Þjóðviljinn - 28.06.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.06.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. júní 1945. ÞJÓÐVILJINN 1 Söngför Breiðfirðingakórsins Hörmulegt slys Aðalfundur Landssambands íslenzkra utvegsmanna ■ Eins og áður hefur verið getið í fréttum, fór Breið- firðingakórinn 1 Reykjavík söngför um Dali og Breiða- fjörð dagana 22.-25. júní. Lagt var af stað úr Reykja- vík að morgni hins 22. júní og ekið til Búðardals. Þar var sungið kl. 7 siðdegis fyr- ir fullu húsi og við ágætar undirtektir áheyrenda. Söng- skemmtun jaessi og einnig þær, er síðar yoru haldnar, hófust með ávarpi fararstjór- ans, Jóns Emils Guðjónsson- ar og kynnti hann kórinn og starf hans og tilganginn með förinni. Að söngnum loknum ávarpaði Jóhannes Ólafsson kórinn nokkrum orðum og þakkaði honum komuna og ágæta skemmtun, en farar- stjóri þakkaði móttökumar. Áður en söngurinn hófst var drukkið kaffi í boði ung- mennafélagsins Ólafur Pái og talaði þá Jóhann Bjarnason, verzlunarmaður, og bauð kór inn velkominn. Þegar kórinn hafði sungið, .bauð sama fé- lag honum til kvöldverðar og töluðu þá m. a. sr. Pét- ur T. Oddson, prófastur i Hvammi, fararstjóri kórsins, formaður hans, Sigurður Guð mundsson og Snæbjörn G. Jónsson. Móttökur allar og undirtektir áheyrenda voru' hinar beztu. Prá Búðardal var farið um kvöldið vestur að Kirkjuhóli í Saurbæ og sungið þar í sóknarkirkjunni. Þótt þá væri orðið áliðið kvölds,. en þá var komið fast að mið- nætti, var fjöldi manns þar samah kominn til þess að hlýða á kórinn og var söng hans tekið hið bezta. En Hall dór Sigurðsson, formaður U. M. S. Dalamanna, ávarpaði kórinn og þakkaði honum ánægjulega heimsókn og á- gætan söng, fararstjóri þakk- aði. Að loknum söngnum var setzt að kaffidrykkju í boði Ungmennafélagsins Stjaman. Daginn eftir var komið við í Stórholti og Ól- afsdal og kórnum þar véitt af mikilli rausn. Þann dag var ekið vestur í Berufjörð og sungið þar kl. 7 síðdegis. Þar talaði Theodór Daníels- son og þakkaði kórnum kom- una. Frá Hofsstöðum við Þorska Ijörð var siglt til Flateyjar og komið þangað um nóttina kl. 2. En þótt komin væri hánótt, beið margt fólk niðrí á bryggju til þess að fagna kórnum og söng hann eitt lag um leið og komið var að landi. Síðan var stigið á land undir íslenzka fánanum og fána Breiðfirðingafélagsins. Ferðafólkinu var skipt niður á nokkur heimili í þorpinu og þar biðu þess borð hlað- in allskonar kræsingum. Dag inn eftir, sem var sunnudag- ur, söng kórinn í Flateyjar- kirkju kl. 2 eftir hádegi fyr- ir fullu húsi og við mjög góð a- undirtektir áheyrenda. Steinn Á. Jónsson þakkaði kórnum fyrir komuna og þá óvenjulegu og ágætu skemmt un,\ er bánn flutti þangað í ’ eyna. ÞesS má.geta,. að elzti áheyrandinn þarna í Flatey var hálfsystir Jóns heit. Sveinssonar (Nonna), Krist- ín Guðmundsdóttir. Hún er nú 94 ára en hefur lítt skerta heyrn og kvaðst hafa haft óblandna ánægju at