Þjóðviljinn - 28.06.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.06.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. júní 1945. Þ JÓÐ VILJINN 5 Frá aðalfundi S. í. S. Viðskiptavelta sambandsfélaga 143,5 millj. kr. Fer Vilhjálmur að Sambandinu - Jón að Landsbankanum? Jón vill láta verka kjötið eins og Bretar gerðu 1880 Klofningsfulltrúar frá Siglufirði teknir gildir Aðaljundur Sambands íslenzkra sáwwinnufélaga var hald- inn að Laugarvatni dagana 22.—24- þ. m. Til jundar voru kjömir 85 julltrúar jrá 52 jélögum, en mœttir 80 jrá h7 jélögum. Félagsmenn innan sambaridsins eru nú 23 þús. Viðskiptavelta allra sambandsjélaganna nam árið ID.jj 143.5 milljónum kr., en yiðskiptavelta sambandsiris 96 milljónum. Tekjuafgangur sambandsins árið 1944 nani 1.405.189.45 kr. og eignir samlcvœmt ejnahagsreilcningi 57.250.567.56 lcr., en eigh- ir sambandsfélaganna 116.474-654.08 Icr. Þar aj handbœrt jé 86.780.126.70 kr. • 1 SKÝRSLUR FORSTJORA OG FORMANNS. Fyrsti dagur fundarins og nokkuð af öðrum degi fór í það, að formaður sambandsins og framkvæmdastjóri gáfu skýrslu hver um sitt starfssvið. Þessar skýrslur eru gefnar munnlega, en þeim er ekki útibýtt meðal fundarmanna Tjölrituðum eða prentuðum eins og tíðkast í nú- tíma félögum og virðist sem hinir virðulegu forstjórar séu ekki búnir að átta sig á tækni nútímans hvað þetta snertir. Ekki verða þessar skýrslur raktar hér nema hvað vikið verður að skýrslu Jóns Arna- sonar síðar, þess eins getið, að formaður sambandsins, Einar Árnason frá Eyrarlandi, gat 'þess að Sigurður Kristinsson mundi hætta forstjórastarfi í sumar, er iiann yrði 65 ára, og Aðaláteinn bróðir hans muhdi og hætta frá sama tíma. Ekki kvað Einar tímabært að skýra frá hvernig starfi þeirra yrði ráðstafað. Þjóðviljanum er þó kunnugt, að gert er ráð fvrir að Vilhjálmur Þór verði forstjóri S. í. S. Þetta mun þó naumást fullráðið, því talið er að Fram- sóknarmenn vilja trauðlega sleppa bankastjórastárfinu úr höndum klí'kunnar og að Jón Árnason muni ekki fýsa að vinna undir stjórn Vilhjálms. Þenna tvíþætta vanda hyggj- ast Framsóknarmenn að leysa með því að gera Jón að banka- stjófa í stað Vilhjálms. Það er bankaráð sem ræður banka- stjórana. 1 því eiga sæti fimm menn, þar á meðal Jónas Jóns- son, Jónas spámaður Guð- mundsson og Jón Árnason. Þessi þrenning á að vinna verk- ið ef allt géngur samkvæmt á- ætlun, Jón á að njóta cigin at- k’væðis til að kömast i banka- stjórasætið. KLOFNINGSFULL- TRÚAR FRÁ SIGLU- FIRÐI SAMÞYKKTIR , Kjörbréfanefnd gaf skýrslu og lagði lil að öll kjörbréf sem fram voru komin yrðu metin gild. Meðal þessara jjréfa yar kjöi'bréf frá Siglufirði, undirrit- að af fundarsljóra og fundarrit- ara gervifundar þess cr aftur- haldsmenn héldu á Siglufirði undir forustu kaupmanns nokk- urs. Þennan fund kölluðu þeir aðalfund kaupfélagsins. For- maður kaupfélagsins sem átti að gefa kjöribréfið út hafði ekki undirritað það. Fulltrúar KRON mótmæltu þessu kjör- bréfi, og kröfðust að atkvæða- greiðslu um það yrði frestað, þar sem vitað væri að annað kjörbréf mundi koma á furub inn frá þessu sama félagi. Frest- unartillagan var felld með at- kvæðum flestra fundarmanna gegn atkvæðum .KRON-fuIltrú- anna. Síðan var kjörbréfið sam- þykkt gegn atkvæðum KRON- manna. Síðar á fundinum barst kjör hinna rétt kjörnu fulltrúa frá Siglufirði, en fulltrúarnir komu ekki til fundar. S. í. S. NOTAR AÐ- FERÐIR FRÁ 1880 VIÐ FRYSTINGU KJÖTS. í tilefni af skýrslu Jóns Árnasonar skýrði ísleifur Ilögnason frá tilraun þeirri, sem KliON hefur gert með að hraðfrysta kjöt, og bar fram svohljóðandi tillögu: ,.Aðaljundur S. I. S. sam- þykkir að jela stjóm sambands- ins að láta þegar nœsta haust gera tilraun með hraðjrystingu kjöts jyrir innlendan markuð. Ennjremur undirbúi sambands- stjórn jrelcari tilraunir með hraðjrystingu á öðrum mát- vœlum eftir því sem ástœður leyja". Jón Árnason brást hinn reið-- asti við þessari tillögu, og sagði meðal annars, að ef Isleifur ..hefði viljað haga sér eins og maður“, hefði hann átt að tala við sig áður cn hann lét hefja þessar tilraunir. Ilann kvað að- ferðir þær, sem S. í. S. notaði við frystingu kjöts, vera vel þekktar og þrautreyndar, því Bretar hefðu notað þessar að- ferðir síðan 1880! Ekki taldi Jón þó útilokað að hann léti gera tilraunir með að hrað- fryst-a kjöt, en sagðist elcki gera það „eftir neinni fyrirskipan frá fundinum“. ísleifur og Sigfús Sigurhjart- arson gagnrýndu framkonui Jóns harðlega. Meðal annars lásu þeir umsagnir um hrað- frystingu úr tímaritum amer- ískra frystihúsaverkfræðinga og tilraunástöðvar landbúnaðarins fyrir New York fylki, en í þess- um umsögnum er gerð ýtarleg r grein fyrir áhrifum frystingar á matvæli og sýnt með óyggjandi vísindalegum rökum, að' hrað- frysting og geymsla matvæla við mikið frost (18—l25 stig C.) hefur ótvíræða yfirburði yfir hæga frystingu og geymslu við lágt froststig (6—8 stig eins og S. í. S. notar). Jón varð fár við þessar upp- lýsirigar og fundarmenn sýndu ótvíræðan áhuga fvrir málinu. Eysteinn Jónsson reyndi þá að koma til hjálpar, og hóf um- ræður um „hraunkjöt“ og skemmdan fisk. Ekki bætti þetta frumhlaup fyrir Jóni, og Eysteinn þótti verða sér til skammar. Nú komu hinir vitrari menn úr liði Framsóknar til skjalanna og vildu bjarga málinu. Jörund- ur bóndi í Skálholti gekk fram fyrir skjöldu. Honum þótti margt benda til að hraðfrysti- aðferðin mundi ryðja sér til í’úms, og væri því rétt að at- huga málið, lagði hann síðan til, að tillögu ísleifs yrði vísað til stjórnarinnar. Framsóknarliðið samþykkti það gegn atkvæðum KRON-fulltrúanna. Nokkrar sárabætur þótti Framsóknarmönnum rétt að gefa Jóni. Þeir báru fram og samþykktu þessa tillögu: „Fundurinn ber fullt traust til framkvæmdastjóra útflutn- ingsdeildar S. í. S. um að hann gefi gætur að öllu nýjungum itm frystingu geymslukjöts“. Það þykja góðar dygðir Framsóknarmanna að halda fast við aðferðir frá 1880. Þeir um ]>að. Þeim, sem vilja verða að ná’tttröllum á strönd hins nýja tíma er það ekki of gott. Framhald síðar). Frá vinnustöðvum og verklýðsfélögum Húsgagnasmiðafundur Sveinafélag búsgagnasmiða heldur fund í kvöld kl. 8,30 á Hverfisgötu 21. Félagið Skjaldborg. I. flokks deild klæðskera- sveinafélagsins Skjaldborg heldur fund annað kvöld, föstudag kl. 6 e. h., og II. fl. deild félagsins heldur einnig fund annað kvöld, föstudags- kvöld, kl. 8,30. Á fundunum verða teknar