Þjóðviljinn - 26.07.1945, Side 4
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 26. júlí 1945
þJÓOVILJIN
Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Ouðmundsson.
Stjórnmáláritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfrís Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: SkólavörðusUg 19, sími 21SJf.
Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. G.00 á rnánuði.
Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Það, sem Morgunblaðið þarf að skilja
Morgunblaðið svarar í gær nokkrum hugleiðingum Þjóð-
viljans út af skrifum þeim, sem birzt hafa í Morgunblaðinu
undanfarið um sósíalisma, „áætlunarbúskap“ o. fl. Morgun-
blaðið segir réttilega að bæði Þjóðviljinn og Morgunblaðið
hafi fullan rétt til þess að berjast hvort fyrir sinni stefnu, —
og muni vissulega gera það. Slíkt þurfi á engan hátt að draga
úr stuðningi þessara blaða við ríkisstjórnina og hennar ný-
sköpunarstefnu, — og er það líka rétt. Og vafalaust munu
bæði þessi blöð halda áfram þeirri hollustu við ríkisstjórn-
ina og baráttu fyrir framkvæmd stefnuskrár hennar, sem
þau hafa sýnt hingað til.
•
En það er annað mál í þessu sambandi, sem rétt er að
Morgunblaðið íhugi í allri vinsemd — og ræði ekki sízt við
þá, sem stjórna æskulýðssíðu þess: Það er hvort Morgunblað-
ið skilur til fullnustu stefnu ríkisstjórnarinnar á sviði at-
vinnulífsins.
Meginatriðið í stefnu ríkisstjórnarinnar er að tryggja öll-
um sem arðbærasta atvinnu á grundvelli stórfelldra fram-
kvæmda í atvinnulífinu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun.
Þessi stefna, sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalista-
flokkurinn hafa sameinast um að framkvæma, er það, sem
hagfræðingar myndu kalla ,,áætlunarbúskap“ (planned eco-
nomyj á grundvelli auðvaldsskipulagsins. Eining bæði þess-
ara afla — og fjölmargra samsvarandi afla í heiminum —
um þess stefnu á rót sína að rekja til þess að þeim mönnum,
sem beita sér fyrir þessari stefnu, er ljóst að hinar gömlu
aðferðir auðvaldsskipulagsins leiða til atvinnuleysis, kreppna
styrjalda og fasisma. Og það vilja framfarasinnaðir menn alls
ekki vera ábyrgir um að leiða aftur yfir mannkynið.
En nú bregður svo einkennilega við að allt í einu er hafin
í Morgunblaðinu hatröm árás á einmitt þessa stefnu ríkis-
stjórnarinnar og hún stimpluð sem „leið til ánauðar".
Heimskulegar hugmyndir afturhaldssamra amerískra próf-
essora eru teknar þar upp og íslenzkur hagfræðidósent, sem
virðist vera einni kynslóð, ef ekki einni öld, á eftir tíman-
um, er látinn básúna þessar árásir á ,,áætlunarbúskap“ sem
fagnaðarerindi í Morgunblaðinu.
Það má vel vera að Morgunblaðið hafi ekki áttað sig á
þessari lymskulegu árás á stefnu ríkisstjórnarinnar, þegar
henni var lætt inn í síður þess. En þá færi vel á að blaðið
gerði það sem fyrst. Morgunblaðið má ekki gleyma því að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur með núverandi stjórnarstefnu
aðhyllzt mjög framfarasinnaða stefnu á sviði atvinnulífsins,
— kenningar, sem svipa til þeirra, er Keynes hefur einkum
beitt sér fyrir, og aðgerðir, sem eigi eru ósvipaðar „New
Deal“ Roosevelts. Og Morgunblaðið er eina málgagnið, sem
Sjálfstæðisflokkurinn getur treyst til að túlka þessa stefnu
hans. Það má því blaða sízt bregðast og ráðast aftan að.
•
Svo er annað, sem Morgunblaðið má heldur ekki gleyma.
Þótt Morgunblaðið og Þjóðviljinn geti í allri vinsemd rætt
um hvort betra sé sósíalismi eða kapítalistiskur áætlunar-
búskapur, þá eru þessi blöð þó sammála um að eitt sé til,
Þjóðin fagnar’
flotinn eykst
Undanfarna daga hafa
siglt hér að ströndum
fyrstu bátarnir, sem ís-
lenzka veiðiflotanum munu
aukast frá Svíþjóð. Tveir
bátar komu hingað til
Reykjavíkur um helgina,
annar 50—60 smálestir,
hinn rúmar 70 smálestir, sá
þriðji er nýkominn til Siglu
fjarðar, um 70 tonn að
stærð, og hinn fjóröi mun
nú vera kominn til lands-
ins.
