Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.06.1945, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. júní 1945. ÞJOÐVILJINN 3 Verkalýðsæska Sovétríkjanna Meðal fulltrúa á heimsráð- stefnu verkalýðsins, sem hald- in var í London í febrúar s.l., var Sakharova, 26 ára*gömuh frá Verklýðssambandi Sovét ríkjanna. Þar átti æskulýðurinn glæsilegan fulltrúa. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu, er hún hélt á ráðstefnunni. Sem ungan fulltrúa frá verka lýðssamtökum Sovétríkjanna á alþjóðaráðstefnu verkalýðsins langar mig að benda sérstak- lega á nokkrar tillögur varð- andi hagsmuni æskulýðsins, því æskulýðurinn er mikill hluti verkalýðsins og fjölmennur í samtökum hans. * Seint verður ofmetin þátttaka æskulýðs allra þeirra þjóða, sem berjast gegn fasismanum, 'í þessari miklu frelsisstyrjöld. Ungir menn og konur í Bret- landi, Ameríku, Frakklandi og Júgoslavíu, æskulýður Sovét- ríkjanna og allra annarra lýð- ræðisþjóða, öll hafa þau sinní miklu hlutverki í frelsisbarátt • unni. Mér er það ánægja að skýra ráðstefnunni frá, að allt frá fyrstu dögum stríðsins beind- ust-allar hugsanir og tilfinning- ar sovétæskunnar, að einu marki — eyðingu hinna fasistisku inn rásarherja. Með þeirri hugsur. hefur æskulýðurinn barizt og berst enn í fylkingum hins hug djarfa rauða hers, 1 röðunt skæruliðanna, með þeirri til- finningu vinnur hann, að iðn- aði, samgöngum og jarðyrkju. býr um og læknar sár her- manna og yfirmanna.... í landi okkar var meira en helmingur allra skæruliða æsku '• fólk. Heilar skæruliðasveitir < voru eiilgöngu skipaðar ungu fólki.... Með því að vinna í verksmiðj um, orkustöðvum ög í námum hefur æskan átt mikinn þátí í að eyða fjandanönnunum. Ung ir menn og ungar konur vinn-i stöðugt án þess að unna sér hvildar. Kjörorðið „allt fyrir vígstöðvarnar — allt fyrir sig- urinn“ er leiðarljós æskulýðs- ins í hinum einstæðu afrekum hans.... í verkalýðssamtökunum er æskulýðurinn mjög fjölmenn- ur; í sumum greinum er hann helmingur verkafólksins. Það er afhyglisvert, að þetta fólk ekki aðeins vinnur; það bæði vinr.- ur og skapar, leitar að nýjum möguleikum til að auka fram- leiðsluna. Margt af því hefur sinnt ýmiskonar störfum og getur innt af höndum hin ólík- ustu verk. Að tilhlutun æskulýðsins og undir virkri forystu verkalýðs- samtakanna voru skipulagða: „vígstöðvasveitir“. Þeir, sem í þessuim sveitum eru, hafa náð frábærri leikni í starfsgreinum sínum og sýna einstæð fram- leiðsluafköst. Þær byrgja rauða herinn upp að flugvélum, vist- um og vopnum. Sem stendur eru til 140000 slíkar sveitir með um milljón æskumönnum, með- limum verkalýðsfélaganna. Æskulýðurinn tekur líka virk an þátt í því að endurreisa mannvirki og ið/iað, sem Þjóð- verjarnir hafa lagt í rústir, ti! dæmis gáfu tuttugu þúsund æskumenn og konur sig fram til þess að reisa hetjuborgina Stalíngrad. Þau vandamál, sem þessi ráð stefna fjallar um, draga að sér Æskulýðssamtökin í Mexíco útnefndu í vetur Ernest Madero sem fulltrúa í Al]>jóðaæskulýðsráðið. — Hér á myndinni sést hann flytja ávarp sitt, er stjórn ráðsins bauð hann velkominn. Formaður Alþjóðaæskulýðsráðsins, dr. Palacek, og ritari þess, frú Hookham, sitja til vinstri handar við ræðumanninn. 