Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 8
8 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1945. Þeir börðust við hættur hafsins í nærri 6 löng ár. Vörðu skipalestir er fluttu nauðsynjar, hergögn og herlið um höfin svo hægt væri að vinna stríðið. — Myndin: Brezldr sjóliðar fagna, daginn sem friði var lýst í Evrópu. I j Stórstúkuþingið var sett í fyrradag Hefur kosið nefnd til viðræðna við ríkisstjórnina um áfengismál Þing Stórstúku íslands stendur yfir þessa dagana hér í bæn um. — 87 fulltrúar frá 36 stúkum sækia þingið. — Þinginu lýkur sennilega á morgun. 45. þing Stórstúku íslands var sett hér í bænum í fyrradag. Templarar söfnuðust saman í Góðtemplarahúsinu kl. 1.30 og gengu fylktu liði í Fríkirkjuna. til guðsþjónustu. Prédikun flutti séra Árelíus Níelsson, en séra Árni Sigurðsson þjónaði fyrir altari. Gengið var úr kirkjunni í Góðtemplarahúsið og var þv vígður nýr silkifáni, sem Stór- stúkan hefur eignazt, með mik- illi viðhöfn. Séra Árni Sigurðs- son vígði fánann með ræðu eri Templarakórinn söng á undan og eftir. — Frú Unnur Ólafs- dóttir hefur gert fánann. Að lokinni vígslu fánans fór fram þingsetning. Mættir voru 87 fulltrúar, frá 15 barnastúk- um, 14 undirstúkum, 4 þingsti'ik um og 3 umdæmisstúkum. — 20 karlar og konur tóku Stór- stúkustig. Útbýtt var skýrslum frá em- bættismönnum Stúkunnar. Fé lögum Reglunnar hefur töluvert fjölgað á árinú, eru nú 10138. Tekjur Stórstúkunnar á s. 1. ári .voru kr. 75.491.66, skattur frá undirstúkum var krónur 11.883.65 og gjafir frá einstökum templurum, stúkum o. fl. kr 8728.66. Stórstúkan rekur mjög um- fangsmikla starfsemi auk bind- indisstarfsins. Má þar til nefna rekstur bókaverzlunar, útgáfu á bamablaðinu Æskan, Einingu og Regínu. Leikfélag Templara, skemmtifélagið f(S. G. T.) og söngfélag templara, starfar hér í bænum. Þá hafa templanr í undirbúningi sumardvalar- j heimili að Jaðri, en þar er latn nám templara, og hafa miklar framkvæmdir verið unnar þar í sjálfboðavinnu. Reglan rekm sjómanna- og gestaheimili á Siglufirði og stendur fyrir húsa byggingum fyrir Regluna utan Reykjavíkur. 5 manna nefnd var kosin til viðræðna við ríkisstjómina un; áfengismál. í gær var fundum þingsir.s haldið áfram og voru tillögur nefnda til umræðu. Klukkan 3 í dag fara fulltrú- amir upp að Jaðri. — Verður þinginu væntanlega slitið á morgun .(sunnudag), og lýkur með hófi í Listamannaskálan- um. Aðalfundur S. í. S. Vörusala nam 95 millj. Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga var settur kl. 9 f. h. í gær, að Laug- arvatnL — Mættir voru 77 full- trúar á fundinum, frá tæplega 50 sambandsfélögum. Sambandið hefúr selt vörur á s. L ári að verðmæti um 95 millj. króna, Einar Árnason formaður Sambandsins, setti fundinn, er síðan fluttu þeir framkvæmda stjórarnir Sigurður og Aðai- steinn Kristinssynir og Jón Ámason, skýrslur sínar og urðu umræður um þær á eftir. Fundarstjóri var Bjami Bjarnason skólastjóri á Laugar- vatni. Haimyrðasýning í Húsmæðraskólan- i um Stjórn Hallveigarstaða bauð blaðamönnum í gær að skoða haimyrðasýningu í Húsmæðra- skólanum á Sólvallagötu 12. — Verður sýning þessi opnuð fyr- ir almenning í dag. Á sýningu þessari eru um 40 munir, mjög vandaðir og fágæt- ir. Eru það tvær spánskar man- tillíur, enskir og írskir knippl • ingar og blúndur af krínolí- um. — Munir þessir eru eign frú Ásu Guðmundsdóttui Wright. Kvaðst frúin hafa fe:ig ið nokkra af munum þessum að gjöf, en aðrir hefðu gengið að erfðum, mann fram af marnn í ætt manns hennar. Frú Wright, sem verið hefur búsett í Englandi síðan 1910, er stödd hér á ferðalagi. Er hún á leið til Suður-Ameriku, en þar setjast þau hjónin að. Frú Sigríður Magnússon komst að því að frú Wright átti þessa fágætu muni í fórum sín- um, og stakk upp á því við hana að munimir yrðu sýndu almenningi, til ágóða fyrir Hall- veigarstaði. Tilgangurinn með sýningunm er þó ekki einungis að afla fjár. heldur að gefa þeim bæjarbú- um, sem áhuga hafa fyrir slík- um hannyrðum, aðstöðu til að notfæra sér þetta einstaka tæki- færi. Kappreiðar Fáks verða á Skeiðvell- inum í dag Kappreiðar Hestamannafé- lag’sins Fáknr, fara fram á Skeiðvellinum við Elliðaár í dag. Eru það aðrar kappreiðar Fáks á þessu sumri, þær fyrri voru um hvítasunnuna. Á kappreiðunum í dag verða reyndir 19 hestar í 4 flokkum. Verða tveir riðlar stökkhesta á 350 m hlaupabraut, einn flokk- ur skeiðhesta, einn flokkur stökkhesta á 300 m hlaupa- braut