Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 4
1*JÓÐVILJINN — Laugardagur 23. júní 1945 Laugardagur 23. júní 1945 — ÞJÓÐVILJINN þlÓÐViLIINN Ótgefan4i: Sameiningarflokfcíi alþýSu — Sóríalútaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sig’trður Gu/hnundsaon. Stjómmálari tstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarsknfstofa: Austurstrœti 1S, rími SS70. Afgreiðsla og auglýsingar: Slcólavörðustíg 19, rími S18Í. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víldngsprent h.f., Garðastræti 17. Einkastríð Alþýðublaðsins Alþýðublaðinu er illa við stríðsyfirlýsingar, einkum ef þær skyldu beinast gegn fasistaríkjum, — en þetta undarlega blað virðist þó sjálft vera í stríði og því mjög hatrömu gegn einu af helztu stórveldum heims, sem sé Sovétríkjunum, — ef dæma skal eftir hálfbrjáluðum leiðara þess í gær um „þjónustu Ríkisútvarpsins við Rússa". I>að eru undarlegir menn við Allþýðublaðið. Ríkisútvarpið, hefur árum saman fhitt fréttir frá London og Berlín og er nú að bæta við fréttum frá fleiri höfuðborgum heims, eftir því, sem tiJ næst. Fréttimar frá London hafa auðvitað allan stríðstímann verið vald- ar af fréttaskoðun Breta — og auðvitað verið litaðar, stundum bein- fínLs áróðursfréttir gegn lýðræðissinnum svo sem grísku fréttimar í vet- ur eða litaðar Bretum í hag, svo sem í deilu þeirra við Fraikka í Sýr- lamdi. Ekki sögðu menn þess vegna að Ríkisútvarpið væri í þjónustu Rreta, — en útvarpið áieit rétt að lofa hlutstendum að hej-ra, hvernig Lundúnaútvarpið segði frá heimsviðburðunum. Ríkisútvarpið hefur allt stríðið flutt fréttir frá Berlín. Þessar fréttir hafa verið mjög áberandi áróðurskenndar oft á tíðum, því þannig sagði Berbnarútvarpið yfirleitt frá viðburðunum og vafalaust miklu verr en hér var gert. Alþýðublaðið sá aldrei ástæðu til þess að hamast á móti þessum Berífnarfréttum. Það mótmælti því ekki með einu orði að þær væru fluttar. Engar fyrirsagnir birtust um að „Ríkisútvarpið væri í þjónustu Þjóðverja“. En nú er stríðinu lokið og rödd nazismans þögnuð. Útvarpið frá höfuðborgum Evrópu fær nú áftur að njóta sán og Ríkisútvarpið reynir að gera fréttaflutning sinn fjölbreyttari. Og meðal annars birtast útvarpsfréttir frá Moskva. Það þykir nú út í heimi ábka miklu varða hvað sagt er þar eins og í London og New York — og íslendingar vilja gjarnan heyra fréttirnar frá öllum þessum höfuðborgúm og fleiri. Þeir treysta sér sjálfir til að dæma hver um sig hverju þeir trúi. Enn það er þá, sem Alþýðublaðið fær kast: Á að koma frétt frá Moskva í Ríkisútvarpinu? — Á að birta hlut- lausa frásögn um staðrevndir þaðan? — Nei, — aldrei, — hrópar Al- þýðublaðið. — Það má þvlja áróðursfregnir frá Berlín í tiu ár og taugar Júdasanna eru í bezta lagi, — en ein frásögn um dóm yfir fasistum í Moskva, — þá gengur hr. Júdas af göflunum! Hatur þessara manna gegn lýðræðinu birtisft m. a. í þessu ofstæki. Þeasir herrar, geta ekki hugsað sér það að fréttir frá t. d. Moskva og Helsingfors hafi jafn-an rétt á við fréttir frá t. d. London og Stokkhólmi. Þessir emræðissinnar vilja fá að ráða því h v;fð fólkið fær að heyra. Þeir óttast dómgreind þess — og dóm þess — og umhverfast þess vegna, ef það fær að heyra þó ekki séu nema frásagnir um viðburði t. d. úr Moskvaútvatrpinu, jafnhliða öðrum útvarpsstöðvum. En það er bezt fyrir