Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.07.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. júlí 1945 þJÓÐVlLJIN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður GuSmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfíts Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 13, sími 3370. Afgreiðsla og auglýsingar: SkólavörSustíg 19, sími 31 S-'i. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánnði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans. s_____________________________________________________A Umferðaslysin og skipulagning bæjarins Nefnd sú, er skipuð var af ríkisstjórninni, til þess að at- huga orsakir umferðaslysanna hefur látið í ljós nokkuð af athugunum sínum og tjáð hugleiðingar sínar um hversu reyna megi að koma í veg fyrir þau. En það er þess vert að gera sér ljóst að orsakirnar til um- ferðaslysanna liggja alldjúpt og það þarf róttækar ráðstaf- anir til þess að koma í veg fyrir það böl. Höfuðorsökin er: alltof þröngar götur, alltof þétt byggð hús, alltof lítið rúm cetlað börnum að leíka sér. Og þessu verður aðeins breytt með róttœkri umskipulagningu bæjanna og víðsýni við byggingu nýrra bœja. Og slíkri róttækri um- skipulagningu er erfitt eða illkleift að koma við, meðan lóð- arverð er ofsalegt. Bæjarfélagið þarf helzt að eiga alla jörð- ina, sem bœrinn á að standa á, ef þessi skipulagning á að verða möguleg. Sannleikurinn er, að strax og húsnæðismálin leyfðu það, þyrfti að rífa mikið af gömlum húsum í Reykjavík og láta vaxa aftur gras á svæðunum þar, sem þau standa, eða búa til nýjar umferðabrautir. Barnaleikvöllum og skemmtigörð- um þarf að f jölga verulega mikið — og það má alls ekki láta það komast að í hugmyndunum um endurskipulagningu Reykjavíkur að það eigi að hagnýta dýrar lóðir með því að byggja endilega á þeim. ísland er nógu stórt. Reykjavík á líka nóg land. Það þarf ekki að þjappa fólkinu svo þétt sam- an þar, að börn og fullorðnir séu drepin sakir þrengslanna. En þá verður líka að skipuleggja hann, umferðina, barna- dvalarstaðina aðeins með verðmæti lífsins fyrir augum en ekki verðmæti lóðanna. Þeim Yarð svarafátt Á stjórnmálafundum þeim, sem haldnir hafa verið víðsveg- ar um landið hafa leiðtogar Framsóknarmanna einna helzt reynt að afsaka andstöðu sína við stefnu núverandi stjórnar, með því að tala um að nauðsyn hafi borið og beri til að lækka bæði kaupgjald og verð landbúnaðarafurða, og að stjórnar- samvinna við flokka, sem ekki vilji fallast á þetta sé frá þeirra hendi útilokuð. En þegar þeim var bent á þær staðreyndir, að erlendi markaðurinn hefur til þessa skilað því fjármagni, sem með hefur þurft til að greiða það kaupgjald, sem goldið hefur verið og það verð fyrir íslenzkar vörur seldar á íslenzkum markaði, sem á þær hefur verið sett, og að lægra kaupgjald og lægra verð á innlendum vörum hefði því aðeins þýtt, að meira af því fé, sem þjóðin hefur aflað, hefði staðnæmzt hjá hinum stærri framleiðendum, en minna lent hjá launþegum og smáframleiðendum, — já, þá varð leiðtogunum svarafátt. Þegar þeim var til viðbótar á það bent, að íslendingar hafa í bókstaflegri merkingu, flutt út mjög mikið af vinnuafli, þ. e. a. s. þeir hafa selt erlendum þjóðum vinnu sína, og að lágt kaupgjald hefði því að þessu leyti þýtt sama og lágt verð á útflutningsvöru, varð ekki greiðara um svörin. Ekki gátu þeir heldur fært rök að því að þær þjóðir, sem við skiptum mest við mundi festa verðlag sitt þannig að ósam- ræmi hlyti að skapast milli þess annars vegar og þess sem við þurfum að fá fyrir vöru okkar hinsvegar, til þess að geta veitt launþegum og smáframleiðendum þau kjör, sem Jaei.r nú þúa við. En fæst varð um svör, er þeim var þent á, Flokkurimi BORGARFJARÐARFERÐ Und-anfarin sumur hefur Sósíal- istafélagið og Æskulýðsfylkingin efnt til skemmtiferðalaga á nokkr-a fegurstu staði