Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 2
þ.toðv iljinn Frá stofnþingi Sanbands fslenzkra sveitarfélaga Laugardagur 23. júní 19i5_ REYKJAVÉKURMÓTH) K.R. vann Víking 3:0 Eftirfarandi tillögur voru ibomar fram á stofnþingi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga. sem haldið var í Reykjavík 11- 13. júní s.l. og hlutu þar afgreiðslu þá er hér greinir. 1. ENDURSKOÐUN ÚTSVARSLAGANNA: Frá Jónasi Guðmundssyni var samþykkt eftirfarandi tit- laga: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykk- ir að skora á ríkisstjómina að láta fara fram sem fyrst gagn- gerða endurskoðun á löggjöf þeirri, sem fjallar um tekju- | stofna sveitarfélaganna. Sérstaklega nauðsynlegt telur þingið að útsvarslögin verði rækilega endurskoðuð, og upp í þau tekin m. a. nánari ákvæði um reglur þær, er fylgja ber við álagningu útsvara en nú eru þar, og að tryggt verði að á þennan aðaltekjustofn — út- svörin — verði ekki gengið aí öðrum aðilum, nema sveitarfé- lögunum sé jafnframt séð fyrir tekjum á annan hátt. Þingið veitir stjórninni heim ild til þess að skipa nefnd sveit arstjómarmanna er starfi milli þinga til þess að gera tillögur um fast kerfi fyrir álagningu útsvara, sérstaklega að því er tekur til hreppsfélaganna og felur þingið stjóminni að koma þeim tillögum á framfæri þegar endurskoðun útsvarslaganna fer fram. ir að beina þeirri áskorun til væntanlegrar sambandsstjórnar að hún athugi með hverjum hætti sé tiltækilegt að komið verði upp í landinu hæli fyrir vandræðafólk það, sem nú er á vegum sveitarstjórna heima í hreppum og kaupstöðum en hælisvist eða fast athvarf fæst hvergi fyrir eins og saki' standa. Sérstaklega er stjóminni fal- ið að athuga vel hvort ekki væri rétt að sveitarfélögm kæmu sér upp í félagi hæli fyr- ir þetta fólk t. d. á þeim grund- velli að hvert sveitarfélae tryggði sér þar rúm fyrir einn eða fleiri menn og stæði undir stofnkostnaði hælisins að þeim hluta. Stjómin skili áliti í mál- inu á næsta landsþingi. 4. SAMSTARF SVEITARFÉ- LAGA í MENNINGAR- MÁLUM. 2. ENDURSKOÐUN SVEITAR- STJÓRNARLAGANNA. Frá Jónasi Guðmundssyni var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Stofnþing Sambands íslenzkra sveitarfélaga lýsir ánægju sinni yfir því að hafjn er endurskoð- un sveitarstjómarlaganna og væntir þess, að því verki verð: lokið sem fyrst. Stofnþingið lýsir því yfir sem sinni skoðun, að fyllilega get: komið til álita að leggja sýsl- urnar niður sem lið í sveitar- ! stjórnarkerfinu, en taka í þeirra stað upp fjórðunga eða fylKi, sem fengju meira vald í ákveðn um málefnum sveitarfélaganna en nú er hjá. sýslunefndum og bæjarstjórnum, og væri fylkj ■ unum stjómað af fylkisþingum, sem til væri kosið af sveitar- félögum innan fylkigins, og fylkisstjómum, er þingin veldu. Stofnþingið væntir þess, að þegar frumvarp til nýrra svei: ■ arstjómarlaga liggur fyrir. verði samtökum sveitarstjórn- armanna gefinn kostur á að at- huga það og segja á því álit sitt, áður en það kemur fyrir AIþingi.“ Nefnd sú, sem kosin var í tilefni af þeirri uppástungu Ólafs B. Bjömssonar forseta bæjarstjómar Akraness, að sér- stakar nefndir yrðu starfandi i hinum ýmsu sveitarfélögum á landinu, til að eiga frumkvæði að aukinni alhliða menninga>- starfsemi hver á sínum stað. lýsir yfir því: Að hún er hlynnt því að til öflugrar starfsemi verði stofnað í þessu efni, og leggur því fram eftirfarandi til- lögu: „Þar sem sambandið hefur í lögum sínum viðurkennt það nauðsyn og skyldu sína að hafn bætandi áhrif og afskipti af al- hliða menningarmálum .hinna ýmsu sveitarfélaga, beinir þing- ið þeim eindregnu tilmælum til stjómar sambandsins og full trúaráðs að það athugi á hver.i hátt megi bezt auka og tryggja viðgang slíks starfs á hinuni ýmsu stöðum, t. d. með skipun. fastra nefnda eins og framsögu <maður benti á, ogijeggi tillögur sínar þar um fyrir næsta landí þing.“ í þessum leik var ekki mikil tilþrif að sjá, þó var síðari hálfleikur betri en sá fyrri. Lá þá yfirleitt á Víking og höfðu K.R.