þessa menn að venja sig við það í fcíma að slíkt einræði og ofstæki geta þeir prófað á sínum eigin flokki og drépið hann með þeim aðferðum, öf þeir vilja, — en íslenzku þjóðina skulu þeir ekki fá tækifæri til að blinda og forheimskva. Aíþýðuiblaðið getur háð sitt einkastríð gegn Sovétríkjunum, ef því þóknast. Það getur vafaiaust fengið hermannlegar leiðbeiningar frá for- manni Framsóknarflokksins, — honum þykir svo gaman að leika stríð og panta vopn og ekki þarf að efast um stjórnlistina eftir afrekunum, er hann ætlaði að hindra myndun ríkisstjórnarinnar í haust, að dæma. En einkastríð Alþýðublaðsins er að vissu leyti þess einkamál. Því er frjálst að gera sér það til skammar að vera afturhakissamasta blað veraldar, eftn- að „Völkischer Beobachter“ hætti að koma út. — En þegar það ætlar að fara að gera smánarblettinn, sem það sjálift er á sínum flokki, að sm'ánanbielti á allri þjóðinni með því að heimta Rrkis- útvarpið umskapað í þess mynd, þá er nóg komið. Afþýðublaðsiklíkunni er bezt að gera sér ljóst, að einkastríð hennar fyrir einræði og afturhaldi er ekki og verður ekki afsfcaða þjóðarinnar, heldur þvert á móti. íslenzka þjóðin mun haida áfram baráttu sinni fyrir lýðræði og framförum, og í þeirri baráttu þurrka af sér þann smán- aiblett, semvaf Alþýðu'blaðinu er, á þann hátt sem Jýðræðiuu er eiginlegt. Fangabúðir danðans Brezka þjóðin er slegin hrolli og viðbjóði. Undanfarna daga hefur bún litið augum allar ógnir naz- ismans, hún hefur séð hina lim- lestu, pynduðu og sveltu líkami •fórnardýra Hitlers, og ódauninn úr sorphaugum nazismans, hefur lagt að vitum hennar. Fasisminn er í eðli sínu siðferði- legt rotnunarástand. Hann hefur breytt tugþúsundum Þjóðverja í skrímsli og villidýr, sem í engu Mkist mönnum. Allir Þjóðverjar, sem lokað hafa augunum fyrir sið- leysi því og glæpum, sem gerzt hafa meðal þeirra bera hin saur- ugu fingraför hans, ásamt þeim, sem látið hafa forheimskast og af- siðast af hinni óhrjálegu kenningu um yfirburði vissra kynþátta. Buchenwald, Belsen og Nord- hausen. — í sambandi við það, sem gerzt hefur á þessum stöðum er ekki hægt að nota orð eins og mannúðarleysi og grimmd. í þess- um fangabúðum hefur verið sett met, sem aldrei áður hefur verið komizt nærri í sögu mannkynsins. Engin mannleg orðabók hefur inni að halda orð, sem geta lýst svo afskræmilegri villimennsku og sið- leysi, né öðru eins hruni mann- legra vera niður í algeran skepnu- skap og villidýrsæði. í þessum fangabúðum, sem Hitler byrjaði að koma á stofn 1933, voru karlar, konur og börn svelt til bana og lamin þar til þau voru aðeins blóðug kjötflykki. Menn voru hengdir hundruðum saman og dauðir menn og deyj- andi brenndir í hrúgum. Húðinni var flett af fórnardýrunum, til að binda inn í hana eintök af „Mein Kampf‘, eða skreyta með henni lampaskerma á heimili fangabúða- stjórans. Lýsnar juku kýn sitt og fitnuðu, taugaveiki og . berklar drápu þúsundir fanga. Þessir fangar, sem áður höfðu hæfileika til að hugsa, tala, brosa, hlæja, elska og skemmta sér, héldu dauðahaldi í lífið. En að lokum örmögnuðust þeir, ekki aðeins lík- amlega, heldur einnig andlega. „Mannát var daglegur viðburð- ur“, segir fréttaritari einn. „I>egar fangi lézt, skáru aðrir fangar stykki úr líkama hans. í fyrstu \æru þeir barðir fyrir þetta at- hæfi, en síðar komu