Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 8
8 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júní 1945. Kaapfélagsmálíd á Síglufírðí Andstæðingar samvinnuhreyfingsrinnar og verkaiýðsamtak- anna ætluðu að eyðileggja Kaupfelagíð á Siglufirði Mr Eiluöa ai briðti M lOa lélaasins na landslDa Alþýðublaðið flutti í gær eina af hinum alþekktu gífurfyrir- sognum um „ofbeldi og lögleysur kommúnista“ í Kaupfélagi Siglfirðinga. Að sjálfsögðu sneri blaðið sannleikanum við. Það voru forvígismenn samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðssamtak- anna undir forustu sósíalista sem hindruðu nokkra afturhalds- seggi, undir forustu Sigurðar Kristjánssonar kaupmanns, í að eyði- leggja þessi þýðingamiklu samtök alþýðunnar á SiglufirðL Þessu marki ætluðu þeir að ná með því að gera breytingar I á lögum félagsins á ólöglegan hátt, lagabreytingar, sem auk þess hefðu ekki staðizt gagnvart landslögmn. Saga þessa máls er í fáum dráttum þannig: Afturhaldsfylkingin hóf mik- inn liðssarridrátt fyrir deildar- fundi Kaupfélags Siglfirðinga, og náði þar meirihluta. Úr stjóm félagsins átti ekki að ganga nema einn maður. Sá var Alþýðuflokksmaður. Samkvæmt samvinnulögunum má aldrei kjósa meirihluta stjórnar i Samvinnufélagi á einu og sama ári. Nú voru góð ráð dýr fyrir afturhaldsmeirihlutann á aðal- fundi félagsins. Hann gat ekki breytt stjóm félagsins sér í vil ef fara átti að lögum. Hann tók því það ráð ;-.ð leggja til að lögum félagsins yrði breytt í það horf að stjóiri yrði öll kosin á þessum fundi. Að lögum kaupfélagsins var óheimilt að bera þessar breyt- ingartillögur fram, því slíkar tillögur þarf að leggja fram nokkru fyrir aðalfund, svo fé- lagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þær. Þama ætlaði afturhaldið því að brjóta lög félagsins, tii þess að ná tökum á stjórn þess. Eo þó heimilt hefði verið að gera þessar breytingar samkvæmt lögum félagsins, hefðu þær tví- Iínattspyrnuflokk- ur f rá Akureyri kom- inn til bæjarins í fyrrakvöld komu til bæj- arins knattspyrnumenn frá Ak- ureyri. Er það II. fl. og er hér á vegum Vals. Leika þeir þrjá léiki. Fer fyrsti leikurinn fram í kvöld kl. 6.30 við K. R. og annað kvöld við Friam kl. 8.45. Síðasti leikur þeirra er á sunnudagskvöld við Val. Þe;> hafa'skamma viðdvöl, fara aft ur norður á mánudagsmorgun. Fararstjóri flokksins er Ámi Sigurðsson. K. R. vann Víking 3:0. Fjórði leikur mótsins fór svo að K. R. vann Víking 3:0. Var leikurinn ójafn og K. R.-ingar oft slippfengnir við mark Vík- ings. mælalaust brotið í bág við landslög því samkvæmt þeim átti að kjósa alla stjómina í starfandi kaupfélagi á einu og sama ári gegn skýlausum á- kvæðum samvinnulaganna um að aldrei megi kjósa meirihluta slikrar stjómar á einu ári. Þegar lögmætur fundarstjóri vildi hindra fylkingu Sigurðar Kristjánssonar kaupmanns í þessu framferði, gerði hún sé" lítið fyrir og setti fund og sagð ist vera aðalfundur kaupfélags- ins. Allt þetta framferði er há- mark ósvífni og frekju, enda hefur þessu tilræði við sam- vinnuhreyfinguna verið svarað á réttmætan og áhrifaríkan 'hátt með því að víkja spellvirkj unum úr félaginu. UmferðarslYSÍn í Reykjavík Umferðarslysin hér em að verða alvarlegt vandamál. Dauða- slysum fer fjölgandi. Það, sem af er þessu ári, hafa 11 manns beðið bana af slysförum í Reykjavík, og er það meira en nokkm sinni á heilu ári áður. Lögreglan hvetur menn til fyllri varfæmi og heitir á aðstoð vegfarenda til að hindra slysfarir. Ijað hefur, að vonum, vakið bæði ugg og ót'ta í hugum almenn- ings, hve geysilega tíð umferða- slys eru orðin hér í höfuðborginni. Það má heita orðið daglegur við- burður, að einhvers konar