Þjóðviljinn - 07.06.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.06.1945, Blaðsíða 7
Firrrmtudagur 7. júní 1945. ÆVINTÝRIÐ, SEM ALDREI TÓK ENDA (Sænskt) Eftir það komu ekki margir til að segja konunginum sögur. Einu sinni kom ungur maður heim að höllinni og gerði boð fyrir konung. Hann sagðist ætla að segja honum sögu, sem aldrei tæki enda. Allir urðu glaðir við að heyra þetta, því að konungur hafði lengi verið í vondu skapi, vegna þess að enginn fékkst 'til að segja honum sögur. Kóngur settist nú í hásætið og öll hirðin í kringum hann. Og svo hóf pilturinn söguna: „Einu sinni var kóngur. Hann var mikill og voldug- ur, eins og þú, herra konungur. Þegar góðæri var í land- inu og hann fékk mikla uppskeru, var hann vanur að safna korni og ætlaði að geyma það, þar til harðæri kæmi. Þess vegna lét hann reisa svo stóra kornhlöðu, að enginn hafði séð aðra eins. Seinast var hlaðan orðin full. Hún var svo full, að enginn komst inn í hana ítil að stela korninu, ekki einu sinni mús. — Jú, því mið- ur, hafði orðið eftir svolítil hola, sem maur gat troðið sér inn í. Og einu sinni kom ofurlítill maur skríðandi. Hann tók eitt korn og skreið burt aftur. Svo kom annar maur, tók eitt korn og skreið burt aftur. Svo kom þriðji maur inn, tók eitt korn og skreið burt aftur. Svo kom fjórði maurinn, tók eitt korn og skreið burt aftur. Svo kom fimmti maurinn, tók eitt kom og skreið burt aftur. Svo kom — „Hættu!“ kallaði kóngurinn, hlauptu yfir allan þenn- an maurafjölda og haltu sögunni áfram“. „Herra konungur“, sagði ungi maðurinn og hneigði sig. „Ég verð að segja söguna eins og hún er“. „Jæja, vertu þá fljótur“, sagði konungur. ítalska skáldið Gabrieli D’ Ann unzio varð frægur fyrir 50 ritverk og auk þess margt annað. Hann var, til dæmis, meðal eyðslasjúk- ustu manna, sem sögur fara af á þessari öld. Skrifari hans, Tom Ant ongini, ritaði bók, að honum látn- um, þar sem hann segir frá lifn- aðarháttum hsns. Hann varði öllum þeim tekjum, sem hann hafði af kvikmyndaleik- ritum, til að reka stóra hunda- garða, sem al!t var líkast dýrustu ibúðar'húsum og hundarnir fengu buff og konjak. Hesthús átti hann mörg og þar voru persneskar á- breiður á gólfum, fyrir utan aðra húsaprýði. Sjálfur varð hann, sem vonlegt var, að gera sér lítið eitt hærra undir höfði en húsdýrunum, enda gengdi eyðsla hans engu hófi. Hann átti 100 alklæðnaði og þeg- ar hann fékk sér nýja flík, spurði hann jafnan, hvort ekki væri hægt «ð fá dýrari Hann keypti alltaf miklu meira en hann þurfti og var vís til að koma heim með 5-6 tylftir af hálsbindum í einu. Þegar hann.tók sér hvíld frá vinnu. var það helzta gaman hans að hafa fataskipti, bvað eftir annað, og reyna ýmsar tegundir ilmvatna. Hann fékk á annað hundrað bréfa á hverjum degi og um 20 símskeyti. Hann las aoeins fá. Hinum fleygði hann í körfu, og þegar hún var orðin full, lét hann losa hana í henbergi, þar sem lágu óopnuð bréf í þúsunda tali. Þegar skrifarinn opnaði og las eitthvert bréf af handahófi, brást það ekki, að það var reikningur, lánbeiðni eða beiðni um rithönd skáldsins. Sjálfur hafði Annunzio sérstaka hæfileika, segir skrifarinn, til að sjá, hvaða bréf hann þurfti að lesa og hver ekki, Annunzio leigði sér mörg hús og sumarbústaði, þar sem hann hlóð dýrum húsgögnum, silkikoddum í hundraðatali og bókum í þúsunda tali. Síðasti dvalarstaður hans, Vittoriale við Gardavatnið, varð nokkurs kortar helgidómur fac- ista eftir dauða hans. Hann er grafinn í skrúðgarðinum, og á leg steininum er grafskrift, sem hann samdi sjálfur: „Eg er Gabrieli og helga mig guðunum". Þ JÓÐ VILJINN 7 PEARL S. BUCK: ÆTTJARÐARVINUR - 1 --- ■ ■■■•■ — ■ ■ " ■ -■ því, hvort henni þykir ómaksins vert að vaða eldinn á eftir’*. „Hvernig þá?