „En það gerir En-lan aldrei. Hann hugsar um framtíð- ina og starfið, sem bíður". Og nú gat I-wan hugsað með voákunnsemi til þeirra, sem áttu bágt, án þess að verða örvinglaður. „Veslingarnir“, sagði hann við sjálfan sig. „Eg get vel unnt þeim þess að fá að taka allt, sem hönd á festir, að minnsta kosti allra fyrst eftir að þeir hafa loksins feng ið frelsið“. Hann læddist inn um dyrnar á múrnum, upp þrepin og inn í hús- ið. Hann.gat ekki annað en hugs- að til þess, hve undarleg sjón það yrði, þegar lýðurinn réðist inn í þetta skrauthýsi og léti greipar sópa um alla dýrðiua. „En hvað kemur mér það yið?“, sagði hann við sjálfan sig. „Mér hdfur aldrei þótt mikið í þetta glingur varið“. , Hann heyrði að einhver grét. Það var I-ko, sem grét eins og barn. I-wan sá Ijós í litla glugg- a.num uppi yfir dyrum afa hans. Áður en hann fékk ráðrúm til að átta sig opnaðist hurðin innan úr herbergi hans sjálfs og Peony kom út. „Eg hef beðið eftir þér“, sagði hún lágt. Þú átt að koina inn til afa þíns. I-ko hefur gert einhverja vitleysu“. I-wan gekk inn í stofu afa síns. Þar var heitt og vont loft. Fjöl- skyldan var þar öll. nema amma han's. Móðir hans grét í hljóði. Kringlótt andlit hennar var rautt og þrútið. Kinnarnar titruðu. Afi hans sat í hæginastólnum með digran vindil milli fingranna. En hann reykti ekki. I-ko stóð við borðið, stiiddi niður höndum og var niðurlútur. I-wan hafði heyrt föður sinn tala hátt og reiðilega, en hann þagnáði um leið og I-wan opnaði dyrnar. • Þau ' litu öll upp, þegar hann kom inn, nema I-ko. Og nú tók faðir hans til máls a'ftur: „Og þú — Hvar hefur þú yérið, I-wan? Það er komið miðnætti. En hvernig ætti óg að vænta ein- hvers betra af þér en eldri syni 'mlínum. Hvar varstu?“ „Hjá skólabróður minum“, svar aði I-wan. Þegar faðir hans leit af I-ko, tó'k hann vasaklút og þurrkaði sér um aiigun og nefið. I-wan fyrir- 1 leit hann og vorkenndi honum í senn. Það \ „r hörmulegt, að sjá ungan mann bera sig vesældar- lega. Vissulega var T-ko landeyða, en það var ekki eingöngu hans sök. I-wan hélt áfram að tala við föður sinn, til þess að draga eftir- tekt hans frá I-ko. „Það er tunglsljós", sagði hann. „Kunningi minn, sem býr I háskól anum fylgdi mér á Ieið“. „Reyndu ekki að telja mér trú um, að þú hafir ekki haft neitt ánnað fyrir staifni". orgaði faðir ’hans. „Við gengum úti dálitla stund. Svo fór hann heim aftur“, sagði I-wan rólega. „Þér er óhætt að tríia því, sem I-wan segir", sagði móðir hans allt í einu. „I-wan segir satt. Hann er góður drengur“. „Þú segir alltaf, að synir þínir séu góðir“, hrópaði faðirinn „Það eru tveir mánuðir síðan mig grun- aði, að Pkki væri a!lt með felldu' í bankaimm. En þú sagðir: „I-ko er svo góður drengur, hann ‘getur ekki hafa gert neitt rangt. En allir, vissu, hvað um var að vera nema ég. Eg er hafður að háði vegna sonar míns“ Iíann hermdi eltir skærri og blíðri rödd konu sinnar, þegar hann sagði þetta. Hún fór að gráta. I-ko iaut höfði. „I-ko“, kallaði afi hanis. „Seztu!“. I-ko settist þegjandi við bprð- ið. „Veiztu, hvað þú hefur gjört?“ spurði afi hans. .Aiér virðist þú ekki skilja það til fulls“. „Eg held, að það hafi ekki ver- ið mjög hættulegt“, sagði I-ko lágt en þrjózkulega Faðir hans hrökk við: „Heldur þú“ — „Vertu rólegur“, sagði gamli maðurinn. „Eg er að tala. I-ko, þú hefur tekið mikla peninga, sem þú áttir ekki“. I-ko svaraði ekki samstundis en að siðustu sagði hann önugur: „Eg hélt að faðir minn réði bank anum“. I-wan sá, að faðir hans bærði varirnar, án þess að segja orð. Gamli maðurinn tók höndunum um höfuð sér. „Veiztu, hverjir eiga penirigana í bankanum? Aðrir menn eiga þá. 'Ríkið á líka pen- inga í bankanum. Allir treystu föður þínum. Allir hlutu Iíka að treysta syni hans“. „Hvers vegna gerðirðu þettta, I-'ko? þú hefur alltaf fengið nóg peninga“, spurði I-wan undrandi. Hann fann að L-ko gaf honum illt auga, en hann svaraði engu. „Hvers vegna gerðirðu þetta?“ spurði faðir hans. ,Við höfum öll spurt þig 'þess. Og nú spyr I-wan þig þess líka. Hef ég' nokkurn- tíma neitað þér um peninga? Þú þurftjr ekki annað én koma til iriín og*biðja mig um þá“. „Eg vil ekki biðja þig um neitt", svaraði I-ko Það varð þögn. Þau horfðu öll á hann.' I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.