Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐVILJINN Finjmtudagur 21. júní 1945. Hátíðahöldin utan höfuðstaðarins 17. júní Til viðbótar því sem áður hefur verið birt hér í blaðinu um hátíðahöldin utan Reykjavíkur 17. júní, verða hér á eftir sagðar fregnir frá nokkrum stöðum: Akureyri íþróttabandalag Akureyrar gekkst fyrir margbáttuðum há- tíðahöldum á þjóðhátíðardag- inn. Hátóðahöldin hófust kl. lö um morguninn með því, að far- in var skrúðganga frá íþrótta- höllinni niður í bæ, gengið um nokkrar götur og síðan til kirkju, þar sem vígslubiskup, Friðrik Rafnar, söng messu. Kl. 1.30 hófst útisamkoma við. sundlaugina. Ármann Dal- mannsson setti skemmtunina. Þá sungu Karlakórinn Geys- ir og Karlakór Akureyrar sam- eiginlega nokkur lög. Lúðrasveit Akureyrar lék. Því næst flutti Davíð Stef- ánsson skáld, aðalræðu dags- ins. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti, flutti minni Jóns Sigurðssonar, forseta. Að lokum fór fram boðsund sveita úr K. A. og Þór og vann Þór boðsundið. Þá átti að fara fram íþrótta- sýningar, en sökum rigningar og kulda varð að fresta þeim og fóru þau fram kvöldið eftir. Þar sýndu nokkrir smádrengir glímu undir stjóm Ármanns Dalmannssonar. Flokkur kvenna úr Menntaskólanum á Akureyri sýndi Jeikfimi und’r Stjóm Þórhildar Steingríms- Ur borgt Næturlæknir er í læknavarð- stofunni Austurbæjarbamaskólar,- um, sími 5030. Næturakstur: Hreyfill sími 1633 Næturvörður: er í Laugarvegs- apóteki. Útvarpið í dag: 14.00 Messa í Fríkirkjunni. — Setn- ing Stórstúkuþings (séra Árel- íus Níelsson prédikar. — Fyr- ir altari: séra Ámi Sigurðs- son). 15.30—166.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Synodus-erindi í Dómkirkj- unni: Messan í lútheskum sið (séra Sigurður Pálssoa prestur að Hraungerði. 21.05 Hljómplötur: Horowitz leikur á píanó. 21.25 Erindi: Fremsta kona Kína- veldis (fröken Inga Lára Lár- usdóttir). 21.50 Hljómplötur: Ólafur Magnús- son syngur. 22.00 Fréttir. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúiofun sina ungfrú Sigríður Magn úsdóttir, Brteðraborgarstíg 10A, og Ólafur Guðmundsson, Reykjavíkur- veg 10, Hafnarfirði. dóttur, annat kvennaflokkur úr íþriél. Þór sýndi leikfimi und- ir stjóm Steinunnar Sigur- bjömsdóttur, og þriðji kvenna- flokkurinn, skipaður stúlkum úr Gagnfræðaskóla Akureyrar, sýndi leikfimi undir stjórn ung- frú Þórkötlu Þorsteinsdóttur. Var þama margt manna sam- an komið, og vöktu íþróttasýn- ingamar óskipta athygli og fögnuð. Að kvöldi 17. júní voru sam- komur bæði í samkomuhús: bæjarins og Nýja Bíó. í sam- komuhtísinu 'flutti Gunnar Gunnarsson, skáld. á Skriðu- klaustri, erindi um Jónás HaL - grímsson og Kantötukór Akur- eyrar söng undir stjórn Björg- vins Guðmundssonar, tónskálds. í Nýja Bíó var sýnd kvikmyrd frá OÍympíuleikunum í Berlí.i 1936. Veður var kalt og rign- ing talsverð, og dró það nokk- uð *úr þátttöku. Bærinn var allur fánum skreyttur. Siglufjörður Hátíðahöldin á Siglufirði hóf- ust kl. 11 með guðsþjónustu, sr. óskar Þorláksson prédikaði. Skrúðganga hófst hjá hafn- arbryggjunni. Var geng- ið gegnum bæinn á íþróttavöll- inn. Karlakórinn Vísir söng, en því næst hófuát ræðuhöld og fluttu ræður Guðmundur Hánn esson bæjarfógeti; Þórarinn Guðnason læknir; Þóroddur Guðmundsson alþingismaður, form. vmf. Þróttar og Aage Schiöth, formaður íþróttaráðs Siglufjarðar. Þá fór fram íþróttasýning og því næst knattspyrnukappleik- ur, kepptu giftir og ógiftir; giftir unnu. Um kvöldið kl. 8.30 hófst skemmtun í bíóhúsinu. Þar fluttu ræður Þórir Konráðsson, fonhaður Knattspyrhufélags Siglufjarðar og Hlöðver Sig- urðsson skólastjóri. Daníel Þór- hallsson, Sigurjón Sæmunds- son og Aage Schiöth