Þjóðviljinn - 07.06.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1945, Blaðsíða 2
2 Ný efnalaug Þann 1. J>. m. var opnuð í Hafnarfirði, að Strandgötu 39, kemisk fatahreinsunar- og pressustofa, sú fyrsta sem stofn uð hefur verið í Hafnarfirði. Forstjóri þessarar efnalaugar, Stefán Sigurðsson, kaupm., bauð fréttamönnum blaða og út varps að skoða húsakynni og vélar hins nýja fyrirtækis. Hann kvað hið nýja félag hafa tekið þetta húsnæði á leigu síðari hluta vetrar, og þá þegar hafizt handa um að gera nauðsynlegar breytingar á hús- inu til þess að koma fyrir þess- ari starfrækslu. Innréttingar annaðist Guðjón Arngrímsson trésmíðameistari í Hafnarfirði. Uppsetningu vélanna annað- ist Vélaverkstæði Einars Guð- Míðahöldjj sjómanna á (safirði Hátíðahöld sjómannadagsins á Isafirði hófust kl. 9,30 með hóp- göngu sjómanna frá bæjarbryggj unni og var gengið í kirkju og hófst messa þar kl. 10. Sjó- mannakór söng í kirkjunni und- ir stjórn Jónasar Tómassonar, en Högni Gunnarsson hafði æft kórinn. Skemmtun hófst við bátahöfn- ina kl. 1 og setti Kristján H. Jónsson hana. Fór þá fram reiptog milli skipverja af Huginn III. og skip- verja af Morgunstjörnunni og unnu skipverjar af Huginn III. og fengu verðlaunabikarinn til fullrar eignar. Þá fór fram keppni í 50 m. bringusundi, keppendur voru 9. 1. Kristján A. Kristjánsson á 55,2 sek. 2. Engilbert Ingvarsson á 56,9 sek. 3. Þórólfur Egilsson á 57,2 sek. Þá fór fram kappróður, 10 skipshafnir kepptu. 'Vegalengd var 500 m. Skipverjar á Sæbirni unnu á 3 mín. 15,2 sek. 2. skip- v^rjar af Valbirni á 3 mín. 16,0 sek. 3. skipverjar af Bryndísi á 3 mín. 19,8 sek. — Keppt var um verðlaunabikar. Huginn III. vann þessa keppni í fyrra. Knattspyrnukeppni hófst á í- þróttavellinum kl. 5 milli sjó- manna og starfsmanna hjá ís- húsfélagi ísfirðinga og unnu starfsmenn íshúsfélagsins. — Á sama tíma var kvikmyndasýn- ing í Alþýðuhúsinu. Um kvöldið var skemmtun í Alþýðuhúsinu og flutti Arn- grímur Fr. Bjarnason ræðu. Kór undir stjórn Jónasar Tómasson- ar söng. Verðlaun voru afhent. Foreldr ar drengsins sem Jón Björnsson bjargaði frá drukknun á ísafirði s. 1. vetur, afhentu þar silfur- skjöld til hans í viðurkenningar- skyni fyrir þetta mikla afrek hans. Um kvöldið var einnig kvik- myndasýning. Ennfremur skemmtanir á tveim öðrum stöðum í bænum. Þátttaka í hátíðahöldunum var mjög fjölmenn og almenn. I Hafnarfirði mundssonar Beýkjavík. Einnig voru þar smíðaðar flestar vél- amar á því verkstæði, nema skilvindur og pressan, og svo þurrkarinn en hann var smíð- aður í Vélsmiðjunni Steðjinn, Reykjavík. Raflögn annaðist Glói h.f. Hafnarfirði. Alger nýjung er það, að gufu- ketillinn í sambandi við press- una, er hitaður með olíukynd- ingu, og er hvorttveggja sparn- aður og þrifnaður við það, en þar sem sams konar katlar eru kynt ir með kolum. Stefán kvað það ráðgert seinna ef fært væri að setja á stofn þvottahús í sambandi við fata pressuna, því 'hann kvað mikla nauðsyn, sem og satt er, að starf rækja þvottahús í Hafnarfirði. Við fyrirtækið vinna fjórir menn til að byrja með. Þennan fyrsta dag, sem búið var að vera opið, hafði þegar borizt mikið af fatnaði, og er óhætt að fullyrða að þessari starfrækslu verði vel tekið hér í bænum, því erfitt er fyrir fólk að þurfa að flækja hverri flík út úr bænum sem það þarf að fá hreinsaða og pressaða, enda kvað forstjórinn áherzlu lagða á fljóta afgreiðslu. Sumarferðalög BreiðffrðiDgafél. Eins og undanfarin sumur stofn ar félagið til nokkurra ferða. Nú þegar hefur ein ferð verið farin, var það gönguför um Seltjamames á annan í Hvítasunnu. Þátttak- endur voru 22. Onnur ferð verður 9. og 10. júní í Jósefsdal. Tjaldað verður í daln- um og gengið þaðan á nærliggj- andi fjöll. 30. júní og 1. júlí Esjuferð: Henni verður hagað þannig, að tjaldað verður hjá Mógilsá á laug ardag og umhverfið skoðað en á sunnudagsmorgun gengið á fjallið. 7.