Þjóðviljinn - 08.08.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN
MiÖvikudagur 8. ágúst 1945
Ú.tgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl.
19.00 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Vér erum og viljum vera sjálfstæð
Vér höfum fengið sjálfstæði vort viðurkennt. Stórveldi
heimsins ásamt hinum smáu Norðurlandaríkjum o. fl. hafa
viðurkennt rétt vorn til fullkomins stjórnarfarslegs sjálf-
stæðis, og þjóðin hefur öll, sem einn maður lýst yfir því, að
hún kýs að vera sjálfstætt lýðveldi.
Þetta er ljóst öllum þeim, sem eitthvað vita um ísland, en
hitt er, eða ætti að vera jafnljóst, að vér erum og viljum
vera Evrópuþjóð. Ekki þarf að rifja upp söguna til að stað-
festa þá staðreynd, að vér erum Evrópuþjóð að uppruna, til
þess er slíkt of alkunnugt. Það ætti heldur ekki að þurfa að
minna á að öll vor sambönd, Ijæði menningar- og viðskipta-
sambönd, hafa legið til meginlands Evrópu og Bretlandseyja.
Menningarsamböndin til nánustu frændþjóðanna, fyrst og
fremst, Norðurlandaþjóðanna en viðskiptasamböndin hafa
náð til flestra landa Evrópu utan Sovétríkjanna. Ekkert hef-
ur megnað að breyta þessum staðreyndum nema styrjaldir,
sem lokað hafa ströndum Evrópu. Á slíkum tímum höfum
vér leitað viðskipta í vesturátt og einnig sent æskumenn
þangað til náms, en ekki ber því að gleymá,- að jafnvel á tím-
um þessa síðasta stríðs, eru það Bretar, en ekki Ameríku-
menn, sem hafa keypt nær alla okkar framleiðslu, þó mikið
af henni hafi verið goldið í amerískum gjaldeyri, en það var
samkomulag Breta og Bandaríkjamanna, en nauðsynjar fram
leiðslunnar og lífsnauðsynjar þjóðarinnar fengum við hins-
vegar að mestu vestan um haf. Öllum er ljóst að á þessu verð-
ur breyting jafnskjótt og heimurinn færist í samt lag eftir
stríðið; viðskiptin munu að mestu færast aítur á hinar fyrri
slóðir, landfræðileg aðstað og framleiðsluhættir gera það sjálf
sagt. Menning vor og tunga, gerir og jafn sjálfsagt að menn-
ingarsamböndin knýtist aftur, fyrst og fremst við frændþjóð-
irnar á Norðurlöndum, og þó vér viljum vissulega einnig
halda þeim samböndum á þessu sviði við hinar voldugu
enskumælandi þjóðir, sem myndast hafa á stríðsárunum.
Allt það, sem hér er fram tekið er skilið og viðurkennt
af ráðamönnum hinna voldugu sameinuðu þjóða. Á þessum
grundvelli fóru samningarnir um hervernd Bandaríkjanna
á íslandi fram. Þess vegna var ákveðið að Bretar og Banda-
ríkjamenn færu burt frá íslandi, með allan sinn herafla,
þegar hans væri ekki lengur þörf vegna stríðsins við Þjóð-
verja, þess vegna var ákveðið að þeir afhentu íslendingum
flugvellina að stríðinu loknu og að þeir gerðu ekki tilkall til
neinnar íhlutunar eða yfirráða á landi hér, hvorki í smáu
né stóru.
íslendingar hafa enga ástæðu til að vantreysta orðum og
samningum forustumanna hinna sameinuðu þjóða í þessu
efni, orð þeirra og samningar eru í fullu samræmi við þann
grundvöll, sem lagður var með Atlantshafssáttmálanum og
síðar hefur verið staðfestur á fleiri en einni ráðstefnu. En
þrátt fyrir þetta ber oss að fylgjast vel með öllu því, sem
fram kemur varðandi sjálfstæðismál vort. Það er rétt að gera
sér ljóst, að bak við tillögur, sem fram hafa komið í Banda-
ríkjunum, að ísland ætti að verða fertugasta og níunda sam-
bandsríkið og á bak við hina frábærlega ósvífnu grein, sem
nýlega birtist í New York Journal-American, þar sem lagt er
til að Bandaríkin kaupi Grænland og innlimi íslarid með
einhverjum hætti, standa óskir hinna íhaldssömu afla Ame-
' 'ku, og þau eru, því miður, sterk. Það er því alveg tvímæla-
laust að frá þessum öflum stafar frelsi voru og sjálfstæði
þætta, fái þáu ráðið í sínu heimalandi. Með nýjum herrum
EKKI ÞRIGGJA DAGA
PÓSTLEIÐ
Flestir hafa eðlilega staðið í
þeirri méiningu að póstur sem
sendur er með flugvélum, innan-
lands eða landa á milli, kæmist
greiðlega í hendur viðtakenda.
