Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.06.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 21. júní 1945 þJÓÐVILJINN Útgefandi: Samáningarjlokkiíi alþýSu — SóHalútajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sig'trður GuSmundsson. StjórnmálariLUjórar: Emar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austíirstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19. sími 218i. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., GarOastrœti 17. Þeir ætluðu að koma af stað þriðju heimsstyrjöldiimi Það er mikið rætt um það í heiminum, hvort það takist að af- stýra heimsstyrjöld nr. III. Og það er feðlilegt. -Það er til lítils fyrir mennina að búa nú út fagrar fyrirætlanir um byggingu verksmiðja og fbúðarhúsa, um atvinnutæki handa öllum og betri heim og fara að framkvæma þær, — ef meiningin er að leggja allt í rústir með afkasta- meiri drápsvélum og eyðileggingartækjum en þeim, sem notuð voru í þessu stríði. Þá er eins gott fyrir mannskepnuna að skríða niður í jörð- ina strax og búa sér þar sprengjuhelda hella, til þess að reyna að tóra næstu tortímingarstyrjöld af. En baráttan fyrir því að afstýra heimsstyrjöld nr. III er þegar hafin af fullum krafti. Sú barátta ct ekki aðeins háð í San Francisco með því starfi, sem Iagt er fram tii þess að skapa öryggisstofnunina. Hún er líka háð í réttarsölunum í Moskva sem stendur. Aður en heimsstyrjöldin nr. II hófst, sem nú er lokið í Evrópu, var lfka háð barátta til þess 'að afstýra þeirri skelfingu. Sú barátta var eigi aðeins háð af þúsundum manna mn allan heim og t. d. af utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Litvinoff, í Genf. Hún var líka háð í réttarsölunum í Moskvu 1936 og 1937, þegar verið var að uppræta fimmtu herdeildina í Sovétríkjunum, sem átti að tryggja sigur Hitlers í stríði við þau, líkt og fimmta herdeild hans í Frakklandi og víðar tryggði honum sigurinn. Þá skildu fáir gildi þeirra réttarhalda, þótt fjöldmn skilji þau nú. Nú er í Moskva verið að fella dóminn yfir þeim pólsku fasistum eða erindrekum fasista, sem ætluðu að koma þriðju heimsstyrjöldinni af sLað í kjölfar þeirrar, er nú Iauk. Pólverjarnir 16 eru sannir að því að hafa háð baráttu gegn rauða hemum með ýmsu móti og það eftir fyrirmælum pólsku stjómarklfk- unnar í London. Þessi pólska stjórnarklíka er nú sönn að því að hafa ætlað sér raunverulega styrjöld gegn rauða hernum, — með aðstoð þýzka hersiws, ef hægt væri að ná slíkum samningum, — og svo langt hefur hún gengið í blindu sinni og ofstæki, að hún hefur m. a. s. búizt við liðveizlu brezkra og amerískra herja, — m. ö. o.: ætlað sér að koma af stað heimsstyrjöld, til þess að viðhalda veldi fasismans og landaðalsins í Póllandi. Fyrirætlanir þessara ofstækismanna eru nú runnar út í sandinn. Pólska fa'sista'klíkan í London og erindrekar hennar eru nú berir að því að hafa ætlað sér að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni nú þegar, — en það heftir strandað á því að stórveldin þrjú standa vörð um friðinn, sem fenginn er eftir allar þessar fómir. En það mun engan undra það hér heima, þótt Alþýðublaðsklíkan Qg Timinn standi með þessum fasistum. Einmitt þessi blöð hafa heimt-' að stríð Bretlands og Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum — og hafa fram á síðustu stund lifað í þeirri v.on að sú versta hrakspá, sem fjend- ur mannkynsins geta spáð því, rættist. — Vonbrigðin eru því skiljanleg. Samfylking kaupmanna og kaupfélaga Ritstjóri Samvinnunnar hefur sem kunnugt er Iagt á það mikla áherzlu, að takast yrði samvinna milli kaupmanna og kaupfélaga, til þess að berjast gegn þeim samvinnumönnum, sem að'hyllast sósíalism- ann. Þessu samfyíkingarboði virðist vera vel tekið a'f kaupmönnum, enda ekki illa boðið frá þeirra sjóriarmiði séð, þeim er hvbrki meira né minna en boðið að stuðla að sundrungu meðal samvinnumanna til þess að veikja kaupfélögin og gera þau að þróttlitlum keppinautum. Er ekki von að þeir táki boðinu? Á Siglufirði gengur kaupmaðurinn Sigurður Kristjánsson fram fyrir skjöldu. Hann tekur boði Samvinnunnar, gerir bandalag við nokkra Jónasar-dindla í. kaupfélaginu til þess að vekja þar sundrung og deilur. Svo langt gengur hann með lið sitt að það hvggst að brjóta í senn lög félagsins og landslög til að ná völduin i félaginu. Þessari samfylkingu kaupfélagsfjandnianna hefur nú verið svarað á réttan hátt, þeim hafa verið sýndár dyr þess félags sem þeir ætluðu að eyðileggja. HÁLFAN FÓR £G HÓLMANN UM KRING. —Pólitísk ferðasaga ^V. — Frá Fáskrúðsfirði Að afliðandi óttu aðfaranótt sunnudagsins 6. maí eru landfest- ar leystar. ,,Esja“ sígur frá bryggju, snýr við „á punktinum“ og þýtur út Fáskrúðsfjörðinn í dumlbungslegu hægviðri. Þarna liggnr Andeyjan, lág og gróin, og minnir helzþá risavaxinn krókódíl, marandi í fjarðarmynninú. Fram undan grilfir í Skrúðinn, lukinn hálfgagnsæju húmi og skolgrárri slæðu Austfjarðaþokunnar. — Nokkru norðar liggur Seley. Það- an reru sjómenn frá ýmsum stöð- um við Reyðarfjörð til fiskjar um langan aldur, einkum var þó það- an stunduð hákarlaveiði mikii. Hefur' hinn merki fræðaþulur, Ás- mundur Helgason frá Bjargi við Reyðarfjörð, ritað mjög ýtarlega frásögn af ,.útilegunum“ í Seley, og eigum við Austfirðingar þess- um aidna afliragðsmanni mikið upp að inna fyrir að hafa forðað frá gleymsku ýmsum fróðleik um líf og starf forfeðra okkar. Er það von mín, að þessi heillakarl okkar haldi sínu merka menningarstarfi áfram, meðan honum endist aldur og heilsa. Sýna þessag lýsingar Ás- inundar, að oft hefur vermönnum í Seley verið vistin erfið og dauf, og ber sízt að harma, þó að slíkir atvinnuhættir þoki fyrir öðrum hagkvæmari og hættuminni. En oft hefur þar einnig verið glatt á Hjalla, og vona ég, að Ásmundur stefni mér ekki fvrir steinbitsrétt, þó að ég steli hér smákafla úr þess- ari frásögn haris: ,,Eins og eðlilegt er með smá- eyju úti í hafsauga, komu þar margir landlegudagar. Voru menn þá að skemmta sér og iðka ýmsar iþróttir og leiki, svo sem glímur, höfrungahlaup, reiptog, krók, kefli o. fl. Einnig voru lesnar sögur og kveðnar rímur, ef raddmenn voru til þess. Þar var oft gleðs'kapur mikill og fjörugt líf, sem ekki var að undra, þar sem voru saman .komnir um 60 inenn á léttasta skeiði. Páll Ólafsson, skáld, gaf stutta en gagnorða Iýsingu af Sel- evingum í bréfi til kunningja síns: „Skrúðurinn er sœlusjón að sigla kriuj;um, og rnargt er sagt al' Seleyingum. að )>eir séu að sér bezt í Andrarímum, og boli mest í bætndaglímum. Sumir eru sagðir