ákvarðanir um það hvort segja skuli upp gildandi samningi félagsins við atvinnurekendur. — Báð- ir fundirnir verða haldnir á Hverfisgötu 21. Samsarf þeirra tryggði bandalag sameinuðu þjóðanna. Heimsbandalag þjóðanna í RANGUR San Franciscoráðstefnunnar er orðinn mikill og glæsilegur, sáttmáli hinna fimmtíu sameinuðu þjóða er heimssögulegt plagg, þótt frægð þess hlióti að sjálfsögðu að mótast af þeirri reynslu sem fæst af öryggisstofnuninni, þegar á hana reynir við framkvæmd hinna miklu verkefna, sem hún hefur sett sér. IjAÐ VAR BARIZT af ákafa gegn því, að sam- * komulag næðist á San Franciscoráðstefnunni. Afturhaldsöfl víðsvegar um heim vonuðu, að þessi ráðstefna mundi enda án samkomulags, mundi enda með því að samvinna aðalríkja sameinuðu þjóðanna rofnaði, og sér lagi a'ð nú tækist að leggja grund- völl að nýjv oandalagi auðvaldsríkja gegn Sovét- ríkjunum. í afturhaldsmálgögnum hefur emmitt á þessum tíma, sem San Franciscoráðstefnan hefur staðið, verið haldið uppi slíkri rógsherferð gegn Sov- étríkjunum, að slíks eru varla dæmi á síðari ár- um, Tilgangur þessarar herferðar var augljóslega sá, að reyna að einangra Sovétríkin í alþjóðamál- um og spilla fyrir samkomulagi í San Francisco. þETTA TÓKST EKKI. Eins og jafnan hin siðustu ár þegar mest hefur reynt á, tókst hinum sameinuðu þjóðum að ná samkomulagi, enda þótt mjög hafi á milli borið með afstöðu til einstakra mála, bæði um skipulag hins nýja þjóðabandalags og starfshætti og ýms önnur efni, sem rædd voru á ráðstefnunni svo sem t. d. afstöðu til nýlendna. Árangurinn, hin voldugu öryggissamtök sameinuðu þjóðanna, gæti þýtt tímamót í alþjóðlegri samvinnu, ef því fer fram, sem til er stofnað. fjJÓÐÞING hinna einstöku landa eiga eftir að leggja fullnaðarsamþykkt á aðgerðir sendi- nefnda ríkjanna á San Franciscoráðstefnunni, en ekki er ástæða til annars en að ætla, að stórveldin fimm, Sovétrikin, Bandaríkin, Bretland, Kína og' Frakkland verði stofnendur bandalagsins. Sú stað- reynd verður því áhrifameiri éf þess er minnzt, að hvorki Bandaríkin né Sovétríkin voru aðilar að starfi Þjóða'bandalagsins lengst af (Sovétríkin að- eins síðustu árin, þar til bandalagið framdi sjálfs- morð með hinum einkennilega „brottrekstri" þeirra í Finnlandsstyrjöldinni. Svo virðist, sem dapurleg reynsla af störfum hins fyrra þióðabandalags hafi mjög vakað fyrir mönnum þeim, ^em ráðið hafa skipulagi hins nýja bandalags sameinuðu þjóðanna. Þessu nýja banda- lagi verður fengið til umráða nær takmarkalaust hernaðarvald, en það var einn aðalveikleiki gamla bandalagsins, að það hafði ekki yfir herstyrk að ráða. í þessu atriði og fleirum varðandi starfshætti Sameinuðu þióðanna eru gerðar ráðstafanir til að þær verði starfhæfari öryggisstofnun til verndar friði en hin fyrri. l^YRIR SMÁÞJÓÐIR heimsins er það fagna®arefni að samkomulag skyldi nást í San Francisco. Styrjaldir eru komnar á það stig, að sjálf til- vera heilla þjóða, ekki sízt smáþjóða, getur verið í hættu. Takist öryggissamtökum sameinuðu þjóð- anna það göfuga hlutverk gð afstýra styrjöldum, mun San Franciscoráðstefnunnar minnzt sem eins farsælasta viðburðar þessarar aldar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.