Þjóðviljinn - 07.06.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.06.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. júní 1945. Fimmtudagur 7. júní 1945. — ÞJÓÐVILJINN þlQÐVILJINN Utgefandi: Samciningarjlokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Eirtar Olgcirason, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218h-. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.0(^ á mánuði. Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkings'prcnt h.f., Garðastrœti 17. Timburverzlun og KRON Dagblað Framsóknarmanna, Alþýðublaðið, og landsblað þeirra, Tíminn, hafa undanfarið keppzt við að deila á „komm- únistana“, sem þau segja að stjórni KRON, fyrir að þeir haf 1 ekki látið félagið panta tim'bur hjá S. I. S. Já, miklir menn erum við Hrólfur minn, hugsa þeir Fram- sóknarmennirnir Stefán Alþýðublaðsritstjóri og Þórarinn Tíma- ritstjóri. Og víst er um það, að engum meðalmönnum er hent að búa til svona sögur. Það var snemma á liðnum vetri að . S. í. S. benti Jram- kvæmdastjórn KRON á að kostur væri á að panta timbur hjá Sambandinu, en timbur þetta mundi það fá er siglingar hæfust frá Svíþjóð. Málið var rætt í framkvæmdastjórn KRON, sem er skipuð þremur jafnsettum framkvæmdastjórum. Fram- kvæmdastjórarnir voru sammála um að ekki væri tímabært fyrir KRON að hefja timburverzlun í Reykjavík né Hafnarfirði, enda hefði það kostað félagið allmikið fé að skapa sér aðstöðu til slíkrar verzlunar, og önnur viðfangsefni voru talin brýnni. En hvað Keflavík snerti var þessi aðstaða fyrir hendi og þótti J>ví rétt að óska eftir nokkru timbri með tilliti til Keflavíkur- deildarinnar. í stjórn KRON var þetta mál einnig rætt og voru stjórnarmeðlimir allir sammála framkvæmdastjóminni. Þegar allar þessar umræður fóru fram var einn „kommúnisti“ í fram- kvæmdastjórn og í stjórninni voru þeir þrír af níu stjórnar- meðlimum. Allt sem Framsóknarblöðin hafa um kommúnista sagt i þessu sambandi, hittir því menn eins og Felix Guðmundsson, Kristjón Kristjónsson, Guðmund Tryggvason, Árna Benediktsson og fleiri álíka gallharða „kommúnista“. Og vissulega munu þeir vera menn til að svara fyrir sig. En meðal annarra orða. Hvers á Stefán Pétursson að gjalda að ekki skuli vera kennd ævisaga hans í Samvinnuskólanum eins og ævisaga Þórarins. Það er ekki sjáanlegt að Stefán sé Þórarni minni í neinu því er miður má fara. Húsnæðisvandamálin % Það verður að herða á íbúðabyggingum í Reykjavík, tryggja þeim, sem efni hafa á að byggja og vilja byggja hóflegar íbúðir, nægilegt efni og auk þess verður bærinn að láta meir til sín taka en enn er orðið, þótt allgóð byrjun hafi verið gerð. Það er auðséð á öllu að til stórvandræða horfir þegar haust- ar, ef svona heldur áfram — og sannarlega eru vandamálin svo mikil nú að ekki mega þau versna. En það er ekki útlit fyrir annað en að íbúðavandræðin versni stórum í haust, ef áfram heldur eins og nú horfir, svo ekki sé um það hneyksli talað, ef Framsókn á að haldast uppi að hindra að Reykvíkingar fái nauðsynlegasta efni í byggingar. Svo er annað, sem sérstaklega verður að athuga. Vér bú- umst nú við löndum vorum heim svo hundruðum skiptir frá Norðurlöndum. Þeir eru lengi búnir að bíða. Hvar ætlum vér þeim húsnæði? Hér heima bíður fólk eftir húsnæði og hefur beðið árum saman. Erlendis bíða landar og hlakka til heimkomu. Það verður að flýta sér syo sem hægt er fyrir því að meira verði byggt í Reykjavík og fljótar. Og það er timbrið sem mest stendur á. ' fór ég hólmann um kring - Póliiísk