nokkuð sopafengir. en gestrisnir og góðir drengir". Frásögn gamla mannsins er bæði vísindaleg og fjörleg. Ættu Aust- firðingar að sjá sónia sinn í því að heiðra þennan aldna heiðursmann, áður en hann er gonginn til íeðra sinna. í norðri gnæfir Gerpir, útvörð- ur íslands í austri, en á bakborða rís Reyður, sem Reyðarfjörður ber nafn af. Fjallsnafnið Reyður er þannig til komið, að til að sjá er' það lí'kast því sem sjái á bak reyð- arhval, er slær upp sporðblöðk- unni. Néfniát blöðkuendinn Hala- klettur og er kunnur þeim, sem Ijóð lesa, úr kvæði Jóns Ólafsson- ar, skálds, er hann orti um yfir- seturnar á bernskustöðvum sínum, Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði: „Halaklett ég upp komst á, ennþá koman þar mig gleður, þá var bjart og bezta veður, út um hafið allt ég sá, sá á Papey suður þá, eygði svo í einum svip fjörutíu franskar duggur, fimmtán róðrarskip". Hefur þá verið fjörugt fiskilíf við Austfjörðu sem annars oft. Skömmu eftir dagmál er „Esja“ lögzt að bryggju á Reyðarfirði. Á Reyðarfirði er Kaupfélag Iléraðs- búa. Það er orðið risavaxið fyrir- tæki og jafnvel ennþá meiru ráð- andi á Reyðarfirði en K. E. A. á Akureyri, og er þá mikið sagt. Ég hfeld, að það séu hreint engar ýkj- ur, þó að sagt sé, að nú í dag snerti starfsemi kaupfélagsins að einhverju leyti lif hvers einasta manns, sem á Reyðarfirði býr. Þar með er þó ekki sagt; að atvinnu- líf þorpábúa falli með kaupfélag- inu, þó að það standi að mjög miklú Feyti með því eins og nú hagar til, því að þetta er staður mikilla möguleika. En ef kaupfé- lagið væri horfið á braut. þyrfti þó margar og dýrar breytingar eða ný fyrirtæki til að skapa þar blóm- legt atvinnulíf. Meginkostir Reyð- arfjarðar eru þessir: Þar eru all- góð skilyrði til rafvirkjunar, og mætti því hugsa sér, að þar gæti blómgazt ýmiss konar iðnrekstur, þegar næg raforka væri fengin. Ræktun er nokkur umhverfis kauptúnið, einkum inn af firðin- um, og ræktunarmöguleikar eru afar miklir. Enn fremur má telja þar góða aðstöðu til stórútgerðar að því leyti, að þar eru hafnar- skilyrði ágæt. En útgerð smærri vélibáta, sem stunda dagróðra, er 'hins vegar að því leyti óhentug, að fjarðarstím er þar ákaflega langt, eins og raunar víðar á Austfjörð- um. Það er af þessu sýnt, að á Reyðarfirði eru öll höfuðskilyrði fyrir hendi, til þess að þar gœti í framtíðinni risið upp blómlegt sjávanþorp, og það er kannski ein- mitt það, sem Reyðfirðingar hugsa sér að stefna að, því að þeir hafa nú þegar fest kaup á einum Sví- þjóðarbátanna. Það er því með hálfum hug, að ég áræði að koma fram með tillögur, sem hníga í allt aðra átt: Hið risavaxna kaupfélag á Reyðarfirði heitir ekki Kaupfélag Reyðfirðinga, heldur Kaupfélag Héraðsbúa, og það er algert rétt- nefni, því að vöxtur þess og við- gangur er fyrst og fremst háður verzlun með markaðsvörur bænd- anna á Fljótsdalshéraði og Öorum viðskiptum við þá. Hingað til hafa bændur á Héraði rekið nær allt sitt fé niður á Reyðarfjörð til slátr- unar, og er að því mjög mikið ó- hagræði fyrir þá alla, og fyrir þá, sem lengst eiga að, má slíkt heita frágangssök, þó að ill nauðsyn hafi knúið þá til þess hingað til. Nú er alveg sýnt, að á Fljótsdalshéraði mun í framtíðinni rísa upp lang- stærsta byggðaihverfi á