“ I-wan gat ekki stillt sig um að spyrja. Bunji yppti öxlum: „Faðir minn“, sagði hann. „Já, einmitt”, tautaði I-wan. „Við sjáum til“, sagði Bunji. róglega. „Eg spyr hana að því. Svo getur hún gert, eins og henni þóknast”. Bunji rak jpp hlátur. „Að hverju ertu að hlægja”, spurði I-wan „Ekki að neinu“, svaraði Bunji hrekkjalaust. „Eg hef skömm á Seki herforingja. Það er ástæðan”. I-wan sneiá baki við honum og fór að blístra. Þeir tóku gáðir til vinnu sinnar aftur og töluðu ekki meira. Ilann laut niður að bók- unum og fann að dagurinn á morg un yrði óbærilegur, ef Tarna yrði ekki með. Ef hún vildi ekki fara, ætlaði harin að láta í veðri vaka, að hann væri lasinn og gæti ekki farið með Bunji. Og hver vissi, ef hann yrði heima allan daginn. — En hún hlaut að fara. Hann hélt á.fram að vinna af kappi, það stóð ekki í hans valdi að breyta neinu, hvort eð var. Annaðhvort mundi hún fara eða fara ekki. Vonin hafði gagntekið hjarta hans. — Það var heimsku- legt að -vona. Annaðhvort mundi hún fara eða fara ekki. Það gat líka vel orðið rigning. Bunji lét riga- ingu aldrei aftra sér, en það var ekki víst að ung stúlka Vildi ganga á fjöll í rigningu. Eða lét hún ef til vill engar torfærur stemma stigoi fyrir því,. sem hún ætlaði sér? En hvað hann þekkti hana lítið! Hræðslan v.ið rigningu gerði hann utan við sig. Honum fannst eins og þessi þrjú ár, sem hann hafði verið á heim- ilinu, væru ekkert, samanborið við það að verða að bíða íil morguns. Þegar hann kom heim, gekk hann um garðinn og gáði til veðurs. Regnið kom utan af. hafi — það er að segja, þegar það kom ekki frá fjöllunum. Hann leit í allar áttir. Hvergi var ský á lofti Og hann varð rólegur um stund. Um nóttina vaknaði hann og honum heyrðist regnið dynja á þakinu. Hann flýtti sér út í garðinn. Það var þurrt veður og tunglið hátt á lofti. Hann hafði vaknað við lindarniðinn utan úr garðinum og haldið í ótta sínum, að það væri rign- ing. Hann dró andann léttar og lagðist til svefns. Þegar hann sá hana um morguninn, komst hann að raun um það, sem hann eigin- lega hafði alltaf vitað — að hún mundi fara með þeim. Hún var eðlileg og frjáls- t mannleg í framkomu, eins og hún var vön. Nú var hún kom- in í blárósóttan baðmullarkjól eins og japönsk sveitastúlka og leit glettnislega á hann. Hún fer með okkur, hugsaði hann. Og það gerði hann svo hrærðan, að hann kom engu orði upp. En hún var svo ró- leg, að hann kom til sjálfs sín aftur. Voru þau líka ekki gaml- ir kunningjar, þegar öllu var á botninn hvolft — höfðu átt heima í sama húsi árum sam- an. „Hvar eru stafimir, Bunji“, spurði hún. „Hér er nestið og léreftssokkar handa okkur til að hafa utan yfir skónum, svo að við rennum ekki á grjót- inu“. Þau héldu af stað öll þrjú, eins og systkini. Og nú virtist I-wan það allt vera hugar- burður, sem hann hafði gert sér vonir um í seinni tíð. Hún var svo frjálsmannleg í fram- komu gagnvart honum, að það gat ekki verið, að hún væri ástfangin í honum. I-ko hafði $agt honum margt um ástfangn ar stúlkur. Og eftir því að dæma var Tama ekki hrifin af honum. I-wan varð í fyrstu dapur yfir þessari