Þjóðviljinn - 28.06.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1945, Blaðsíða 8
Skógræktarfélag Islands fimmtán ára í gær Félagatala hefnr aukizt ór 390 í 4 þúaondir - Laud- græðslusjóðiir er nii 387 þiisuíid krómir ViÖtal við Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra Kvöldið 27. júní 1930 safnaðist hópur manna saman í Almannagjá á Þingvöllum. Þetta kvöld var milt, skýj- aður himinn, en austan gjárbakkans hrannaðist fólks- straumur Alþingishátíðarinnar. Einn í þessum hópi kvaddi sér hljóðs og ræddi um að stofna félag til þess „að klæða Iandið“ og greiða á þann hátt gamla og nýja skuld við ættlandið. Þessi maður v-ar Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri. — Þetta kvöld var Skógræktarfélag íslands stofnað. Það varð því 15 ára í gær. Fréttamaður Þjóðviljans hafði í gær tal af Hákoni Bjamasyni skógræktarstjóra og skýrði hann frá starfi félagsins á þessa leið: IÓÐVILJINN Áfengissala ríkisins er suiánarMettur á menningu þjóðarinnar Stórstúka íslands ákveður að berjast fyrir algjöru banni — Skógræktarfélag íslands var stofnað á alþingishátíð- inni á Þingvöllum 1930, fyrir forgöngu Sigurðar Sigurðs- s'onar búnaðarmálastjóra og Magga Júl. Magnúsar lækn- is, sem nú eru báðir fallnir i valinn, og auk þeirra gengust fyrir stofnuninni nokkrir menn aðrir, sem enn eru á lífi. — Um 300 manns gerð- ust félagar. ERFIÐUR FJÁRHAGUR t- UPPELDISSTÖÐIN í FOSSVOGI — Hvernig gekk starfið til að byrja með? — Fyrstu tvö árin má heita að starfsemin lægi að mestu í dái, en 1933 hófst starf- ræksla stöðvarinnar í Foss- vogi, en vegna fjárskor.ts var ekki hægt að starfrækja hana með þeim krafti sem skyldi. Nú er verið að undirbúa fram tíðarstarfrækslu stöðvarinnar og verður sennilega hægt að hefja á næsta vori starf sam- kvæmt þeim fyrirætlunum. Árið 1934 tók félagið að sér friðun Bæjarstaðaskógs og leysti það starf vel af hendi. Það gekkst einnig fyrir sam- skotum til Heiðmerkurgirð- ingarinnar, og -fyrir tilstyrk margra góðra einstaklinga og fyrirtækja var hægt að kaupa girðingarefnið 1940 en vegna þess að enn stendur á mati á löndum og einnig vegna skorts á vinnuafli hefur enn ekki verið girt. FÉLAGATALA HEFUR VAXIÐ ÚR 300 í 4000 — Frá og með 1937 fjölg- ar félögum 'og starfið eykst. Flest héraðsskógræktarfélög- in eru stofnuð eftir þann tíma. Nú eru 17 slík félög starfandi með um .2500 meðlimi og í Skógræktarfélagi íslands eru nú í Reykjavík og Hafnar- firði um 1650 einstakir félag- ar. Héraðsskógræktarfél. hafa fengið 60 þús kr. styrk, en láta' mun nærri, að fyrir hverja krónu, sem félögin hafa fengið í styrk hafi þau sjálf lagt fram tvær krónur, og hafa mörg þeirra unnið mikið og gott starf/t. d. Skóg ræktarfélag Eyfirðinga, Borg- firðinga og Austurlands. Skóg ræktarfélag Suður-Þingeyjar- sýslu hefur t. d. tekið sér það mark að koma upp trjálundi á hverjum bæ. Ætlunin er að breyta skipu- lagi. héraðsskógræktarfélag- anna og koma á nánara sam- starfi á milli. þeirra. ÁRSRIT SKÓG- RÆKT ARFÉL AGSIN S — Félagið hefur gefið árs- rit sitt út frá 1932. Fyrst muri upplag þess; hafa verið 1000, en lækkaði síðan niður í 800. Síðan hefur það- verið smá- aukið og er nú 4.500 og sýnir það, hve áhugi manna fyrir skógrækt hefur aukizt. LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR 387 ÞÚS. KR. — Hvað er að