Austur- landi og eitt hið stærsta á öllu landinu. Og þá virðist eðlilegast, að Kaupfélag Héraðsbúa flytji að lajjgmestu leyti núverandi starf- semi sína í hinn nýja landibúnað- aribæ, sem sennilega mun verða í Valla- og Eiðahreppum á Fljóts-' dalshéraði. Þá myndu að minnsta kosti flestir þeir, sem teljast fastir starfsmenn kaupfélagsins, færa sig um set, frá Reyðarfirði og upp á Hérað. En það fólk, sem jafnhliða ýmiss konar landbúnaðarvinnu hefur stundað daglaunavinnu hjá kaupfélaginu, yrði að styrkja til þess að nema land í hinum nýja landbúnaðarbæ á Héraði, ef það vildi taka þátt í uppbyggingu hans. Auðvitað yrði hinn nýi landbún- aðaibær byggður eftir fyrirfram gerðri áætlun og skipulagi, en ekki áf handahófi umhverfis einhverja götuslóða eða krákustígi, svo að þar yrði langtum skemmtilegra og haganlegra að setjast að heldur en í krákustígslþorpskrípunum, sem foreldrar okkar tóku þátt í að mynda vegna síldargangnanna fyrir tæpum mannsaldri síðan. Þá er vitað, að nú þegar sam- göngur við önnur lönd færast. í heilbrigt horf og viðskipti við Evrópu aukast stórum, verður á Austurlandi, sem í öðrum lands- fjórðungum, ein aðalumhleð'slu- höfn. þar sem vörum úr þeim skip- um, er sigla milli landa, verður skipað upp 4til dreifingar með smærri skipum i eða bifreiðum til hinna ýmsu hafna og ^veita. Hér á Austfjörðum er Reyðarfjörður ekki aðeins líklegastur sem urn- hleðsluhöfn, heldur liinn eini stað- ur, sem til mála getm- koinið, ef h rá Egilsstöðum á Vóllum. Ilér um slóðir mun byggðahverfið rísa upp. Laggrfljót til vinstrí. (Ljósm.: Svcinn Guðnason). Eftir Einar Braga Sigurðsson \ ■ ' til Eskifjarðar Reyðarfjörður. (Ljósm.: Sveinn Guðnason). skynsemin verður látin ráða, þar eð hann liggur bæði bezt allra þorpanna við hinum kauptúnun- um og er auk þess eini staðurinn, sem getur allt árið staðið í vega- sambandi við aðallandbúnaðar- svæðið austan lands, Fljótsdals- héraðið. Þegar Reyðarfjörður væri orð- inn umhleðsluhöfn. myndi skap- ast þar mikil vinna við upp- og út- skipun og vörudreifingu, svo að þeir, sem staðinn byggja, ættu að geta komizt hér vel af. þó að starf- semi kaupfélagsins yrði að mestu leyti flutt upp á Hérað og ekki yrði að því stefnt að gera Reyðar- fjörð að útgerðarstöð. Ég þykist vita, ef ég þekki mannfólkið rétt í höfuðdráttum, að einhver muni kofna með þá at- hugasemd, að það væri hæpin ráð- stöfun að flytja núveraridi starf- semi kaupfélagsins upp á Hérað, þar eð það hafi nú þegar lagt stór- fé í ýms mannvirki á Reyðarfirði, scm þá yrðu verðlaus eign. Og nú mun einkum verða bent á hið ný- byggða og stóra verzlunarhús, sem sennilega hefur kostað nokkur hundruð þúsund krónur. Hér er okkur hollt að hugleiða eitt. þjóð- hagsatriði: Er það heilbrigt sið- gæði að láta eitt hús ráða heill heils bvggðarlags um langa fram- tið? Nei, það er þjóðfélagslegt sið- leysi eða með öðrum orðum stcin- runnin franxsóknarforneskja í við- horfi til atvinnuhátta. Eri hér er því alls ekki til að dreifa, að eignir Kaupfélags Hér- aðríuia á Rcyðarfirði þvrftu að falla neitt í verði vegna þessara ráðstafana. Þegar Reyðarfjörður væri orðinn umhleðsluhöfn fyrir Austurland, þyrfti þar mjög mikl- ar vöruákemmur, og. er vafasamt, að geymsluihús kaupféélagsiris myndu hrökkva