Suðurlands. Þátttaka.hefur oft-ast naer verið mjög góð. Ég hef tekið þátt í öllum þess- um ferðalögum og hefur mér fundizt sem öðrum að þau hafi verið með afbrigðum skemmtileg. Eitt hefur mér þó fundizt skorta: Allt of fáir iaf starfandi félögum flokksins hafa tekið þátt í ferða- lögunum. Á þessu þyrfti að verða breyting og mundi félagslíf okk- ar sízt tapa við það. Ein-s og auglýst -hefur verið hér i bl-aðinu verður farið nún-a um verzlunarmannahelgina upp í Borgarfjörð og skoðaðir þar nokkrir frægustu staðir þessa fagra héraðs. Þið, félagar góðir, sem aldrei hafið komið með áður, athugið hvort tækifærið er ekki einmitt nú. Látið ekki dragast að k-aupa farmiða, því að það veldur þeim, sem skipuleggja ferðalagið, ótrú- legum erfiðleikum. Svon-a ferð-alag kostar að vísu nokkra peninga, en minningin um ánægjulegt ferðalag er eign, sem ekki verður frá okkur tekin. G. Ö. FLOKKSFÉLAGAR! TAKIÐ EFTIR Allmargir flokksfélagar hafa ekki ennþá skilað söfnunargögn- um frá 8 SÍÐU SÖFNUN Þjóð- viljans (gulir listar, með rauðri fyrirsögn), og ennfremur eiga margir eftir að skila af sér vegna PRENTSMIÐJUSÖFNUNAR Þjóð viljans (blokkunum). í þriðja lagi eru félagar minnt- ir á að skila strax könnunarlist- um sínum. Það er nú liðið hátt á annan mánuð síðan þeir fyrstu fengu þessa listá, en þeim skyldi skilað eftir hálfan mánuð frá móítöku. Öllum þessum listum eru menn beðnir að skila þegar í stað í skrifstofu xniðstjórnar. Viðskiptajöfnuðurinn í jan.--júní mán. hag- stæður um 12 millj. kr. Samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar yfir útfluttar ís- lenzkar afurðir í júní þ. á., hafa í mánuðunum jan.—júní verið fluttar út íslenzkar vör- ur fyrir rúmlega 142 millj. og 300 þús. króna, en innflutt- ar vörur fyrir tæpar 130 millj. í júnímánuði einum var vörujöfnuðurinn þessi: Út- fluttar ísl. vörur fyrir 18.595.- 840 kr., en innfluttar útl. vör- ur fyrir 23.898.030 kr. Lang- mest var vitanlega flutt út af KENNSLA í VÉLFLUGI Kennsla í vélflugi er um það bil að hefjast hér í Reykjavík og væntanlega á Akureyri líka. Það er eðlilegt og sjálfsagt að flug- kennsla fari fram hér á landi svo sem ástæður leyfa, svo flu-gmanna efni okkar þurfi ekki að leita til annarra landa til að nem-a þá list. Sú kennsl-a í flugi, sem verður hér í sumar og prófið, sem á eftir fer, er þó ekki mið-að við far- þegaflug, heldur veitir aðeins rétt tíl að fljúga •einsamall, með einn farþega, endurgjaldslaust. VIÐ ÞURFUM FLUGSKÓLA End-a þótt annað og meira sé ekki á ferðinni í þetta sinn, en hið svokallaða A-próf, ættu þau flug námskeið sem haldin verðia hér í sumar að geta orðið undanfari að reglulegum flugskóla, er útskrif- aði flugmenn með rétti til f-ar- þegaflugs. Notkun flugvéla hér innanlands er í örum vexti og við höíum einni-g fullan hug á að stunda millilandaflug, svo við höf j um mikla þörf fyrir að fleiri læri að fljúga, en þegar er orðið. Á- hugi ungra manna fyrir þessum málum er líka mikill, það sýna umsóknirnar um þátttöku í hin- u-m fyrirhuguðu flugnámskeiðum. Ætti því engu að þurfa að kvíða, u-m skort á mönnum sem vilja gefa sig að flugnámi. HVERRNIG MENN LÆRA AÐ FLJÚGA Tiltölulega fáum íslendingum er kunnugt, hv-ernig flugkennslu er háttað og hve langan tíma það tekur að læra undir próf í far- þegaflugi'. Um það geta þeir frætt okkur, sem stundað h-afa flug- nám erlendis, t. d. í Ameríku, og það er enginn vafi á því að marg- ir hefðu -gaman af að fræðast um það. Fyrir skömmu birti timaritið ,,Samtíðin“, fróðlegt viðtal við ung-an flugmann, Georg Thorberg Oskarsson, sem þá var nýkominn frá flugnámi í Ameríku. . — Eg leyfi mér að birta hér orðréttan kafla úr þessu viðtali, er gefur góða hugmynd um, hvernig flug- námi er hátbað: „Að lokinni læknisskoðun og ýmsum undirbúningi hófst námið ísfiski, eða 11.174.30 kg., að verðgildi 10.174.750 kr. Þá voru í