-ingar mörg opin tækifærí sem óskiljanlegt var hvemig misnotuðust, og tókst þeim ekki að setja mark fyrr en eftir voru fáar mínútur; var það Hafliði. Síðari hálfleikur var betri af hálfu Vikings og náðu þeir ofí áhlaupum sem engan árangu.' báru þó. Hinsvegar höfðu K.R - ingar yfirhöndina þó ekki væri um nógu skipulagðan leik að ræða, auk þess sem þeir léku of hátt og langt: Mörkin setti Hörður. Lið Víkings var nokkuð sund- urlaust, enda voru þeir með 3 nýja menn í forföllum annarra. Vörnin var alltof opin og þriðja markið kom vegna rangrar stað setningar miðframvarðar. K.R.- liðið virtist falla betur saman en móti Val, þó ef ekki að marka það vegna þess að mót- staðan var veik. Sigurður Jónsson er nú kom- inn í mark K.R. og er það þeim mikill styrkur. Sennilega er það vegna vönt- unar á boltum að notaður er jafn slæmur bolti og í þessum leik, en slæmur bolti getur hafc mikil áhrif á leikinn, þarf ef mögulegt er að bæta úr þessu. Dómari var Guðmundur Sig- urðsson. F. H. Hljómleikar Rögnvalds Undir fyrirsögninni „Píanó- hljómleikar Rögnvalds Sigur- jónsson þjjóta mikið lof“, skrií- dr. Glenn Dillard Gunn í ar Washington 5. ÝMSAR TILLÖGUR 3. STOFNUN HÆLIS FYRIR VANDRÆÐAFÓLK. Um það mál samþykkti þing- ið eftirfarandi tillögu frá Jón- asi Guðmundssyni: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykk- Eftirtöldum tilögum var vís- að til fulltrúaráðs og fram- kvæmdarstjómar til athugun- ar: a. Tillögur frá fulltrúurn Vestmannaeyjakaupstaðar og oddvita Neshrepps utan Ennis. Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykk- ir að fela fulltrúaráði og fraro- kvæmdarstjórn að athuga cg •^eSSja fyrir næsta landsþing rökstutt álit sitt á því, hvort ekki sé rétt: 1- Að allur kostnaður við lög- gæzlu í landinu verði greidd- ur úr ríkissjóði. L Að öll laun kennara við barna- og unglingaskóla verði greidd úr ríkissjóði. 3- Að skemmtanaskattur renni óskiptur til þess sveitar- félags þar sem skemmtunin fer fram. 4. Að lögum um ríkisstyrk sjúkra manna og örkumla verði breytt á þann hátt að sjúkling- ar sem dvelja í heima’húsum verði einnig fulls styrks að- njótandi. b. Tillaga frá Áma Guð- mundssyni fultrúa Vestmanna- eyja: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga telur þess brýna þörf, að bæjar- og sveit- arfélög skapi sér nýja tekju- stofna með víðtækum opinber- um rekstri, þar sem við verðnr komið, svo sem útgerð togara ,og vélbáta, verksmiðjurekstri til hagnýtingar íslenzkra af- urða o. s. frv. eftir því sem bezt hentar á hverjum stað. Felur þingið stjóm sambands ins og fulltrúaráði að vinna að framgangi þessara mála, með því m. a. að aðstoða bæjar- og sveitarfélögin með útvegun teikninga, áætlana um stofn- kostnað og rekstrarkostnað íyr irtækja o. s. frv.“ c. Tillaga frá Axel V. Tuliní- us, fulltrúa Hólshrepps: „Stofnþing Sambands is- lenzkra sveitarfélaga skorar j fulltrúaráð og framkvæmdar- stjórn að vinna að því við AI- þingi og ríkisstjórn að ganga ekki endanlega frá löggjöf um framtíðartilhögun rafmagns- mála landsins áður en umsagn - ar og álits þeira um þau hefur verið leitað.“ Framh. á 5. síðu. „Times-Herald“ 11. júní: „Tónlistarlíf íslands hlýtur að hafa náð talsvert háu stigi, úr því að þar hefur skapazt annar eins meistari í tækni og tón- listartilþrifum og Rögnvaldur Sigurjónsson, sem lék í gær- kvöld í National Gallery. Þessi ungi píanóleikari hefur gífurlegt vald yfir nótnaborði slaghörpunnar. Hann hefur' geysikraftmikinn tón og á samí yfir mikilli mýkt að búa. Hann þekkir margar listastefnur og virðist einkum geðfellt að leika hina glæsilegu kafla Proko- fieffs. Efnisskráin var samin utan um hina miklu H-moll sónötu Liszts. Hver sá sem ræðst í að leika þetta steigurmikla lista • verk með þeim kjarki, skilningi og tækni, sem það krefst, hlýtur ■að vekja virðingu kunnugra manna, enda þótt á kunni að greina um einstök atriði í með ferðinni. Þessi sónata hefur inni að halda næstum hvert einasta af vandasömustu atriðum píanó leiks og virðist sjá fyrir flest • ar músikstefnur nútímans. Um leið er hún hámarkið í þeirri list að fára með stef og