til þeirra nota. Enn fremur myndi skipaafgreiðsl- an þurfa á talsverðu húsnæði að halda fyrir skrifstofur o‘. fl. Þá myndi tollgæzlan hér stórum auk- ast og þurfa talsvert húsnæði til umráða. Og auk þessa yrði kaup- félagið alltaf að hafa nokkra starf- semi niðri á Reyðarfirði. þar eð vörum þess yrði eftir sem áður að mestu skipað þar upp og út, og það myndi sennilega einnig hafa sénstakt útibú á Reyðarfirði. Er því sýnt, að skipaafgreiðslunni, tollgæzlunni og kaupfélaginu myndi áreiðanlega ekki veita gf hinu nýja húsi kaupfélagsins fyrir starfsemi sína. Ef mínurn ágætu grcinnum, Reyðfirðing.um, kynni að finnast ég hafa unnið mér til algerrar ó- helgi fvrir að koma fram með til- lögur að slrkri gerbyltingu í lífi þeirra, bið ég þá að láta sér ekki yfir það sjást, að ég ympra á þessu í fnllri viðurkenningu þess, að Reyðarfjörður hefur flest hin prýðilegustu skilyrði til þess að \ erða veglegur stórútgerðarbær, ef hentara þætti. En ég þori þó ekkert undir þeim að eiga í bili. því að einmitt vegna þess, að þeir em taldir dagfars- góðir hæglætismenn og h'tt 'fyrir býltingar allar, get ég búizt við pústrum og ætla því að forða mér á næsta fjörð. Hér er líka kominn 18 manna bíll, sem ætlar að flytja okkur út á Eskifjörð. Og hver haldið þið að eigi þennan bíl? Auð- vitað Kaupfélág Héraðsbúa. * Við ökum af stað út með firð- inum. Brátt erum við komin út undir hið forna prestsetur, Hólma í Reyðarfirði. Hér •fæddist skáldið og lærdómsmaðurinn mikli. Gísli Brynjólfsson. En frægari munu þó Hólmar sennilega af þjóðsögunni um prestsdótUirina, sem bergnúm- in var af bóndanum sem í Skrúðn- uni bjó. Hefur þessi þjóðsaga unn- ið mörgum öðrum meiri vinsældir Hólmamir, sem prestsetrið er við kennt. Myndin er tekin sunnan í Hólmahálsi út fjörðinn. (Ljósm.: Sveinn Guðnason). Hafa jieir einir vaidið og réttinn? Framhald af 2. siðu. kenna á hinni takmarkalausu fyrirlitningu, sem vissir fjár- aflamenn geta sýn.t þeim sam- borgurum sínum, sem þeir telja sig ekki hagnast nóg á. Auðvit- að kvað hann bílstjórann, sem við fjögur áttum skipti við, hafa í öllu farið eftir sínum fyrir- mælum, og ég undraðist, að hann skyldi ekki heimta af okk- ur gjald fyrir að fara með tösk- ur okkar vestur að Staðarstað. Voru öll tilsvör Helga þessa þannig, að enginn Steindór hefði getað sýnt mannvöru þeirri, sem við hann eiga skipti, óduldari fyrirlitningu. en Helgi gerði, né látið betur skína í stórmennsku þess, sem einn hefur valdið og réttinn. Arnfinnur Jónsson. Arnessýsla gefur vinnulieimili SÍBS 5000 krónur Sýslunefnd Árnessýslu ákvað á síðasta sýslufundi að gefa Vinnu- heimili S.Í.B.S. 5000 krónur. Stjórn Vinnuheimilisins flytur íbúum Árnessýslu beztu þakkir fyrir þennan rausnarlega stuðning við Vinnuheiinilið. með þjóðinni og orðið ýipJsum af skáldum hennar hugljaift yrkisefni. Náfn sitt dregur prestsetrið af hólmum nokkrum skammt undan landi. Eru fjölmörg örnefni á þess- um slóðum af þeim dregin: Hólmatindur nefnist hátt og tígulegt fjall milli Reyðarfjarðar og Eskrfjarðar, og er hann einn reglulegasti blágrýtistindur á land- inu. Hólmanes heitir nesið,, sem skilur firðina, og á því er allstór hraunborg, sem heitir Hólmaborg. — Bílvegurinn milli Reyðrir- fjarðar og Eskifjarðar liggur yf- ir