segja um Landgræðslusjóðinn? Landgræðslusjóðurinn var. eins og allir vita stofnaður í sambandi við ■ lýðveldiskosn- ingarnar og hann er nú í dag 387 þús. kr. Um markmið sjóðsins seg- ir svo i skipulagsskrá: „Mark mið sjóðsins er hverskonar landgræðsla og gróðurvernd, en aðalhlutverk hans er þó að klæða landið skógi“. Fé sjóðs- ins skal ávaxtað með útlánum til þeirrar landgræðslu sem á hverjum tíma er talin nauð- synlegust. Lán eru veitt gegn lágum vöxtum og ábyrgð rík- isins. Hafa nú verið lánaðar 300 þús. kr. til að flýta fyrir uppeldi trjáplantna. Eftir er að ráðstafa 87 þús. kr. og hef- ur komið til mála að lána ein- hvern hl-uta þeirrar upphæð- ar til sandgræðslu, en hinn hlutann til framkvæmda hér- aðsskógræktarfélaganna. — Rétt er að geta þess, sagði Hákon ennfremur, að einn Vestur-íslendingur hefur gef- ið 50 þús. kr., er skal vera deild í sjóðnum og varið til trjáræktar á æskustöðvum hans. FYRSTA OG NÚVER- # ANDI STJÓRN — Hverjir voru í fyrstu stjórn og hvernig er núver- andi stjórn skipuð? — Fyrsta stjórn Skógrækt- arfélagsins var þannig skip- uð: formaður: Sigurður Sig- urðsson, búnaðarmálastjóri, gjaldkeri: Maggi Júl. Magnús læknir ritari: H. J. Hólmjárn — og er hann það enn — með- stjórnendur voru: Einar Árna son fyrrverandi ráðherra og Jón Ólafsson alþingismaður. Núverandi stjórn er þann- ig skipuð: formaður: Valtýr Stefánsson, ritstjóri, ritari: H. J. Hólmjárn, gjaldkeri: Guð- mundur Marteinsson, með- stjórnendur: Ingvar Gunnars- son og Guðbrandur Magnús- son.. I NÝ SÓKN — Hvað má segja um starf félagsins nú? — Auk undirbúnings ým- issa framkvæmda erum við nú að senda út hálft níunda þús- und bréfa til einstakra manna með ósk um að þeir gerist fé- lagar. Þeir sem óska að ger- ast félagar, geta. sett bréf- spjöldin, sem við sendum þeim í póstkassann. Þegar hafa 12% svarað játandi, en við Vonum að sú tala eigi eft- ir að hækka þegar öll bréfin hafa komið til viðtakenda og frá líður. Við vonum, að sem flestir vilji leggja fram sinn skerf til þess að klæða land- ið. ’ J. B. Ovenjumikil þátttaka í drengjamóti r Armanns Hið árlega drengjamót Ár- manns hefst á íþróttavellin- um nœstkomandi mánudag. Þátttaka er óvenjulega mikil, yfir 50 keppendur frá níu íþróttafélögum. Þessi félög senda 'keppend- ur á mótið: Héraðssamband Þingeyinga, Ungmennafél. Selfoss, Ung- mennafél. Hvöt, Ungmenna- fél. Skallagrímur, Iiaukar, Hafnarfirði, Fimleikafélag Hafnafrjarðar, Ármann, ÍR og KR. Keppt verður í þessum hlaupum: 80 metra; 400 m.; 1500 m. og 3000 m. Ennfrem- ur verður keppt í 1000 m. boð hlaupi. Keppt verður í þessum stökkum: hástökki, lang- stökki þrístökki og stangar- stökki. Þá verðu.r einnig keppt í kúluvarpi, kringlukasti og spjötkasti. Búast má við övenju harðri keppni, en hámarksaldur þátt takenda hefur nú verið hækk- aður upp í 19 ár. 45. þing Stórstúku íslands lauk á sunnudag. Meðal til- lagna, sem þar voru sam- þykktar voru eftirfarandi: Fertugasta og fimmta þing Stórstúku íslands lítur svo á, að áfengisneyzla landsmanna sé orðið sjúklegt fyrirbæri, sem þrátt fyrir alla fræðslu og bindindisstarfsemi bæði Reglunnar og annarra bind- indismanna í landiriu, áger- ist stöðugt, og áfengissala nk isins sé sá smánarblettur á menningu þjóðarinnar, að þessu verði ekki unað, og þar sem komið hafa fram fjöl- margar