ferðasaga - Flugan bíður ferðbúin. Hálfan Klukkan 10,45 að morgni mið- vikudagsins 2. maí 1945 er all- stór hópur manna á ýmsum aldri staddur niðri á skrifstofu Flugfé- lags íslands í Austurstræti. Flug- menn og skrifstofupiltar eru í óðaönn að vega væntanlega far- þega og farangur þeirra, skrifa niður þyngdina, útbýta farseðl- um og heimta fargjöld. Að skammri stund liðinni er ekið upp á flugvöll og setzt upp í eina fluguna af þremur, sem þar bíða suðandi, viðbúnar að hefja sig til flugs. Þegar við ætlum að fara að svífa af stað, kemur í ljós olíuleki á öðrum hreyfli vél- arinnar, er hún því tekin inn í skýlið til viðgerðar. Þetta tefur okkur um hálftíma, en jafnskjótt og aðgerðinni er lokið, %kríður flugan hægt af stað eftir afleggj- aranum, beygir inn á flugvöll-, inn og rennir hann á enda, en snýr þar við, og nú er allur skeiðflöturinn fram undan. Vél- in er sett á fulla ferð, og flugan þýtur með ofurhraða eftir vell- inum, sveiflar skottinu lítillega, og brátt erum við laus við jörð- ina. Flugan smástígur ofar, ofar, hallast dálítið á hlið, hnitar mjúklega stóran hring, réttír sig síðan af og tekur stefnu austur á við. Undir okkur og umhverf- is veltist grá, grisjuð þokuslæða. Flugmaðurinn, ungur Akureyr- ingur, Jóhannes Snorrason að nafni, tekur upp kort, brýtur það sundur á hnjám sér og lætur fluguna fara að nokkru sinna eigin ferða, meðan hann litast um á kortinu og ákveður sér leið. Síðan lækkar hann flugið, flýgur niður að ströndinni og fylgir henni að mestu upp frá því. Húsaþýrpingarnar í Reykja- vík og Hafnarfirði minna mig mest á byggiklossa með mynda- hlutum, er ég lék mér að smá- patti að raða svo saman, að úr yrði heil borg. Loftöldurnar hrynja með þungum þyt af brjóstum flugunnar. Öðru hvoru verða á vegi hennar smáloft- þynningar, svo að hún dettur snöggt niður. Það er dálítið ó- notalegt í fyrstu, manni finnst sem innýflin dragist í hnút og veltist með óþægilegum hraða upp eftir holinu, en þessi tilfinn- ing hverfur með vananum. Venjulegast hreyfist flugan alls ekkert, svo að manni finnst mað- ur sitja inni á palli við ódeifð- ar útvarpstruflanir. í einni svip- an fáum við útsýn yfir Árnes- og Rangárvallasýslur: víðfeðma flatneskja upp frá ströndinni með fjallavirkjum^að baki, sums staðar jökulkrýndum. ★ Þarna liggur Heimaey fyrir sunnan og neðan ásamt öllum þeim stöllum sínum, sem sam- eiginlega eru kenndar við vest- menn. Fyrir réttum þremur dög- um var sá, er þetta ritar, að Ijúka síðustu störfum sínum sem heyr- ari við Gagnfræðaskólann í Eyj- um með því að gefa annars- bekkingum einkunnir fyrir próf- úrlausnir í náttúruvísindum, og er honum ekki ótrútt um, að þeir hafi fremur notið en goldið' þeirra góðu áhrifa, sem vitund- in um nálægð lausnarstundar- innar hafði á skapsmuni hans. Það lætur að líkum, að við það að hafa Vestmannaeyjar allar samtímis fyrir augum í fyrsta sinni á ævinni, stigu upp í hug- ann margar minningar um dvöl- ina þar, og munu þær síðar sagð- ar. Áfram er flogið, og innan tíð- ar skellir flugan skottinu niður á flugvöllinn að Fagurhólsmýri í Öræfum. Hér förum við út úr flugvélinni, meðan flugmaður- inn nær í póst og farangur þriggja af farþegunum, sem ekki ætla lengra. í fyrsta skipti stend ég föstum fótum í þeirri sveit, sem allt frá því, er ég komst fyrst til vits, hefur verið mér einna hugstæðust allra íslenzkra byggða, vegna þess, hvílíkan f jölda forfeðra minna og -mæðra hún hefur alið. Ég er heldur ekki fyrr kominn út úr vélinni en ég er kominn í