fangaverðirn- ir á fót verzlun með mannakjöt“. — Og í þessum fangabúðum, þar sem Hk voru hlutuð sundur, seld og étin, fæddust börn. I Belsen fæddust fimm til sjö börn á dag. Sem betur fór dóu þau öll. Allt, sem þarna gerðist, hefði getað gerzt hér í Bretlandi, ef þjöðin hefði brugðizt því hlut- verki að rísa sem einn maður gegn eyðendum heimsmenningarinnar, og ef við hefðum ekki borið gæfu til að ná hernaðarlegri samvinnu við Sovétsamlbandið og berjast við hlið rauða her.sins. Við vissum ekki fyrr en nú frá hverju við höfum bjargazt, og hve nærri við .vorum h yl dýpi tortímingarin n ar. Karlar, konur og börn voru höfð í þessum fangalbúðum dauðans, sjúkdómanna og mannakjötsáts- ins, í Belsen, Buchenwaid og Nordhausen. Þar voru Gyðingar frá því nær öllum löndum Évrópu, I erlendir þrælar, menn úr andstöðu- liði hernumdu landanna, gislar, stríðsfangar, nokkrir Bretar og Bandaríkjamenn og margir Þjóð- verjar. Voru það Þjóðverjar, sem veitt höfðu nazistum mótspyrnu, menn, sem ekki gátu þegjandi þol- að það, sem fram fór. Nú eru þeir dauðir eða deyjandi, bilaðir á geðsmunum og hold þeirra sem á líkþráum niönnum. Þetta voru heiðarlegir Þjóðverjar, tákn þess, sem Þýzkaland var, einu sinni, og •eins og það verður, þegar búið er að refsa hinum seku, og eftir margra ára afplánun og skuida- lúkningu, þegar saurblettir fasism- ans hafa verið fullkomlega afmaðir. Á þessum tíma á vel við að rifja tætlur, sem voru á veggjum og góifi klefans“. (17. des. 1934). Hinn viðbjóðslegi sannleikur um þessar fangabúðir hefur alltaf ver- ið kunnur síðan 1933. En blöð milljónamæringanna og brezka út- varpið fluttu ekki þessar fréttir inn á hvert brezkt heimili. Öðru nær. í stað þess var að yfirlögðu ráði, þagað um þær og rekinn læ- víslegur áróður gegn þeim. „Það eru aðeins Gyðingar, það eru að- eins kommúnistar“, hvísluðu er- indrekar Hitlfers í Bretlandi. Og þessu eitri var dreift út með blöð- um og úr ræðustólum. ★ ,Árið 1933 var ég viðriðinn fyrstu andnazisku samþykktina Eftir WÍLLIAM RUST /VVVSAA/VWVVVVA^VVVVVVVVVNAJVNr^iA^VWVVVVWWðAAAA^VVVVUV upp sögu þessara fangabúða og baráttunnar gegn þeim. — í þess- um fangabúðum heifur vörðum og pyndingarböðlum undanfarin 12 ár verið kennt að drýgja glæpi sína með hinni alkunnu þýzku ná- kvæmni, út í yztu æsar, og með stuðning og samþykki yfirvald- anna að baki sér. Það er bezt að viðurkenna sann- leikann, þó beizkur sé. Bretland vissi um þessar fangabúðir, en þagði og sneri sér undan. Þýzkir andnazistar lýstu ógnun þeirra, og fjöldi þekktra manna af ýmsum þjóðum, bæði karlar og konur, vís- indamenn, rithöfundar, lögfræðing- ar og klerícar kölluðu okkur til dáða, en við daufheyrðumst við kalli þeirra. Og við trúðum ekki Rússum, þegar þeir sögðu frá manndrápsstöðinni í Maidanek. Nú, þegar hermenn okkar, blaða- menn og ljósmyndarar hafa séð þetta með eigin augum og færa fram sannanir, sem ekki er hægt að véfengja, trúum við því loks- ins og látum í ljós viðbjóð og hat- ur. Fyrsta nákvæma frásögnin um óöld nazista birtist í: „Hin brúna bók um ógnaröld Hitlers“, sem gefin var út 1933, sama ár og naz- istar komust með svikum og of- beldi til valda. Þar voru lagðir fram óhrekjandi vitnisburðir um skipulögð ofbeldisverk og morð. og skýrt frá þeirri staðreynd, að þá þegar voru komnar upp 45 fangabúðir sem i voru geymdir 35—45000 