Þjóðviljinn - 07.06.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.06.1945, Blaðsíða 8
8 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júní 1945 SlippfélagiD hefur í byg^ju að byggja 2 nýjar dráttarbrautir Stætrri braufin á ad faka 1200 fonna skip — hin braufin 600 fonna skip Hvað gerir dómsmáiaráðherra í .slippmáiinu'? Þjóðviljinn hafði í gær tal af Valdimar Stefáns- syni fulltrúa, en hann hefur haft með höndum rann- sókn „slippmálsins“ svokallaða. Yfirheyrslum í málinu er nú lokið og er verið að senda málið til dómsmálaráðuneytisins. Þjóðviljinn hafði einnig tal af Sigurði Jónssyni, framkvæmdastjóra Slippfélagsins. Kvað hann Slippfélagið standa í sambandi við verk- smiðjur í Ameríku og Englandi og hefði fengið tilboð í tvær dráttarbrautir, aðra 600 tonna, hina 1200 tonna, og myndi lögð áherzla á stærri slippinn og gæti hann komizt upp á 4—6 mánuðum ef ekki stendur á efni frá verksmiðj unum. Þegar dráttarvagninn brotn- aði í seinna skiptið var rann- sókn á fyrra brotinu ekki að fullu lokið. Þegar vagninn brotnaði i seinna skiptið sKrifuðu Dags- brún og Félag járniðnaðar manna sakadómara og ósknðu rannsóknar. Sakadomari skip- aði til þeirrar rannsóknar sömu menn og í fyrra ssiptið, þá Ás- geir Sigurðsson forstjóra og M. E. Jessen vélstjóraskólastjóra og framkvæmdu þeir rannsókr.- ina dagmn eftir. í semna skiptið brotnaði biti í dráttarvagninum og munu rannsóknarmennirnir hafa kom- -izt að þeirri niðurst.öðu að um „þreytu“ í járninu hafi verið að ræða. Yfirheyrslum í s'ambandi við báðar þessar bilanir er nú lok- ið og verður rnáíið sent til dómsmálaráðunevtisins. TVÆR NÝJAR DRÁTTAR- BRAUTIR FYRIRHUGAÐAR Þá hafði Þjóðv'lUrui einnig tal af Sigurði Jónssyni, tram- kvæmastjóra Slippfélagsins. Kvað hann félagið standa í sambandi við verksmiðjur x Eng landi og Ameríku um efni i nýjar dráttarbrautir og hefði það fengið tilboð í tvær, aðra fyrir 600 tonna skip, en hina fyrir 1200 tonna skip. Efnið í minni brautina væri nú á leiðinni og hefði útvegun þess staðið yfir í 2 ár. Upp haflega hefði verið ætlunin að koma minni slippnum upp fyrst, en eftir að viðhorfið breyttist, við bilun slippsins, myndi meg- ináherzla lögð á að koma stærri siippnum upp fyrst. Ef ekki stendur á afhendingu véla frá verksmiðjunum myndi vera hægt að gera sér vonir um að hann kæmist upp á 6 mánuðum. Slippfélagið sótti um inn- flutningsleyfi fyrir efnj í minni slippinn árið 1937, en var ,þá neitað og fékk ekki innflutn- ingsleyfi fyrr en 1939. Dráttarvagninn sem bilaði mun, í samráði við vélaeftirlit- ið, verða styttur töluvert, og því ekki hægt að taka upp í honum nema smærri skip. NMar MHrflr fiMnlar! anar Vegavinna fyrir aakkrn lialin ani alli land Vinna við vegagerð er nú hafin fyrir nokkru um allt land. Eru ráðgerðar allmiklar framkvæmdir í vega- og brúagerð í sumar. Hefur yfirieitt gengið vel að fá vinnuafl til þessara fram- kvæmda. Vjnna var hafin við Krýsu- víkurveginn um miðjan maí og er unnið bæði að austan og vestan. Verður unnið beggja megin frá með vélum og mun lögð áherzla á að komast sem lengst með veginn á þesisu sumjri, en ólagðir munu nú vera um 54 km. Að austan verður í sumar lagt út Hlíðarhraun og að Sel- vogsheiði. Að vestan er byrjað við Grænavatn rétt hjá Krýsu- vík og haldið áfram þaðan aust ur í Krýsuvíkurhraun. Fram að þessu hefur einkum verið um undirbúningsvinnu að ræða að vestanverðu, en í byrjun þessarar viku hófst vinna fyrir alvöru með 30 manna flokki. Yfirleitt hefur gengið vel að fá nægjanlegt vinnuafl til vega vinnu, einkum á