Þjóðviljinn - 08.08.1945, Blaðsíða 6
*
ÞJÓÐVILJINN
MiSvikudagur 8. ágúst 1945
CAIÍL EWALD:
PEARL S. BUCK
ÆTTJARÐARVINUR
Storkurinn
%
„Já, hún er á næstu grösumsvaraði fíkjutréð.
„Eg finn það á mér“.
„Hvaða hljóð er þetta?“ spurði storkurinn og
hlustaði.
„Það skrjáfar í berkinum á balsamtrénu,“
sagði fíkjutréð.
„En hlustaðu á — hvað er þetta? Það var eins
og gler brotnaði.?“
' „Þetta?,“ svaraði fíkutréð, „það er bara eitt af
blöðunum mínum, sem féll til jarðar og brotnaði.“
„Undarlegt land!“ andvarpaði storkurinn og
beindi nefinu til himins. „Það skrjáfar í trjáberk-
inum og laufblöðin brotna, eins og gler.“
„Það er oft gott að vera hérna,“ hélt fíkjutréð
áfram. „Og ég býst við, að stundum sé eitthvað að
heima hjá þér líka.“
„Já, á veturna er ekki gott að vera heima, enda
fara þá allir fuglar, sem eitthvað er í spunnið. Það
verða ekki aðrir eftir en fáeinir lítilf jörlegir og fá-
tækir fuglaræflar. En nú er komið sumar heima,
og þá er svo dásamlegt að vera þar, að ég veit ekki
mitt rjúkandi ráð, þegar ég hugsa til þess, að ég
kemst ekki héðan.“
„Guð veit, að mig langar líka til að ferðast,“
sagði fíkjutréð. „Eg mundi vilja fljúga um allar
jarðir. Eg verð viti mínu f jær af útþrá í hvert skipti,
sem fugl sezt á greinar mínar.
„Á ég þá að fara?“ spurði storkurinn.
„Nei, í guðs bænum,“ sagði fíkjutréð. „Það er,
þrátt fyrir allt, svo dásamlegt að hafa þessa löng-
un. Viltu ekki gera mér þÚanægju að byggja hreið-
ur í krónunni minni?“
„Það get ég því miður ekki,“ anzaði storkurinn.
„Konuefnið mitt flaug norður til Danmerkur. En
mætti ég ekki skýla mér í laufinu þínu, þegar rign-
ingin kemur, ef hún er eins óskapleg og af er látið.
„Jú, rigningin er óskapleg,“ sagði fíkjutréð. „En
hún er líka unaðsleg — gefur mér löngun til að lifa.
En hún rífur af mér öll blöð og það vaxa ekki ný,
fyrr en eftir tvo — þrjá daga.“
(J^ÞETTA
Gladstons fórust svo orð
um þá alkunnu mannfyrir-
litningu, sem breiddist út með
-al þeirra, sem lásu rit Nitczsc-
hes: „Að fyrirlíta menn og lít-
ilsvirða verka þeirra ber vott
um andlegan vanþroska. Fyr-
irlitning kemur af skilnings-
leysi og ber mikið á henni
meðal hálf-siðmenntaðra
þjóða. Menningin kenpir
mönnum þvert á móti að
skilja hver annan. Lítilsigld-
nr maður grípur til fyrirlitn-
ingarinnar“.
★
„Afburðamenn eru ekki að-
-eins óviðfeldnir í hversdags-
legri umgengni, heldur eru
þeir einnig valtir á svellinu
siðferðislega og kaldrifjaðir.
Slíkir menn eiga ekki vini.
Hæstu tindamir eru einmana-
legur verustaður".
Schopenhauer.
ir
Gesturinn: Það rignir ofan
á mig í rúminu á nóttunni.
Plvað á það að ganga lengi?
Gestgjafinn: Ég veit það
ekki, góði. Ég er ekki veður-
spámaður.
'k
„Hamingjan er eins og veit-
ingahús, þar sem enginn fær
neitt annað en það, sem hann
kemur með sjálfur11.
Madame de Papouny
sig hvað eftir annað fyrir I-
wan: „Gerið þér svo vel,
herra minn. Gerið þér svo vel.
Komið þér inn og fáið þér
yður te. Síðan getið þér þveg-
ið yður og farið að sofa.“
Hann horfði á I-wan, eins
og hann langaði til að biðja
afsökunnar .„Þessi hvíti mað-
ur,“ sagði hann í trúnaði við
I-wan, þegar hann færði hon-
um teið og Mac Gurk var
staddur inni í hliðarherberg-
inu, ,hann er auðvitað ofurlít-
ið-----“ Hann benti á höfuð-
ið á sér. „En ég gái alltaf að
því að gera honum til hæfis.
læt eins og ekkert sé.“
„Hann er bezti maður,“
sagði I-wan og stillti sig um
að brosa.
„Já, ágætis maður,“ svar-
aði veitingamaðurinn. I-wan
rétti honum ríflega borgun
fyrir matinn og þá varð hann
svo ákafur, að hann hljóp
fram að dyrum. þar sem fólk
stóð 1 þyrpingu til að horfa
inn. „Snáfið þið burt. Hafið
þið aldrei séð mann fyrr?“
hrópaði hann.
Fólkið fór og hann lokaði.
Hurðin var úr óhefluðum borð
um.
„Þér verðið að fyrirgefa,
herra minn,“ sagði hann.
„Þeir eru svo forvitnir, þegar
útlendingar koma. Frá hvaða
landi komið þér?“
„Eg er Kínverji,“ svaraði
I_wan undrandi.
