Þjóðviljinn - 28.06.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.06.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. júm 1945. Þ JÓÐVIL JINN 3 SIGRÍÐUR ARNLAUGSDOTTIR Leiðbeining um matreiðslu á síld og kræklingi Kvenfrelsi 02 heimilisverk Hér í Kvennasíðunni hefur ýmisle'gt verið ritað um af- stöðu og aðstöðu húsmæðr- anna og annara kvenna. Vil ég sérstaklega minnast grein ar Elísabetar Eiríksdóttur, Þau orð hefði ég viljað hafa sagt. Það sem flestum okkar mun þó liggja þyngzt á hjarta eru börnin og uppeldi þeirra. Móðirin er sá aðili sem fengið er líkamlegt og andlegt uppeldi barnsins að mestu leyti. Meðan þau eru ung og dveija innan veggja heimilisins, gætum við þeirra meðfram húsverkunum. Við sköpum fyrstu venjurnar. oft hugsunarlausar um gildi þeirra. Síðar eru þau sett út á götuna. Við vitum lítið hvaða félagsandi rikir þar og höfum engin á'hdf á hann. Við vitum ekki -fyrt en eftir á hvaða áhrifum þau verða fyrir eða hver afstaða barn- »nna er hvers til annars. Árvökul móðir hefur gæt- ur á leik barna sinn.a og get- ur gripið þar inn í. en hún hefur sjaldan tíma- og kunn- áttu til að vera leiðbeinandi og leiðtogi hópsir.s Aðrar mæður láta börnin út fvrir dyr smar jafn or- uggar og þau væri í ,,Edens fínum ranni“ þær skeyta því ekki hver framkoma barn- anna er, eða hvað fram við þaa kemur; þeim er víst ekki yandi á höndum. Á það er oft minnzt að við séum sveitafólk í borg. Ekki veit ég hvort átt er við *>ð okkur veitist örðugra barnauppeldið en borgarbú- um annars staðar. Svo mik- ið er þó víst, að þetta er á- hyggjuefni. Það er almanna- rómur að fjöldi barna . og unglinga sýni óheflaða og ó- smekklega framkomu Eldri sem yngri piltungar sitja sem fastast í strætisvögnun- um meðan gamalmenni og barnshafandi konur standa. Stelpupontum finnst sjálf- sagt að vinnulúnir og fatlað- ir menn sjái þeim'fyrir sæti. Alvarlegra atriði eru þó skemmdarverkin. Það er tíðkaður leikur um götur og garða að brjóta flöskur. Maður spyr sjálfan sig, hvað er skemmtilegt við það að brjóta flöskur? Er það hvell- urinn? Er það ruslið og drasl ið úti um allt? Eða er skemmtunin sú að skemma, eyðileggja, tortíma? Sömu leið fara rúður, girðingar, gróður — og leikstundir barn anna. Við megum ekki lengur hika við að viðurkenna stað- reyndir. Heimilin eru ekki lengur fullgild uppeldisstófnun. Skólarnir gegna sífellt stærra hlutverki sem uppeld- isstöðvar. Þeir rækja vel það hlutverk sem þeim hefur að- allega verið ætlað, kennslu ýmissa fróðleiksatriða. En heimilin — eða foreldrarnir •— eru að missa tök á sínum hluta verksins, siðræna upp- | eldinu. Við þörfnumst aðstoðar og við metum hvert það verk I góðura skóEum erlendis hafa börnin niiklu meira athafna- frelsi og meiri og betri tæki til að vinna að áhugamálum sínum en hér ííðkast. — Tátan litla á myadinni er niður- sokkin í málverkið sitt. Ilún er í leikskóla í New York fylki. sem unnið er til menningar börnum okkar. en við höfum ekki rétt til að vera lítillát fyrir þeirra hönd. Við þurfum að krefjast þess að ekkert hverfi rísi upp hér í bæ án leikvallar. Og með leikvelli eigum við ekki við afgirt torg heldur leik- vang, búinn áhöldum og tækjum til leika fyrir börn á öllum aldri, og í öðru lagi eða kannski öllu fremur, að við getum falið börn okkar á vald ábyrgum manni með á- líka menntun og starfsskil- yrði og kennarar. Við lítum vonaraugum til skólanna sem mpnningar- stöðva. Þeim er enn of þröngur stakkur skorinn. Eða eru þessir stóru og yfirfullu skólar ekki þungir í vöfum, er um nýbreytni er að ræða? I annan stað eru áhugamál okkar óhúslegu mæðranna. Við getum hvorki né viljum afsala okkur því að verða mæður, bó eldamennskan sé ekki okkar „köllun“. Fyrir- komulag matgerðarinnar og uppeldishættir setja okkur nú tvo kosti: að vera óbyrjur, eða draga okkur út úr at- vinnulífinu, jafnvel hug- stæðu starfi. Karlar láta sig ekki muna um að gerast feður, þó þeir stundi ekki vinnu sína í ein- hverju sérstöku húsi (sama húsi og þeir sofa í) meðan börnin rása um götuna. Þeir geta þá líka notið tömstund- anna í samféíagi barnanna á ferskan og innilegan hátt. Hvað er það þá sem við þörfnumst og æskjum? Við æskjum þess að geta helgað krafta okkar kjör- starfi. Við viljum njóta þess í samvistum við