Þjóðviljinn - 12.06.1945, Qupperneq 3
Þrið.judagur 12. júní 1945.
ÞJÓÐ VILJINN
3
ÚR LÍFI ALÞÝÐUNNAR ||
■ ' v
FJAL
Fjöllin hafa löngum verið ]
ævintýraland íslenzku sveita- !
æskunnar. Hin rómantíska feg-
urð þeirra og kyrrð hefur lað-
að hugi draumlyndra æsku-
manna, en hættur þær og haið-
ræði, sem þau eiga í skauti
sínu, hafa hróþað á þrek og
hugrekki hraustra drengia.
Fram undir vora tíma haía
leitirnar á haustin verið því
nær eina tækifæri allra þessara
manna til að komast upp tii
fjallanna, a. m. k. síðan grasa-
ferðir féllu úr tízku, enda hafa
ungir menn löngum keppt um
að fá að fara í fjallgöngur. Þær
gátu orðið próf á karlmennsku
og þrek, og alla unga menn
langar til að reyna harðfengi
sitt til þrautar. Svo gátu harð-
ræði þau\ og þrautir, sem þeh'
urðu fyrir upp í fjöllum á unga
aldri, orðið góð til frásagnar,
þegar ellin hafði gert þeim
ókleift að drýgja dáðir.
Fjallgöngurnar geta orðið
hin bezta skemmtiferð, þegar
veður er hagstætt og sýni gott,
því að fátt er jafn tilkomu-
mikið og víðfeðmi íslenzku ör-
æfanna í hagstæðu veðri. En
íslenzku fjöllin eiga líka annan
svip og harðleitari, er þau klæð
ast veðraham sínum, og fátt
er jafn hjálparvana sem átla-
viltur maður, sem reikar um
auðnir fjallanna og froststorm-
urinn hrekur til og frá eins og
visið laufblað á haustdegi. Og
ömurleg er vistin í gangnakof-
anum á slíkum stundum
þeim, sem þangað komast, ef
þeir vita af einhverjum félaga
sínum í baráttu við þessar ham-
farir náttúrunnar. Hver bylroka
sem dynur á kofaþakinu, styrk
ir dauðadóm hins einmana
manns, hver skuggi, sem hir.
flöktandi ljóstýra myndar á
vegginn, verður að fölum
draugslegum svjp hins dauða-
dæmda. En það er einmitt þessi
áhætta, sem gerir fjallaleit-
irnar svo lokkandi í augum
ungra manna, sem þrá ævin-
týri og þrautir til að reyna
kraftana.
Vilt þú nú, lesari góður, fylgj
ast með 1 eina af þessum fjall
göngum. Það verður að visu
engin hetjusaga, sem þér verð-
ur sögð, en það verður heldur
engin venjuleg skemmtiferða-
saga. Þetta verður frásögn af
einnf af þessum fjölmörgu
haustleitum, sem smávægilegir
erfiðleikar og raunabætur vjö
þeim gera 'helzt til hversdags-
legar.
Við hleypum hestunum svo
sem kostur er upp Fljótsd?is-
eyrar, en þeir eru nú teknir að
lýjast af langri ferð og kjósa
helzt seinaganginn. í hnakktösk
nm okkar eru vistir til þriggia
daga. Er það aðallega kjöt at
gangnadilknum, sem slátrað
hefur verið á hverjum bæ, en
auk þess margskonar aðrar vist-
ir. Þar eru og teppi og annað til
skjóls, sem við munum þurfa
á að halda í kofa, ef við liggjurr.
þar aðra nótt.
Ferðinni er heitið að efsta bæ
í Fljótsdal. En ætlunin var að
dvelja þar um nóttina, en
leggja af stað í fyrramálið eða
seinni partinn 1 nótt að smala
Gilsárdal allt innan frá Sauða
hnúk og út að sæluhúsinu í dain
um og dvelja næstu nótt í sælu
húsinu eða byggð, eftir því
sem á stendur. Veðurútlitið ei
ekki upp á það bezta, krapahríð
í byggð og útlit fyrir, að bylur
sé uppi á fjöllum. Við hugsum
til morgundagsins með eftir-
væntingu og jafnvel kvíða.
skyldum við fá stórhríð á morg-
un? Við höfum verið á ferðalagi
síðan_pm hádegi og nú er kom-
ið fast að háttamálum, enda
erum við að ríða heim túnið.