sama mánuði flutt út rúmlega 2 millj. kg. af síldar- mjöli, og rúmlega IV2 millj. kg. af fiskimjöli. Viðskiptajöfnuðurinn er því samkvæmt framansögðu, hagstæður um rúmar 12 millj. króna, en á sama tíma í fyrra var viðskiptajöfnuðurinn að- eins hagstæður um tæplega 1 millj. króna. á því, -að flugkennari fór með mig upp í litla flu-gvél, svonefnda Piper Cab J—C 3, sem hefur 65 hestafia vél. Jafnskjótt og flugvél in h-afði hafið sig til flugs tók ég við stjórn hennar, og fannst mér það satt -að segja heldur glanna- leg ráð-stöfun, þar sem ég hafði aldrei snert á stjómtækjum flug- vélar áður og aðeins einu sinni á ævinni komið upp í flugvél sem farþegi. Þó var mér ljóst að ef ég ætlaði að fara að gena eitthvert lífshættulegt axarskaft, mundi kennarinn, sem sat fyrir framan mig (það var kvenmaður), óðara taka í taumana." EINN SÍNS LIÐS EFTIR ÁTTA KLUKKUSTUNDIIR „Eftir samtals 8 klukkustunda æfingaflug undir stjóm þessa kennara og eftir að hafia lokið fyrsta bóklega pi-ófinu, sem stóð í s-ambandi við fyrsta einkaflug mitt, war ég sendur upp í loftið einn míns liðs. Saknaði ég nú heldur en ekki vin-ar í stað, þar sem kennari minn, var hvergi nærri. Nú var mér ætl-að að hefja vélina til flugs og fljúg-a henni einn hring yfir æfingavellinum, sem er frek-ar lítill grasvöllur, og lenda henni síðan. Þett-a gerði ég þrisvar, án þess að n-okkuð bæri út af og tók það samtals 45 mín- útur. Eftir þessa skorpu, gekk mér ekki eins vel að lenda vél- inni', og ákvað kennarinn þá að láta mig hætta að þessu sinni. Þannig gengur þetta til hjá flest- um, og stafar það af því, að menn þreytast og handhreyfin-gar þeirra verða stirðari. í hvert skipti, sem ég lenti, gerði kenn- arinn athugasemdir við flug mitt og reyndi ég síðan eftir beztu getu að lagfæra það samkvæmt þeim.‘“ PRÓF í FARÞEGAFLUGI EFTIR RÚML. 8 MÁNAÐA NÁM „Nú líða dagar og vikur, og alltaf f-ljúgum við nemendurnir í þess-ari sömu flugvélategund. Eft- ir að hiafa verið í æfingaflugi í samtals 85 klst., eru okkur fengn- ar í hendúr stærri og fullkomnari flugvélar, sem við svo fljúgum í samtals 100 klst. undir h-and- leiðsln nýrra kenna-ra. Er þá æft næturflug og f-arið í langflug -að- degi til, lengst um 600 mílna hring ^með I endingum í vissum borgum til þess að jaka benzín. En næturflugin eru d því fólgin að æf-a nemendurnia í að hefja sig til flugs og lenda í myrkri á velli, sem er að mjög litlu leyti upplýstur. Samhliða þessu flugnámi er mikið bóklegt nám, þar • sem kennd er siglingafræði, veður- fræði, og enn eru kenndar ýms- ar reglur um loftferðalög og notk- un talstöðvar í flugvélum. Að þessu loknu — eftir rúmle-ga 8 mánaða nám tók ég próf í far- þegaflugi, og gekk það að ósk- um“. Þ-annig er frás-ögn Georgs af náminu á flugs-kólanum, sem h-ann v-ar nem-andi við, en skóli þessi nefnist Spartan School of Aeron-auties, — og er við bæinn Tulsa í Oklohama-ríki. Þar hafa fleiri íslendingar stundað flug- nám. En nú fer Georg og fleiri af okkar ágætu ílugmönnum að kenna löndum sínurn þes-sar list- ir og skulum við vona að þeim g-angi það v-el og slysalaust. Mætti svo fara áður en langir timar líða, að allt nám okkar í flugi fari fram innanlands. að sjálfsagt væri að búa þjóðina undir að mæta þeim örðug- leikum, sem skapast mundu ef verðlag lækkaði verulega á erlendum markaði, með því að auka afköst hvers manns, það er að fá þjóðinni fullkomin framleiðslutæki í hendur. Allra fæst varð þó um svör Framsóknarleiðtoganna, þegar þeim var á það bent, að ef lækka þyrfti verðlag og vísitölu, vegna verðlækkunar á erlendum markaði, yrði það ekki gert með góðu móti, nema með samstarfi þeirra aðila, sem að ríkis- stjórninni standa. Já, þeim varð fátt um svör Framsóknarleiðtogunum, hinir óbreyttu liðsmenn fundu að flokkurinn er úr leik, — hans tími er liðinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.