Þetta eru ekki nýsmíðað-
ir bátar, en nýlegir og allir
afbragðs vel vandaðir. Hinn
elzti þeirra er 10 ára, en
hinn yngsti aðeins tveggja
ára. Strax, er leiðir opnuð-
ust í vor, sóttu ýmsir um
gjaldeyris- og innflutnings-
leyfi fyrir gömlum skipum,
ef fáanleg væru, og var
það auðsótt. Hófust þeir
síðan handa um útvegun
þeirra, og er þetta fyrsti
sýnilegi árangurinn af þeim
tilraunum, en eflaust munu
fleiri skip á eftir fylgja.
•
Alltaf, síðan þessir bátar
lögðu hér að landi, hefir
verið stanzlaus straumur
af fólki niður á bryggju til
að skoða þá. Það má sjá á
andliti hvers einasta manns,
sem ann íslenzkri þjóð
efnalegrar hagsældar, á-
nægjuna yfir því, að ís-
lenzka flotanum skuli nú
loksins vera farin aö bætast
ný skip, eftir að hafa
verið að grotna niður um
fjölmorg undanfarin stjórn-
arár framsóknarafturhalds-
ins. Og menn munu sjá, að
það verður ný þjóð, frjáls-
ari, djarfari og framsækn-
ari, sem byggir þetta land,
þegar íslenzka veiðiflotan-
um hafa aukizt á annað
hundrað nýtízku veiðibát-
ar, 30 nýir togarar eða
fleiri, ný og stærri kaup-
skip, nýjar síldarverksmiðj-
ur hafa risið upp við sjáv-
arsíðuna, nýjar niðursuðu-
verksm. til að vinna sjáv-
arafurðir meira til manneld
is en hér hefir áöur þekkzt,
fleiri og betri hraðfrystihús
og verksmiðjur í sambandi
við þau til að nýta öll þau
ógrynni verömæta, sem
ganga úr hraðfrysta fisk-
inum og hefir að mestu
veriö hennt hingaö til.
Það var mikil gæfa fyrir
íslenzka þjóð, aö vinnuveit-
endur og launastéttir lands
ins skyldu sýna þá fram-
sýni að taka höndum sam-
an um að byggja grunn að
þeim háttum á atvinnulíf-
inu, sem sýnt er, að fram-
tíðin krefst, því aö án þess
HÚSIN í bænum
Gangið vestur Vesturgötuna og
nemið staðar framan við húsið nr.
16. Hvað er nú svo sem sérkenni-
legt við þetta hús? O, hreint ekki
neitt, að því er bezt verður séð.
En ef þið látið það segja ykkur
sögu sína, mun það aúk fjölmargs
annars, segja ykkur þetta: Fyr-
ir tæpum 60 árum keypti mig
maður fyrir 2500 krónur. Það
þætti ekki mikið fyrir mig gefið
nú, enda hafa mennirnir bæði
breytt tímanum og mér. Þessi
maður var einna merkastur og
fjölmenntaðastur allra íslendinga
fyrr og síðar. Hann hafði alizt
upp í brennipunkti íslenzkrar
menningar á öndverðri 19. öld,
Bessastöðum og grennd. Faðir
hans hafði ef til vill átt drýgstan
þátt allra íslendinga í því mál-
hreinsunarstarfi, sem hafið var
fyrri hluta síðustu aldar. Hann
kemndi Jónasi Hallgrímssyni að
tala og rita íslenzkt mál af þeirri
unaðslegu snilld, sem enn þá vek-
ur aðdáun og fögnuð hvers er les
og lærir. Þessi maður var Svein-
björn Egilsson. En hann var eigi
aðeins góður kennari. Hann var
sjálfur gott skáld. Kvæði hans
eru enn í góðu gildi. Og jafn-
íburðarmikið íslenzkt mál hefur
vart nokkur maður ritað eins og
er á þýðingum hans á höfuðverk-
um Hómers: Odysseifs — og
Illionskviða.En maðurinn, sem við
ætluðum einkum að minnast á,
var ekki Sveinbjörn, heldur
Benedikt Sveinbjörnsson Grön-
dal. Hann var víðförull með af-
brjgðum og hafði margt brallað.
Eitt sinn sat hann lengi í klaustri
austur í Þýzkalandi og las klaSs-
isk rit á fornmálunum: latínu og
grísku. Um tíma sat hann i Nið-
urlöndum og reit þar Heljairslóð-
arorrustu á hálfum mánuði^
er óhugsandi, að við getum
rækt þann þátt í fram-
leiðslu þjóðanna, sem við
höfum aðstöðu til og okkur
ber. Án nýsköpunar á fram-
leiðslutækjunum og þar
meö framleiðsluháttunum
til samræmis við það, sem
fullkomnast er á hverjum
tíma, hljótum við að halda
áfram að skipa þann sess
nýlenduþjóðar, sem við höf
um skipað næst liðnar sjö
aldir. Þetta er svo augljóst
mál, að ekki þarf fremur
um það að tala. En þeim
mun óskiljanlegra er, aö
til skuli vera þeir þjóðníð-
ingar, sem ekki aöeins láta
sér sæma aö slcerast úr leik
í mikilvægasta og næsta
þætti sjálfstæöisbaráttu
íslenzku þjóöarinnar, held-
ur berjast hatrammri land-
ráðabaráttu gegn því, að
þjóðin öðlist þaö fjárhags-
lega sjálfstæði, sem eitt get
ur gert hana hlutgenga til
sjálfstæöra skipta við aör-
arr lýöfrjálsar þjóðir heims.
