Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Laugardagnr 23. júní 1945. 138. tölublað. VILIINN t---------------------- FANGABÚÐIR DAUÐANS nefnist grein eftir Willi- am Bust, ritstjóra Daily Worker, sem birt er á 4. síðu blaðsins í dag. ______________________* Kommúnísfarniir Johan Sfrand Johansen og Kersfín Hansfeen eíga sæfs í nýju norshu sfíórnínni Einar Gerhardsen, hinn ungi og ötuli leiðtogi norska Verkamannaflokksins, hefur nú myndað fyrstu ríkis- stjórnina á norskri grund eftir frelsun landsins. Gerhardsen lagði ráðherralista sinn fyrir konung í gær. Samkvæmt fregnum frá Norsk Telegrambyrá eiga fimmtán ráðherrar sæti í stjóminni, sex úr Verka- mannaflokknum, tveir úr Kommúnistaflokki Noregs, og sjö samtals úr Hægri flokknum, Vinstri flokknum og Bændaflokknum. Kommúnistarnir í stjóminni em Johan Strand Johansen, Osló, verkamálaráðherra, og frú Kerstin Hansteen ráðherra án sérstakrar stjómardeildar, — ekkja Viggo Hansteens hæstarréttarlögmanns, sem naz- istar myrtu. Hún er fyrsta konan sem gegnir ráðherra- embætti í Noregi. Önnur ráðherraembætti eru þannig skipuð: Trygve Lie utanríkisráðherra, Oscar Torp Iandvarnarráðherra, Lars Evensen verzlunarráðherra. Kaare FostervaM kirkju- og kennslumálaráðhcrra, Sven Offe- dal félagsmálar'áðherra (allir úr Verkamannaflokknum), Gunnar Jahn (vinstri) fjármálaráðherra, Johan Cappelen (hægri) ,dóms- málaráðherra, Egil Offeniberg birgðamálaráðherra, Tör Skjöns- berg siglingamálaráðherra, , Arne Rostad landbúnaðarráðherra, H. J. Gabrielsen og Conrad Bonnevie Svendsen ráðherrar án sérstakrar stjórnardeildar. Elestir ráðherrarnir í hinni nvju stjórn eru leiðtogar heimavíg- stöðvanna. Morgenbladet í Osló segir m. a. að fáir þekktir og virkir stjórn- málamenn taki sæti í nýju stjóm- inni, en flastir ráðherranna séu úr hópi þeirra, sem á hernámsárunum urðu að taka á sig stjórnarstörf og ábyrgð. Um fcrrsætisráðherrann Einar Gerhardsen segir blaðið, að hann hafi ekki tekið mikinn þátt í stjórnmálum opinberlega fyrir stríð, en hið einstæða framlag hans í stjórn baráttunnar á heimavíg- stöðvunum valdi því, að alþjóð muni með trausti og ánægju taka hann sem forsætisráðherra. Ráðstefna ind- verskra stjórnmála- manna að hef jast Sir Archibald WaveU, landstjori Breta í Indlandi, er lagður af stað frá Delhi tU Sivúa, þar sem ráð- stefna hans og indverskra stjóm- málamanna á að hefjast á mánu- dag. Aður en ráðstefnan hefst, mun Wavell ræða við Gand'hi og Asad, San Franciscoráð- stefnunni að ljúka með samliomuagi um nýtt þjóðabandalag A mánudaginn munu fuUtrúar fimmtíu þjóða undirrita í San Francisco sáttmála saviemuðii þjóðanna um hið nýja þjóða- bandalag, er tryggja á að friður haldist. Gert er ráð fyrir að þegár að þeirri athöfn lokinni slíti Truman Bandaríkjaforseti San Francisco ráðstefnunni með ræðu. Framkvæmdanefnd sú, er ráð- stefnan mun kjósa hinni nýju ör- yggisstöfnun mun hafa aðsetur sitt í London, a. m. k. þar til rík- isstjórnir og þing þeirra landa sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni hafa lagt fullnaðarsamþykkt' á gerðir hennar. Alyktun ráðstefnunnar um að útiloka ríkisstjórnir, sem hafa komizt til valda fyrir hjálp öxul- ríkjanna, hefur komið illa við fas- istastjórn Francos á Spáni, sem reynir nú með yfirlýsingum að breiða yfir samband sitt og þjón- ustu við Hitlers-Þýzkaland. tvo af helztu leiðtogum Kongress- flokksins. Kongressflokkurinn hefur sam- þykkt ályktun þar sem lýst er á- nægju með störf San