og loks úrslitasprettir. Á skeiði keppa m. a. Randver og tvær hryssur, Fluga og Gletta, sem taldar eru mjög efnilegar. — Má búast við mjög harðri og spennandi keppni. Á 300 m stökki verða reyndiv 10 hestar. Þar á meðal tveir áð • ur óþekktir, Freyfaxi og Fálki. Er Freyfaxi 7 vetra en Fálki 6 vetra. Hafa þeir báðir náð góðum árangri á æfingum í sumar og em, ásamt öðrum hestum sem þarna keppa, í góðri æfingu. Á þessari hlaupabraut keppir einn ig foli sem Moldi heitir, 5 vetra. Var hann fyrstur í folahlaupinu á hvítasunnunni. Er hann tal- inn skeinuhættur þeim Fálka og Freyfaxa. í 350 m stökki keppa m. a Hörður, sem jafnan hefur sigr Enga linkind gagnvart kvislingum JJÚSSNESKUR blaðamaður ritar í Soviet Weekly (áður Soviet War News Weekly) um nauðsyn baráttunnar gegn kvislingunum, og segir þar meðal annars: . „Björgun þjóðanna verður ekki nema orðin tóm, ef gerður er nokkur greinarmunur á fasistunoim og kvisling- um í löndum þeim sem kvislingar hafa til skamms tíma ráðið og fengið að útbreiða svikaeitur sitt, — ef kvisling- unum tekst með því að setja upp auðmýktarsvip að kom- ast undan refsivendi hins vakandi lýðræðis. Nú, eftir ósigur Hitlers-Þýzkalands, reyna kvisling- arnir að afneita þýzka fasismanium. Þeir búast dulargervi og leika hvers konar kúnstir til að afsaka landráð sín. Margir þeirra, er óttast reiði fólksins, fara sjálfviljugir í fangelsi í þeirri von að bjarga með því lífinu. HVAR SEM rauði herinn fer, hvar sem sovétþjóðirnar hafa hjálpað öðrum þjóðum til frelsis, er litið þannig á, að kvislingar beri sömu ábyrgð og þýzku fasistamir. í fullu samræmi við yfirlýsingu Krímráðstefnunnar um Hina leystu Evrópu, hreinsa þjóðir þessara landa burt ill- gresi Hitlerssinna og ryðja þannig lýðræðinu braut. í þessum löndum duga engin dulargervi. Réttarhöldin yfir rúmensku stríðsglæpamönnunum leiddu í Ijós hina ískyggilegu glæpi er framdir höfðu ver- ið af rúmenskum Hitlerssinnum. Búlgarska þjóðin refsaði harðlega kvislingum sínum. En í öðrum löndum virðist ekki tekið á málum þessum af nægilegri festu. J FRAKKLANDI hefur einn versti landráðamaðurinn, Fabre Luce, verið leystur úr haldi og tekið til við hinn viðbjóðslega fasistaáróður sinn á ný. Nokkrir kvisl- ingar aðrir reyna að forðast refsingu með því að halda sig í viðhafnarhótelum. Spánn er orðinn greni fasista og kvisl- inga, sem reyna að bjarga sér. Landráðamaðurinn Laval nýtur enn skjóls Francos. Svíþjóð skýtur skjólshúsi yfir landráðamenn, sem kom- izt hafa undan refsingu Eystrasaltsþjóðanna. Hitlerssinn- inn Thomsen heldur áfram að breiða út fasistaáróður í sænskum blöðum, eins og ekkert hafi ískorizt. Ójá, Hitl- ■ erssinnunum í Svíþjóð líður ekki sem verst. Mikill meiri- hluti þeirra hefur sloppið hjá varðhaldi. Aðeins þeir naz- istaagentar, sem mestum hneykslunum hafa valdið, hafa verið handteknir. Og meira að segja þeir neita að fara eftir venjulegum fangareglum, og sænsku yfirvöldin láta undan. Nazistaskóli er enn opinn í Stokkhólmi. j|YZKU iðjuhöldamir reyna enn að hnýta alþjóðleg sam- bönd. Schacht og Thyssen, sem áttu mikinn þátt í sköpun þriðja rikis Hitlers, eyða tímanum á fyrsta flokks hótelum á Capri. Kallay, foringi hinnar föllnu fasista- stjómar Ungverjalands, baðar sig í sólskininu suður við Miðjarðarhaf. Kvislingar sem fyrir skömmu skriðu fyrir Hitler og Mússolini líta nú vonaraugum til brezkra og bandarískra afturhaldssinna og grátbæna um vemd. Þeir vita, að séu nokkur virki afturhaldsins skilin eftir í Evrópu, geta þeir einhvern tíma komið fram úr fylgsnum sínum og hafið á ný svikastarfsemi sína gegn lýðræðinu. Því fyrr sem þjóðimar losa sig við kvislinga sína, því fyrr verður öryggi þeirra fullkomið“. að á þessari vegalengd. Skæð- asti keppinautur hans er tal- inn Tvistur, en hann var fyrst- ur í 300 m hlaupinu á hvíta- sunnunni. Veðbanki starfar í sambandi við kappreiðarnar. Starfsmenn mótsins eru á- minntir um að mæta á vellin- um stundvíslega kl. 1 e. h. Félag Suðurnesjamanna í Reykja- vik efnir til sumarfagnaðar á Jóns- messudag, sunnudaginn 21; þ. m. á flötunum sunnan við Voga — Hefst skemmtunin kl. 2 e. h. Ræður flytja þeir Ólafur Thors forsætisráðherra, séra Jón Thorar- ensen o. fl. Þá verður flutt kv.eði, ort í tilefni dagsins. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og kór syngur. — Dansað verður á palli til mið • nættis. — Veitingar verða seldar a mótstaðnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.