Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 1
Á 4. oq 5. síðu í blaðinu í dag er ferðasaga Einars Braga og segir frá för hans frá Fá- skrúðsfirði til Eskifjarðar. 10. árgangur. Fimmtudagnr 21. júní 1945. 136. tölublað. Mál Pólverjanna 16 Réttarhöldin yfir Pólverjunum 16 héldu áfram í Moskvu í gær. Hinn opinberi ákærandi Sovétríkjanna sagði, að ekki mundi verða krafizt þess, að hinir ákærðu yrðu dæmdir til dauða. Hins vegar verður farið fram a fangelsisvist fyrir tólf þeirra. Sósíalistar, tilkynnið í dag þátttöku ykkar í Jónsmessumótinu Þátttakan í Jónsmessumóti sósíalista á Þingrvöllum er þegar oröin mikil, og einmitt vegna þess, þurfa sem flestir þeirra er þangað ætla, en sem hafa ekki tryggt sér far, að gera það í dag, til þess að hægt verði að tryggja þeim nægan farkost, og þeir þurfi ekki að sitja heima vegna þess hve seint þeir gáfu sig fram. Mótið hefst á laugardagskvöld og verður lokið á sunnudags- kvöld. Dagskrá mótsins hefur áður verið auglýst í Þjóðviljanum, en vegna ýmissa fyrirspurna varðandi fyrirkomulag þess skal drepið á helztu atriðin. Mótið hefst með KVÖLDVÖKU kl. 9. Þar fiytur Einar Bragi Sigurðsson ræðu, 13 ára stúlka les upp, mandólínkvartett leikur, Jóhannes skáld úr Kötlum les upp„ Að lokum verður dansað, en meðan á dansinum stendur sýnir toframaður listir sinar í séstöku tjaldi. Á sunnudag kl. 10 verður knattspyrnukappleikur milli Sósíalistafél. Rvíkur og Æ. F. R. ÚTIFUNDUR hefst kl. 1. Áki Jakobsson atvinnumálaráð- herra flytur ræðu. Þá verður kórsöngur er Jóliann Tryggva- son stjórnar. Lúðrasveitin Svanur leikur. ÍÞRÓTTIR OG LEIKIR hefjast kl. 4: íslenzk glíma, handknattleilcur, meist- araflokkur Vals og úrvalslið Æ. F. (R.; hnefaleikasýning, Þorsteins Gíslasonar, Halldórs Björnssonar o. fl.; peysuboð- hlaup; reipdráttur; pokahlaup o. fl. Ferðir austur verða á laug- ardag kl. 2, 5 og 7,30 e. h„ sunnud. kl. 8 og 11.30 f. li. — Vegna fyrirspurna skal þess getið að börn 8 ára og yngri fá frítt far, börn 9—13 ára Vi gjald. Tjöld og viðleguútbúnað þurfa þeir sem geta að ltafa með sér, en þeim sem ekki hafa tjöld verður séð fyrir tjaldnæði. — Allskonar veitingar verða seldar á staðnum, þ.N á. m. Borgar- fjarðarskyr og rjómi, sem Borgnesingar flytja með sér, hinsveg- ar verða ekki seldar máltíðir. Sósíalistar og aðrir sem ætlið -á mótið, tryggið að þið getið komizt og greiðið fyrir imdirbúningsstarfinu, með því að tilkynna þátttöku ykkar í tímf- Fulltrúar heimavígstöðvanna og komm- únista í stjórn Gerhardsens í frétt frá Norsk Telegrambyrá til norska blaðafuiitrúans hér í gær, er staðfest Londonarfréttin, sem birtist hér í blaðinn í gær um að Einar Gerhardsen, forseta bæjarstjómarinnar í Osló, hafi verið falið að mynda stjórn. Hins vegar inun mál þriggja þeirra verða látið fallá niður og mál eins þeirra verður látið bíða. t----------------------- Verðuppbót á út- f L fisk f yrir f ebr. var tæp hálf millj. Fiskimálanefnd hef- ur nú lokið við að reikna út verðuppbót á útfluttum fiski í febrúarmánuði. V erðjöf nunarsjóður nam samtals krónum 465.759.41. Þjóðviljinn mun á morg- un skýra frá skiptingu fjárins á verðjöfnunar- svæðin og geta þeirra báta sem hæsta verðupp- böt fengu. Vinstri flokkarnir öflugastir í stjórn Parris Parri, forsætisráðherra ftalíu, hefur nú lagt ráðherralista sinn fyrir 'Umberto ríkisstjóra. Vinstri flokkarnir hafa þai hlutfallslega miklu sterkari að- stöðu en í fyrri stjórninni. Kommúnistar eiga 3 ráðherra, Sósíalistar 3, Athafnaflokkurinn 3, Frjálslyndi 3, Kristilegi,- sósíalistar 1 og Kristilegir lýð- ræðissinnar 1. þar sem hann er veikur nú og get- ur ekki verið viðstaddur réttar- höldin. Meðal þeirra fjögurra, sem sek- , astir eru taldir, eru Okulicki, for- ingi pólsku