uppgötvun. En hann gat ekki verið hugsjúk- ur til lengdar á slíkum degi. Bændurnir voru að plægja akr- ana og kölluðu til þeirra, þeg- ar þau fóru fram hjá. Bömin komu hlæjandi til þeirra og sólin skein í heiði. „Annan eins dag hef ég ekki lifað, síðan ég kom til Japan“ sagði I-wan. „Við höfum heldur ekki seð marga slíka daga“, svaraði Tama. „Og ég held, að þeir séu sjaldgæfir, þó að víðar væri leitað í heiminum“. Allt var fagurt og kom sjálE- krafa á slíkum degi, eins og það fýlgdi sjálfu sólskininu. ( Þau gengu lengra og lengra. Landslagið breytti um svip og varð stöðugt fegra í augum þeirra. Enn var ekki langt lið- ið af morgni og þau voru kom- in að fjallsrótunum. Þar lá vegurinn í brattri beygju upp hallann.' Lind kom ofan brekkurnair og rann í litla tjörn. Þar stóð ung sveita- stúlka og var að baða sig. Hún var nakin, og vatnið náði henni í kálfa. Þykka, svarta hárið va vafið í hnút á höfðinu. I-wan leit ósjálfrátt á hana og mætti augum hennar, áður en hana áttaði sig á að líta undan. En hann sá enga blygðun í svip hennar. Hún horfði á hann skæmm, sakleysislegum augum og bauð þeim góðan dag. Bunji svaraði engu, en Tama tók undir kveðju hennar. „Hvert ætlið þið?“ kallaði stúlkan. „Upp að heitu laugunum’t svaraði Tama. „Þið fáið yndislegt veður“, sagði stúlkan. Þau héldu áfram. — I-wan kunni illa við þetta, af því að Tama var með þeim. En Tama sagði glaðlega: „En hvað hun var falleg, rennvot i sólskin- inu“. „Já, hún var það“ svaraði Bunji. I-wan fannst það reyndar líka. Og hvernig sem á því stóð, átti þessi sýn vel við dag- inn. Um hádegi voru þau komin upp á fjallsbrúnir og að la-u'g unum. Þar var veitingastaður. I-wan var að hugsa ura, hvort Tama mundi baða sig með þeim. Honum varð órótt við þá tilhugsun. Allt í einu hófst hljóðfærasláttur í veit- ingahúsinu og honum varð svo bilt við, að hann roðnaði. Hann vissi ekki hvort har.n vildi heldur, að Tama færi með þeim í baðið eða ekki. En hann gat ekki talað um það við Bunji og anzaði ekki heldur masi hans. . Tama fór leiðar sinnar þegj- andi, en Bunji og hann héldu í aðra átt. Skyldi hann eiga að fá að sjá hana í þessari stóru, rjúkandi laug, sem var tær og himinblá í sólskininu? Har. n gat ekki hugsað sér neitt fegra. Mundi hann geta stillt sig um að líta á hana? En þegar þeir höfðu þvegið sér og gengu út í laugina, var hún þar ekki. Þeir óðu út 1. Bunji var glaður. Aldrei hef ég vitað annað eins. Maður verður svo léttur á sér og svo hreinn“. „Þetta er það skemmtileg- asta, sem ég hef komizt í“, sagði I-wan. Þeir léku sér í vatninu og skvettu vatni hver á annan, eins og krakkar. En þó var I-wan annars hugar. Tama kom ekki. Seinast fóru þeir upþ úr lauginni, klæddu sig og gengu inn í garðinn. Þa1: beið hún eftir þeim. Hún var rjóð í andliti og hárið vott. „Fékkstu gott bað?“ spurði Bunji. ,Já“, svaraði hún. „Ég hafði ofurlitla tjörn til umráða al- em . Þannig átti það að vera. Nú varð I-wan því feginn, að svona fór. Hún hafði gert það sem rétt var. Þegar öllu var á botn- inn hvolft, var hann ekki Jap- ani. Hann hafði fyrr séð sólskins- dag, en aldrei hafði lífið verið eins fullkomið og hér í tæru; ifjallaloftinu við litla', hrein- lega veitingahúsið. Gestgjafingv kom sjálfur til þeirra berfætíuðfi og bauð þau velkomin. íu'pyd „Skemmtið þið ykkur gmðv og þið viljið, þar til ggelfaSbx með matinn“, sagði hajíQhúÉg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.