Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 7
í'immtödsgair 21. júní 1945. Þ*OBTILJINN Selma Lagerlöf,, Lappi <*g Gráfeldur „Hvaða náungi er þelíta?“ spurði Gráfeldur og var skjálfraddaður. „Hann heitir Hornalangur“, svaraði Lappi, „og er frændi þinn, þú færð einhverntíma svona stór horn, og ef þú yrðir lengi héma í skóginum, mundi svona hjörð safnast urtan um þig“. „Ef hann er frændi minn, langar mig til að kynnast honum betur“, sagði Gráfeldur. „Ég hef aldrei á aevi minni séð svona myndarlega skepnu". Gráfeldur för til elgjanna en kom undir eins*. aftur. Lappi hafði beðið hans utan við rjóðrið. „Var ekki tekið vel ;á móti þér?“ spurði Lajxji. „Eg sagði honum, að þetta væri í fyrsta sinn, sem ég hitti frændur mína og mig langaði til að fá að vera hjá þeim, en hann bara sýndi mér hornin,“ svaraði Gráfeldur. „Það var rétt af þér .að hörfa undan,“ sagði Lappi. Ungur elgur, sem hefur aðeins hálfvaxin horn, meður ekki við gamlan tarf. Auðvitað er dregið dár að þeim um allan skóginn, sem renna af hólmi, en það gerir þér ekkert til, sem ert á förum til útlanda.“ Lappi ‘hafði ekM fyrr sleppt orðinu, en Gráfeldur gekk inn í rjóðrið aftur. Gamli elgurinn kom á móti honum og þeir runnu saman. Þeir skelltu saman hom- unum en Gráfelpiur virtist ekki kunna að beita kröfí- unum. Hann lét Homalang hrekja sig út úr rjóðrinu, En þá sótti hann allt í einu í sig veðrið, spymti við fótum, stangaði Hornalang hraustlega og hrakti hann aftur á bak. Gráfeldur barðist þegjandi en Homalang- ur blés og rumdi. Seinast kom Gráfeldur honum aftur á bak þvert yfir rjóðrið. Allt í einu heyrðísf brestur. Gamli elgurinn hafði hornbrotnað. Hann tók snöggt viðbragð og þaut inn í skóginn. Lappí stóð kyrr, þegar Gráfeldur kom til hans aftur. „Nú hefurðu séð allt það helzta í skóginum,“ sagði Lappí. „Víltu nú fara heim aftur?“ „Það er víst kominn tími til þess,“ svaraði Gráfeldur Þeir voru báðir þögulir á heimleiðinni. Lappi var frekar daufur í dálkinn, eins og hann hefði orðið fyrir ÞETT4 Myndhöggvarinn DonateUo var óvenjulega hógvær maðu>’ og lét lítið yfir sér. Einu sinni kom til hans maður og bað hann að gera myndastyttu fvrir sig. Donatello setti upp verð. sem kaupandanum þótti of hátt, og fór hann til arinars mynd- höggvara, sem að allra dómi var íriiklu síðri. En honum til mik illar undrunar, setti þessi lista- maður upp hærra verð. Kaup- andinn fór þá aftur til Dona- tellos og spurði hann hvað hon- um fyndist svona miðlungs- myndhöggvari mega vera dýr- seldur. „Það er fullkomlega sann- gjamt, að hann fái meira en ég' sagði Donatello. „Hann er minni listamaður en ég, að upplagi og þess vegna þarf hann að leggja miklu meiri vinnu í myndir sínar en ég, ef þær eiga að verða góðar.“ ★ í Persíu, Tyrklandi og öðr- um Asíulöndum þar sem „pers- neskar“ ábreiður eru ofnar, vinnur öll fjölskyldan oft aö sömu ábreiðunni í mörg ár. Stundum hefur það komið fyrir. að hún hefur verið búin að taka svo miklu ástfóstri við verk sitt, að hún hefur saumað á neðra bprð ábreiðunnar áminn ingu til væntanlegs eiganda um að fara rrel með hana. PEARL S. BUCK: ÆTTJARÐARVINUR hann við, þegar harm sá, að Bunji hikaði. „Jæja þá“, sagSi Bunji og fékk honum bréfið. „Hg get sagt þér það að Tama — Hann þagaaði og I-wan átti bágt með að sfiiia sig um að reka á eftir honum. Hann var