Þjóðviljinn - 20.06.1945, Side 7
Miðvikudagur '20. jiini 1045.
PjOÐVILJINN
7
Selma Lagerlöí.
Lappi og Gráfeldur
án þess að hafa lent í nokkru feni. „Hef ég nú séð allan
skóginn?“ spurði hann.
„Nei ekki enn“, svaraði Lappi.
Hann fór með Gráfeld út í skógarjaðarinn. Þar uxu
aspir og linditré. „Hér eru ættingjar þínir vanir að éta
lauf og trjábörk“, sagði Lappi. „Þeim þykir það góður
matur, en þú færð auðvitað eitthvað betra í útlöndum“.
Gráfeldur horfði undrandi á trjákrónumar, sem
slúttu niður að höfði hans. Hann nartaði í laufið og
börkinn. .„Þetta er betra en itaða“, sagði hann.
„Þá Var gott, að þú fékkst einu sinni að bragða það“,
sagði Lappi.
Síðan fór hann með Gráfeld að lítilli skógartjörn.
Hún var lygn og háir bakkarnir spegluðust á va'tns-
fletinum. Gráfeldur nam staðar. „Hvað er þetta, Lappi?“
spurði hann. Hann hafði aldrei séð stöðuvatn.
„Þeitta er stöðuvatn“, sagði Lappi. „Ættingjar þínir
eru vanir að synda yfir það. Það er ekki von, að þú
kunnir að synda, en þú gætir að minnsta kosti baðað
þig“-
Lappi steypti sér sjálfur í vatnið, en Gráfeldur stóð
góða stund á bakkanum, áður en hann kom á eftir. Hon-
um hafði aldrei á ævi sinni liðið eins vel og þegar vatn-
ið lagðist að honum, mjúkt og svalt. Hann vildi láta
fljóta yfir hrygginn líka, og óð dýpra, þar til hann
náði ekki til botns. Þá greip hann sundtökin. Hann synti
marga hringi í kringum Lappa og það gekk vel. Þegar
þeir voru komnir upp úr, spurði Lappi, hvort þeir ættu
að fara heim.
Það er langt til morguns enn“, sagði Gráfeldur.
„Okkur er óhætt að vera lengur í skóginum“, svaraði
Gráfeldur.
Þeir gengu aftur inn í barrskóginn. Þá komu þeir
inn í rjóður, þar sem grös og blóm glitruðu í tungls-
Ijósinu. Inni í miðju rjóðrinu voru nokkrar stórar skepn-
ur á beit. Það var elgtarfur, fáeinar elgkýr, kvígur og
kálfar.
Gráfeldur nam staðar. Hann leit varla á kýrnar og
ungviðið. Hann horfði bara á gamla, stóra tarfinn. Hann
hafði breið greinótt horn, kryppu á herðum og loðna
húðfellingu á hálsinum.
ÞETTA
í Connecticut í Ameríku er á,
sem heitir á Indíánamáli
Miyochnovkusunkatankchunk í
einu orði — og er ekki fræg
fyrir neitt annað.
★
Það vii'ðast nærri því ótrúleg
ar frásagnir, hve miklum fjölda
villidýra Rómverjum tókst að
afla sér til sýninga sinna.
Pompejus lét einu sinni fara
fram sýningu þar sem voru 17
filar, 5000 Ijón og 410 önnur
villidýr frá Afriku. Á stjómar
árum Cæsars var einu sinni sýn
ing á 400 ljónum og 40 fílum.
Og loks er sagt, að Titus keisari
hafi látið fram fara dýraat svo
mikið, að 10.000 villidýr, stór og
smó, voru lögð að velli. Kostn •
aðurinn við að veiða þessi dyr
var auðvitað gífui'legur og þjóð-
höfðingjarnir urðu stöðugt að
hafa mikinn mannfjölda í
Afriku við villidýraveiðar.
★
Indverskir höfðingjar hafa
mikla ánægju af því að etja
saman fílum. En aðkomumönn-
um þykir það óviðfeldin sjór..
Pílamir flækja saman xönunum
og togast á, með sparki og
spyrningum, oft klukkustund •
um saman þar til annarhvor er
orðinn svo illa til reika, að hann
gefst upp.
PEARL S. BUCK:
ÆTTJARÐARVINUR
Ixafði aldrei lofað að grftast hon-
um, hvað sem á dyndi. Þess
vegna hafði hann ákveðið að bíða
ekki lengur eftir „forlögunum“
heldur ganga úr skugga um, hvað
væri á seiði.
Hann hafði skrifað henni og
beðið hana innilega að segja föð-
ur sínum allt og sagðist ætla
að bíða fjóra daga eftir svari henn
ar. í dag var fjórði dagurinn.