samræður við ein- hvern frænda minn, enda á ég hér fjölmennt frændalið. Ég leita mér upplýsinga um land- samgöngur austur á leið og kemst að raun um, að þær eru ekki svo góðar, að ég geti látið það eftir mér, að verða hér eftir að þessu sinni, en verð að láta mér nægja fyrirheit um að koma hér síðar, er bet.ra tóm gefst. Flugvöllurinn hér er á sléttum melum og virðist allgóður, að minnsta kosti varð okkar lipra flugmanni, Jóhannesi, lítið fyr- ir því að lenda og hefja sig til flugs. ★ Við kveðjum nú Fagurhóls- mýri og svífum áfram austur með söndum Austur-Skaftafells- sýslu. Þarna streymir Jökulsá á Breiðamerkursandi, stutt, en ægiþung til sjávar og dregur að sér athyglina. Brátt blasir Suð- ursveitin við okkur, fæðingar- sveit Þórbergs. Hér kemur Hali, þar sem snillingurinn leit fyrst dagsins ljós, gerði menn síðar skelkaða með vindhanáfykti, kvaldist undir sálmasöng og guðsorðalestri og lifði m. a. til- efni pistilsins: „Lifandi kristin- dómur og ég“. En meðal annarra orða: Hvenær fáum við: „Dauð- ur kristindómur og þú“? Eftir fáéln andartök svífum við yfir Bjarnarhöfn. Þaðan reru Suður- sveitungar skipum sínum um langan aldur til fiskjar og gera trúlega enn. Við þessa sanda hefur hin ramma Rán margan manninn hremmt, og ég minnist þess nú, að hér á þessum slóðum lenti afi minn eitt sinn undir skipi í brimlendingu og beið þess aldrei fullar bætur síðan. Enp fremur rifjast það upp fyr- ir mér, að sonur hans, hinn ó- feigi Sveinn bándi á Sléttaleyti í Suðursveit, sem vel gæti hrós- að sér af að vera einn þeirra, sem ekki verður í hel komið, lenti hér eitt sinn í yfirvofandi lífsháska og það ekki í eina skipti á ævinni. En einkanlega stendur mér nú skýr fyrir hug- arsjónum dumbungslegur júní- dagur á því herrans ári 1932. Mótorbáturinn' „Björgvin“ frá Hornafirði skríður hægt hér suður með söndunum, fermdur ýmiss konar vörum til bænd- anna í Suðursveit. Við stýrið stendur þreklegur sjóþjarkur, en í afturhorni stýrishússins bak- borðsmeginn situr 11 ára strák- hnokki, lítill eftir aldri og aumk- unarlega vesældarlegur, þar sem hann húkir þarna á smurn- ingsolíudunk, klæddur í gráan vaðmálsfrakka, gúmmíþrúgur, með prjónaða topphúfu á höfði og að minnsta kosti fimm sinn- um of stóra sjóvettlinga af skip- stjóranum á höndum sér. Aldan er svo lítil sem hún getur orðið á þessum slóðum, en eigi að síð- ur ælir hann án afláts niður á milli fóta sér, enda varð sú raun- in á síðar, að hann reyndist ófær til sjósóknar. Öð.ru hvoru leit sá,‘ er við stýrið stóð, meðaumkunar- augum niður á þetta samsafn af olíubrúsa, frakka. topphúfu og gúmmíþrúgum og sagði: „Mikið helvíti er að sjá drenginn, mað- ur. Ja-a-á, ma-a-aður“. Loksins þegar báturinn var lagztur úti fyrir söndum Suðursveitar og uppskipunarbáturinn frá landi var lagztur við hlið „Björgvins“, neytti þústin í stýrishússhorn- inu allra krafta til að skreiðast út á dekkið. Við stráknum blasti annarleg sýn: Niðri í bátnum stóðu nokkrir menn klæddir skinntreyjum, skinnbrókum og skinnsokkum. Fatnaðurinn var allur úr íslenzku sauðskinni, flestu blásteinslituðu. Hann hafði aldrei séð menn svona klædda áður, og hann vissLekki fyllilega, hvort hann ætti að brosa eða leggja á flótta. Hvern- ig stóð á því, að mennirnir klæddu sig svona? Hvers kon- ar fólk bjó hér eiginlega? Eski- móar, eða hvað? Honum leizt ekki meira en svo á að eiga að dvpljast hér heilt sumar. En sjó- veikin? Já, bölvuð sjóveikin. Af tvennu illu vildi hann heldur hætta á vistina og fá þegar fast land undir