þýzkir andnazistar. Og dag eftir dag, mánuð eftir mánuð hélt Daily Worker áfram svipuð- um uppljóstrunum. Blaðið reyndi að vekja samvizku þjóðarinnar. en var næstum einstök rödd hróp- anda í e.vðimörk afskiptaleysisins. Hér fer á eftir frásögn, sem birt var fyrir rúmlega fcíu árum síðan, ein af mörgum hundruðum: „Fangaverðirnir eru hraklegasta manntegund. sem ég hef fyrirhitt. Slíkan ruddahátt og illmennsku og meðal þeirra hef ég aldrei vit- að meðal manna. Karlfangamir voru iðulega barðir, voru þeir þá fluttir í sérstakan klefa. Daginn eftir vorum við konurnar látnar hreinsa bióðslettur, kjöt óg skinn- sem gerð var hér á landi, var hún gerð á fundi í Kingsley Hall. Blöð- in þögðu um fundinn“. Svo segir Hannen Swaffer frá í grein þar sem rifjuð er upp saga þessarar baráttu í Bretlandi. „Síðan sló Fleet Steet (gata, sem fjöldi brezkra blaða hefur skrifstofur við) því föstu, iiæstum samhljóða, að frásagnir um Gyðingaofsókn- irnar væru bara Gyðingaáróður. Og áður en langur tími var liðinn voru blaðamenn af öllum tegund- um, ásamt eigendumim, byrjaðir að leggja lag sitt við Hitler og klíku hans í Berlín eða von Ribb- entrop og flokk hans í London, í fyllstu vinsemd og bræðralagi. í liði þessara manna voru stjórnmálamenn okkar og iðju- höldar, sem ferðuðust til Berlínar, Núrnlberg, Berchtesgaden og Múnchen, komu síðan heim og lof- sungu foringjann og hina dásam- Iegu „nýsköpun“ hans. „Það er ánægjulegt fvrir mig að hafa fengið tækifæri til að stofna til persónulegs kunningsskapar við yfirmann þessarar miklu þjóð- ar“, sagði Sir John Simon árið 1935. Ári sáðar tilkynnti Lord Londonderry: „Þýzkaland er nú sameinað undir stjórn eins manns“. ..Ég fíyt yður virðulegan frið (peace with honour). Ég hika ekki við að segja, eftir þá persónulegu kvnningu, sem ég hef haft af herra Hitler, að ég held hann meini það sem hann segir“. Svo mælti Mr. Chamberlain eftir heimkomuna frá Múnchen í nóvémbermanuði 1938. Rélt fyrir stríðsbyrjun, í júlí ár- ið 1939, tókst Lord Kemsley, eig- andi 19 fréttablaða, á hendur sér- staka ferð til Þýzkalands, þar sem hann hitti Hitler. Hann fór þeim erindagerðum að semja um skipti á blaðagreinum við yfirmann naz- istablaðanna, dr. Dietric'h. En því er verið að rifja upp þennan sneypulega kafla í sögu Bretlands? Það er ekki gert til þess að bera fram pólitískar ásakanir, heldur til Jæss að við getum séð villu okkar og lært til fulls þá lexíu, sem við höfum orðið að greiða háu verði. Annars er hætta á að þegar viðbjóður sá og hroliur, sem um oss fer nú, er liðinn hjá, byrjum við að gleyma, og veitxim ekki athygli þeirri kvöð, sem á oss hvílir og oss ber að leysa af hendi. Það er ekki nóg að eyða fasism- anum, refsa glæpamönnunum og ala þýzku þjóðina upp að nýju. Við verðum að gera útlæga af pólifcískum vettvangi þá menn sem styrktu og hjálpuðu fasismanum, þá sem hindruðu þjóðina frá að kvnnast sannleikanum. Við verð- um að verja og auka lýðræðið meðal vor, hreinsa til í blaðaút- gáfunni og öðrum fræðslutækjum aimennings. Og við verðum að borjast fvrir alþjóðlegu samstarfi og jafnrétti alira manna. Það er fyrst og fremst þetta, sem við eig- um að læra af sögunni um Belsen, BuehenwaJd og Nordhausen, og það sem við eigum að kenna af- komendum vorum. 