barnið að vera: trúnaðarmaður þess, og það ekki aðeins vegná þess, að við þjónum því til borðs og sængur. Og við viljum vita barnið í góðri. umsjá þegar við sleppum af því hendmni. Okkur vantar barna'heimili fyrir yngri og eldri börn. Þau þurfa að vera starfrækt ai’ samvizkusömu kunnáttu- fólki. Kjörorðið á að véra. það .bezta er aldrei of gott _fyrir börnin. Við megum elcki verða fyrir mistökum.' Starfslið með skilningi á mikilvægi þessa hlutverks er bezta tryggingin. Nú mun það ekki vera fyrir hendi. Hinsvegar eru fullkomin barnaheimili skilyrði fyrir raunverulegu kvenfrelsi. Þessu nafni heitir bækling ur sem Fiskifél'ag íslands gaf út árið 1916. í formálanum segir-: Síld hefur frá ómunatíð verið höfð til manneldis alls staðar um hinn siðaða heim, þótt hún til skamms tima hafi lítið verið notuð hér hjá oss og enn sé hún mik- ið til of lítið höfð til mann- eldis. Væri það mjög mikill hagur fyrir íslenzku þjóðina, ef hún neytti síldar að mikl- um mun meir en hún gerir, því auk þess sem hún að næringargildi jafnast á við nautakjöt, er hún ljúffengur matur, ef hún er sæmilega matreidd, og að mun ódýrari en kjöt jafnvel þótt tillit sé tekið til hins háa verðs, sem nú er á henni .(1916). Fiskifélag íslands hefur viljað stuðla að því að síld- arneyzla ykist í landinu og hefur bví hlutazt til um að bæklingur þessi yrði þýddur og gefið hann út á sinn kostn að. Kræklingur er mjög ljúf- fengur matur, jafnvel þótt hann sé aðeins soðinn. Hér á landi er talsvert mikið af kræklingi, sem eigi. er notaður til neins, nema lítið eitt í beitu. Mætti all- víða við sjávarsíðuna drýgja að mun í búj með því áð nota hann til manneldis Er vonandi að útgáfa þessa bæklings verði til þess að þessar fæðutegundir verði meira notaðar hér eftir en hingað til og væri þá til- gangi Fiskifélagsins náð. Ekki veit ég hve síld hefur verið höfð í hávegum fyrir 1916, en víst er að enn er full þörf á að hvetja fólk tíl þess að borða meiri síld og læra að matreiða hana. Eins ættu fiskbúðir og fisksalai að hafá nýja síld á boðstól- j um — með sanngjörnu verði ! — þegar hún er á markaðn- | um og nóg er til af henni. Fjöldi kvenna hefur nám I og störf í ýmsum greinum. |Við erum þó flestar fyrir- ; fram dæmdar úr leik vegna | þess að heimilisverkin gleypa allan tíma okjcar og starfs- krafta. Nú viljum við mæðurnar spyrja ykkur sem enn eigið leikinn: Hafið þið hugsað út í hvar ykkar er mest þörf? Við könurnar verðum að leysa okkur sjálfar í nútíð og framtíð. Þ. M. Þá sjaldan sem ný síld fæst hér í bæ, fá miklu færri en vilja, þó dýr sé. Kræklingur þekkist varla sem mannamatur hér á landí enn í dag, nema hjá ein- stöku útlendingum sem skilja ekki fávizku og fálæti okkar íslendinga í matar- gerð. Kvennasíðan leyfir sér að taka upp sýnishorn af upp- skriftum úr bæklingi þessum, og skorar jafnframt á Fiski- félag íslands að endurprenta hann og beita sér fyrir að hér sé hægt að fá síld og krækling. — Það er enginn efi á að augu húsmæðranna eru að opnast fyrir f jölbreytt ara mataræði, þó gerir eng- inn neitt með tvær hendur tómar. Síld í karry. 4—8 ferskar síldar eftir stærð). % 1. vatn. 1 tsk. salt. 1 st. steinselja. 2 msk. 'smjör. 1 tsk. karry. 1 bolli hrisgrjón. Síldin er hreinsuð skorin frá hryggnum og soðin. Karrysós matbúin á venjuleg an hátt, aðeins þykk'ari. — Sildin er lögð í djúpt fat og sósunni hellt yfir. Hrísgrjón- in soðin í vatni, þar til þau eru mjúk, vatnið síað frá og hrísgrjónin látin á fatið kringum síldina. Soðin fersk síld. 4 stórar síldar, 3 bollar vatn, 3 msk. edik, 2 msk. i salt, nokkur pipahber, 3—4 lárberjablöð. SílSin er þvegin, flött beggja megin frá hryggnum og öll bein tekin burtu svo vel sem auðið er." Hver síld- arhelmingur skorinn í 3—4 stykki. Vatnið, saltið, edikið ! og kryddið er soðið saman og síldin soðin í því. — Framreidd með hvítri sós. Hvít sós. 2 msk. smiör, 2 tsk. hveiti, 2 bollar mjólk, 1 tsk. hrært sinnep, 1—2 eggjarauður. 1 sih’óna, salt eftir bragði, súputeningur. Smjörið er brætt, mjölið hrært út í það og smáþynnt með mjólkinni. Tekið af eldinum og eggjarauðurnar þeyttar), sinnepið og saft úr V2 sítrónu hrært saman við. Hellið sósunni yfir síldina og skreytið með sítrónuskíf- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.