um- breyta þeim. Það er ekki hægt að fullyrða að Sigurjónsson hafi útskýrt fyllilega hinn mikla boðskap þess verks. En hann ■hvikaði ekki frá neinu af erfið-- leikum þess og birti mikið af hinni glóandi rómantík þess. Hinar háðslegu mótsagnir i skerzóinu fóru heldur ekki framhjá honum. Næstur Liszt að háðslegri I andagift er Prokofieff, og er hún áberandi í laginu „Sugges- tion Diabolique", sem Sigurjóns son lék af skapi og innblæstri. Á undan Prokofieff lék hann tvær prelúdíur eftir Debussy, hina / loftkenndu „Bruyeres“ og gamansömu „General Lavine" Með Chopin sýndi Sigurjóns son æsku sína og þær takmark anir, sem skólagangan hefui sett. Hann lék F-dúr Nocturne með hlýjum, syngjandi tón og fallegum stíl. En honum tóksu miður með marzúrkana op. 7 nr. 5, op. 41 nr. 4 og op. 63 nr. 5. Ef til vill hefur hann ekki heyrt hina slavnesku listamenn Rachmaninoff og Horowitz leika þessa gimstelna slavnesks tónskáldskapar. Hann virtist taka pedala- bendingar hinna þýzku útgef- enda alvarlega, þótt þær séu í mótsögn við stíl Chopins í maz- úrkum og völsum. Efnisskránui lauk með tokkötu Schumanns.4 * * * * * * 11 í „Evening Star“ skrifar El- ena de Sayn á þessa leið: ... „Leikur hans minnti á hin meistaralegu tilþrif (virtuo • sity) liðinna tíma. Áheyrendur hrifust þegar með af meðferð hans á tokkötu og fúgu í D-moIl eftir Bach (Tausig). Fmgur hans eru stál- barðir, og hann hefur einbeitni í flutningi og listrænt hugai'- flug, sem augljósara varð í hinni sjálfstæðu meðferð hans, á H-moll sónötu Liszts, sem hann lék í hinum rétta anda Liszts' í henni kom í ljós drama tísk ákefð og ástríðufullar upp- hrópanir en þess á milli syngj- andi mýkt, sem píanistinn let í ljós í samræmi við tilgang höfundiarins. Þótt Rögnvaldur Sigurjóns- son sé enn ungur að árum, flyt- ur hann tónlist margra tíma af miklum myndugleik. Þegar und an eru teknar þrjár sónötur eftir Scarlatti, G-moll, C-molI. og D-moll, þar sem nokkuð skorti á rósemi, sýndi hann mik inn listarþroska. Hann lék hina fjarrænu prelúdíu „Bruyeres1' eftir Debussy, sem minnir á ilmandi rósarunn, og hina víxl- hrynjandi „General Lavine“ efi ir sama höfund, og hina harð- neskjulegu „Suggestion Diaboli- que“ eftir Prokofieff. Skáru þessi viðfangsefni sig frá hinm yndislegu Noctume Chopins í F-dúr ,(op. 15 nr. 1) og þremur mazúrkum hans. Það var einkennilegt að hitta fyrir slavneskan hita í túlkun Prokofieffs og Chopins hjá is- lenzkum píanóleikara. Hljóm- leikunum lauk með glæsilegri. meðferð á hinni erfiðu tokkötu Schumanns.“ Loks segir í grein eftir Betsy Winter í „Daily News“, undir fyrirsögninni „íslenzkur pían- isti hrífur áheyrendur í Art Gallery": .... „Rögnvaldur Sigurjóns- son hefur gott taumhald á stór- kostlegu lífsfjöri sínu og ákefð. Hann kann í framtíðinni að verða talinn með hinum miklu meisturum (virtuosi) slaghörp- unnar, bví að í honum búa vold ugir píanistahæfileikar. Það þarf ekki neinn smáræð- iskjark stil að ráðast í að leika H-moll píanósónötu Liszts. því að það er eitthvert erfiðasta píanóverk, sem nokkurntíma hefur verið samið, og gerir feikna kröfur til tónmyndunar, tónminnis og fingraleikni. Sig- urjónsson þarf ekki að nota nótur, og minni hans förlaðist aðeins einu sinni, sem snöggv- ast, á þeim þrjátíu mínútum sem það tekur að leika þetta verk. Þetta er næstum óheyrt afrek, sem margir af mestu pí- anóleikurum heimsins mynda óska að geta leikið'eftir. Hinn ungi Norðurlandabúi hefur und ursamlega mikla tækni og hraða, og hann notar dugnað sinn til að ná úr píanóinu fögr- um tónum, þó að margir leiki a það hljóðfæri með slögunum einum saman. Tónverkin tvö eftir Proko- fieff, gavotte opus 32 nr 3 og „Suggestion Diabolique“ voru leikin með þeim hrífandi brot- hætta áslætti sem þeim hentar. Nocturne Chopins í F-dúr hafði syngjandi tón, en hann vantaðl í mazúrkana þrjá. Efnisskránni lauk með tokkötu Schumanns, og vafrandi Ijósin í Art Gallery vörpuðu réttri birtu á þá ofsa- fengnu músik, sem lýsir stortrii er yfir skellur.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.