Austurlandi. Allmargar brúagerðir liggja fyrir á þessu sumri, en ekki mun enn fullvst að nægjan- legt efni fáist til allra hinna fyrirhuguðu framkvæmda. Skipafélagið Fold h. f. Nýtt siglingajélag, Skipafélagið Fold h.f., var stofnað hér í hœn- unn lý. apríl s.l. Tilgangurinn er siglingar og annar skyldur atvinnurekstur. Hlutafé er kr. 600.000 og skiptist í 5 þús. kr. hluti. Stofnendur eru 6. Stjórn skipa: Óskar Norðmann kaupm., Rvík, formaður; Geir Zoega, Hafnarfirði, varaform.; Baldvin Einarsson, Tungu Hafn- arfirði, ritari, Framkvæmdastjóri er Baldvin Einarsson. i Flugfélag Islands ætlar ðð auka hlutafé sitt í i mllljónir króna Á aðalfundi Flugfélag-s íslands s. L þriðjudagskvöld, var samþykkt að auka hlutafé félagsins úr 1.5 millj. kr. upp í 6 millj. kr. Flugfélagið hyggst að auka mjög starfsemi sína á næstunni, bæði hvað snertir innanlandsflug og hefur einnig í hyggju að taka upp millilandaflug. Flokkurinn Deildarfundur verður í 2. deild í .kvöld kl. 8.30 á veujulegum stað. 6. landsþing Kvenfé- iapsambands fslands 6. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands var sett í Skíða- skálanum s.l. mánudag. Þingið sitja 39 fulltrúar frá 9 samböndum. Þinginu verður sennilega lokið næstkomandi föstudag. Aðalstarfsemi U.l.A. og félaga þess hefur verið á sviði íþrótta- mála. Annars er aðstaða til slíkrar starfsemi mjög óhæg víðast hvar, vegna strjálbýlis, atvinnuhafta og húsnæðisskorts. í ÞRÓITAKE NNARAR. Fjórir íþróttakennarar störfuðu á vegum sambandsins s.I. ár. Að- alkennari var Guttormur Sigur- björnsson, en aðrir Axel Andrés- son knattspj'rnukennari, Óskar Agústsson skíðakennari og Kjart- an Bergmann glímukennari. Héldu þeir námskeið á ýmsum stöðum, og varð af þeim tiltölugóður ár- angur. ÍÞRÓTTAMÓT. Sambandið gekkst fyrir fjórum íþróttamótum á Austurlandi s.l. ár. Aðalmót sambandsins var haldið að Eiðum í byrjun ágúst. Auk þess var haldið handknatt- leiksmót kvenna á Eskifirði seint í ágúst. Varð U.M.F. Austri Eski- firði, hlutskarpastur. Knattspymu- mót á Reyðarfirði í september, og sigraði þar íþróttafélagið Huginn, Seyðisfirði, í fyrsta flokki, Enn- fremur gekkst. sambandið fyrir fþróttamóti í samibandi við fjöl- þættari hátíðahöld 17. júní ÝMIS STARFSEMI. BINDINDISMÁL. 16 félög lögðu stund á leikfimi og frjálsar í'þróttir að verulegu leyti. Leikstarfsemi var nokkur. Örfá félög unnu að skógrækt og örnefnasöfnun og eitt starfrækti námsflokka. Samkomúhald hefur verið allmikið, en uppvöðslusemi ölvaðra manna veldur nokkrum áhyggjum, og samþykkti þingið m. a. eftirfarandi tillögu um bind- i indismál: „U.í A, vítir þá notkun áfengis, sem gert hefur vart við sig á sam- komum og mótum æskulýðsfélag- anna víðsvegar um landið. Þingið telur, að ríkinu beri siðferðileg skylda til að vernda þjóðfélags- þegnana og menningarsamtök landsins fyrir ágangi ölvaðra manna. Því skorar fjórða þing U.Í.A. fastlega á ríkisstjórnina að verja 1 Eimskipafélag íslands hefur ákveðið að kaupa hluti í Flug- félaginu fyrir hálfa milljón, króna, og jafnframt samþykkt nokkru af ágöða áfengissölunnar til að halda uppi reglu og ró á al- mennurn og opmberum sarukom- um í landinu“. Ennfremur skoraði þingið á rík- isstjórnina og bæjarstjórn Seyðis- fjarðarkaupstaðar, að hætta áfeng- isverzlun á Austurlandi fyrir fullt og allt. FYRIRHUGUÐ GRÓÐRAR- STÖÐ OG ÍÞRÓTTAMANN- VIRKI AÐ EIÐUM. U.