sungu ein- söng. Karlakórinn Vísir söng. Reiptog fór fram milli starfs- manna síldarverksmiðjunnav Rauðku og starfsmanna vél- smiðjunnar Héðins, sem nú eru á Siglufirði og voru þeir jafnir. Um kvöldið var kvikmynda- sýnihg og að lokum dansleikur í Hótel Siglunes , Bærinn var fánum skreyttur um daginn. Veður var ekki gott. rigning. Knattspyrnufélagið og íþróttaráð Siglufjarðar stóðu fyrir hátíðahöldunum. að íþróttafólk gekk skrúðgöngu að bamaskólahúsinu. Fóru þar fram ræðuhöld og kórsöngur Þar næst hófst Húsavíkurhlaup- ið, sem er þriggja kílómetra hlaup. Var nú í fyrsta skipti keppt um verðlaunagrip í þessu hlaupi, svokallaðan Þórunnar- bikar. Hlutskarpastur varð Jón A. Jónsson. Rann harm skeiðið á 10 mín. 0.5 sek. Ennfremur fór fram drengjahlaup í tveirr- ur aldursflokkum. Öðrum útiíþróttum var frest- að vegna óhagstæðs veðurs.. Ura kvöldið yar stigixm dans í sam- komuhúsinu. Framhald á 5. síðu. / Hafa þeír einir valdið og réttinn ? Alloft hefur verið kvartað op- inberlega yfir framkomu sér- leyfishafa gagnvart farþegum, einkum um ofhleðslu bílanna, enda er hún svo landskunn, að ég mun ekki eyða orðum að henni að þessu sinni. Hitt er og alkunna, að allur þorri bílstjóra á áætlunarleiðum gerir sitt ítr- asta til þess að greiða fyrir far- þegunum, en þeir hafa bundnar hendur gagnvart húsbændum sínum, sem virðast fyrst og fremst heimta semmestangróða af varningnum — fólkinu —, sem þeir flytja. Nú nýlega fékk ég, ásamt fleirum, að kenna á hinni ís- köldu fjárgræðgi eins sérleyfis- hafans, Helga nokkurs í Gröf í '(eiGPtnrttunKHi Húsavík íþrótafél. Völsungur gekkst fyrir hátíðahöldum á Húsavík. Hófust hátíðahöldin með því Er Samband ungra Fram- sóknarmanna í upplausn? Þingi ungra Framsóknarmanna er nýlega lokið að Laugarvatni. Geng- ur sú saga manna á meðal að þing- fulltrúarnir hafi verið nokkuð ú- þægir við þá „unglingana“, Þórar- inn Tímaritstjóra, Halldór á Kirkju- bóli og Dalla Ágústínusar, er munu hafa fært þinginu „línuna". Segir sagan að „unglingar" þessir hafi lagt fyrir þingið ályktun um stjórn- málaviðhorfið og afstöðuna til núver andi ríkisstjómar, er var svo gíf- uryrt, að fulltrúamir aftóku með öllu að samþykkja svo óþveginn munnsöfnuð og varð að semja á- lyktunina upp að nýju, til að hún fengist samþykkt. Skoðanaskipti Eysteins Eysteinn Jónsson mætti á þingi þessu og hvað hafa flutt þar ræðu í tvær klukkust. samfleytt. Mun þing- fulltrúum hafa orðið ræða Eysteins minnisstæð, vegna þess hve ræðu- maður skipti' oft um skoðun á þeim tveimur timum er ræða hars stóð yfir. Þegar tal Evsíeins barst að kommúnistum, var hann að visu allan ræðutímann á þeúri sk'jðun að kommúnistamir á Tslandi væru bölvaðir, en annað veifið taldi hann kommúnistunum í Sovétríkjunun- margt til ágætis, en hinn sprett.inn voru þeir verstu glæpamenh ver- aldar, að hans dómi. Á aðeins við undir stjóm Framsóknarmanna Þá segir sagan að fulltrúunum hafi gengið illa að skilja lærimeict- arann þegar hann tók að útlista fyrir þeim ágæti hlutaskipta- og ákvæðisvinnu. Taldi hann því fyr- irkomulagi margt til ágætis, ef það væri framkvæmt hér á landi undir stjórn Framsóknarmanna, en í landi sósíalismans. Sovétríkjunum, væri það ekki einungis fánýtt heldur jafnvel glæpsamlegt, þar sem það væri einkum lagið til að vekja úlf úð og hættulegan meting manna á milli. Munu þingfulltrúamir hafa verið litlu fróðari um hlutaskipti og á- kvæðisvinnu, eftir að haía hlýtl á þessar „skýringar“ Eysteins. 