söngnum. Úr Flatey var farið kl. 4 og söng kórinn að skilnaði eitt lag á bi'yggjunni áður en stigið var á skipsfjöl, en fararstjóri árnaði Flateyjar- búum allra heilla og þakkaði ágætar móttökur. Næsti á- fangi var Stykkishólmur. Þegar lagzt var þar að bryggju, blasti íslenzki fán- inn og fáni Breiðfirðngafé- lagsins í stafni, en kórinn söng lagið: Brúum sundin, Breiðfirðingar. Karlakór Stykkishólms stóð á bryggj- unni og heilsaði með því að syngja eitt lag. K1 8 var gengið fylktu liði undir fán- um frá hótel Helgafell, þar sem kórinn hafði aðsetur, og til samkomuhússins. En þar söng kórinn tvisvar með stuttu millibili. Aðgöngumið- ar að fyrri söngskemmtun- inni seldust upp á örfáum mínútum, svo að ákveðið var að endurtaka sönginn. Kór- inn hélt þannig þrjá sam- söngva sama daginn og mun það vera eingöngu fyrir dugn að söngstjórans og kórfélag anna, að það var hægt. Áður en sÖngurinn hófst í Stykkishólmi ávarpaði séra Sigurður Lárusson kórinn og bauð hann velkominn, farar- stjóri þakkaði. Undirtektir áheyrenda voru prýðilegar. Þegar kórinn hafði sungið I var drukkið kaffi í boði Stykkishólmshrepps. Þar töl- uðu m. a. Kristján Bjart- marz, oddviti, Ólafur Jóns- son frá Elliðaey, frú Sesselja Konráðsdóttir, Jón Eyjólfs- son, söngstjóri kirkjukórsins. Bjarni Andrésson, söngstjóri karlakórs Stykkishólms, far- arstjóri Breiðfirðingakórsins og formaður hans. Morguninn eftir var lagt af stað til Reykjavíkur og komið þangað kl. tæplega 10 á mánudagskvöldið. Ferðin hafði í alla staði gengið að óskum og verið hin ánægju- legasta. Söngskemmtanirnar voru yfirleitt ágætlega sóttar og undirtektir áheyrenda hin ar ákjósanlegustu. Ferðafólk- ið rómar mjög móttökurnar alls staðar. þar sem það kom og hlýhug þann og velvild, er því var hvarvetna sýnt í Breiðfirðingakórnum eru nú 34 söngmenn og konur, söngstjóri hans er Gunnar Sigurgeirsson, en einsöngvar ar bau ungfrú Kristín Ein- arsdóttir og Haraldur H. Kristjánsson. Fararstjóri í férðinni var Jón Emil Guð- jónssori, formaður Bréiðfirð- Það hörmulega slys vildi til í Norðurárdal í Borgar- firði í fyrradag, að ung kona, frú Helga Aðalbjörg Ingi- marsdóttir frá Þórshöfn, varð undir bifreið og beið bana. Nánari málsatvik eru þau, að á þriðjudagsmorgun lagði bifreið frá Þórshöfn af stað norður á land. I bifreiðinni voru 9 manns. Skömmu áður en slysið vildi til fór bifreið in framhjá hættumerki og ók úti á vinstri vegarkanti. Kom þá í ljós brú, sem lá yfir ræsi í veginum og var brúin það mjó, að bifreiða- stjórinn þurfti að beygja talsvert til hægri til að kom- ast á brúna. Mun þá hafa komið kast á bílinn því að hann valt á hægri hliðina. Helga heitin sat fram í bílnum hjá Björgvin, manni sinum, er stjórnaði bifreið inni. Við hlið hennar sat syst ir hennar. Hafði hurðin opn- azt og lentu systurnar út um dyrnar. Varð Helga heitin undir bílnum, sem fyrr seg- ir, og beið þegar bana. Aðra í bifreiðini sakaði ekki, svo vitað sé. Helga Bogga, eins og hún var jafnan kölluð var dóttir hjónanna Oddnýjar Ámadótt ur og Ingimars Baldvinsson- ar, símstöðvarstjóra og póst- meistara á Þórshöfn. Hún var aðeins 30 ára gömul, er hún lézt. Helga og maður hennar áttu tvo drengi, báða á barns aldri. Voru ýmsir nánustu ætt- ingjar herinar með í bifreið- inni, er Björgvin hafði ný- keypt og var- að aka heim. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. ferðalagi, voru ýmsir pólitískir lodd- arar annarra tlokka, svo sem formað- ur Alþýðuflokksfé^ag^ háskcf'astú- denta o. fl. Góða nótt! Er fast var liðið að óttu, reikaði ég til. tjaldbúðanna hress í anda og á- nægÖur með kvöldið. Alls staðar var fólk að koma sér fyrir í tjöldum sín- um, sumir voru þegar lagztir til hvíldar, aðrir stóðu fyrir „karldur- um“ og litu til lofts, eins og þeir gætu úarla fengið það af sér að hverfa inn úr þessu unaðslega veðri. Austur í gjárendanum gekk unglings- piltur með glaðværa tátu við hlið sér. Látum þau í friði fara og um- fram allt „engan drottinn á þau kalla með öfundsjúkri heiftarraust". Ég leggst til hvíldar og sofna brátt við óm af manólínleik úr næsta tjaldi og lágt hvískur unga fólksins á næstu „bæjum". ingafélagsins í Reykjavík. Að lokum hefur blaðið ver- ið beðið fyrir hugheilar kveðj ur og þakkir frá kórnum til allra þeirra Breiðfirðinga, sem veittu honum af rausn og höfðingsskap og stuðluðu á allan hátt að því að gera ferðafólkinu förina gem ó- gleymanlegasta. , Jt \' Aðalfundur Landssambands’ íslenzkra útvegsmanna var haldinn í Kaupþingssalnum hér í Reykjavík, dagana 18. til 20. júní síðastliðinn. Fund inn sátu 52 fultrúar frá 25 sambandsdeildum, en af sér- stökum ástæðum gátu nokkr- ir fulltrúar ekki mætt. Fundurinn hófst með því að formaður sambandsins, Sverrir Júlíusson, Keflavík, flutti skýrslu stjórnarinnar. Fundarstjóri var Ólafur B. Bjömsson, Akranesi. Fundar- ritari var Baldvin Þ. Kristj- ánsson, erindreki sambands- ins. Á fundinum voru flutt þrjú ágæt og fróðleg erindi um hagnýtingu sjávarafurða. Jón Gunnarsson, forstjóri, flutti erindi um nýjungar 1 þurrk- un fisks. Dr. Jakob Sigurðs- son um niðursuðu á sjávaraf- urðum og Hafsteinn Berg- þórsson, útgm. um för sína til Bandaríkjanna og skipa- byggingar þar. Þá mætti einnig á fundin- um Nýbyggingarráð og flutti formaður þess Jóhann Þ. Jósefsson alþm. ágætt er- indi um tillögur og fyrirætl- anir ráðsiris í sambandi við stofnlán til útvegsins og vaxtagreiðslur, en um þetta Ur borginni UtvarpiS í dag: 19.25 Hljómplötur : Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,20 Utvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar). a) Raymond-forleikurinn eftir Thomas. b) Lítill lagaflokkur eftir Coatez. r) Slavnesk rapsódía eftir Fride- mann. 20,50 Frá útlöndum (Jón Magnússon). 21,10 Hljómpl.: Frægir fiðluleikarar. 21.25 Upplestur : Kvæði (Sigríður Ein- arsdóttir frá Munaðarnesi). 