Þjóðviljinn - 07.06.1945, Page 1

Þjóðviljinn - 07.06.1945, Page 1
10. árgangur. Fimmtudagur 7. júní 1945. 124. tölublað. 1 í blaðinu í dag: — á 4.— 5. síðu — hefst pólitísk ferðasaga eftir Einar Braga Sigurðsson „Hálfan fór ég hólmann um kring“. faha Hi i ii iiðs stjópaíiRi kommúnistamir í fylkiogarbrjósti þjóðfrelsishreyfingarinnar Loftárás á Okinava Eins og Þjóðviljinn sagði frá í gær, mun gamla Stórþingið norska verða kallað saman kringum 14. júní. „Arbeiderbladet“ segir, að þar sem stjórnmálaflokkarnir hafi nú lýst sig fylgjandi því, að Stórþingið verði kvatt saman, muni það verða mjög bráðlega. Áður en Stórþingið kemur saman munu flokkarnir halda ráðstefnur og samningaumleitanir fara fram milli þeirra. Samþykktin sem gerð var á síðasta fundi Stórþingsins 9. apríl 1940, gerði ráð fyrir því, að áður en Stór- þingið kæmi saman aftur myndi fara fram ráðstefna milli ráð- herranna, forseta þingsins og leiðtoga heimavígstöðvanna til þess að ræða um ástandið. Eins og blaðið sagði frá í gær, er norski Kommúnistaflokkur- inn reiðubúinn til að taka þátt í ríkisstjórninni og hefur hann gefið út yfirlýsingu þess efnis. Eftir að hafa lagt áherzlu á, að norskir komúrftstar hafi jafn- an staðið í fremstu fylkingu mót stöðuhreyfingarinnar, er skýrt fram tekið, að það sé vilji flokks- ins að styðja öll framfaraöfl og lýðréttindahreyfingar með þjóð- inni. Kommúnistaflokkurinn hefur kjörið nefnd til að leita sam- bands við .Nygaardsvold, for- sætisráðherra og viðtals hjá Há- koni konungi, þegar hann kemur heim til Noregs til að gefa þeim nákvæmar skýrslur um starf- semi flokksins á hernámsárun- um og kynna þeim viðhorf flókksins til núverandi viðfangs efna. Nefndin hefur einnig um- boð til að ræða við norska verk- lýðssambandið og Verkamanna- flokkinn um sameiningu verka- lýðsins, og, ef unnt reynist, að fá grundvöll fyrir sameiningu Verkamannaflokksins og Komm únistaflokksins. Hið nýja komm- únistablað: „Friheten“ leggur megináherzlu á að norski Komm únistaflokkurinn sé byggður á „stjórnlagagrundvelli" og telur brýna nauðsyn að öll framfara- öfl sameinist um að mynda stjórn, er sé raunveruleg „stjórn fólksins“ og sem hefur það mark mið að tryggja velferð allrar norsku þjóðarinnar, stjórn, þar sem afturhaldsöflin séu með öllu áhrifalaus. Verkamannaflokkurinn norski hefur birt stefnuskrá, sem muu vara fyrst um sinn og fjallar Kosningabaráttan hafin í Bretlandi S. í. laugardag flutti Chur- chill fyrstu útvarpskosningaræð- una í Bretlandi. Atlee, forseti Verkamannaflokksins, hélt aðra útvarpsræðu í fyrradag og svar- aÖi Churchill. Eftir þessum útvarpsræðum virðast báðir flokkarnir sam- mála í utanríkismálum, en mjög greinir á í innanlandsmálum. Íhaldsflokkurinn vill láta allt hverfa í sama horf og var fyrir styrjöldina, en Verkamanna- flokkurinn lofar víðtækri þjóð- nýtingu, fari svo að hann kom- ist 1 stjórnaraðstöðu. Atlee sagði m. a.: Verka- mannaflokkurinn er nú ekki ein ungis orðinn fulltrúi verklýðs- stéttarinnar eins og hann var eftir síðasta stríð, heldur fulltrúi allrar þjóðarinnar. Hins vegar er íhaldsflokkurinn aðeins full- trúi einnar .stéttar, brezku auð- kýfinga- og forréttindastéttar- innar. Verkamannaflokkurinn vann að því eftir megni eftir síðustu styrjöld, að gera Þjóðbandalag- ið að stofnun, sem gæti tryggt frið og öryggi 1 heiminum. Það mistókst. Nú vill Verkamanna- flokkurinn vinna að því að skapa nýtt þjóðabandalag, sem sé þess megnugt að vinna það hlutverk er fyrirrennara þess mistókst. En það er ekki nóg. Til þess að unnt sé að tryggja frið í heim- inum þurfum við að sigrast á fátæktinni, hungrinu, menntun- arskortinum og öryggisleysinu. r Utflutningur Breta minnkaði — Bandaríkj- anna jókst Oliver Lyttleton, verzlunar- málaráðherra Breta hefur skýrt frá því að útflutningur Breta hafi nfinnkað um 20Ó millj. sterlingspunda á stríðsárunum. Hins vegar sagði Lyttleton að útflutningur Bandaríkjanna á stríðsárunum hefði aukizt um 3000 millj. sterlingspunda, aðallega vegna láns- og leigu- samninganna. um stjórnmálastefnu