3. þlng S.U. F. Framh. af 3. síðu. vinnuláfsins — við viljum aukna vélanotkun, bættan skipa kost, bæði til veiða og flutn- inga o. s. frv> En Framsóknarflokkurinn styður það vissulega ekki, að tæknin verði tekin í þjónustu íslenzkra atvinnuvega. Það er öðru nær. Framsókn hefur bar- izt dyggilega og berst enn fyr- ir því að viðhalda ríkjandi fram leiðsluástandi í landbunaðinum, þótt það sé orðið mörg hundruð ára gamalt, og Framsóknar- flokkurinn á þess vegna sök L þeirri niðurlægingu, sem þessi atvinnuvegur okkar er kominn í. Framsóknarmenn þola líka illa að heyra nefnda á nafn samfærslu byggðarinnar, því að hún táknar bætt menningarskil- yrði, tækni, beíri afkomu og — valdamissi Framsóknar. Þingið vill láta gera ráðstaf- anir til þess að koma í veg fyr- ir að framleiðslan dragist sam- an og fólk leiti frá framleiðsli* • störfunum. Heppilegasta ráðstöí unin til þess er að skapa fólkinu sem að framleiðslunni vinnur, viðunanleg lífskjör, og til þess að svo sé, verður framleiðsl an að bera sig. Tæknin eykur fram JeiðsJuafköstin, meiri tækni þýð ir því betri afkomu. í lok hinnar pólitísku yfirlýs- ingar er skorað á alla „þjóð- lega og frjálslynda umbóta- menn“ að taka nú höndum sam an (auðvitað er það Framsókn- ar- og Vísisafturhaldið, sem átt er við) gegn núverandi rikis- stjóm, því stefna hennar sé „hættuJeg“. Slíkt er þeirra út- gönguvers. Skemmtiferð og happdrættí. B. s. Sæbjörg mun verða í förum n. k. óunnudag til ágóða fyrir björg unarskútusjóð Norðlendinga. Farið verður kringum Viðey og hefjast ferðirnar strax eftir hádegi og verð- ur íarið á tveggja tíma fresti. Far- gjald verður ekkert, en öllum verð- ur gert skylt að kaupa að minnsta kosti 1 happdrættismiða, en happ- drættið er vandaður bókaskápur með 300 innbundnum bókum. Dreg- ið 15. júlí n. k. —■ Slysavarnaíélag íslands. SAMGÖNGUMÁL §. —..Eyjapósiur = Ástandið í samgöngumálum Vestmaunaeyinga. er nú, á átinu 1945, með þeim hætti, að það getur tekið lengri tíma að komast frá Reykjavík til Vestmannaeyja en að ferðast um- hverfis hnöttinn. LlTIL FORSAGA. Vestmannaeyingar eru þannig settir, svo sem aðrir eyjabúar, að þeir eiga yfir sjó að sækja til ann- arra st.aða. Þessi aðstaða hefur oft verið erfið, bakað íbúunum marg- vísleg óþægindi, volk og hrakn- inga, og stundum liafa stórslys af hlotizt, svo sem eins og er nær þrjáttíu manns fórust af opnu skipi við Klettsnef, í byrjun þessarar aldar. Árið 1924 drukknuðu 8 menn, er voru að afgreiða „Gull- foss“ fyrir innan Eiði, og fleiri slík dænii mætti nefna. — Góða lýsingu á Eyjaferðum, eins og þær tíðkuðust í tíð opnu skipanna, er að finna í hinni snilld- arlegu bók Eyjólfs Guðmundsson- ar, Pabbi og mamrna. Eftir að vélbátarnir komu til sögunnar, heldur ferðum upp að Söndunum áfram, en þær ferðir hafa jafnan verið háðar veðri og sjó, þar sem öll- sti-andlengjan frá Stokkseyri til Homafjarðar er brimótt og hafnlaus með öllu. Ferðir til Stókkseyrai- hafa og jafnframt verið nokkuð tíðkaðar á liðrium áratugum, en þar er. inn- an skerja var, sem við með ís- lenzku stórlæti verðum víst að kalla höfn. En ferðir þangað em mjög háðar sjó og veðri, svo sem siðar skal frá sagt. Aðrar safngönguleiðir Vest- mannaeyinga við „fastalandið" hafa verið ferðir póstskipanna, en þau hafa (f.yrir stríðið) haft við- komu í Eyjum á ferðum sínum til og frá útlöndum. Þær ferðir voru nokkuð vissar: „Lyra“ kom við í Eyjum á leið