Francisco- ráðstefnunnar, og áherzla lögð á að afnema verði siðustu leifar heimsvaldastefnunnar í alþjóða- viðskiptum. im sfðostu lilfem eazismens Nontgomery telur hættu á hungursneyð í hýzkalandi Berlínarútvarpið tilkynnti í gær að Konunúnistaflokkur Þýzkalands og þýzki Sósíaldemókrataflokkurinn hafi komið sér saman um samstarf til þess að uppræta nazismann í Þýzkalandi. Er ætlun flokkanna að mvnda lýðræðisbandalag á breiðum grund • velli og safna að sér öllum lýðræðisöflum þýzku þjóðarinnar. Montgomery hershöfðingi | skýrði svo frá í ræðu sem hann hélt í gær, að bannið við því að vingast við Þjóðverja yrði enn í gildi nokkum tíma. Háttset;- ir þýzkir hershöfðingjar yrðu einangraðir og þeirra stranglega gætt, og stormsveitarmenn yrðu sennilega hafðir 1 fangelsi um tuttugu ára skeið. Nákvæm ar gætur yrðu hafðar á þýzkum hermönnum, sem nú er verið að senda heim. Montgomery sagði að hæt :a væri á hungursneyð í Þýzka- landi í vetur, en allt hugsanlegt yrði gert til að afstýra hörm- ungum. Mikill fjöldi þýzkra stríðsfanga hefðu verið leystir úr haldi* og ynnu nú landbún- aðarvinnu og í kolanámura. Miklir erfiðleikar væru á flutri- ingum, t. d. væri víða tilfinn anlegur kolaskortur en í Ruhr lægi nóg af kolum, sem ekki kæmist þangað sem þörf væri fyrir það. Talið er að Rínarfljót verði að fullu skipgengt á ný 1 sept- ember 1 haust. \ HERNÁMSSKIPTING ÞÝZKALANDS FRAM- KVÆMD 0 Brezk hernámsyfirvöld tóku í gær við borginni Köln, af Banda- ríkjamönnum. Sovéther er í þann veginn að taka við stjórn alls hernámssvæð- is síns í Þýzkalandi. Brezkar og bandarískar liðs- sveitir eru væntanlegar til Berlín- ar. Ástralskur her í inn- rás á Sarawak Astralshur lier hefur gengið í land á Sarawak á norðurströnd Borneás, um 100 km suður af Brunei, án þess að mótspyrna vœri veitt. Tóku Astralíumenn olíu- hreinsunarstöðvar skammt frá ströndirmi og sœkja hratt inn í landið) Saraicak á að heita sjálfstcett riki, en er undir brezkri „ve.rnd1. Loftárásirnar á aðalstöðvar japanska hergagnaiðnaðarins halda áfram með vaxandi þunga. í gær- morgun gerðu 450 risaflugvirki harðar árásir á fimm japanskar iðnaðaiborgir og flotastöðvar, með miklum árangri. Á Okinava eru bandariskar veitkfræðingasveitir önnum káfnar við byggingu flotahafnar og flug- haifna til undirbúnings stórárás- um á heimaland Japana. Áttundi bandariski flugherinn, sem verið hefur í Evrópu, verður nú sendur til Austur-Asíu-víg- stöðvanna. Doolitle hershöfðingi, sá er stjórnaði fyrstu loftárásinni á Tokyo. er kominn til Asíu-víg- stöðvanna. r I kvöld hefst á Þingvöllum Jónsmessumót Sósíalistafélaganna og Æskulýðsfylkingarimiar Enginn reykvískur sósíalisti, sem með nokkru móti kemst >úr bænum þessa helgi, má missa af kvöldvök- unni á Þingvöllum í kvöld og fjölbreyttum skemmtunum á Jónsmessumqtinu á morgun. Þátttakan er orðin mikil, og er vissara að panta fyrir hádegi í dag ef menn ætla að komast í kvöld, i síma 4757 eða 4824 (eftir hádegi aðeins í síma 4757). Skrifstofur miðstjórnar flokksins og Æskulýðsfylkingarinnar á Skólavörðustíg 19 verða opnar í dag, og eru þar gefnar allar upplýsingar og farmiðar seldir. Verð farmiðanna er 30 kr. báðar leiðir, hálft gjald fyrir 9—13 ára börn og frítt fyrir 8 ára börn og yngri. Veitingar til sölu á mótinu: Mjólk, rjómi, skyr pylsur, kaffi, gosdrykkir, sælgæti, tóbalc — en ekki mál- tíðir. Allir sem eiga tjöld, eru beðnir að hafa þau með sér. Hittumst heil á Þingvöllum í kvöld!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.