—9. júlí Hveravallaferð- Ekið verður á laugardaginn í Árskarð við Kerlingafjöll og tjaldað þar. Á sunnudaginn verður gengið á fjöll in og í Hveradali en um kvöldið ekið að Hveravöllum og tjaldað. Á mánudag verður ekið heimleiðis og komið við í Hvítárnesi og hjá Gullfossi, gengið verður í Pjakxa 21. júh' til 3. ágúst sumarleyfis- ferð í Búðarhraun á Snæfellsnesi: Er Iþað í fvrsta sinni sem félagið stofnar til sumarleyfisferðar Þótti því ekki heppilegast að hafa mjög dýra ferð. Þessi staður er valinn með það fyrir augum að hægt verði að njóta fullrar hvíldar og hressingar. Búðarhraun er eitthvert fjöl- skrúðugasta hraun landsins. Þar er ágætur baðstaður við ströndina, skammt að ganga til fjalls og á jökúl. Ennfremur tiltölu lega auðvelt að skoða hinar fornu verstöðvar undir Jökli. 4.-6. ágúst (verzlunarmanna- helgin) Dalaferð: Á laugardaginn verður ekið að Kjarlaksstaðaá á Fellsströnd og tjaldað þar. Á sunnudaginn verður farið á hest- um fyrir Klofning og inn Skarð- ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júní 1945. Teikningar af hinum nýja Gagn- fræðaskóla Reykjavikur Teikning af Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Hliðin se mveit að Skólavörðutorgi. GrunnmymL af 1. hœð gagnfrœðaskólans. (Sjá grein á 8. síðu Þjóðviljans í gœr). Wgrm-. Nýtt tónverk eftir Askel Snorrason Nýlega er komin út Fantasía fyrir píanó eftir Áskel Snorra- son á Akureyri. Hefur höfundur 'gefið hana í landssöfnunina til hjálpar nauðstöddu fólki í Nor- egi og Danmörku. .. Fantasían er í þrem köflum: Allegro, Antante eantabile og Finale. — Forsíðan er prentuð en nóturnar e.ru fjölritaðar. Áskell Snorrason er löngu þjóðkunnur fyrir söngstjórn og söngkennslu á Akureyri. Hann hefur áður gefið út sérprentuð þrjú sönglög, en auk þess hafa birzt eftir hann lög í „Samhljóm um“ og tímaritum, en mest af tónsmíðum hans munu þó vera óprentuð. strönd með viðkomu á Skarði inn að Tjaldanesi í Saurbæ. Þaðan ek- ið heim á mánudag. 18.—19. ágúst Þingvallaferð: Ek ið á laugardag austur að Hof- mannaflöt, tjaldað þar gengið í Goðaskarð og um nágrennið. Síðasta ferðin verður sunnudag inn 2. septem'ber: Berjaferð í Botnsdal (Ef leyfi fæst). Að undantekinni berjaferðinni hefjast allar ferðir frá Iðnskólan- um kl. 2 e.h. á laugardögum. Aðgöngumiðar verða seldir í Iíattabúð Reykjavíkur, Laugaveg 10. Nánari upplýsingar gefnar ef óskað er alla virka daga í síma 2978. Ferðanefndin. Niðurjöfnun út- svara á Norðfirði Niðurjöfnun útsvara í Nes- kaupstað á Norðfirði var lokið síðast í maí. Jafnað var niður kr. 656 þús. 580 á 443 gjaldendur, og er það um 20% hækkun frá síðasta ári. Hæstu útsvör bera þessir gjaldendur: H. f. Sæfinnur 45 þús. kr. Kaupfélagið Fram 29 þús. Samvinnufélag útgerðarm. 23-þús. Verzlun Sigfiísar Sveinssonar 20 þús. Þórður Einarsson 16.5 þús. M. s. Magnús 15.1 þús. M. s. Stella 15 þús. PAN 13.5 þús. Gísli Kristjánsson 10 þús. Dvalarheimili í Hafnarfirði Dagheimili verkakvennafé- lagsins Framtíðin í Hafnarfirði tók til starfa í fyrradag. Verða þar 32 börn á aldrinum 3—7 ára. Dagheimili þetta hóf starf- semi sína 1932 á Hörðuvöllum við Hafnarfjörð og var starf- rækt þar þar til stríðið hófst, en hefur legið niðri á stríðsárunum þar til nú. Dagheimilið nýtur styrks úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar. Nætui-Jaekair er í læknavarðstoí- unni í Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633 Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): a) Lagaflokkur úr óperunni Carmen eftir Bizet. b) Krolls-valsinn eftir Lum- bye. c) Marz eftir Heinecke. 20.50 Sögur og sagnir (Guðni Jóns- son magister). 21.15 Hljómleikar: Frægir fiðlu- leikarar. 21.25 Frá útlöndum (Björn Franz- son). 21.45 Hljómplötur: Chaliapine syng ur. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skop leikinn „Gift eða ógift“, annað kvöld kl. 8. Frá höfninni: „Hedera“ kom í fyrrinótt og lestar hér. Færeyskur kútter fór í gær út á land. „Thurid“ kom í gærmorgun frá Amarstapa með vikur. „Lyra“ fór í gær til útlanda. „Víðir“ og „Sigríður“ ganga alla daga nema mánudaga milli Reykja- víkur og Akraness og Borgamess. FLOKKURINN Deildarfundur verður í 2. deild i kvöld kl. 8.30 á venjulegum stað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.