E. Br.
sprenghlægilega háðsögu um
stríðshetjur þær, serh heiðruðu
■alþýðu Evrópu fyrir rúmri öld
með því að drepa hana. Um fjöl-
mörg ár dvaldist hann í kóngsins
Kaupinhavn við Eyrarsund aust-
ur og safnaði þar meðal annars
drögum að stórbrotnu verki um
þjóðmenningu Norðurlanda. En
efri hluta ævi sinnar átti hann
heima hér í Reykjavik og vann
hér merkilegt starf sem náttúru-
fræðingur og skáld. Hann átti
drýgstan þátt í stofnun Náttúru-
fræðafélagsins og var sífellt ösl-
andi niðri í flæðarmáli og út um
móa og mela tjl að safna sjávar-
dýrum og öðru fyrir náttúru-
gripasafnið, sem þá var að byrja
að myndast. Hann teiknaði ósköp-
in öll af gróðri og dýrum og rit-
aði við þau skýringar. Ennfrem-
ur var hann lista skrautritari. Og
hann hafði allra manna beztan
hæfilejka til að koma flatt upp
á menn, endia hvergi smeikur.
Hann hafði kjark til þess að
slengja þessu framan í lesandann
í niðurlagi hástemmds kvæðis:
Sveifla þér duglega sál mín um
geiminn
sjóðandi kampavíns lífguð af yl.
Kærðu þig ekert um helvítis
heiminn,
hoppaðu blindfull guðanna til,“
★
En það var ekki ætlunin að
fara að endursegja hér sögu
Benedikts Gröndal. Þú, sem ekki
þekkir bann, skalt lesa Dægra-
dvöl, hina stórfróðlegu sjálfsævi-
sögu hans, Heljarslóðarorrustu og
Þórðar sögu Geirmundssonar,
kvæði Gröndals og annað það,
sem þú getur náð í eftir hann og
um hann, og þá muntu áreiðan-
lega líta til hægri handar næst
þegar þú gengur vestur Vestur-
götuna og kemur á móts við hús-
ið nr. 16.
ÞINGHOLTSSTRÆTI 33
lEnnþá er mér ríkur í mjnni
kafli úr minningargrein um látið
skáld, sem ég las, þegar ég var
smástrákur. Þar var sagt frá at-
viki, sem fyrir kom, er skáldið
lá banaleguna. Dyragluggi var á
herberginu, sem skáldið lá í, út
að veggsvölum. Glugginn stóð
opinn. Hreint loftið og sólskjnið
streymdu þar inn. Skáldið var af-
arþungt haldið. En um stund var
eins og það hálfgleymdi þrautun-
urn. Það fór að tala um, hvað
væri yndislegt, ef allir fátækling-
arnir, sem verða að hafast við i
loftillum, sólarlausum hreysum,
gætu eignazt annað eins herbergi.
Mikil er mannvinátta þess, sem
sofnar með slíkum hugrenning-
um í lok banastríðsins. Eg fann
það þá þegar, að hversu margir
merkisstaðii-, sem fyrir kynnu að
finnast í Reykjavík, yrði þetba
hús hið fyrsta, sem ég yrði að
leita uppi. Eg er ejnnig búinn að
því fyrir æði löngu. Langtímum
saman er hægt að horfa upp í
þennan dyraglugga, sem var svo
hamingjusamur að vekja Þor-
steini Erlingssyni slíka ánægju í
banalegunni.
★
Ef einhverjir kynnu að vera til,
sem ekki haía lesið verk. Þor-
sem sé miklu verra én hvort af þessu, er öðrum aðilanum
virðist lakara, — og það er fasisminn.
Og þrátt fyrir ósigur nazismans, þá er fasismanum enn
ekki útrýmt úr heiminum. Bæði á Spáni og í Argentínu
drottnar fasisminn enn 1 allri sinni harðstjórn. Fangabúðir
og morð á lýðræðissinnum eru þar enn staðreyndir. Þýzkur
fasismi hefur gert Argentínu að hinum nýju höfuðstöðvum
sínum. Og þessar pestarstöðvar fasismans beggja megin At-
lantshafsins boða hættu fyrir ísland sem önnur.lönd, meðan
fasismans er ekki útrýmt þar. — Morgunblaðið ætti ekki
að láta undir höfuð leggjast að minna lesendur sína á þessar
staðreyndir.
steins Erlingssonar, þá ættu þeir
að gena það- nú þegar, og hinir,
sem þó hafa lesið þau, ættu. að
endurlesa þau öll og læra hin
beztu kvæði hanis. Síðan ættu þeir
að ganga að húsinu, sem hann
lifði 1 síðustu árin og andaðist í
Frh. á 7. síðu