21.40 Híjómpíötur: Einsöngur : a) Camilla Proppé syngur. b) Brynjólfur' lngólfsson syngur. Frá BreiSJiriSingafélaginu. Laugar- daginn 30. þ. m. verður farin skemmti ferð á Esju. Lagt verður af stað kl. 14 frá Iðnskólanum. Tjaldað verður hjá Móagilsá og gengið um nágrenn- ið. Á sunnudagsmorgun verður geng- ið á Esjuna. — Farmiðar seldir í Hattabúð Reykjavíkur, Laugaveg 10, sími 2123, í dag og á morgun. Nán- ari upplýsingar í síma 2978. FERÐANEFNDIN Ferðafélag: fslands fer skemmtiför í Þjórsárdal. yfir næstu helgi. Lagt af stað frá Austurvelli kl. 3 síðdegis á laugardag og ekið að Ásólfs- stöðum og gist þar í tjöldum. Á sunnudagsmorgun verður ekið inn Dal, fyrst að Hjálp- arfossi og síðan inn að Gjá Þá verður gengið að Háa- fossi (130 m.) og svo með Fossá niður fyrir Stangarfjall. Allt hið merkasta skoðað í Dalnum. Fólk þarf að hafa með sér tjöld, viðleguútbún- að og mat. Farmiðar seldir á föstudaginn til kl. 6 á skrif- stofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Tún- götu 5. Höfnin. „Egill“ fór í gær áleið is til Englands. mál hafa fulltrúar frá sam- bandinu átt samvinnu og samræður. við Nýbyggingar- ráð. í stjóm sambandsins voru kosnir: Formaður: Sverrir Júlíus- . son. Aðalstjórn: Kjartan Thors, Ásgeir G. Stefánsson, Loftur Bjarnason, Ólafur B. Björnsson, Ingvar Vi'hjálms- son, Þorbergur Guðmunds* son, Finnur Jónsson og Jó- hann Þ. Jósefsson. — Varafor maður: Finnbogi Guðmunds- son. — Varastjórn: Þórður Ólafsson, Ólafur H. Jónsson, Ólafur Tr. Einarsson, Oddur Helgason, Hafsteinn Berg- þórsson, Beinteinn Bjarna- son, Valtýr Þorsteinsson, Sturlaugur H. Böðvarsson — Endui'skoðendur: Ólafur Jóns son, Sandgerði og Óskar Jóns son, Vestmannaeyjum. —■ Varaendurskoðandi: Tómas Guðjónsson, Vestmannaeyj- um. Afmælishljómleikar Kristjáns Kristjáns- sonar Hinn vinsæli söngvari, Kristján Kristjánsson, á fertugsafmæli nú á næstunni og 'jafnframt tuttugu ára söngafmæli. í tilefni þessará tveggja afmæla efnir söngv- arinn til söngskemmturiar í Gamla Bíó í kvöld kl. 11,30. Tónlistamennirnir: Fritz Weisshappel (píanó), Þórir Jónsson (fiðla) og Þórhallur Árnason (celló) munu að- stoða. Á sÖngskránni eru lög bæði eftir erlenda og innlenda höf- unda og mörg æði vandasöm eins og sjá má: Puccini: Recondita armon- ia, úr óperunni Tosca. Mascagni-Schipa: Inter- mezzo úr Cavalleria Rusti- cana. Einsöngur og tríó. Caludi: Serenade. Einleikur á celló: Þórhallur Árnason. Silesu: Just a little love a little kiss. Einsöngur og celló. Wieniawsky: Dudziarz, Chanson Polonaise. Einleikur á fiðlu: Þórir Jónsson. Kahn: Ave María. Einsöng- ur og fiðla. Emil Thoroddsen: Til skýs- ins. Kristján Kristjánsson: Til fánans. Árni Thorsteinsson: Þar sem háir hólar. Ernesto Lecuona: Cordoba y Malaguena, úr Andalucia (Suite Espagnole). Einleikur á píanó: Fr. Weisshappel. . Puccini: Che gelida manina úr óperunni La Bohéme. Denza: Melodia (Musica p»-oibita).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.