flokksins eftir stríð. í upphafi stefnu- skrárinnar er lögð áherzla á, að norsk stjómmál verði fyrst um sinn að byggjast á þeirri þjóðar- einingu, sem myndaðist á her- námsárunum, og þess vegna sé rétt á meðan aðkallandi málum er skipað, að stuðla að myndun samsteypustjórnar á svo víðura grundvelli sem unnt er. í hinni nýju stjórn verður að skipa ráðherrastólana í sama hlut- falli og var milli flokkanna fyrir stríð, og enn fremur verða að eiga sæti í stjóminni menn, sem framarlega hafa staðið á heimavígstöðvunum og víg- stöðvunum utan Noregs. Það er tekið fram í framhaldi stefnu- skrárinna:, að gera verði fljóct og réttilega upp sakir við bá sem unnið hafa þjóðinni hvers konar tjón og haft samstarf við fjandmennina. • Stríðsglæpa- menn verður að setja í hendur norskum stjómarvöldum, sem sjái um, að þeir verði dæmdír að norskum lögum. Aðstandend um fallinna heranna, þeirra sem drépnir voru fyrir leyni- starfsemi eða sem gíslar, verði veitt heiðurslaun. Norsk lög, réttarfar og ýmis réttindi verði að öllu endurreist. Inn- og útflutningur verður fyrst um sinn háður ströngu ríkiseftir- liti, nauðsynjavörur verða að sitja í fyrirrúmi, en hvers kon- ar munaðarvara sitji á hakan- um. Til þess að skipuleggja o°: auka framleiðsluna innan lands á hinum ýmsu sviðum verður myndað framleiðsluráð og skip- aðar sérstakar nefndir til að f jalia um vandamál hinna ýmsu iðnaðargreina. Réttur sérhvers borgara til atvinnu verður tryggður með lögum á sama hátt og önnur mannréttindi. Hvað félagsmálum við kemur, krefst flokkurinn fullkomins félagslegs öryggis allra manria. (Norsk Telegrambyra) < Mest framlag til merniingarmála Æðstaráð Sovétríkjanna kom saman í gær. Fyrír því liggur að afgreiða fjárlög fyrir árið 1946. Heildarupphæð fjárlaganna er 28.7 milljarðar rúblna. Stærsti liðurinn er til menn- ingarmála rúml. 4 milljarðar rúblna, og er það Vz milljarð meira en árið 1940. Harðir bardagar hafa staðið yfir að undanförnu á jap- Önsku eyjunni Okinava. Bandaríkjamenn eru nú að sigr- ast á herliði Japana á eynni, og er jþað ekki sízt að þakka flugvélastyrk þeirra. Góður árangur í loftárásinni á Kóbe Ljósmyndir, sem könnunar- flugvélar tóku af Kóbe eftir risaflugvirkjaárásina í fyrra- dag sýna, að ágætur árangur hefur orðið í árásinni. Loftárásir voru í gær gerðar á Japanseyjar frá syðstu til nyrztu eyjanna. Einnig voru gerðar árásir á jámbrautina milli Bangkok og Singapore. Kínverjar hafa nú tekið aft- ur samgöngumiðstöðina Ljútsjá í Suður-Kína. í Burma eru enn skærur milli útvarða og hrinda Bretar öllum gagnáhlaupum Japana. Innrásarinnar minnzt í gær I gær, 6. júní, var liðið ár frá því að innrás var gerð í Vestur- Evrópu. í tilefni af því voru hátíðahöld víða í Evrópu, en hvergi meiri en í Normandí, en þar gengu innrásarsveitir fyrst á land. í Caén, borginni, sem einna mest var barizt í fyrstu vikurn- ar, gengu franskir hermenn og sjóliðar fyrir franska hermála- ráðherrann. Einnig voru mikil hátíðahöld á hernámssvæði 2. brezka hers- ins í Þýzkalandi. Stalín þakkar brezkum sjómönnum Stalín marskálkur hefur þakk- að brezka kaupskipaflotanum hinn mikla þátt, sem hann átti í því, að sigur vannst yfir Þýzka landi. Sérstaklega þakkaði Stalín hina mikilsverðu flutninga brezka kaupskipaflotans til Sov- étríkjanna á alls kyns mikils- verðum hernaðarverðmætum. Gúséff, sendiherra Sovétríkj- anna í London, bar þakkirnar fyrir brezku stjórnina. Sovétblöð ánægð yfir hernámssamn- ingnum í blöðum í Sovétríkjmium í gær var fagnað mjög samningi Bandamanna um hemám Þýzka lands. Kort voru birt, þar sem' voru sýnd hernámssvæði hvers hinna f jögurra xdkja fyrir sig, en fram kom á kortunum að ein- ungis hernámssvæði Sovétríkj- anna er fullákveðið. Eins og sagt var fra í frétt- um í gær, verður Berlin skipt niður í fjögur hernámssvæðí og fara stórveldin fjögur, Sovét ídkin, Bretland, Bandaríkin og Frakkland með hemámsstjórn- ina í hverju hverfi fyrir sig. Enn eru þó aðeirxs sovéthersveit ir í borginni. H

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.