4 Jón Emil fyrrv. ritari S. U. F. sagður hafa gengið af fundi Jón Emil Guðjónsson, fyrrverand* ritari sambandsins, er sagður hafa gengið af fundi, eftir að hafa ár- angurslaust reynt að fá fundar- stjórann til að bera upp tillögu um kosningu á fulltrúum frá S.U.F. í miðstjóm Framsóknarflokksins. Það sem liffffur eftir þingið En sleppum nú öllum sögusögnum um þetta þing hinna ungu Fram- sóknarmanna og grípum Tímann frá i fyrradag, og lesum ályktanir þings ins eins og þær liggja þar fyrir. Athugull lesandi hlýtur að verða þess áskynja við lestur þeirra, að nokkurrar andstöðu, sennilega þó að mestu leyti óskipulagðrar, hefur gætt á þinginu.gegn afturhaldsstefnu Framsóknaríorustunnar, því álykt- anir þess eru bæði loðnar og lítil- mótlegar, næstum því ekki neit‘ nema prentsverta. Var skipt um stjóm eða aðeins nöfn? Svo er að sjá sem skipt hafi ver- ið um stjórn á sambandinu. í það minnsta hefur verið skipt um nöfn í aðalstjórn *þess. Engu skal um það spóð hvort þau nafnaskipti muni boða meiri víðsýni og drengi- legri afstöðu til þjóðmála,\ en ei'n kennt hefur unga Framsóknarmenn til þessa, eða hvort þeir kjósa áfram að drattast á eftir „gömlu mönnún- um“, sem skoðanalausir eftirapandi vesalingar. Það á eftir að sýna sig ó næstu árum. Miklaholtshreppi, og er sú saga svona: S. 1. liðinn laugardag átti ég ásamt 3 öðrum, erindi vestur að Staðarstað á Snæfellsnesi. Hafði systir mín, sem var með í för- inni, hringt í afgreiðslu Lax- foss og spurt, hvort ekki væri nauðsynlegt að panta far, en fékk það svar, að það hefði ekk- ert. að segja. Fórum við svo með' m. s. Víði til Akraness. Þegar þangað kom, var þar einn áætl- unarbíll fyrir og kom strax í ljós, að hann myndi alltof lítill fyrir þann fjölda, sem komast þurfti vestur. Við töluðum strax við bílstjórann og báðum um far. Meðan við ræddum við* hann, var honum afhentur listi með 26 nöfnum þeirra, sem pantað höfðu far í Reykjavik. Bílstjórinn tók við farangri okk- ar og kvaðst mundu sjá okkur fyrir fari. enda kom brátt ann- ar stór bíll á vettvang. Var okk- ur sagt, að bílarnir legðu upp frá Hótel Akranes og að þar yrði fólkið tekið. Þegar af stað skyldi haldið, urðu báðir bílarnir strax fullir, en við fjögur stóðum hjá þeim og biðum þess, að okkur yrði sagt, í hvorn bílinn við ættum að fara. Sagði bílstjórinn þá að hann hefði engin sæti, néma e. t. v. handa tveimur okkar, efhægt væri að sitja undir einhverjum. Spurði ég þá, hvort ekki mynd'. fækka í bílunum á leiðinni, e£ fenginn yrði fólksbíll áleiðis, en hann fullyrti, að svo væri ekki. Spurðum við þá, hvað bíll myndi kosta að Staðarstað, og. kvaðst bílstjórinn ekki vita það, en benti okkur á annan bil- stjóra, sem vair þar staddur, til þess að fá upplýsingar hjá. Með- an við töluðum við hann, hvarf áætlunarbílstjórinn frá okkur, og þegar við litum við, voru báð- ir áætlunarbílarnir farnir. Við þessu væri nú kannski -ekkert að segja, ef réttleysi þess fólks, sem með sérleyfisferðum þarf að fara, er svo algert, að' sérleyfishafinn þarf ekki um annað að hugsa en að græða sem mest á ferðunum. En þó var sá ljóður á, fyrir okkur -f jögur, að' áætlunarbílarnir fóru með far- angur okkar. Var okkur því nauðugur sá kostur, að löigja bíl fyrir 320 krónur vestur að Staðarstað, eða 176 krónum meira en farið kostar með sér- leyfisbílunum. Þegar annar áætlunarbijl'linn kom heim að Staðarstað um kvöldið, var mjög fátt fólk eft- ir í honum, og var mér sagt, að allsnemma á leiðinni hefði farið að fækka í honum. Ekki datt bílstjóranum í hug að skila tösk- um okkar að fyrra bragði, -vté beiðast afsökunar á því, að hafa tekið þær með. Þegar ég spurði um þær, sagðist hann bara hafa gleymt þeim í bílnum, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Á héimleiðinni frá Staðar- stað náði é'g tali af sérleyfishaf- anum Helga. Fékk ég þá að Framliald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.