Bóndi tekur á móti okkur og
býður okkur inn, en annasí
hesta okkar sjálfur. Enginn bið
ur um næturgreiða, en bóndi
álítur það svo sjálfsagt mál. að
við v^rðum hér í nótt, að um
það þurfi ekki að tala. enda
ið fari að versna. Treð ég öli-
um hlífðarfötum niður í tösku
og hyggst að vera léttklæddur
í kapphlaupinu við þessar ó-
þjálu fjallagálur, sem eiga það
til að reyna í manni þolrifm
svo að um munar. Þó læt ég
tilleiðast af fordæmi og for •
tölum mér reyndari manna
og tek með mér olíutreyju.
Leggja nú allir af stað nema
einn, sem fer með hestana t,il
baka. Er meiningin, að hann
komi til móts við okkur ir.n
að sæluhúsi, ef við verðum að
hafast þar við í nótt. Við hiu.ir
þrömmum upp hlíðina og geng -
ur ferðin sæmilega. En ekki
batnar útlitið Bakkinn, sem
bóndi hafði varað okkur við
tekur nú að færast upp á him-
ininn. Tekur brátt að þykkna í
lofti og ekkj líður á löngu. áð-
ur en einstöku krapaflyksur
fara að slettast í andlit okktr.
Þykir okkur nú sennilegt, að
bóndi muni reynast sannspár,
en höldum þó áfram ausiur
á heiðina. Fer ég nú í kápuna
og reynist hún góð hlíf gegn
♦ EFTIR
Guðmund Helga Pórðarson
frá Ilvammi
hefir hann þúizt við okkur og
hefur látið konuna hita kaffi
til að hressa okkur á, er við
kæmum utan úr hríðinni. Eru
nú teknir upp malpokarnir og
snætt, spjallað um veðurútlitið
o.s.frv. Drekkum við síðan kaffi
hjá húsfreyju og búumst að bví
búnu til svefns, því að ekki
mun sofið lengi frameftir, eí
veður verður fært. Legst nú áU-
ur hópurinn í flatsæng á gólf-
inu, og sofna allir fljótt í von
um að veðrinu sloti yfir nóttir.a.
Er við höfum dvalið í drauma
landinu í góðu yfiriæti um
stund, erum við hrifnir þaðan
af gangnastjóranum, sem seg'.r,
að mál sé að bregða blundi og
búast til ferðar. Klukkan er að-
eins fjögur og myrkur yfir allt.
Veðrið er sæmilggt og útlit fyr-
ir skyggni, því að himininn er
léttskýjaður að því er séð verð-
ur. Þó segir bóndi að bakki sé
í loftinu, og vel geti farið svo.
að við fáum að kenna á hon-
um áður en lýkur. Við erum
hinir gleiðustu, og höldum að
við hræðumst ekki mikið þó að
skýhnoðri sjáist á loftinu, bað
sé engin nýbóla. Þó má sjá á
svip hinna reyndari manna i
okkar hóp, að þeir búast við
öllu, þótt þeir láti ekki mörg
æðruorð falla. Tökum við okkur
nú bita úr malpokum okkar
og drekkum kaffi, sem bónd:
hefur hitað, meðan við sváf-
um. Að því loknu búumst við
til göngu. Eg er óreyndur i
slíkum fjallferðum og held, að
ekki sé mikil hætta á, að veðr-
bleytunni, sem alltaf fer sívax
andi. Eftir því sem austar dreg-
ur, eykst árkoman. Loks eiu
þessar hvítgráu krapaflyks-
ur orðnar svo þéttar, að v'ð
sjáum aðeins nokkra metra frá
okkur, og vindurinn feykir
bleytunni og kuldanum inn á
okkur um hverja smugu. Tek
ég nú að blotna allmjög þar
sem treyjan nær ekki til og
ekki bætir úr skák, að allt vatn
ið, sem á henni lendir, hrynur
af henni og eykur um allan
helming þá bleytu, sem fyri:
er. Sjáum við nú, að ekki tjóar
að fara lengra til öræfa í slíku
veðri. Hins vegar erum við
komnir svo langt austur á bóg
inn, að ekki mun ráðlegt '-að
snúa ofan í Fljótsdal, en leita
heldur gangnakofans fyrst í
stað. Við erum hjá Gilsárdrög
unum og höldum nú út með
ánni í áttina til kofans. Krapa-
hríðin er beint í fangið og fe>-
harðnandi. Við erum gegnblaui
ir allstaðar, þar sem ekki eru
verjur fyrir. I andliti erum við
'sárir orðnir af lamningnum.