fætur en vera mín- útu lengur en nauðsyn krafði úti á þessum andstyggilega sjó. Hann klöngraðist því um borð í uppskipunarbátinn og fól sig þessum skinnklæddu karlverum á vald. Óðar en báturinn kenndi grunns, stukku mennirnir í sjó- inn og héldu bátnum, svo að honum slægi ekki flötum fyrir í soginu og fylltist af sjó eða hvolfdi. Einn þeirra í sauðskinn- inu. Sigjón bóndi í Borgar- höfn, tvíhenti drenginn og hljóp með hann gegnum löðrið upp á þurrt land. Aðrir menn gripu mjölsekki, sykurkassa og annan varning og báru til lands. Nokkr- ir stóðu utan við bátinn og héldu honum réttum, og í aðsoginu tók sjórinn þeim oft í mitti. Nú skild ist drengnum, að þetta voru er.g ir eskimóar né aulamenni, held- ur menn, sem voru þaulæfðir, hugremmdir og hyggnir orðnir af langvarandi fangbrögðum við hin villtustu öfl íslenzkrar náttúru, menn, sem kunnu að sjóklæðast. Og kvíði hans reynd- ist ástæðulaus, því að í þessari sveit býr einlægasta og bezta fólkið, sem hann hefur kynnzt á margvíslegum flækingi um þrjá fjórðunga þessa lands. ★ En nú sé ég, að hér er kom- inn formáli að hugþekkum minn- ingum þriggja berAskusumra í þessari afskekktu sveit, sem efni eru í aðra langa sögu, sem ekki verður hérna sögð. Höldum' því áfram ferðinni. Er við höf- um áfram flogið enn um stund, verður mér litið „norður og nið- ur“ og sé þá, hvar Hornaf jarðar- fljót renna til sjávar, lygn og breið. Þau eru ekki ýkjatilkomu- mikil hér úr loftinu, og ókunn- ugan myndu þau einna helzt minna á mjólkurleka, sem smá- krakki hefur misst úr pelanum sínum niður á eldhúsborðið. En við, sem þekkjum þau nánar, vitum, að þau eru talsvert ann- að og meira, og þess vegna þykja mér þau tíguleg og er hreykinn af að hafa riðið þau. Víðast hvar eru þau örgrunn, en þó eru í þeim alldjúpir álar, sem taka hestum í síður og geta jafnvel orðið svo djúpir, að hestarnir fari á sund. Ég minnist þess, að sumarið 1935 fórum við ferm- ingarkrakkarnir frá Eskifirði í skemmtiför suður í Skaftafellp- sýslu og ætluðum á bíl suður yfir Fljótin, en sátum föst í svo- nefndum Prestsvitjunarál og þurfti fjölda hesta og manna til að draga bílinn upp úr álskratt,- anum. Stjórnaði sá víðsýni og vísi klerkur, séra Eiríkur Helga- son í Bjarnanesi, því björgunar- starfi af mestu karlmennsku og prýði. Ég man, að við krakkarn- ir brostum að því, hve háleitur hann var, því að geislarnir brotn- Bandamannaráðstefna Innan skamms munu julltrú- ar Bandamanna koma saman í Vín til að ræða um framtíð Aust- urríkis. Eins og kunnugt er, var skömmu eftir að rauði herinn tók Vín, sett þar á stofn ríkis- stjórn,^ skipuð fulltrúum allra andnazistískra flokka. Bretar og Bandaríkjaménn hafa samt ekki fengizt til að viðurkenna þessa stjórn, og mun ráðstefnan m a. haldin til þess að jafna allan ágreining meðal Bandamanna viðvíkjandi þessu. Forsætisráðherra Sýrlands hefur lýst yfir ánægju sinni yf- ir tilboði frönsku stjórnarinnar um ráðstefnu stóryeldanna 5 og Sýrlands og Libanons um mál þessara ríkja. uðu þannig í gleraugunum hans, að hann virtist jafnan horfa langt utan og ofan við það, sem hann horfði á. Ég er einmitt kominn að þessum þætti í hug- renningum mínum og tekinn að brosa í kampinn, þegar flugmað- urinn hægir á vélinni. Hún lækkar flugið og brátt erum við setzt á Melatanga við Horna- fjörð. Hérna við Melatangann eru aðal loðnu- eða sílamiðin á vetrarvertíðinni. Um liggindin eða sjávarfallaskiptin flykkjast menn frá öllum þeim bátum, er veiðar stunda frá Hornafirði á vetrarvertíðinni, á