hiræddur um, að Buuji yrði ekki komiim að aðalefninu fyrr en korn’nm yrði morgunn. „Við skulumi sjá,“ sagífi Bunji hægt og hugsandi. ,,Núna fyrir tveimur dögum var allt erns og vant er. Tama var að þurrka ryk í stofuimi ©g raða blómum. Við urðum ém eftir inni svo- litla stund., Þá bað hún mig að segja Aiko aS láta Sumie vita að hún ætlaði að finna hana rétt fyrir myrkrið. Svo fór hún þangað. Eg ve'it ekki til hvers. Það hefur verið eitthvað, sem bara hefur farið þeirra á milli. — En hitt gerðist ekki fyrr eu á eftir.“ „Hvað þá?“ stundi I-wan. „Seki herforingi heimsótti föður minn.“ „Heimsótti hann föður þinn?- „Já,“ sagði Bunji. „Og Tama var kölluð inn í stofu og þeir töluðiu lengi við hana. Eg kom seint heim þetta kvöld. Eg var að sjá ameríska mynd — hvað hét hún nú —?“ , * „I hamingju bænumi“ stundi I-wan. „Jó, það er satt,“ sagði Bunji brosandi. „Það skiptir minnstu, hvað myndín hét. Eg man það sjólfsagt seinna. En það var falleg stúlka í myndinni og svo komst ræningi ínn í svefriher- bergið hennar. Seinast só hún, að þetta var maður sem hún þekkti og svo giflu þau sig. Myndin hét---------Ja, það var Tama, sem ég var 'að tala um. Þegar ég kom heim, var enn ljós í stofunni og þéir voru að tala við hana. Og svo —“. „Hafði hún þá fengið bréfið frá mér?“ tók I-wan fram í. Bunji leit spyrjandi á hann. En I-wan hafði enga stillingu til að gefa skýringar. Hann roif upp bréfið, sem hann hélt á. „Vissi ég ekki?“ sagði Bunji. „Eg get ekki beðið lengur,“ svaraði I-wan kuldalega. „Það gerir ekkert. Annars var ég rétt að segja kominn að þw, sem ég ætlaði að segja þér,“ sagði Bunji vingjarnlega. Hann lagðist aftur á bak í rúmið. „Það er ekki tekið út með sæld- inni að vera ástfanginn,“ sagði hann brosandi. En I-wan hlust- aði ekki á hann. Hann gleypti með augunum hvert orð, sem stóð á pappírnum. I-wan, ég sagði þér, al ég ætlaði ekki að giftast nein- um. En nú hgfur faðir mirm sagt mér, að Japanir fari í ófrið við Kínverja. Og þá er öðru máli að gegna. Jafnvel móð:r mín segir, að það sé skylda mín, að giftast Seki herforingja. vegna þess að hann er á förum til að berjast fyrir land vort. Hún getur ekki fengið því frest að lengur. Sjálf finn ég að þetta er skylda mín. Og þetta eru forlögin. Tama.“ Hún hafði skafið burt eitt orð íframan við nafnið. Hann vissi hvaða orð það var. „Þín Tama', hafði hún skrifað. Þetta var þá „skyldan“. Skyld an átti að eitra líf þeirra. En ef frú Muraki —. Nei, haim mátti ekki eyða tímanum. „Hvort verð ég fljótari með lest eða flugvél,“ spurði hann. „Hvert?“ „Til Kyushu,“ svaraði I-wan. Bunji hristi höfuðið: „Faðir minn leyfir þér ekki að sja hana,“ sagði hann. „Eg verð að hitta hana á morg mn,“ sagði I-wan. „Jæja,“ sagði Bunji seinlega. „Næturlestin er farin og auðvit- að verðurðu fljótari með flug- vér í fyrramálið en með lest. Það er að segja, ef ekki verður óveður.