Þjóðviljinn - 20.06.1945, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 20.06.1945, Qupperneq 8
8 ÞJÓÐ VILJINN Miðvikudagur 20. júní 1945. /------------------------:---------------------------------------------------------------------- Stærsíi lýsisgeymir á íslandi — Vinna tiafin við nýju verksmiðju Síldarverksmiðja ríkisins Smíði síldarverksmiðjunnar Rauðku á Siglufirði er nú að verða lokið. Hafa unnið við byggingu hennar um 200 verkamenn og er gert ráð fyrir að hún muni verða tilbúin til að hefja starfrækslu í næsta mánuði. Mikill liluti af starfsmönnum vélsmiðjunnar Héðins er nú á Siglufirði að vinna að því að setja upp vélar í Rauðku og lýsisgeymi fyrir verksmiðjuna; verður það stærsti geymir sinnar tegundar hér á landi, byggður eftir nýjustu amerískum aðferðum, þ. e. rafsoðinn í stað þess að áður voru slíkir geymar hnoðaðir. Vinna er nú hafin við hina nýju 10 þús. mála verk- smiðju Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. ^ ______________________________________________J Kýtt flutningaskip, Haukur JEfgesidur hX Haukur o$ HX BaSdur Að kvöldi 17. júní kom hingað nýtt flutningaskip, „Haukur“. keypt í Kanada. Er það fyrsta flutningaskip, keypt hihgað til lands síðan stríð hófst. —■ Blaðamenn, nýbyggingarráð o. fl. skoð- uðu skip þetta í gær. Póllandsmálin skýrast Með viðræðum þeim, sem nú fara fram í Moskva um endurskipulagningu pólsku bráðabirgðastjórnarinnar, er verið að framkvæma eina af ákvörðunum Krímráðstefn- unnar. Nokkur dráttur hefur orðið á þessum framkvæmd- um, ekki sízt vegna þess að stjómir Bretlands og Banda- ríkjanna hafa fram til þessa sýnt pólsku stjómarklíkunhi í London furðulegt umburðarlyndi, og látið áróður hennar gegn Sovétríkjunum hafa á'hrif á afstöðuna til Póllands- málanna. Klíka þessi hefur fyrir löngu orðið uppvís að því, að reyna að koma af stað óvináttu milli Bretlands og Bandaríkjanna annarsvegar og Sovétríkjanna hinsvegar. Tilraunir þessar hafa mistekizt, enda þótt þær hafi hlotið öflugan stuðning mestu afturhaldsafla auðvaldsheimsins. og áróðurinn verið óspart jórtraður í málgögnum sósíal- demókrata af gamla skólanum, sem ebkert hafa lært af atburðum síðustu ára. Jafnframt yiðræðum þeim sem fulltrúar allra lýð- ræðisafla pólsku þjóðarinnar eiga nú í um endurskipulagn- ingu ríkisstjómarinnar. hefjast málaferlin gegn Pólverjun- um sextán, sem handteknir voru fyrir brot á lögum um öryggi baklands rauða hersins. Sú staðreynd bendir til þess að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna hafi fallizt á þann skilning sovétstjórnarinnar, að mál þessara manna væri með öllu óviðkomandi endurskipulagningu pólsku stjómarinnar. Áður hafði pólska stjórnarklíkan í London og meira að segja fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna tengt þessi mál saman á hinn furðulegasta hátt, og er mun vænlegra fyrir láusn Póllandsmálanna að þessi hug- takaruglingur virðist nú úr sögunni. Fimmtán af þessum sextán skjólstæðingum Alþýðu- blaðsins hafa nú við opinber réttarhöld játað á sig þær sakir, sem á þá voru bomar, og eru stoltir af. Verður fróðlegt að sjá þær trúðlistir sem Stefán Pétursson þarf að leggja á sig til að halda við áróðrinum um þá sem píslarvotta. © Sovéttímaritið „Stríðið og verkalýðsstéttm“ leggur á- herzlu á að ákvörðun Krímráðstefnunnar sé byggð á þeirri staðreynd, að rauði herinn hafði leyst landið allt undan oki Hitlerssinna. „Hinar nýju aðstæður