skektum eða litlúm „trillum“ hingað út á fjörurnar með loðnunætur og „draga fyrir“ síli í beitu. Er það illt verk, ef lítið er um síli, að taka fjölmörg „köst“ og draga næturnar að landi á sjálfum sér, öft í bullandi straumi. En sé hins vegar veiði góð, þarf oft ekki að taka nema eitt kast til að fylla kænuna, og er það þá ekki lítil „búbót“ að fá svo góða beitu fyrir aðeins örlítið brot af því fé, sem sama magn af síld kostar, eins og nú er á henni okrað. Hér á f jörunum áttum við aðkomustrákarnir margar okkar skemmtilegustu stundir á ver- tíðinni, því að hér var oft flog- izt á, rifizt og klámvísur kveðn- ar. En hafi ekki hugarfarið breytzt til muna frá minni hung- urvertíð á Hornafirði 1938, munu þó sílaveiðarnar einna verst þokkaðar allra verka, vegna þess, hvað þær eru oft erviðar og ónæðissamar. , Er við komum á Melana, voru þar komnir nokkrir náungar, sumir til að taka á móti kunn- ingjum sínum, aðrir til að að- stoða flugmanninn við að láta benzín á fluguna. Brátt er því lokið, og flugan líður af stað og svífur í suðurátt, en við förum upp í lítinn skjöktbát og ltöldum af stað upp á Höfn. Það er hátt í hálftíma róður, en fer þó nokk- uð eftir því, hvernig á sjávar- föllum stendur. Straumþungi er gífurlega mikill hér í Horna- firði, svo að í sterkustu straum- böndunum má oft trauðla sjá, hvort bátnum miðar nokkuð á leið eða hann stendur í stað. Framh. seinna. \ Eftir Einar Braga Sigurðsson Fagurhólmsmýri í Öræfum. Kínverskir liðsforingjar fylgjast með hernaðaraðgerðum. Stjórn ísfisksamlags Vestmannaeyja lætur Helga Ben. nota sig sem skálkaskjól ísfirzkar skólastúlk- ur sýna leikfimi í Iðnó 10 stúlkur frá gagnfræðaskól- aniun á ísafirði sýndu leik- fimi í Iðnó í gærkvöld. Sýningnnni stjómaði María Gunnarsdóttir íþróttakennari, en Elísabet Kristjánsdóttir, ein af námsmeyjum skólans, lék undir á píanó. — Þessar ís- firzku stúlkur em úr 3. bekk gagnfræðaskólans á ísafirði, en sá bekkur skólans, um 30 manns, er hér á ferðalagi. Áður en sýningin hófst, á- varpaði Hannibal Valdimars- son viðstadda. Byrjaði hann á að segja frá ferðalagi 3. bekkj- ar, sem hann kvað fyrst hafa farið norður um land; skoðað ýmsa staði í Þingeyjarsýslu en haldið þaðan um Akureyri til Reykjavíkur, en þaðan á Þing- velli og að Laugarvatni, og væru.nú á heimleið. Bað hann menn að athuga að hér væri einungis um skólasýn- ingu'að ræða, sýningu nemenda er ekki hefðu æft leikfimi nema 3 klst. á viku. Er skólastjórinn hafði lokið máli sfnu hófst sýningin. Heils- aði flokkurinn með fánum, en síðan voru sýndar nokkrar létc- ar og erfiðar æfjngar á víxi. Þá voru sýndar æfingar á slá (að vísu ekki ýkja hárri), og tókust þær fremur vel. Nokk- ur stökk yfir hest voru sýnd, en að síðustu litlar æfingar með undirspili. Aðsókn að sýningunni var góð og létu áhorfendur hrifn- ingu sýna í ljós með kröftugu lófataki. I stuttu máli Einræðisríkið Brasilía, sem talið er til hinna sameinuðu þjóða, hefur sagt Japan stríð á hendur. Ráðgjafanefndir hernáms- stjóra Bandamanna í Þýzkalandi hafa komið saman á fund til þess að ræða nánar um fram- kvæmd ákvæða yfirlýsingarinn- ar um hernámið, sem birt var í blaðinu í gær. Verkfall 40 þús. baðmullar- verkamanna er skollið á í Mexi- kó. Búizt er við að verkfallið muni breiðast út til 50 þús. ull- arverkamanna. N. k. sunnudag verða mikil há- tíðahöld í Lidice, þorpinu, sem Þjóðverjar lögðu í eyði, en þá þá eru liðin 5 ár, síðan þorpið var jafnað við jörðu. Félagslíf ,FRÁ BREIÐFIRÐINGA- FÉLAGINU Farið verður í