“ I-wan opnaði gluggann. Það var tunglsljós og hvergi ský á loftL „Þama er Fuji,“ kallaði Bunji hrífinn. „Þá fer ég með flugvél á morg- uri‘. sagði I-wan ákveðið. þíú hugsaðí hann ekki um annað en það, hvemig hann ætti að þola biðina til morguns. „Eg ætla að fara að sofa“, sagði Bunjí. „Þú getur sofið í rúminu mínu. Eg hátta ekki“, svaraði I-\van. Hann settist við borðið og huldi andlitið í höndunurh. Hvað átti hann að gera. Hvað gat hann gert? Eg skyldi hjálpa þér ef ég gæti“, sagði Bunji. „En ég verð að gefa mig fram á morgun“. „Það verður engin flugferð alla leið fyrir hádegi á morguri', sagði I-wan. „Það er ágætt", sagði Bunji. „I>á verðum við samferða heim, þegar ég hef mætt hjá herstjórninni — ef Shio þarf ekki að láta mig gera neitt. En þú gætir líka skrifað henni bréf ég gæti fengið henni það, ef þú skyldir ekki að sjá hana“. „Já,“ svaraði I-wan. „Þetta var góð hugmynd, Bunji. Þú ert góð- ur vinur“. ..O. já“, sagði Bunji. „Þú veizt, að mér er vel við þig“. Hann brosti og fór að afklæða sig. I-wan var þegar farinn að skrifa bréfið. Auðvitað mundi hann fá að sjá hana, en ef illa færi, gat Bunji fengið henni bréfið. Hann héit áfram að skrifa langt fram á nótt. „— jafnvel þó að þjóðir okkar fari í ófrið livor við aðra, þarf það ekki að koma ökkur við. Við ráð- um yfir lífi okkar og við erum hvort öðru bundin. En ef ríkis- .stiórnirnár — —“. Hann fann ekki til neinnar skyldurækni gagnvart ríkisstjórn Kána. Það var ekki hans stjórn. Bunji svaf fast og dró andann reglulega. I-wan hélt áfram að skrifa. Loks hætti hann, ias það allt og braut bréfið saman. Þá var tunglið sezt og komið að aft- urbirtu. Hann slökkti ljósið og lagðist alklæddur framan við Bunji i rúmið. Hann sofnaði samstund- is, eins og dauðþreyttur maður. — Hann vaknaði við það, að> Bunji hi’eyfði sig. „Hvað er klukkan?“ spurði Bunji í svefnrofunum. í-wan leit hálf rugláður á úrið, sem hann hafði á úlfliðnum.. .a „Hálf níu“, svaraði hann. Bunji stökk fram úr rúminu.. ..Við Aiko eigum að vera komnir að lestinni klukkan níu“. Hann var handfljótur að klæða sig, gekk svo að þvottaborðinu og hellti úr vatnskönnunni yfir and- litið. „Þetta er löng Ieið“, sagði hann.. ,:Eg verð víst að kaupa mér eitt- hvað í nesti til að borða í íest- inni“. Hann burstaði hárið. „Eg kenr eins fljótt og ég get. Og ef Shío þarf ekki á mér að halda, fer ég með þér“. Hann batt hálsbindið — að vísu allt öfugt, hneppti að sér frakkanum á meðan hann var að leita að hattinum og svo var hann farinn. I-wan fór að klæða sig. Hann var þreyttur og syfjaður. Þegar hann hafði þvegið sér og farið í hrein föt, settist hann niður o-g las bréfið, senj Tama bafði skrifað honum og sitt bréf á eftir. Síðan gekk hann út í borðsal- inn, eins og hann var vanur, fékk morgunverð og fór til vinnu sinn- ar. Þegar hann kom út í vöru- geymsluna, sá hann, að landslags- líkanið sem Shio hafði verið svo hrifinn af var horfið. Shio hafði áreiðanlega farið með það heim til sín. I-wan varð reiður, eins og Jiann hefði sjá'lfur verið rændur ein- hverjum dýrgrip. En hann hélt á- fram að hugsa i’áð sitt. Nú vár ekki nema um eitt að ræða. Hann varð að fá því framgengt, að Tama fengi að tala við hann. •— En var það annars nóg? Var hann viss um að gcta sannfært hana, þó að hann næði tali af henni í tæka tíð? Og hvað ætlaði hann að fá hana til að samþykkja? Hvert ætlaði hann að fara með hana? Hann stóð grafkyrr og hafði rót af kirsuberjatré í höndunum. Rót in var útskorin og í lögun eins og gamalt, djöfullegt andlit. Hann virti það fyrir sér og honnm fannst það glápa á sig með hæðn- isglotti, eins og iUgjarn öldungur. Hvar i heiminum áttu þau at- hvarf? Hann hafði fundið svar við þeirri spurningu, þegar hróþað var

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.