í Póllandi, sem mynduðust við það, að rauði herinn hafði leyst allt landið, mótast af þeirri staðreynd, að endurfæðing pólska ríkisins í nýju lýðræðisformi er nú að gerast á pólskri grundu. Meira að segja meðan nazisbar ríktu þar,_ sam- einuðust lýðræðisöfl pólsku þjóðarinnar leynilega í þeim tilgangi að endurreisa pólska ríkið þannig, að það væri laust við þá alvar- legu veikleika sem voru á utanríkis- og innanlandspólitík þeirri, er leiddi til hrunsins 1939. Þessi lýðræðisöfl pólsku þjóðarinnar fordæmdu hina fíflslegu ,og glæpsamlegu pólitík yfirráðaklíkna Póllands fyrir stríð, pólitík sem byggð var á Hitlerssinnaðri af- stöðu í utanríkismálum og fasistískum stjórnaraðferðum heima fyrir. Lýðræðisöfl Póllands, fordæmdu einróma hina fasistísku stjórnarskrá frá 1935 og blekkingar pólsku stjórnmálamannanna erlendis, sem reyna að halda sér við með tilstyrk þeirrar stjóm- arskrár. Pólsku ættjarðarvinimir drógu einu réttu ályktunina af hinum sorglegu örlögum, sem dundu yfir land þeirra í stríðinu. Sú ályktun var, að Pólland geti ekki risið að nýju öðruvísi en sem lýðræðisríki, sem lifir í vináttu við hinn stóra, austlæga granna, sem ríki, er sé fjöldanum af þegnum sínum — verka- mönnum, bændum, menntamönnum — góð móðir en ekki slæm stjúpmóðir, — sem ríki þar sem bændur hafa jarðnæði og þegri- arnir allir eru frjálsir, — sem sterkt lýðræðisríki, fært um að standast hverja þá tilraun er Þýzkaland kynni að gera til árása í austur, og hefur til þess öll skilyrði vegna stefnunnar í innan- lands og utanríkismálum". •Eigendúr skipsins eru h.f. Ilauk- ur og h.f. Baldtir á Reykjarfirði. Ólafur H. Jónsson framkvæmda- stjóri skýrði frá kaupunum og lýsti skip'.nu. í marz s.l. fóru ti'l Kanada ])eir Pétur Bóasson, Haraldur Ól- afsson 1*. stýrimaður á Fjallfossi og Skúli Sivertsén vélstjóri, tih þess að kaupa skip þetta ef til- tækilegt þætti. en Pétur hafði fregn að að það væri til sölu. Kaupin voru gerð og skipinu lofað tilbúnu í febrúar, en af ýiúsum ástæðum var sm'íði þess ekki lokið fyrr en í marz. Skipið fór frá Halifax 5. júní og kom hingað að kvöldi þess 17. Skipið er byggt úr tré, furubyrð- ingur 3i/o þuml., bönd úr eik 10X 12 þuyil. Það er 520 rúmlestir bmittó og 442 rúml. nettó. Það hefuv 2 Fairbanks dieselvélar, 240 hö. hvora, 2 dekkspil, 10 hö. h.vort, 10 ha„ akkerisspil. og ljósávél. Það er enn'fremur búið dýptarmæli, miðunarstöð og talstöð. Haúkur er fyrsta skipið sem ný- byggingarráð liefur aðstoðað við kaup á og þakkaði Pétur Bóasson nýbyggingari'áði oó Útvegsbank- anum aðstoð jjeirra við kaupin. Haraldur Ólafsson, sem var skipstjóri á Hauk hingað til lands, sýndi gestunum skipið. Ganghraða skipsins kvað hann myndi vera 9 mílur, en á heimleiðinni gekk það 8 miílur að meðaltali, en fékk þó vont veður í 2 daga, 10—11 vind- stig .annan daginn. Á leiðinni brenndi ])að olíu fyrir ca. 1800 kr. — Hingað flutti skipið 80 tonn járns og 120 standarda af timbri. Skipið ei', sem fyrr segir, alveg nýtt, vistlegt og talið traustbyggt. Á því er 10 manna áhöfn. Ibúðir skipverja eru frékar litlar, en tal- ið að hægt verði að stækka þær. Enn mun ebki fyllilega afráðið hvert það siglir eða til liverra flutn- inga skipið verður notað. Fréttakvikmynd frá þjóðhátíðinni sýnd bráðlega Oskar Gíslason Ijósmyndari tók kvikmynd af þjóðhátíðinni í Reykjaví/c 17. júní og verður hún sýnd í Gamla Bíó eitthvert nœstu kvölda. Ennfremur fréttakvikmyndir af ýmsum öðrum viðburðum á þessu vori. I þessari fréttakvikmynd Ósk- ars verður einnig þáttur frá há- bíðahöldunuin í Hafnarfirði. Þá eru einnig í þessari frétta- kvikmynd frá aldarártíð Jónasar Hallgrímssonar í Hljómskálagarð- inum, frá hátíðahöidum Sjó- mannadagsins og úrslitaleikirnir í firmakeppni Golfklúbbs Islands. Eins og Reykví'kingar muna tók Óskar kvikmynd af lýðveldis- hátíðahöldunum í fyrra og sýndi hana nokkrum dögum síðar. 