um- ferðarslys liljótist, og enn þá oftar ber þó við, að við slysum liggi. Umferðaslys skipta nú orðið tug- um eða jafnvel hundruðum hér í Reykjavík á ári hverju. Stundum virðast Iþessar slysfarir þannig vaxnar, að ómögulegt hafi verið að forðast þær. En því er ekki að leyna, að alloft virðist svo, sem n'okkuð megi k'enna óvarkárni gangandi vegfarenda og bifreiðar- stjóranna. Það er engum blöðum um það að fletta, að meðal bíl- stjóra hö'fuðborgarinnar eru ó- svífnir ökuníðingar, sem eiga það tfiviljun einni að þakka, að þeir ekki hafa limlest fjölda fólks eða orðið þeim að bana. Það er reynd- ar á allra vitorði, að götur Reykja- víkur eru flestar orðnar allt of mjóar, og margar eru orðnar svo fjöifarnar, að fuil þörf er á um- ferðarstjórn lögreglunnar víðar en verið hefur. En bílstjórarnir verða að finna sig í því að hliðra fremur til liver fyrir öðrum og sýna var- kárni heldur en að drepa sjálfa sig og vegfarendur. Hraðinn getur verið góður og við sumar aðstreð- ur nauðsynlegur, en ófyrirleitnir öku'fantar, sem aka með ofur- liraða að óþörfu um fjölfarnar göt- ur, verða að gera sér það ljóst, að svo dýrmætt mannslí'f getur við l>að glataZt, að það verði aldrei að eilífu bætt, og þeir eru engir menn til þésis að bæta fyrir dauðaslys, sem hljótast af óvarkárni þeirra. En það eru fleiri en bifreiðastjór- arnir, sein þörf er að áminna <um au'kna varfærni. Gangandi vegfar- endur eru furðulega hirðulausir um þessi efni og leggja, vægast sagt. allt of oft á tæpasta vaðið. S'lík óvarkárni getur vel orsakað það, að bifreiðastjórarnir geti ekki. þrátt fyrir bezta vilja, kom- izt hjá slysum. Þá ber það ósjaldan við, að börn eru eftirlitslaus á götum úti, ýmist í sendiferðum eða að leikj- um, og oft tilviljun ein, sem veld- ur, hvort þaú verða fyrir bifreið- um eða ekki. Auðvitað veldur hér mestu vanhirða bæjarins um að sjá öllum bö.rnum borgarinnar fyr- ir hollum og hættulausum l'eik- vöngum, en foreldrarnir verða að horfa'st í augu við þá staðreynd, að gatan er sá lejkvöllur, sem öll- um þorra barnanna er ætlaður. og þar er enginn til að gæta þeirra, ef foreldrarnir ekki gera það. Yfirleitt má segja, að lögreglan geri sitt bezta til að hindTa um- ferðaslys, en það vill þó við brenna, að því er manni finnst. að ekki sé sýnd nógu mikil einlbeittni í þess- um efnum. Þekktum ökuníðingum má enga miskunn sýna. þó að þeir hafi til þessa komizt hjá að valda siysum. Það verður að veita þeim alvarlega áminningu og „taka þá úr umferð“ lengri eða skemmri tima, ef þeir ekki iáta sér segjast. Almenningur er einnig allt of hirðulaus um að gefa gaum um- ferðas'tjórn lögregluþjónanna. Slíkt fólk verður að beita fjársektnm, ef það ekki hlýðir. Okkur íslend- ingum er ótrúíega ervitt um að lúta nokkrum aga. Veldur þar ef- t---------------------------------------------------------;— Danir hreinsa til „Frit Danmark“, blað frjálsra Dana í London birtir í síðustu blöðum ýtarlegar lýsingar af atburðunum í Dan- mörku dagana eftir að Þjóðverjar gáfust upp. — E. Blyt- gen Petersen, ritstjóri Frit Danmark ritar frá Kaupmarina- , höfn grein sem hann nefnir: „Búizt við að Frelsishreyf- ingin handtaki 10 þús. manna“. í greininni er skýrt frá því, hvemig frelsissinnar handtóku fyrstu dagana mikinn fjölda manna, sem unnið höfðu fyrir nazista á einn eða annan hátt. Meðal þeirra eru nokkrir alkunnir menn, svo sem ballettdansarinn Leif Örnberg og Elna kona hans, Bent Holsten greifi, Bohnstedt Petersen forstjóri, Gerda Mad- sen leikkona, dr. iur. C. Popp Madsen, tveir dómarar við borgarrétt Kaupmannahafnar Chr. Junior og Bertelsen, Heiber forstjóri, E. Reindel lögreglufulltrúi og tveir syn- ir hans, Helge