til Reykjavfkur ann- an hvern mánudag — og aftur frá Reykjavík föstudag í sömu viku. ..GuIIfoss'4 kom þennan dag að ut- an, ..Biúarfoss" hinn daginn á leið út, o. s. frv. En hvernig var nú aðbúð fólksins á þessum ferðum? Skipin lögðust á yfcri höfnina, þangað var farið á mótorbátum eða uppskipunarbátum út í þau, fólkið dregið upp í körfu eða varð að klöngrast upp kaðalstiga — og þótti Jirekvirki unnið, þegar kom- ið var á skipsfjöl. En Jætta gekk svona, þegar bezt var og blíðast og allt lék í lyndi. Hitt var miklu tíðara. a. m. k. yfir vetrartímann. að ytri höfnin var ófær, vegna veð- urs og sjógangs. Lögðust þá skipin undir Heimaklett, norðan við eyna og varð þá fólkið að fara inn fyrir Klett — en sú ferð var oftast erf- iðasti hluti leiðarinnar til Reykja- víkur, og engan veginn hættulaus. Þegar farþegarnir loks komust á skipsfjöl, oft hrelldir og hraktir, þá fyrst hófust vandræði þeirra. Það var mjög sjaldgæít, að far- þegar þessir fengi nokkurt rúm, því skipin voru venjulega yfirfull frá og til útlanda. Þá sjaldan hitt- ist á lipra og hjálpfúsa yfirmenn, sem eitthvað vildu fyrir fólkið gera. gat það fengið að Jeggja sig: í sölum skipsins og fékk lánuð teppi — en hitt var víst algeng- ara, að menn urðu að velja um lestina og þilfarið. Ég varð t. d. fyrir þeirri revnslu á íslenzku skipi, ásamt stórum hópi íþróttamanna og kvenna, að hýrast í sömu lest ocf 150 hross, frá Reykjaink til Vestvmnnaeyja — og vera neitað um pláss í matsólwm skipsins, sem þó voru auðir. Þetta var fyrir 10 árum. og ástandið var svipað, er stríðið skall á. — ÁSTANDTD NÚ. — STOKKSE YRAR FERÐIR HÖFUÐLAUSNIN. Á stríðsárunum versnaði ástand- ið til mnna. Viðkomur póstskip- anna, að undanteknum strand- ferðaskipunum, lögðust niður. Ríkisskip hefur haldið uppi ferð- um með vörur á skipum, sem eru með öllu óhæf til mannaflutninga. Stundum hefur ríkisstjói-nin hlut- azt til um. að varðskipin fæTU vikuiega milli, og hefur það rcynzt sæmilega — þótt raunveruJega sé þar ekki um nein farþegarúin að ræða. Yfir snmartímann er fólks- straumurinn mestur frá og til Vest- mannaevja og skiptir fólk það þús- nndum, sem komast þarf ferða sinna á tímabilinu maí—septem- ber. Fjöldinn ailur af þessu fólki er fluttur um Stokkseyri Einstakir menn stunduðu þær ferðir fyrstu stríðsárin. en sjaldnast reglu- bundnar. En upp á síðlcastið ann- ast sérstakmr bátur ferðir þessar, með sérleyfi til allra flutninga og st.vrk úr ríkissjóði og hefur fasta áætlun tvisvar í viku. Bátur þessi er að vísu byggður sem fiskibát- ur. en ekki með mannflutninga fyrir augum — en hann er eigi að síður bezta' fleytan, sem stundað hefur Jæssar ferðir — og bætir lír brýnni Jxirf. En hversu ágætur sem báturinn væri, og allt er snertir rekstur ferðanna — þá getur bara komið alvarlegt babb í bátinn, þegar til kasta höfuðskepnanna kemur. — í fyrsta Jagi er innsigl- ing á Stokkseyri með þeim hætti, að báturinn flýtur ekki inn (eða út) nema kringum flóð, og getur af þeim orsökum ekki verið um fasta ,b urtferðartíma að ræða — þeir eru á öllum tímum sólar- hringsins, eftir sjávarföllum. Eru að þessu mikil óþægindi. En ann- að er þó verra. Það er ekki nærri ailtaf sem hægt er að fara þessa leið. þófct háflæði sé. því „leiði“. getur tekið af, uni leið og nokkuð brimar sjó, og verðui4 þá innsigl- ingin ófær. Þetta gerist