40 norsk skip til síldveiða við ísland Áður fyrr stunduðu Norðmenn allmjög síld ■ veiðar við Island og voru flestir síldveiðileiðangram- ir gerðir út frá Haúga- sundj og Karmpy. í frétt frá Norsk Tele- gramibyrá segir að Norð- menn geri sér góðar vonir um síldveiðar við ísland á þessu ári og muni um 40 norsk skip stunda síldveið ar við ísland á þessu sumri. -------------------------------} Flokkurinn Sósíalistar í Reyk.iavík, karlar og konur, sem getið að- stoðað við lokaundirbúning Jóns messumótsins eða á sjálfu mót- inu, eru beðnir að setja sig í samband við skrifstofu flokks- ins, Skólavörðustíg 19, símar 4824 og 4757, í dag eða síðasta lagi á morgun. Forstjóraskipti hjá Kaupfélagi Sigí- firðinga Stjórn Kaupfélags Siglfirðinga samþykkti s.l. laugardag, eftir að hafa vikið 29 fulltrúum og vara- fulltrúum úr félagiinr vegna laga- brota og 'klofniiigsstarfsemi, að boða nýjan deildarfund í þrem deildum á mánudag og þriðjudag. Vori þar kosnir nýir ful'ltrúar í stað þeirra brottreknu og sam- þykkt traustsyfirlýsing til stjórn- arinnar. Á mánudagskvöld samþykkti stjórnin að segja Sigurði Tómas- syni kaupfélagsstjóra upp og fela Guðbrandi Magnússyni að gegna störíum framkvæmdastjóra. Breiðfylkingarmenn hyggjast geta rekið stjórnina frá með sam- þykktum utan funda. Félagsmenn taka vel ráðstöfun- um stjórnarinnar. Fréttaritari. Esja fór í gær Esjan fór í gær á hádegi á- leiðis til Norðurlanda. Með henni fóru 90—100 far- þegar. Með skipinu var sent allmik- ið af vörum er Landssöfnunin keypti, ennfremur á þriðju þúsund bögglar á vegum Rauða krossins, er sendir eru til emstaklinga í Danmörku og Noregi. Stórstúkuþingið sett annað kvöld Stárstúkuþingið verður að þessu sinni i Reykjavík og hefst á morg- un (fimmtudaginn 81. júní) kl. 2 e. hád. Ganga templarar skrúð- góngu tíl kirkju og hlýða messu. Séra Árelíus Níelsson prédikar, en séra Árni Sigurðsson þjónar fyr- ir a'.tari. Messunni verður útvarp- að. í kvöld (miðvikudag) kl. 9 verð- ur aimenn útisamkoma í skóla- jKirti Miðbæjarskólans. Lúðrasveit Reykjavíkui' leikur, en ræður flytja þar séra Friðrik A. Frið- riksson prófastur á Húsavik, Jakob Möller afþingismaður og Friðrik Hjartar skólastjóri á Akranesi. Drengur bíður bana í bifreiðarslysi Á mánudag. nokkru eftír hddegi, ók bifreið yfir tveggja ára gamlan dreng móts við Barónsstíg 59. Var hann fluttur í Landspítalann, og þar lézt hann um- kvöldið. Þessi litli drengur hét Gunnar og var sonur Margrétar Stefáps- dóttur og Sigurðar Oddssonar í Bargga 61 A á Skólavörðuhoiti. Valur vann Fram 1:0 Þriðji leikur Reykjavíkurmótsins í meistarafiokki fór fram á ílþrótta- ve'lliuum í gær. Fram og Valur kepptu. Valur vann með 1:0. Áheit á Slysavarnarfélag íslands. Frá N. N. 50,00 kr., N. N. 160,00 kr., Ónefndum 50,00 kr., N. N. 20,00 kr„ N. N. 200,00 kr„ Sirru 100,00 kr„ H. Ó. 5,00 kr„ I. K. 5,00 kr, I. V. 50,00 kr. Samtals kr. 640,00. Beztu þakkir, H. H.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.