j Krapablautir þúfnakollai1 og ís-
glerungar á steinunum reynasi
' okkur allerfið fótakefli, og .r
ekki óalgengt að sjá einhvern
af ferðafélögunum liggja kylli-
flatan af völdum þeirra. Aðeins
ein hugsun kemst að í hugum
okkar,. og það er að komaH
sem fyrst í húsaskjql. En það
er eins og þessi sæluhúskofi
sé úti á heimsenda. að minnsta
kosti finnst okkur heil eilífð
síðan við lögðum af stað, og
Um fátt var meira rætt undan-
farna daga en leik reykvískra
knattspyrnumanna við lið úr
brezka setuliðinu hér. Bæði um-
tal og auglýsingar voru komnar
á það stig, að mönnum virtist
hér um landskeppni að ræða.
Þegar á völlinn kom var líka
engu líkara en svo væri því þjóð
söngvar beggja þessara eyríkja
í Atlanzhafi voru leiknir, að við-
stöddum nær sjötta hluta bæjar
búa.
Leikurinn hófst með sókn af
hálfu Bretanna og munaði
minnstu að mark yrði, en brátt
snerist sóknin að marki Breta,
Hafliði komst í færi, en misnot-
enn er langt eftir að því er
gangnastjórinn segir. Hægt,
hægt mjökumst við áfram.
Hvert skref móti veðrinu
verður gegnblautum fótleggj-
um okkar þrekraun. Vatn-
ið bullar upp úr skónum og
fötin límast við líkamann af
bleytunni. — Vinduiánn leitar
inn á okkur, hvar sem færi
gefst. Eg er farinn að ganga
ósjálfrátt, horfi aðeins á hið
breiða bak gangnastjórans og
veðurgnýrinn verður nokkurs-
konar hergöngulag, þar sem vjð
•þræðum áfram hver á eftir öðr
um. Loksins rennur upp hin
langþráða stund. Gangnakofin.i
«-ís eins og óljós þústa í hríðinn'.
Nú er eins og öll þreyta hverfi
og við hlaupum við fót heim
að kofanum og knýjum þar á
hurðina. Við fleygjum okkur
allir í hnapp á gólfið, og er það
nærri fullsetið, þegar við erum
allir komnir inn. En heldur er
hér lítið um þægindi. Einu
innanstokks munimir, sem hér
eru sjáanlegir eru olíulaus átta
línu lampagrýta með hálfu glasi
og olíulaus prímusgarmur, sem
stendur á höfði í einu hornini\.
En engu að síður erum við ham-
ingjusamir að vera komnir unc
ir þak og tökum nú fram mal-
poka okkar og reynum að gera
okkur gott af því, sem þar er.
þó að krapaslattur hafi lent í
suma og drýgt vistarnar á mið
ur listugan hátt.