Fengi hann ekki bréf í kvöld, ætl
aði hann að fara til Kyushu á
morgun.
Og nú gat hann varfa beðið
þess, að vLsirinn á úrinu hans
mjakaðist á sex. En jafnframt
gerði það hann óttasleginn, að nú
var stundin komin.
Dyrnar opnuðust og Shio kom
inn.
Allir dýrgripirnir lágu á stóru
borði Shio gekk þangað í sýni-
legri hrifningu.
„Allt þetta!“ sagði hann lágt
við sjálfan sig.
Hann fór fingrastuttum hönd-
unum um gripina, hvem af öðr-
um, varlega eins og hann þyrði
varia að draga andann, og
tautaði.
„Sjáðu til. Hér er hvítt sung.
Og hér er það græna, sem aldrei
hefur verið eins vel gert og í
tiíð Mings keisaraættarinnar. —
Og hvað sé ég hér? Hvítt lands-
lag úr nefrit. — Það eru að
minnsta kosti tíu ár, siðan ég
fór að reyna að ná í það“-
Hann skoðaði gripinn, sem var
fjallalandslag — snævi þakin fjöll.
„Hér er það“, sagði hann svo
hrærður, að. honum lá við gráti.
„Eg get ekki homið orðum að
þvi, hve dýrmætt það er. Eg sel
það engum Ameríkumanni, þó að
hann byði mér milljónir. Þetta
verður hér í Japan. Við erum þeir
einu, sem kunnum að meta þá“.
I-wan horfði undrandi á hann.
Var 9hio með öllu viti? Hann
handlék listaverkið ástúðlega og
tautaði fyrir munni sér. Það var
næstum því óviðfelldið að horfa
á það. Allt í einu flaug I-wan í
hug, hvaðan þessir dýrgripir voru
komuir. Og þá var eins og hann
hefði verið sleginn svipuhöggi.
Hann stóð kyrr eitt augnablik,
siðan snéri hann sér snögglega
við og gekk þegjandi út úr vöru-
húsinu.
Hann ruddi sér braut gegnum
'lióp skrifstofumanna, sem voru
að þyrpast út til að ná spofvagn-
inum. • Þeir töluðu sarnan og
hhSgu, rneðan þeir voru að fara
úr skrifstofutreyjunum og taka
af sér ermahtífarnar, sem voru úr
pappir.
Hann hi'aðaði sér hcim á veit-
ingahúsið og gekk inn í herbergi
sitt. — Ekkert bréf.
Bunji lá í rúminu hans og
steinsvaf.
Hann var að því kominn að
hrópa: „Bunji! því ert þú hér?“
En hann stillti sig og horfði á
hann. Þetta var í fyrsta sinn, sém
hann veitti því eftirtekt, hvernig
Bunji leit út. Raunar vissi hann
að hann var ekki fríður. Bunji
var sjálfur vanur að hlæja að út-
liti smu. „Eg er eins og skrípa-
leikari“, sagði hann. „En hvað
um það .Eg fæ að vera í friði fyrir
kveníólkinu“.
Hann sagðist ætla að giftast
ljótustu stúfkunni, sem hann
fyndi, hún yrði svo sæl og hreyk-
in af að vera fallegri en hann.
E:i enginn fann til þess, að
Bunji væri ófríður. Það gleymd-
ist þegar hann talaði og hló, því
að þrátt fyrir flata nefið, og stóra
munninn, kom andlit hans mönn-
um i gott skap.
I-wan hafði ekki séð hann lengi
og þetta var í fyrsta sinn, sem
hann sá Bunji sofandi, Andlit
hans kom öðruvísi fyrir sjónir í
svefni: Ennið virtist allt of lágt,
kjálkarnir of breiðir og munnur-
inn enn stærri en hann var. I-wan
sá það allt í einu, að Bunji var
eins japanskur að útliti og auðifj
var. Handleggirnir voru langir og
hendurnar stuttar. Og fætur hans,
V
sem nú voru skólausir, voru stutt-
ir og digrir. I-wan hafði heyrt
börn í Shanghai hrópa „api“ á
eftir Japana á götunni.
Bunji opnaði augun, leit á
I-wan og stökk 'bcosandi á fætur.
„Hvers vegna ert þú hér?“
spurði I-Avan stillilega og sagði
við sjálfan sig. Auðvitað er Bunji,
eins og hann hefur alltaf verið.
Bunji geispaði og nuddaði aug-
un.
„Það veit ég ekki“, sagði hann
glaðlega. „Eg veit ekki annað en
það að við Aiko eigum að mæta
hjá herstjórninni í Tbkio. Við
komurn svo seint, að við getum
eleki haldið áfram í kvöld. Og þá
sagði ég: „Mér er bezt að hitta
I-wan, þann gamla þrjót, svo að
við einu sinni skemmtum okkur
duglega“.