Í.A. hefur í hyggju að eignast land Gróðrarstöðvarinnar á Eið- um, þar eð starfræksla hennar hef- ur verið lögð niðúr, og koma þar upp sambandslieimili með nauð- synlegum byggingum og íþrótta- mannvirkjum, meðal annars með þá hugmynd til hliðsjónar að þar rísi upp íþróttaskóli fyrir Austur- land í framtíðinni. SAMBANDSBLAÐ Þá samþykkti þingið tillögur varðandi stofnun sambandsblaðs, eflingu leik- og söngstarfsemi með- al félaganna, íþróttamót, þátttöku í meistaramóti Í.S.Í. og hqndknatt- leiksmóti íslands, gagnkvæma samvinnu og fjárhagslegan stuðn- ing við Skógræktarfélág Austur- lands o. fl. viðvíkjandi framtíðar- starfsemi sambandsins. Þinginu barst heillaóskaskeyti frá Þóroddi Guðmundssyni, skóla- stjóra, Reykjane*, en hann var ritari sambandsins þar til hann fluttist af Austurlandi s.l. sumar. Stjórn sam'bandsins skipa nú: Formaður: Skúli Þorsteinsson, skólastjóri, Eskifirði. Ritari: Ármann Ilalldórsson, kennari, Eiðum. Gjaldkeri: Þórarinn Bveinsson, kennari, Eiðum. Meðstjórnendur: Gunnar Ólafsson, kennari, Fá- skrúðsfirði. Þorvarður Árnason, verzlunar- maður, Seyðisfirði. Stefán Þorleifsson. íþróttakenn- ari, Neskaupstað. Þinginu lauk siðla dags 13. maí. Forsetar voru Jóhannes Stefáns- son og Þónarinn Þórarinsson, en ritarar Guðmundur Pálsson og Ármann Halldórsson. heimild til þess að lána Flug- félaginu eina milljón króna til starfrækslu þess. Örn Johnson framkvæmdastjóri félagsins, skýrði frá þessu á framhalds- aðalfundinum. Starfsemi Flugfél. íslands jókst allmjög á s. 1. ári og ætti þessi síðasta samþykkt um hina stórkostlegu aukningu hlutafjár þess að verða til þess að ger- breyta starfsháttum þess í fram tíðinni. Á fundinum voru einnig gerðar nokkrar lagabreytingar. en þvínæst fór fram stjómar- kosning og voru þessir kosnir: Agnar Kofoed-Hansen, Bergur Gíslason, Guðmundur Vil- hjálmsson, Jakob Frímannsson og Richard Thórs. Varamenn voru kosnir: Jón Árnason fram kvæmdastj. og Svanbjöm Fn- mannsson. Endurskoðendur voru kosnir Magnús Andréssson og Eggert P. Briem. Guðmundur Vilhjálmsson hef ur verið kjörinn formaður Flugfélagsins. Öm Johnson flugmaður verður áfram fram- kvæmdastjóri félagsins. r Boðhlaup Armanns umhverfis Reykja- vík Boðhlaup „Áranns“ umhverf- js Reykjavík fer fram í kvöld og hefst á íþróttavellinum k!. 20.30. í hlaupinu taka þátt 3 sveit- ir, samtals 45 keppendur, frá þessum þremur félögum: „Ár- manni“, í. R. og K. R. Vegalengdin, sem hlaupin er, er samtals 6750 m„ og verður endað aftur á íþróttavellinum. Keppt verður um .Alþýðu- blaðsbikarinn“, sem í. R. vann í fyrsta skipti í fyrra. Vinnst hann til fullrar eignar, ef hann er unninn þrisvar í röð eða fimm sinnum samtals. Öllum er heimill aðgangur. Vestri, nýtt útgerðar félag Nýtt útgerðarfélag, Vestri h.f., var stofnað hér í bœnum 27 marz s.l. Tilgangur jélagsins er að reka útgerð með eigin sldpum eða leigu- skijmm og annar skyldur atvinnu- relcstur, svo og verzlun með ís- lenzlcar sjávarafurðir. Stofnendur eru 4. Hlutafjárupp- hæð er 50 þús. kr. Stjórn skipa: Jón Franklín skip- stjóri, Önundarfirði, formaður; meðstjórnendur: Þorvaldur Step- liensen um'boðsmaður og Jón Kjartansson framkvæmdastjóri. — Framkvæmdastjóri félagsins er Sigurjón Sigurðsson. Starfsemi Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands Fjórða ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands hófst að Eiðum 12. maí s. 1. Þingið sóttu auk stjómar samhandsins 30 fulltrúar frá 19 félögum í Múlasýslum, en alls em í sambandinu 26 félög með 1692 meðlimi. Fjögur félög hafa gengið í sajmbandið á árinu: Ungmennafélögin Báran, Berufjarðarströnd, Þjálfi, Mjóafirði, Viðar, Völlum og skíðafélagið Svanur, Fáskrúðsfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.