Æði mikill misbrestur getur þó
orðið á þessu, eins og eftirfarandi
ir hina miklu meistara söng-
lagsins, þá Schubert og Schu-
mann, og skiptust bróðurlega
til helminga milli þeirra, svo
sem vel átti við.
Ýmsir munu hafa komið til
þessa hljómleiks í þeirri trú,
að þarna væri hálfgerður við-
vaningur á ferðinni. Hvaða
líkur gætu verið til þess, að
venjulegur flu'gmaður kynni
að syngja betur en gengur og
gerist? En Roy Hickman hafði
ekki lengi sungið, áður en öll-
um mátti ljóst vera, að þar
stóð gagnmenntaður 1 jóð-
söngvari, sem kann jafnvel að
beita rödd sinnij hvort sem
krafizt er ljóðrænnar mýktar
eða dramatískra tilþrifa. Það
er til dæmis ekki á færi neins
miðlungssöngvara að flytja
lækjarljóð Schuberts af þeim
fagnandi léttleik, sem þar á
við, snúa sér því næst að tví-
farasöng sama höfundar og
gera honum að sínu leyti ekki
lakari skil. Var vissulega á-
nægjulegt að heyra svo snilld-
arlega farið með þessa og aðra
söngva hljóðsmiðanna góðu.
Söngvarinn gat líka hrósað
því happi að hafa sér við hlið
svo ágætan undirleikara sem
dr. Victor Urbantschitsch.
Á síðari hluta söngskrárinn-
ar voru lög eftir enska höf-
unda, sem ekki munu hafa
heyrzt hér áður, að minnsta
kosti ekki á hljómleikum, og
er flutningur slíkra verka
góðra gjalda verður, enda er
það eitt aðalatriðið á stefnu-
skrá hins nýstofnaða hljóm-
listarfélags að kynna íbúum
höfuðstaðarins tónverk, sem
lítil von mundi til, að þeir
ættu kost að kynnast með öðr-
um hætti. Þar voru og nokk-
ur brezk þjóðlög, sem gaman
var að héyra, þó að ekki gæti
það talizt háfleyg tónlist. Eng-
ilsaxar komast hvergi í hálf-
kvisti við Þjóðverja og slav-
nesku þjóðirnar eða jafnvel
þjóðir Norðurlanda um auð-
Söngskemmtun
Roy Hickman
Hinn svonefndi Kammer- j
músíkklúbbur, sem nýstofn-í
aður er hér í Reykjavík, efndi |
til söngvakvölds síðastliðinn f
miðvikudag. Það var enskur
barífónsöngvari, Roy Hick-
man að nafni, sem þar kom
fram. Hickman er í brezka
flughernum hér á^ landi.
Söngvarinn flutti heilan
fjórðung hundraðs af lögum,
l — eitt aukalag auk tuttugu og
.... , , .. , . | dæmi sýnir: Maður nokkur sagði
fjogra laga, sem a songskranm I mér þá sögu> að hraðbréf, sem
voru. Songskram var veiga- r hann sendi hingað i fiugpósti frá
mikil, einkum fyrri hluti j Svíþjóð, hefði verið þrjá daga á
hennar, en þar voru 14 lög eft-- leiðinni frá Keflavík til viðtak-
andans, sem er búsettur hér í
bænum. — Vonandi er svona
sleifarlag á póstafgreiðslu ekki al-
gengt, en sýnir þó að viðkomandi
pósthús þurfa að vera betur á
verði fyrir því að áríðandi sendi-
bréf tefjist ekki að óþörfu, eins
og virðist vera í þesSu tilfelli, og
er þeim sem ábyrgð bera á því
enginn greiði gerður með því að
þegja yfir slíku.
BLÖÐIN Á, BIÐSTOFUNUM
Frá „S. Ú.“ hefur borizt þetta
bréf um blöðin sem biðstofugest-
um læknanna er ætlað að lesa sér
til afþreyingar:
„Þeir mörgu, sem eiga erindi
við lækna þessa bæjar og verða
að öllum jafnaði að eiga langa
viðdvöl í biðsal áður en viðtalið
fæst, taka því vitanlega fegins
hendi að geta litið í nýjustu blöð
og tímarit á meðan þeir bíða.
Þetta virðist læknunum ekki
vera ljóst nema að litlu leyti. Að
vísu hafa þeir flestir töluverða
hrúgu af blöðum, í biðstofum sín-
um ,en sá blaðakostur er að jafn-
aði gömul erlend myndablöð og
stundúm margra mánaða gömul
íslenzk dagblöð, útþvæld og ó-
hrein. Sama máli gegnir um ís-
lenzk tímarit. Þau virðast ekki
hátt metin á þessum stöðum,
nema gömul séu.