oft á skömmum tíma. Stundum hefur báturinn lagt af stuð úr Eyjum, að fengnum upplýsingum um bezta leiði á Stokkseyri — og síðan orðið að leggja frá. er að Stokkseyrar- sundi kom og halda með fanþeg- ana tíl siimn hafnar. Jafnframt hefur orðið að hætta við auglýst- ar ferðir. Næriækt dæmi: Miðvikudaginn 13. þ. m. var anglýst ferð til Stokkseynar og til baka sama dag. Þegar leggja skyldi af stað úr Eyj- um, var komið brim á Stokkseyri og báturinn fór vitanlega hvergi. En Vestmannaeyingar, sem stadd- ir voru í Reykjavík og ætluðu heim með þessari ferð, fóru austur að Sfcokkseyri um morguninn — og jalfnvel kvöldið áður, til þess að ná í bátinn. Þegar til Stokkseyrar kom, var þar brim og enginn Eyja- bátur — en hann var væntanlegur þegar brimið lægði. Þá var að taka því og fá sér húsrúm á Stokkseyri og bíða bátsins. Ég kom til Stokkseyrar föstu- dagskvöldið 15. júní og ætlaði með bátniim morguninn eftir. Þar hitti ég marga sveitunga mina, sem höfðu beðið eftir bátnum í 3 daga, hald-andi sér uppi á hótcli staðar- ins. — Báturinn kom ekki fyrr en kvöldið cftir og þessir sömu menn stigu á land í Vestmannaeyjum kl. 4 að morgni 17. júní, um það bil 4 sólarhringum frá. því þeir lögðu af stað frá Reykjavík. Þetta gerist um hásumarið — en ég hef vitað menn vera allt upp í 8 daga Jæssa sömu leið að haustinu. M. ö. o.. fólk. sem býr við nýtízku samgönguskilyrði gæti ferðast frá einni heimsálfu til annarrar, rekið Jiar sín erindi og haldið heim aft- ur á svipuðum tíma og }>að tekur mann (ef illa tekst til) að komast frá Reykjavík til Vestmannae.yja um bjartasta fcíma ársins. — Þessi er okkar staða á öld tækninnar og hraðans. LAUSN ÞESSA VANDRÆÐ AÁSTANDS. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hef- ur aJgerlega vanrækt sína skyldu í þessum efnum á undanförnum árum. Hún hefur raunar á sínum tiíma skipað svokallaða samgöngu- málanefnd, sem aldrei þefur gert neittí Á síðastliðnu ári voru þó allir flokkar í bæja.rstjórninni orðnir á eitt sátt.ir um það, a.ð lausn málsins væri aðeins ein: flugsamgöngur. Á vegum bæjar- stjórnarinnar voru gerðar mæling- ar og teiknaður flugvöllur — en það virðist hafa verið ónýtt verk. — A síðasta Jiingi voru svo sam- þykkt lög um fjárveitingu til byggingar flugvaJlar í Vestmanna- eyjum, en ekkert gert í ]>ví máli frekar, fyrr en núverandi flug- málastjóri tók við störfum. Á hans vegum hefur verið mælt fvrir flug- velli og nú um þessar mundir fara fram rannsóknir á jarðvegi vallar- stæðisins. svo að skriður virðist nú kominn á þetta mesta nauðsynja- mál Eyjabúa. Það væri mikils um vert, að höfnin hér kæmist í það horf, að póstskipin kæmu inn á hana og legðust hér að bryggju — en )>að er þó ekki lausnrn á samgöngu- málum bæjarins. — Eina lausnin, sem nokkur lausn er og í samrœmi við þá tíma, er við lifum á, er eins fuUkominn flugvöUur hér í Eyj- um og kostur er á og fastar flug- ferðir við aðra staði á landinu. Þegar Vestmannaeyingar eiga þess orðið kost að komast til Reykjavíkur á hálfri klukkustund Næturlæknir er í læknavarð- stofunni Austurbæjarbarnaskólan- um, sími 5030. Næturvörður: er i Laugarvegs- apóteki. Næturakstur: Bifröst, sími 1508. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Samsöngur 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.50 Upplestur: Sumarnótt á Sv:ði, frásaga eftir Guðmund Bjöms son landlækni (Gils Guð- mundsson rithöfundur). 