áskoranir frá um- dæmisstúkunum bæði sunn-. anlands og norðan. fjölmenn- um einstökum stúkum, bæjar stjórnum og ýmsum fundum og íélagasamtökum manna, er allar - kref jast skjótra og markvissra aðgerðá, þá leyn- ir það sér ekki, að það er vilji mikils hluta landsmanna að reistar verði skorður hið allra bráðasta gegn þessum þjóðarvoða', sem áfengis- neyzla og sala þjóðarinnar er orðim Stórstúka íslands samþykkir því: 1. Að taka upp markvissá, ákveðna og skipulagða bar- áttu fyrir algeru banni á innflutningi og sölu áfengis. 2. Að krefjast þess, að sú undanþága frá áfengislög gjöf þjóðarinnar, er lejdi til- búning áfengra drykkja og sölu að einhverju leyti, sé tafarlaust numin úr gildi. 3. Að krefjast þess að stjórnarvöld landsins láti lög in um héraðabönn koma taf- arlaust til framkvæmda. 4. Að það sé rækilega brýnt fyrir templurum á öllum stigum Reglunnar að vinna ■eindregið að því, að komizt geti á sem allra fyrst algert, áfengisbann, í landinu. 5. Unnið verði að því frá Reglunnar hálfu, að sameina alla þá krafta utanreglu- manna í landinu, sem fáan- legir eru, til ' markvissrar samvinnu um algert áfengis- bann. 6. Að krefjast þess af stjórn arvöldum landsins, 1) að komið verði tafarlaust alger lega í veg fyrir allar áfengis- veitingar á félagssamkomum og öllum almennum mann- fundum og skemmtunum, 2) að allir embættismennþjóðar innar setji hið ákjósanlega fordæmi um reglusemí í hví- vetna og skyldurækni til við- lialds góðum siðum í land- inu, og að alvarlegt brot gegn slíku varði embættis missi. Stórstúkan ályktar að fela framkvæmdanefnd sinni, að láta athuga gildandi löggjöf áhrærandi ofdrykkjumenn, og beita sér • fyrir umbótum á þeirri löggjöf; einkum til verndar fjölskyldum drykkju manna og þeim til hjálpar. Stórstúkan beinir, því til framkvæmdanefndar sinnar að. hún leiti eftir að ná sam- vinnu við félög og félagasam- bönd í landinu, um að þau leyfi . ekki áfengisneyzlu á skemmtunum sínum og sam- komum. Stórstúkuþingið beinir því til framkvæmdanefndar, að hún hlutist til um við eftir- litsmenn kvikmyndasýninga, að börnum og unglingum sé ekki leyfður aðgangur að þeim kvikmyndasýningum, sem sýna og reka. áfengisáróð- ur. Stórstúkuþingið beinir því til f-ramkvæmdanefndar. að beita sér fyrir sameiginlegum fræðslufundum með þeim fé- lögum í hverju byggðarlagi, sem vinna að bindindismál- um eða eru hlynnt þeim. Stórstúkuþingið lýsir á- nægju sinni yfnr bindindis- málasýningunni, sem haldin var s. 1. vetur og þar sem séð er, að hún hefur gefið góða raun, ályktar Stórstúkan að fela framkvæmdanefnd sinni undirbúning annarrar bindind ismálasýningar, sem haldin sé á þessu Stórstúkuári eða því næsta eftir því, sem ástæður leyfa. Skal í því sambandi leitað samstarfs við þau fé- lagakerfi, er ásamt' Stórstúk- unni stóðu að síðustu sýningu. Á þinginu var skipuð fimm. manna nefnd til þess að fara á fund útvarpsráðs og ræða við) það um útvarp í þágu Reglunnar og bindindismáls- ins. Þingið sendi Gísla Sigur- björnssyni forstjóra Elliheim ilisins þakkarskeyti fyrir á- gæta samvinnu hugkvæmni og dugnað við að koma á fót bindindismálasýningunni. Á sunnudagskvöld bauð Þingstúka Reykjavíkur að- komufulltrúunum til samsæt- is í Góðtemplarahúsinu og sátu það hátt á annað hundr- •að manns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.