Það, sem ég ætlaði þó sérstak-
lega að vekja athygli á í sam-
bandi við þetta, er smithættan,
sem mér virðist geta stafað af
þessu blaðarusli, því flestir sem
í biðstofurnar koma, hafa það til
dundurs, að fletta blöðum þess-
um, án sýnilegs áhuga að vísu,
sem er vel skiljanlegt af framan-
sögðu. — Manni virðist að lækn-
ar, öðrum fremur, ættu að hafa
augun opin fyrir þessum óþrifn-
aði og útrýma honum. Þeir ættu
að sjá um að á biðstofunum væru
alltaf nýjustu blöð og tímarit, sem
út eru gefin hérlendis, og fjar-
lægja þau jafnóðum og þau verða
gömul og óhrein. Sjúklingar
þeirra mundu óefað fagna þeirri
breytingu." v
AFGREIÐSLUÓMENNING
A. B. skrifar Bæjarpóstinum:
„Það er ekki fátítt að sjá tó-
mötum stillt fram á búðarborðið
í stórum skálum í ýmsum mat-
vörubúðum. Viðskiptavinirnir eru
þá oft að þandfjatla tómatana, og
sumstaðar virðist það beinlínis
siður að leyfa kaupendunum að
velja úr hrúgunni á þann smekk-
lega hátt að handfjatla svo marga
tómata, sem þeim gott þykir,
kasta þeim frá, sem þeir ekki
vilja, og skilja hina eftir. Afleið-
ing þessa verður vitanlega sú, að
þegar menn kaupa þessa ávexti í
búðum, þar sem svona afgreiðslu-
máti er urri hönd hafður, veit mað
ur aldrei nema nokkrir tugir
handa séu búnir að þukla á þeim.
Þetta er herfileg ómenning. Eng-
inn veit, hvort þetta fólk ber
með sér einhverjar sóttkveikjur á
tómatana eða ekki. Og jafnvel
þótt fólkið gangi ekki með smit-
næma sjúkdóma, er allt annað en
skemmtilegt að háma í sig svita
og óhreinindi af lúkum annarra.
Þetta er þeim mun hættulegra
sem erfitt er að hreinsa þessa á-
vexti á tryggilegan hátt.“
FYRIRMYNDARAFGREIÐSLA
„Þeir, sem komið hafa í mat-
vörubúðina „Bíld og fi-skur“ á
Bergstaðastræti hafa ugglaust
veitt því athygli, hve verzlunar-
og afgreiðslumenning er á háu
stigi. Þar er öllu haganlega fyrir
komið, svo að mjög auðvelt er að
halda öllu hreinu. Þar er líka
stöðugt hver hlutur fágaður og
hreinn. Þar þekkist ekki, að fólk
sé að káfa á matnum. Þar er
þannig gengið frá borðunum, að
menn geta ekki tyllt bossanum,
ístrunni eða pinklum upp á búðar-
borðið. Þar eru einnig sérstak-
lega fágaðir, hreinlegir og liðlegir
afgreiðslumenn. Þeir taka menn
eftir þeirri röð, sem þeir koma
inn. Og annað er þar mjög mikils
vert. Þar er venjulega hægt að
treysta því, að maður fái það, sem
mann vantar. Þessi búð er flest-
um, ef ekki öllum öðrum matvöru-
verzlunum til fyrirmyndar, og á
hún vel skilið að kosta hennar sé
getið“.
legð fagurra þjóðlaga, þó að
þeir, — að minnsta kosti Bret-
ar —, eigi ágæt nútímatón-
skáld og standi þar sízt öðrum
að baki. Minnisstæðast er
undirrituðum lagið „Lord
Rendal“, sem hefur að sumu
leyti einkennilega fegurð til
að bera, — minnisstæðara víst
en rifrildissöngurinn, sem
hlustendur vildu fyrir hvern
mun fá endurtekinn. B. F.
geta komið nýir siðir. Ef afturhaldsöflin yrðu ráðandi í
Bandaríkjunum og Bretlandi gæti svo farið að skipt yrði
um stefnu gagnvart smáþjóðunum, og samningar og loforð,
sem þeim hafa verið gefin yrðu ekki eins haldgóð og vér
höfum vænzt. Kosningarnar í Bretlandi gefa gleðilega bend-
ingu um að afturhaldið eigi ekki sterk ítök meðal þjóðanna,
liggi straumurinn í sömu átt í öðrum löndum heims sem í
Bretlandi, er okkar hag vel borgið, en rétt er að allur heim-
urinn viti, að íslendingar vilja allir sem einn, og einn sem
allir vera sjálfstæð Norðurálfuþjóð.
Snorri Stefánsson
fimmtugur
Snorri Stefánsson fram-
kvæmdastjóri, Siglufirði átti
50 ára aíniæli sl. mánudag.
Snorri er verksmiðjustjóri
síldarverksmiðju Siglufjarð-
arkaupstaðar, Rauðku, og hef-
ur sýnt mikinn dugnað við
endurbyggingu hennar og öll
byggingin grundvölluð af
honum og verkið undir hans
yfirstjórn.
Á þessum miklu tímamót-
umsenda starfsmenn verk-
smiðjunnar, vinir hans og
kunningjar honum sínar
beztu árnaðaróskir með ósk
um að verksmiðjan og Siglu-
fjörður fái að njóta starfs-
krafta hans sem lengst.
(Ft'éttaritari).