lágan. en brattan háls, sem nefnist Hólmaháls. Þaðan er for- kunnarfögur útsýn yfir Reyðar- fjörð og Éskifjörð og út um þá allt til hafs. Er þar einn bezti sjón- arhóll. sem ég hef stigið á í þessu unaðsfagra landi. A Hólmahálsi er leiði völvu nokkurrar, sem á að hafa ltáið leggja bein sín þar með þeim ummælum, að meðan eftir væri af þeim nokkur ófúin flis, skyldi engum auðnast að fara um Reyðarfjörð með ránum. A þetta að hafa farið c-ftir, er Tvrkir fóru um Aust'fjörðu með ránum á öncl- verðri 17. Öld. Þeir rændu suður- firðina. en er þeir komu í mynni Reyðarfjarðar, rak á rok svo mik- ið af norðvestri, að þeir urðu frá að hverfa, og sluppu Reyð'firðing- ar allir við vágest þann. Og enn þá virðist eitthvað ófúnað af bein- unl þeirrar gömlu, því að nú á stríðsárunum bar hér þýzka flug- vél að garði, en hún rakst á fjall skammt upp af Krossanesi út við mynni fjarðarins að norðan og fórst þar, og er lítt að efa,sað kella muni hafa varnað henni inngöngu og búið áhöfninni þar aldurtila. Héðan af Hólmahá'Isinum blasir hinn margrómaði Eskifjörður við ,-jónum, og er hlaðspretturinn f'ljót- runninn. (Meira). Hreppsstjórinn á Hraunhamri Framh. af 3. síðu. Valg. Óli Gíslason. Gervi hans er gott, en heldur fer hanr. dauflega með hlutverkið. Þorbjörg Magnúsdóttir leikur hreppstjóradótturina, Eyrúnu, sem hefur dvalizt á kvenna- skóla í Reykjavík og flekast nokkuð af glaumnum. Herbert Holt, slæpingsbraskara og kvennaflagara, sem téygir heimasætuna til fylgislags við sig í þeim tilgangi að lokka fé út úr föður hennar, leikurHelgi Hjálmtýsson. Kaupamaður er á heimilinu á Hraunhámri, sem Bergur heit ir og hafði verið í þingum við Eyrúnu, áður en Holt kom til sögunnar. Berg leikur Sigurður Kristinsson. Þá er aðeins ótalin Stella Strömviken, bamsmóðii Herberts Holt, síðar lauslætis- drós eða ,,bransa“-dama og lok.-. unnusta Bjarnþórs um stundar- sakir. í leikslok ná þau saman Herþert og Stella, og virðist fara vel á því: Herbert stundar heildsölu, en Stella „hefur Iítil- lega fengizt við smásölu“. El- inborg Magnúsdóttir fer með hlutverk Stellu og gerir það á margan hátt ágætlega. Annars verður að segja þi sögu eins og hún er, að bæði leikritið og meðferð leikaranna á því er nær gersnevdd öllu líst bragði, en þrátt fyrir allt þart enginn að sjá eftir tíma til að horfa á leikritið eina kvöid- stund, því að manni getur óvíða betur liðið en í hinu prýðisgóða leikhúsi í Hafnarfirði. Einar Bra-gi. Þjóðhátíðin Framhald af 2. síðu. Seyðisfjörður Hátíðahöldin á Seyðisfirði hófust með skrúðgöngu barna og íþróttafólks kl. 1.50, var gengið í kirkju, þar prédikaði sr. Erlendur Sigmundsson. Að guðsþjónustu lokinni var gengið á hátíðasvæðið. Þar fluttu ræður Jóhannes Am- grímsson sýsluskrifari og E> lendur Bjömsson bæjarstjóri. Fimleikaflokkur karla úr Huginn, undir stjórn Björns Jónssonar sýndi fimleika. Stúlknaflokkar; stúlkur úr Huginn, kepptu í handknatt- leik. Síðast fór fram reipdráttur milli landmanna og sjómanna: sjómenn unnu. Dansleikur hófst í bamaskól- anum kl. 9 um kvöldið og stóð langt fram á nótt. Veður var frekar slæmt um daginn, rigning öðru hvoru og stundum nokkuð mikil. Fimmtúdagur 21. júní 1945 — ÞJÓÐVILJINN Samúdarhort Slysavamafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavamadeildum! !um allt land, í Reykjavík af-! Igreidd í síma 4897. 