Jósefsdal kl. 14 á laugardag frá Iðn- skólanum. Farmiðar fást í Hattabúð Reykjavíkur Laugaveg 10 í dag. Stjórn ísfisksamlags Vest- mannaeyja hefur birt í Tíman- um samsetning, sem á að heita frásögn af Korabmálinu og við- skiptunum við Helga Benedikts son. Er það næsta furðulegt :ð samlagsstjórnin skuli láta hafa sig til að reka erindi þess manns, og áreiðanlega ekki vel þokkað í Eyjum. Það er gagnslaust fyrir Helga Ráð Vísis off Tímans: Að fela sannleikann en hampa lyginni Tíminn og Vísir hafa undan- farið lagt kapp á að fjandskap- ast gegn aðgerðum ríkisstjórn- arinnar varðandi fisksölu og fiskflutninga. Þessi braskara- málgögn hefur vitanlega tekið það sárt, að einstakir braskar- ar skyldu ekki hafa jafnóbundn ar hendiir til að græða á striti sjómannanna eins og undan- farin ár. Þessi blöð hafa á undanförn- um mánuðum sannað f jandskap sinn við sjómennina svo ræk,- lega að eigi verður gleymt. En út yfir tekur þó, þegar Tíminn fer að þakka sér eitthvað já- kvætt í þessum málum. í fyrradag segir Tíminn um þessi mál: „Skal því ekki neit- að, að þessi ráðstöfun (þ. e. ríkisstjórnarinnar) hafi gert nokkurt gagn frá því að láta málin afskiptalaus en hins veg- ar ekki nema hálft gagn á við að koma öllum fiskflutningur.- um í hendur sölusamlags út- vegsmanna, eins og Framsókn armenn beittu sér fyrir“ (Let- urbreyting Þjóðviljans). Þessi ummæli blaðsins eru eins og vænta mátti bara venju legur „Tímasannleikur“. í fyrsta lagi hafa samlög útvegsmanna verið aðstoðuð, hvar sem var á landinu í öðru lagi hafa Framsóknannenn aldrei lagi neitt slíkt til í þess- um málum sem Tíminn segir þarna að þeir hafi gert. Hið eina ráð Framsóknarmanna hefur verið það, að reyna að trufla fiskflutningana. Benediktsson og þjóna hans að reyna að flækja þetta mál. Rík- isstjómin vildi fá Korab á leigu, en Helgi Benediktsson fór í kapp yið hana um skipið, treystandi því, að bannið við leigu erlendra fiskflutninga- skipa til einstaklinga næði ekki til hans, hefur sjálfsagt reiknað með, að enn væru hon- um allar „undanþágur“ auð- fengnar. Ríkisstjórnin vildi ekki taka við samningi Helga Benedikts- sonar óbreyttum, því hann var um margt óhagstæður. En eftir að sá samningur var gerður fóx- ríkisstjómin þess á leit við eig- endur skipsins að fá það, en eigendurnir vildu ekki, þar sem Helgt Benediktsson værí búinn að setja tryggingu fyrir leigunni og greiða sumt at henni. Þar með var útilokað að ríkisstjómin gæti tekið skipið. Hinsvegar væri fróðlegt að fá upplysingar um gjaldeyrisleyfi fyrir þessari greiðslu Helga Benediktssonar, því ótrúlegt má virðast, að það hafi farið eftip eðlilegum leiðum, eins og á stóð. Ef stjórn ísfisksamlags Vest- mannaeyja er staðráðin í að gerast þátttakandi í bralh Helga Benediktssonar og jafna hrakföllum hans á útvegsmenn og sjómenn í Vestmannaeyjum, er það svo furðuleg ósvífni, að engin von er til þess að við bað verði unað. Vísir hefur kvartað yfir bví að einskonar „leynd“ væri á störfum fiskimálanefndar, enda þótt hann gæti að sjálfsögðu fengið allar þær upplýsingar sem öðrum blöðum væru veitt- ar. * Hvernig stendur þá á því að hvorki Vísir né Tíminn hafi enn birt skýrslu Fiskimála- nefndar um uppbætur greiddar sjómönnum? Það er ekki hægt að fá betri vitnisburð um hinn auma mál- stað þessara blaða en að þau skuli ekki hafa birt þessa skýrslu, að þau skuli reyna að fela sannleikann fyrir lesendum sínum til þess að geta haldið áfram að hampa sinni eigin lý&i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.