21.10 Kling-klank kvintettinn syng ur. 21.30 Upplestur: Kvæði eftir Kol- bein Högnason (höfundur lesb 21.45 Hljómplötur: Deanna Durbin syngur. 22.05 Danslög. Samþ. Sambands sveitar- félaffa Framhald af 2. síðu. d. Tillaga frá fulltrúum Vest.- mannaey j akaupstaðar: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykk- ir að fela fulltrúaráði sínu og framkvæmdarstjóm að hlutast til um að hluti bæjar- og sveic- arfélaga, af ágóða Áfengisverzl • unar ríkisins verði 20% í stað 5% eins og nú er“. e. Tillaga frá Axel V. Tulj- níus, fulltrúa Hólshrepps og Valdimar Bjömssyni fulltrúa Kef lavíkurhrepps: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykk- ir að fela fulltrúaráði og fram- kvæmdarstjóm að hlutast tu um að 20% af heildartekjun* ríkisins af áfengis- og tóbaks- sölu renni til allra bæjar og sveitarsjóða á landinu. Skiptist þessi fjárhæð eftir fólksfjölda í hverju bæjar- og sveitarfé- lagi. f. Tillaga um meðlagsgreiðsi • ur upphaflega fram borin af Katrínu Pálsdóttur en breytt samkvæmt tillögu frá Helga H Eiríkssyni: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga felur stjóm sambandsins og fulltrúa- ráði að taka til rækilegrar at- hugunar, hvort ekki sé rétt, „ð meðalmeðlög séu samræmd utn land allt og miðað við meðal- meðlög í Reykjavík“. —- þá er ekki hætt við landauðn hér. vegna samgönguvandræða og þeirrar ómenningar, sem af þeim stafar. — Eg sé. mér til 'skelfingar. að þessi skrif mín um samgöngumál Vestmannaeyja nálgast að magni til Jiá tegund blaðagreina, sem merkur rithöfundur nefndi lang- hunda. En við hverju er að búást af mianni, sem býr við svo frum- stæð sani'gönguskilyrði, -er ég hef lýst hér að íraman. Að lokum þetta: Vestmannaey- ingar setja nú allt sitt traust á þá rnenn. er fara með þessi mál í Iand- inn. og ég vona að þessi póstur skýri- heldur fyrir þeim en hitt, hversu báglega itt af stærstu bæj- arfélögum landsins er á vegi statt. í þessum efnum. GXMJhVki'LAil ^TI '(‘p l'fLf Hrímfaxí Til Austfjarðar um miðja næstu viku. Tekið á móti flutningi til Horna- fjarðar, Djúpavogs, Fá skrúðsfjarðar, Reyðarfjarð ar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Seyðisfjarðar, Borgar- fjarðar og Vopnafjarðar á mánudaginn. Svcrrír í áætlunarferð til Breiða fjarðar á mánudag. Flutn- ingi til Snæfellsnesshafna, Gilsfjarðar og Flateyjar veitt móttaka árdegis á mánudag. I. 0. G. T. Samsæii Þingstúka Reykjavíkur gengst fyrir samsæti fyrir ; fulltrúa stórstúkuþingsins og aðra templara- n. k. ' sunnudagskvöld 24. júni ! kl. 8.30 í Góðtemplarahús- j inu. Ræður, kórsöngur, enn- fremur verður sýnd kvik- mynd frá síðasta stórstúku- þingi og ferðalagi fulltrú- anna um Þingeyjarsýslur. Aðgöngumiðar frá kl. 3 e. h. sama dag í Góðtempl- ara'húsinu. Rokkrap sfilkar óskast í síldverkun til Siglufjarðar. Upplýsingar í frystihús- inu ísbjörninn við Tjörn- ina. Samúöarfeort Slysavamafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavamadeildum 'um allt land, í Reykjavík af- ■greidd í síma 4897. Ragnar Úlafsson Hæstaréttarlögmaður o g löggiltur endurskoðandJ Vonarstræti 12, sími 5999. Skrifstofutími 9—12 og 1—5. E.S. Grein þessi er send Þjóð- viljanum frá Vestmannaevjum um Stokkseyri til Reykjavíkur. i. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.