1 Mannpekking Þjóðviljanum hefur borizt mikil bók eftir Símon Jóhann Agústsson, er hann nefnir Mannþekkingu. í formála bókarinnar segir höfundurinn: „í bók þessa hef ég valið nokkur erindi, sem ég hef flutt á undanfömum árum á kennaranámskeiðum í Ha- skóla Islands ... Þau f jalla öll um gagn það, sem sálarfræðin veitir okkur í umgengni við aðra meim og í viðleitni okkar til betri sjálfsstjórnar. Því hef ég valið ritinu heitið Mannþekking. Bókin er ætluð almenningi til lestrar, en jafnframt vona ég, að kennaraefni og stúdentar geti haft hennar not við nám“. Bókin er í átján köflum, og heita þeir svo: Inngangur, Dul- vitund, Sefjun, Dáleiðsla, Sálgerðir, Gáfnapróf og hæfileika- könnun, Nám, Starf og þreyta. Stöðuval, Andleg heilsuvemd, Vani, Andstæður í sálarlífi manna, Ótti, Reiði, Karl og kona, Maður og múgur, Áróður. Símon Jóh. Ágústsson er öllum landslýð löngu kunnur sem merkur visindamaður og rithöfundur og einkum þó af útvarps- erindum sínum. Er þvi hiklaust óhætt að hvetja fólk til að kaupa þessa bók og lesa sér til gagns og ánægju. Útgefandi er Hlaðbúð í Reykjavík og er þessi bók hin fyrsta í flokki fræðirita, sem Hlaðbúð hyggst að gefa út undir nafninu Hugur og heimur, og mun flokkurinn „birta alþýðlegar greinar- gerðir um þau efni, sem efst eru á baugi í vísindum, listum og hugsun samtíðarinnar“. Bókar þessanar mun getið nánar hér í blaðinu síðar. Listamannaskálinn er til leigru í sumar til alls konar sýninga, funda- halda og skemmtana. Allar nánari upplýsingar í Listamannaskálanum frá kl. 3—6 daglega. — Símar 6369 og 3607. ^vn^wvrwrwpwwvwwwwn wvvnwvnwvrwvnwvrwvrknwvwrvrtarwvrvvrvwvPwrwvryvsrvrw- MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Ragnar Ólafsson Hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi Vonarstræti 12, sími 5999. Skrifstofutími 9—12 og 1—5. » Daglega NV EGG, soðin og hrá Kaffisalan HAFNARSTRÆTI 18. Lúðrasveitin Svanur leikur í Hljómskálagarðinum i kvöld kl 'J ef veður leyfjr. Stjórnandi: Karl O. Runólfsson. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin saman í hiónaband af séra Jóni Thorarensen ungfrú Oddn>- Friðrikka Ingimarsdóttir frá t>órs- höfn og Jóhann Friðriksson, feld- skeri frá Efri-Hólum í N.-Þing. FÉLAGSLlF Ferðafélag íslands fer skemmtiför að Gullfoss og Geysi næstk. sunnud. Lagt á stað kl. 8 árdegis frá Austurvelli. Komið verður að Brúarhlöðum. Sápa látin í Geysi og reynt að ná fallegu gosi. í bakaleið ekið austur fyr- ir Þingvallavatn til Reykja víkur. Farmiðar seldir á föstudag og til hádegis á laugardag á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5. Ferðafélag íslands Fyrsta sumarleyfisferð félagsins hefst 30. júní og er það 9 daga ferð norður í land. Komið verður á alla merkustu staði, svo sem að Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, i Axarfjörð, að Hólum í Hjaltadal og víð- ar. Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 og séu farmiðar teknir fyrir 27. þ. m. Ungmennafélag Reykjavíkui Kaffikvöld verður annað kvöld kl. 9 i. Bröttugötu 3. Félagar mega hafa með sér gesti. Sérstaklega er óskað eftir að þeir sem fóru í skemmtiferðina komi. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.