Bangsted ritstjóri að „Fædrelandet11, Har- ald Tandrup rithöfundur, Aage H. Andersen ritstjóri' Gyðingahatursblaðsins „Kamptegnet“, Jens Ström rit- höfundur, bræðumir Ahrentz og Peter Lemvigh Muller, cand. polit Harald Henriksen og yfirréttarlögmaður Ejnar Krenchel. Stjórnmálasamtök og fé'lög hafa rekið opinberlega fjölda manna, sem hafa ekki komið vel fram á hernáms- árunum. Blaðamannafélag Kaupmannahafnar hefur t. d. / rekið 14 blaðamenn er unnu við nazistablaðið „Fædreland- et“. Blytgen Petersen minnist á tvo íslendinga, þannig: „Meðal þeirra sem drepnir voru 1 árekstrum (under Kamp) var rithöfundurinn Guðmundur Kamban prófessor. Sonur forseta íslands, hr. Sveins Bjömssonar, hefur sjálfur beðið um varðhald, en hann hafði unnið að þýzkum útvarps- sendingum frá 29. ágúst 1943 og bar nafribótina „unter- sturmbannf uhrer“. í sama blaði er sagt frá fjöldafundi, sem haldinn var í Fælledparken í Kaupmannahöfn á hvftasunnudag, „fjöl- mennasti fundur í sögu laridsins“, segir Frit Danmark. Frelsisráðið bauð til fundarins, og er talið að þar hafi verið um 250 þús. manns. Kjörorð fundarins var: „Vilji fólksins er lög landsins“. Prófessor Mogens Fog, ráðherra, stjómaði fundinum, en ræður héldu ráðherramir Ame Sörensen, Frode Jakobsen, Christmas Möller, Alfred Jensen, Aksel Larsen og verkamaðurinn Svend Wagner. í ályktun fundarins var þess krafizt að „hreinsunin“ yrði framkvæmd til hins ýtrasta án manngreinarálits. laust nokkuð, að þorra pkkar er enn þá ekki orðið nógu tamt að lifa í sl'íku margmenni. sem nú er að verða hér í höfuðborgiimi. Þannig getur líka háttað til um aga, að það sé ekkert við það unn- ið að lúta honmm. En þegar um það er að ræða að þyrma lífi heið- virðra og friðsamra borgara, mun þó engum dyljast, að bæði sé nauðsynlegt óg skylt að gera sitt ýtrasta. Lögreglan hefur beðið blaðið að vekja athygli á því, að s-ú ný- breytni hefur verið teicin upp í umjerðarstjóriiinni, að lögreglu- þjónámir hafa nú flautu, sevi þeir blása i, þegar slcipt er um uniferð- arveg. Þá er fólk beðið að athuga það vel, að því er ekki heimilt að fara yfir götur, þegar lógreglu- þjónninn, sem stjómar umferðinni, srvýr að því baki eða brjósti og er með útrétta hönd. R ey k ví k i ngar! U mferðars 1 y s i n hér í bænum eru orðin ægileg. Ger- ið ö'll ykkar ýtrasta til að hjálpa lögreglunni við að hindra þau. Setjið á ykkur núm'erin á bifreið- um þekktra ökúníðinga og kærið þá, ef þið sjáið þá sýfta af sér glannaskap óg stofna lífi samborg- ara ykkar í voða. Skiptið ekki við þá og varið aðra við þvi að skipta við þá. Skrifið blöðunum amá- pistla og vekið miskunnarlaust at- Rússum lagnað í Osló Rússnesku stríðsfangarnir í Nor- egi gengu eftir miðbiki Oslóborgar í fyiradag og voru hylltir of þús- undum manna, sem gáfu þeim blóm og aðrar gjafir. Samkoma var haldin fyrir þá í kvikmyndahúsmu „Colosseum“. Einar Gerhardsen, forseti bæj- arstjórnarinnar í Osló. flutti þeim ávarp og hyllti alla sovétþjóðina fyrir þann rnikla skerf sem hún hefur lagt ti'l baráttunnar gegn nazismanum. Oslólbúar geta nú, sagði hann, hyllt iulltrúa þeirrar þjóðar serii færði þyngstu fórnirn- * ar. Krúsoff major talaði af hálfu stríðsfanganna. Hann sagði að þeir hefðu þjáðzt mjög síðustu árin, en þeir hefðu ætíð fundið hina miklu samúð Norðmanna. Fjölbreytt dágskrá var á sam- komunni, m. a. rússnesk kvik- mynd. og var henni tekið af mik- illi hrifningu. (Norsk Telegra mbyra). hygli á óvarkárum akstri. Hér koma engin vettlingatök að not- urn. Þetta er orðið slíkt alvörumál, að hver einasti maður verður að gera attt, sém hann getur til að ráða bót á því.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.