leynihreyfingarinnar, og Jankowski, varaforsætisráðherra pólsku stjórnarinnar í London, en hann dvaldist í Póllandi. Hinn opinberi ákærandi Sovét- ríkjanna sagði í sambandi við þau ummæli sín. að ekki mundi kraf- izt dauðarefsingar, að enda þótt þessir menn væru' samkvæmt lög- um dauðasekir, þá þætti rétt að sýna þeim linkind á stund sigurs- ins. euda gætu þeir ekki lengur orðið hættulegir Sovétríkjunum. Tékkar senda nefnd til Moskvu f Pragútvarpinu í gær var sagt frá því, að tékknesk nefnd væri á förum til Sovétríkjanna til viðræðna við sovétstjórnina, Sósíaldemókratinn Firlinger, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu. verður formaður nefndarinnav. Ætlunin með viðræðunum °r að ræða nánar um viðskipti og samband Sovétríkjanna og Tékkoslovakiu, en tékkneska stjórnin hefur lýst því yfir að stefna hennar í utanríkismálum. muni fyrst og fremst miðast við góða sambúð við Sovétrík- in og að utanríkisverzlun Tékko slovakíu hljóti að mestu levti að verða við Sovétrikin. Belgiskir kommún- istar vilja þjóðar- atkvæði Belgislci kommúmstaflokkurinn hefur lagt fram þá tillögu, að þjóð- aratkvœði verði látið fara frarn nm það, hvort Leopold kormngur eigi að segja af sér eða ekki. Kalþólski flokkurinn hefur borið fram sömu tillögu, en fullvissar konunginn einlæglega um stuðn- ing sinn. Bandarískir her- menn fluttir heim þúsund bandarískir hermenn komu í gœr meö brezka línuskip- inu „Queen Mary“ til Bandaríkj- anna frá Evrópu. Er það upphaf á mikluin lið- flutningum bandarískra hermanna frá Evrópu með '3 brezkum línu- skipum. Formaður láns- og leigunefndar Bandaríkjanna sagði í gær, að Bretar önnuðUst þessa flutninga Bandaríkjastjórn að kostnaðar- lausu, sem lið í gagnkvæmum láns- og leigusamningum. Kveðja til norskra kennara frá íslenzk- nm kennurum Amgrívmr Kristjánsson, skóla- stjóri, sern nú dvelst i Noregi. fiwtti norsku kennarastéttinni kvcðjur íslenzkra kennara á sam- komu i Grand Hotel i O'sló í fyira- dag. Hjelmtveit, kirkju- og kennslu- málaráðherra Noregs, nánustu samstarfsmenn hans og merkir norskir skólamenn voru viðstadd- ir sartikomuna. (Norsk Telegrambyrá). Truman vill annan varaforseta Truman Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það við þing Bandaríkjanna, að ný lög verði sett um annan varaforseta. í núgildandi lögu^i er svo kveðið á, að utanríkisráðherra eigi að taka við embætti for- seta ef bæði forseti og varafo’-- seti falla frá á kjörtímabilinu. en Truman vill að það verði j forseti Bandnrikjaþir.gs. Gerhardsen gat sér mikinn orð stír í baráttunni. gegn nazist- um, og var handtekinn af Gestapólögreglunni og fluttur til Þýzkalands. Hann er nú al- | mennt álitinn framtíðarleiðtogi noi"ska Verkamannaflokksins. Búizt er við því í Osló að hann reyni að mynda stjórn sína á sem breiðustum grund- velli, en ef honum heppnas ekki stjórnarmynduniri, álíta menn að öll líkindi séu á bví að stjórn Nygaardsvolds haldi áfram með þeiní breytingu að fulltrúar .heimavígstöðvanna" verði teknir í hana. Það eitt er víst um samsetn- ingu stjórnar, Gerhardsens að Tiygve Lie. núv. utanríkisráð- hen'a og Oscar Torp núverandi landvarnarráðherra munu gegna embættum sínum áfram 1, henni, en eins og kunnugt e1". strönduðu stjórnarmyndunarti’- raunir Paals Bergs aðallega á því, að Hægri flokkurinn vildi | ekki fallast á að þessir tve'r menn yrðu í stjórn hans. Einnig er öruggt að það verða fulltrúar fyrir „heimavígstöðv- arnar“ og Kommúnistaflokkinn í stjórn Gerhardsens. EINUM af leiðtogum jxílska bændaflokksins hefur verið boðið til Mo-kvu til að taka þátt í við- ræðunum um hina nýju ríkisstjóm Póliands i stað Vitas, foringja flokksins. sem er veikfir og getur því ekki farið. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.