3. þing S.U.F. Þriðja þing S.U.F. var hald- ið á Laugarvatni fyrir viku síðan. Þar mun hafa mætt sæg ur mikill af fulltrúum, eða álíka margir og meðlimir sam- bandsstjórnar eru. Það gerðist merkast á þessu þingi, að kos- in var ný sambandsstjórn, í stað þeirrar gömlu, sem vart mun hafa verið starfhæf orðin lengur sökum elli, eða með hinu hógværa orðalagi Tímans: flest ir, sem áður skipuðu stjórnina „eru nú að komast á þann ald- óskipta athygli æskunnar í öllum friðelskandi löndum heimsins.... Mér finnst, að í ákvörðunum sínum hljóti ráðstefnan sérstak lega að gera ráð fyrir þeim vandamálum. sem varða vinnu. menntun og lífskjör ungra verkamanna. í fyrsta lagi verða verkalýðs- samtökin , að tryggja sér sam- þykki allra stjómarvalda og at- vinnurekenda fyrir því að í styrjaldarlok verði það æsku- fólk ekki atvinnulaust, sem unnið hefur í iðnaðinum í stvrj öldinni, og að þeir, se1n heim koma úr styrjöldinni. fái þeg- ar í stað atvinnu. í öðru lagi — laun fyrir vinnu æskufólks ættu að mið- ast við sérmenntun og afköst, óháð aldri, kynþátta- og þjóð- érnismun. Nauðsyhlegt er að stuðla á allan hátt að sérmennt,- un æskufólks úr verkalýðsstétt og að auka sérþekkingu þess í þriðja lagi: með tilliti t:l þess.að á stríðstímunum hefur fjöldi æskumanna orðið að hverfa frá námi og fara að vinna eða ganga í herinn, verð- um við að tryggja það á allan h'átt, að þessu fólki verði sköp- uð skilyrði til að njóta tækni- legrar menntunar á kostnað rík- is og atvinnufyrirtækja. Jafnvei á styrjaldarárunum hafa t. d. ^tjórnarvöldin í okkar landi stuðlað að því sérstaklega afi koma á fót skólum fyrir ungf verkafólk auk vérknámsskóla, sem . starfa á kvöldin. í fjórða lagi: ákveðinn verði fastur vinnudagui'. sérstaklega fyrir unga fólkið. leyfistími á fullum launum og skipulagning tómstunda: lögboðnar verði læknisskoðanir með ákveðnu millibili og öll læknþhjálp ó- keypis. Loks verður aðtryggja það. að menntun æskulýðsins fari fram á grundvelli alþjóðahyggj- unnar og að í löndunum. er berj ast við hlið Þýzkalands og í Þýzkalandi sjálfu. verði upp- ! eldi og menntun beint að bv' ! að uppræta gersamlega fasism- | ann, í hverju formi og ' hvaða ; mvnd sem hann kann að birt- | ! ast. ur, að þeir munu hætta að starfa innan samtaka ungra Framsóknarmanna.“ Fyrirsögn Tímans fyrir álykt unum og yfirlýsingum þings- ins er á þessa leið: „Lýðræðinu verður bezt fullnægt á grund- velli samvinnustefnunnar.“ Fög ur orð og vel valin, en hvað býr þar að baki? Á hvern hátt hafa Framsóknarmenn „full- nægt lýðræðinu11 innan sam- vinnufglaganna? Er Egill 1 Sig- túnum að „fullnægja lýðræð- inu,“ þegar hann neitar Gunn- ari Benediktssyni u-m upptöku í Kaupfélag Árnesinga? Voru Framsóknarmenn og vikapiltar þeirra í Reýkjavík, kratarnlr. að „fullnægja lýðræðinu“ í kosn ingunum í KRON í vetur, sæli- ar minningar, er þeir hugðust ná yfirráðum í félaginu með því að lauma inn í það heilum fjöl- skyldum á síðustu stundu? Al- þýðan í Reykjavík, sem stóð á verði um félag sitt, sneri að vísu þessu herbragði upp í háð uglega hrakför, en viðleitni Framsóknar og áhugi á að „full nægja lýðræðinu“ var þar sam- ur við sig. „Þinginu er það ljóst, að vinnufriður í landinu hlýtur að byggjast á jöfnuði og gagr. kvæmu trausti milli stétta og héraða,“ segir ennfremur i stjórnmálayfirlýsingu þingsins. En þegar mynduð skal ríkis- stjórn -á grundvelli allsherjar- stéttasamvinnu, þá skerst Fram sókn úr leik — Framsóknar- flqkkurinn, sem telur sig sé" - stakan fulltrúa íslenzku bænda stéttarinnar. — Oj bara, viljurr. ekki sjá neina kommúnista, seg ir Framsókn og vill hvergi nærri koma. Eftir á æpa svo engir hærra en Framsóknai- menn um nauðsyn á samvinnr. og „gagnkvæmu trausti milli stétta.