En brátt tekur kuldiím að á-
sækja okkur, og óskum við nú
einskis heitar en að hafa annað
hvort brennheitt kaffi eða brenni-
vín til að hita upp hálfdofna limi
okkar. En ekki tjóar að tala um
það. Til byggða urðum við að
komast, ella munum við eiga á
hættu að verða. fárveikir hér uppi
á fjöllum sökum ofkælingar og er
einn ferðafélagi okkar þegar far-
i inn að kvarta um’sting undir síð-
unni, en huggar okkur með því, að
það muni aðeins vera þreyta eða
gigtarstingur. Við látum því Jiða
úr okkur mestu þreytuna. en bú-
umst því næst til byggða. Veðr-
inu hefur aðeins slotað, en vindur-
inn verður beint í fangið enn sem
áður alla leið til byggða. Gangna-
stjórinn tekur nú forvstuna og
gengur á uridan, en við komum
allir á eftir í halarófu. Síðastur fer
sá, sem talinn er harðfengastur,
og á. hann að sjá um að enainn
\
Framhald á 5. siðu.
aði það. Næstu 10 mínútur eru
Bretar nokkuð ákveðnir, en eins
og Islendingarnir séu dálítið
„fótfúnir“, en þetta fer brátt af.
Verða þeir nú stöðugt nærgöng-
ulli við markið. Ellert er í færi,
en heppnast ekki. Albert sömu-
leiðis, en fer yfir. Bretar gera
líka áhlaup, en þau eru ekki éins
hættuleg, þó ver Anton í tvö
skipti með prýði og í þriðja
skipti lendir mjög fastur skalla-
bolti óvart á höfði Birgis, sem
annars hefði farið 1 mark.
Yfirleitt er hættan meiri við
mark setuliðsmanna. Sæmund-
ur spyrnir langa spyrnu að
marki, en markmaður missir
knöttinn inn í markið.
Endar sá hálfleikur 1:0.
Síðari hálfleikur var betur
leikinn af íslendingum en sá
fyrri, en að sama skapi dró af
Bretum. Gerðu íslendingar þá
þrjú mörk og setti Albert þau
öll. 1. markið setti hann eftir
mjög laglegan samleik, sem setti
vörnina út úr jafnvægi. Annað
markið var mjög góður skalli úr
nákvæmri miðjun frá Hafliða.
Þriðja markið var einnig gott.
Leikurinn var nókkuð lifandi,
þó ójafn, en þó ekki eins ójafn
og mörkin benda til.
Lið Bretanna var langt fyrir
neðan það, sem ég hafði gert
mér í hugarlund. Vörnin yfir-
leitt var veik, og auk þess þær
staðsetningarveilur, sem varla
koma fyrir hjá félögum hér og
eru þær þó vaxandi hjá öllum
liðum. Hliðarframverðir byggðu
illa upp og bakverðirnir skildu
oft eftir þær opnur að furðulegt
var.
Framlínan var betri hlið liðs-
ins, sérstaklega útherjarnir og
miðframherjinn, sem gerðu
margt mjög vel, en fengu ekki
þann stuðning, sem þeir þurftu
og áttu skilið.
'í einu voru þeir þó yfirleitt
Íslendingunum snjallari, en það
var í skallaleikni.
Að undanskildum fyrstu 10
mínútunum féll íslenzka liðið
furðu vel saman, og er gott sam-
ræmi milli sóknar og varnar.
Sveinn Helga og Sæmundur
réðu fyllilega yfir miðju vallar-
ins með góðri aðstoð frá Jóni og
Óla B., sem síðan voru fundvís-
ir á sérstaklega Ellert og Albert,
sem lék mjög vel sem miðfram-
herji. Aftasta vörnin voru sterk-
ir einstaklingar. Bjargaði Anton
oft vel, sérstaklega í þau skipti,
sem getið hefur verið, þó hins-
vegar hafi oft komið fyrir slæm-
ar staðsetningarskyssur.
Þessi leikur gefur engan mæli-
kvarða á getu liðsins, til bess var
mótstaðan of veik. Mótherjarnir
höfðu ekki þá knattmeðferð eða
skipulagðan leik, sem verulega
reyndi á að standast. Við þurf-
um mun sterkara lið en þetta.
til að mæla getuna við, og ég
tala nú ekki um, ef af þeim á að
læra. »
Leikurinn var prúðmannlega
leikinn. Dómari var Englending-
urinn Victor Rae, og dæmdi
mjög vel.
F. H.