„En hvar er Aiko?“
„Sumie er auðvitað með hon-
um og þau eru einhvers staðar
xitaf fyrir sig, lfklega að skoða
Fuji í tunglsljósi, eða eitthvað þvx
um Iikt“, Bunji hló. „Þú kannast
við þetta. Þau eru ákaflega hrifin
alf Fuji. Ganga upp á Fuji á
hverju sumri —‘.
„Hvers vegna hefur herstjórnin
í Tokio gert ykkur boð?“ spurði
I-wan.
Banji lét á sig skóna: ,Það
langar mig tíka til að vita , svar-
aði hann glaðlega“. En það er
venja á hverju ári, að við vara-
liðsforingjarnir erum látnir mæta,
eins og ófriður væri fyrir höndum.
Herforingjar eru eins og gamlar
ömmur. Þeir eru alltaf að hugsa
um stríð“.
Hann var kominn á fætur og
strauk hendinni um gróft hárið.
..Hér í Yobohama er frægur
geishu-dans“, sagði hann kátur.
„Nú förum við út, I-wan. Það cr
orðið svo langt síðan við höfum
verið saman“.
I-wan datt í hug, að Bunji
ætlaði að segja honum fréttir.
„Eg kem“, sagði hann.
— Leikhúsið var bjart og þétt
skipað skartklæddu fólki, sem át
sælgæti og horfði hugfangið a
leiksviðið. Það var veríð að sýna
forna dansa, með mikilli viðhöfn
og skrauti. Hann átti að tákna
eitthvað úr sögu þjóðarinnar, sem
I-wan vissi ekki hvað var, en allir
aðrir virtust skilja. Þegar dansinn
var úti, hófust á'köf fagnaðarlæti.
Bunji hallaði sér aftur á bak í
sætinu, sveittur af hrifningu.
„Eg hef aldrei séð svona vel
dansað", sagði hann. „Þessi Haru
San — sú sem var í miðjunni —
hún er dásamleg. Enda er hún
fræg. Eg hef oft heyrt hennar
getið en aldrei séð hana fyrr“.
„Eg hef víst ekki hlustað nógu
vel“. sagði I-wan.
Áheyrendurnir hlógu og skröf-
uðu. Tjaldið var dregið upp aft-
ur„
„Þetta er sagan af dóttur
Samuaris, sem fór í karhnannsföt
og stjómaði her föður síns í hans
stað". sagði Bunji. „Hún tók hei-
foringja óvinanna til fanga en
varð ástfangin í honu-m. Astin
bauð henni að htífa honum, en
skyldan við föðurlandið sigraði.
Hún drap hann með sverði föður
síns. Síðarí framdi hún sjálfs-
morð“.
Bunji þerraði svitann af enn-
inu“. En hvað það var áhrifa-
inikið. Þetta cr ákaflega frægur
leikur, sem er oft sýndur. Fólk
vill sjá hann aftur og aftur“.
Kringlótta glaðlega andlitið
hans varð allt í einu alvarlegt:
„Ef ég hefði kjark til“, hvíslaði
hann, „mundi ég fara og taia við
Haru San og segja henni — segja
henni — hvað ég — hvað ég —''.
„Því ekki?“ spurði I-wan bros-
andi.
Bunji í'oðnaði. „Þú veizt, hvern-
ig ég lít út í framan. Eg gæti ekki
krafist þess, að hún vildi lita við
mér“, sagði hann auðmjúkur.
I-wan fór að hlægja. Hvort sem
Bunji var Ijótur eða ekki, var ó-
mögu'legt annað en láta sér þykja
vænt um hann. Og nú gléymdi
I-wan því hvað honum hafði kom-
ið hann ókunnuglcga fyrir sjónir
við endurfundina og því ekki haft
kjark til að spyrja hann að því,
sem hann langaði mest til að vita.
„Bunji“, sagði hann. Þegar þeir
voru aftur kornnir inn í herbergi
hans. „Segðu mér hvernig
Tama — —“
Hann stóð við borðið og beið
eftir svari. Bunji leit á hann og
einlægnin skein úr augum’ hans.
„Eg er með bréf til þín“, sagði
hann og þreifaði ofan í vasa sinn.
„Hér er bréfið, sem hún fékk mér.
en hún sagði um leið: „Þú mátt
ekki fá I-wan þetta bréf, fyrr en
þú hefur sagt honum allt eins og
er“.
I-wan rétti fram höndina.
„Nei, hún sagði-------".
„Eg ætla bara að halda á því",
sagð; I-wan. „Eg lofa því“, bætti