“ Slík er samkvæmr: Framsóknar í orði og verki. Ungir Framsóknarmenn ‘tetja það nauðsyn ,.að jafna stjórnar- farslega og fjárhagslega aðstöðu hinna ýmsu landshluta og Reykjavíkur.“ Þá væri þjóðráð að byrja á stjórnarskránni. bvi að á henni grundvallast stjórn- arfarið. I Reykjavík býr ”þriðjungur þjóðarinnar eða um 43 búsund manns. Á Alþingi eiga 52 þing- menn sæti. Af þeim á Reykja- vík sex, en ætti að eiga 17. til þess að hafa hlutfallslega sömu ítök á bingi og aðrir landshlut- ar. Það væri stjórnarfarslegr jafnrétti. En það er nú öðru naer en að Framsóknarmenn vinni að bv> i að koma á slíku jafnrétti. Þverc j á móti, þeir vinna gegn því, af l þeirri einföldu ástæðu, að völd Framsóknar á þingi byggjast á misrétti til áhrifa á stjórnar- farið. Málgagn Æskulýðsfylkingarinnar (Sambands ungra sósíalista) Greinar og annað efni sendist á skrifstofu félags- ins, Skólavörðust. 19, merkt „Æskulýðssíðan“. Krimráðstefnan Framkvæmdanefnd Alþjóða- æskulýðsráðsins sendi eftirfar- andi skeyti til Churchills, Roose velts og Stalíns eftir Krímróð- stefnuna, 26. febrúar 1945. „Framkvæmdanefnd Alþjóða- æskulýðsráðsins lýsir yfir ein- lægum stuðningi sínum við á- kvarðanir þær, sem teknar voru á Krímráðstefnunni um að skapa frið í heiminum svo fljótt sem unnt er og skapa mögu- leika fyrir framtíð, sem æsku- lýður heimsins geti litið til í trausti og von. Þáð er óþarft að minna yð ur á þann þróttmikla stuðning, sem æskulýður hinna frelsis- unnandi þjóða hefur veitt sam- eiginlegum málstað vorum. Vér viljum þö nota þetta tæki- færi til að fullvissa yður um það, að sami ásetningurinn, sem þér, stjórnmálaleiðtogar okkar. hafið markað svo greinilega I Yalta, mun einkenna viðleitm milljóna æskumanna, sem ráð vort er fulltrúi fyrir. í framtíð- inni eins og að undanfömu mun andleg og líkamleg orka vor miða að því að veita sameigin- legum ákvörðunum yðar stuðn- ing: skapa betri heim, heim friðar, réttlætis og skapandi starfs, svo sem ráðstefnan á Yalta bendir greinilega á. Raun'hæf staðfesting á þess- um tilgangi vorum og ákvörð- unum mun verða tekin á al- þjóðaráðstefnu æskulýðsins. sem haldin verður í London i ágústmánuði þetta ár. Þá von- um við, unga kynslóðin, eftir að geta staðfest traust yðar á þeirri ákvörðun allra þjóða heimsins að vinna saman að framkvæmd hinna miklu fyrir- ætlana yðar.“ — Þingið gerir sér „grein fyr- ir þvi. að íslenzk framleiðsla verður ekki samkeppnisfær á heimsmarkaði nema dýrtíð og framleiðslukostnaður verði fært til samræmis við það. sem er í öðrum löndum.“ segir þar líka. Já. sannarlega getum við sós- íalistar tekið undir við Fram- sóknarmenn í því. að fram- leiðslukostnaðurinn þurfi að lækka. Ráðið til þess að lækka framleiðslukostnaðinn — eina færa leiðin til þess —'er að nota tæknina, auka afköst vinnunn- ar. Þetta er sú leiðin. sem við sósíalistar viljum fara. Með j þátttöku okkar í rfkisstjórn er- ! um við að stuðla að öi-vun af- Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.