„Er það mögulegt?“ sagði
gamli maðurinn, og andlit
hans komst allt á hreyfingu
af undrun. „Það hefði mér
ekki dottið í hug. Fötin yð-
ar —“
„Það er algengt, að Kínverj-
ar noti Vesturálfuklæðnað,“
svaraði I-wan og var ekki
laust við að honum gremdist.
' „En tungumál yðar ....“
„Er það ekki ktnverska, eða
hvað? „spurði I-wan.
„Ég skil reyndar allt, sem
þér segið, en þér talið ekki
alveg rétt,“ sagði gamli mað-
urinn,.En svo bætti hann við,
til þess að móðga ekki gest
sinn: „Ég hef heyrt, að til séu
allavega Kínverjar, sumir
stórir, aðrir smávaxnir. Ég
veit það. Ég he|,verið veitinga
maður hér í fjörutíu ár. En,
hvað má bjóða yður að borða,
herra minn? Viljið þér kjöt?
Ég á líka grænmeti.“
„Eg borða kjöt,“ svaraði I-
wan ofurlítið gramur. Hann
vissi eiginlega ekki, hvað
það var sem honum gramdist,
ef til vill aðeins það, að hann
hafði enga ástæðu til að
kvarta.
„Við Kínverjar," sagði veit-
ingamaðurinn, „erum ekki
eins vandgæfir og þessir hvítu
menn. Þér megið trúa því, að
mér létti, þegar þér sögðust
vera Kínverji. Þessi maður
hérna —“ Hann gaf rauðum
hárlubba Mac Gurks' horn-
auga, „hann orgar upp, ef
honum þykir kjötið of seigt
og ég verð að mala það ofan í
hann, eins og krakka. Svo
verð ég að lána honum marg-
ar ábreiður á gólfið — og því-
lík læti, ef hann verður var
við eitt eða tvö kvikindi í rúm
inu. En við vitum það allir
Kínverjar, að þessi smákvik-
indi verða að lifa, eins og aðr-
ar skepnur. Eiga smákvik-
indi ekki að fá að lifa eins og
aðrar skepnur, spyr ég hann
stundum? En hann skilur
ekki eitt einasta orð.“
Satt var það, að kjötið var
seigt og rúmin voru fjalir,
sem lagðar voru ofan á þurr-
ar moldarhrúgur. Um nóttina
fann I-wan eitthvað kvikt í
rúminu. Hann spratt á fætur,
ók sér og það lá við, að hann
öskraði af bræði. En hann
stillti sig, kveikti á litlum
olíulampa og lagðist niður aft-
ur.
„Við . Kínverjar,“ hafði
gamli veitingamaðurinn
sagt.
Nóttin leið og þeir flugu af
stað aftur. Þeir stefndu í
norðvestur og I-wan horfði
þegjandi á beinleitan vanga
Mac Gurks.
Nú flugu þeir yfir*fjall-
garða — nakin leirug fjöll.
Vegirnir voru ekki annað en
djúp hjólför en framundan
sér sáu þeir hillingar. I-wan
datt það ekki í hug fyrst í
stað, að trén og vötnin, sem
hann sá, yæru hillingar. En
þegar þeir höfðu haldið á-
fram .klukkutíma eftir
klukkutíma, án þess að kom-
ast nokkru nær þes3U lands-
lagi, skildi hann að ekki var
allt með fslldu.
Nesti þsirra þennan daginn
var brauð og hvítlaukur, sem
þeir höfðu ksypt í veitinga-
kránni og stungið í vasa sína.
Brauðið var ekki líkt því, sem
madame Chiang hafði geíið
þeim. Þetta brauð var grátt og
þungt í sér. Þefurinn af hvít-
lauknum var ónotalegur. En
þetta saddi þó hungur þeirra.
Seinni hluta dagsins stefndi
Mac Gurk flugvélinni allt í
I einu skáhallt niður á við og
bjóst til að lenda.
„Þarna er það,“ hrópaði
hann.
I-wan horfði niður fyrir
sig og sá sveitaþorp, umgirt
ferhyrntum garði á miðri
sléttunni. Lágur trjágróður
sást í kringum húsin.
Úti á ökrunum stóðu blá-
klæddir menn við vinnu. Þeir
fleygðu verkfærunum og'
komu hlaupandi, þegar flug-
vélin lenti.
„Nú erum við komnir til
rauðliðanna,“ sagði Mac Curk
brosandi." En þeir eru svo
sem ekki verri“, bætti hann
við. Flugvélin snerti jörðina
léttilega og settist. „Mér fell-
ur ágætlega við þá: Og sá, sem
þér eigið að finna, er ágætur
strákur. Frú Chiang sagði, að
ég ætti að fara með yður beint
til hans. Komið þér.“
Þeir stigu út úr flugvélinni
og I-wan fylgdist með Mac
Curk.
Hann hafði aldrei efazt um
að En-lan væri dáinn — allt-
af hugsað um hann sem látinn
vin.
Hvernig átti hann að trúa
því, sem nú bar fyrir augu
hans. Þeir höfðu gengið inn
um bæjarhliðið og rétt á eftir
inn um annað hlið, inn í garð.
Þar sem fjölmennt var og
glaðvært. Þaðan gengu þeir;
inn í lítið hús með torfveggj-
um og moldargólfi. Þar sat
maður við ómálað borð. Hann
leit upp.
Það var En-lan.
Þeir störðu hvor á annan.
Tiu ár voru liðin. Og hvílík
ár! En þetta var En-lan, þrátt
fyrir allt. I-wan þekkti hann
óðar.
„Mr. Wu færir yður bréf frá
yfirmanni mínum,“ sagði Mac
Gurk. „Eg verð að segja það,
úr þvi ég er kominn hingað,
að ég er því feginn. Ég get
sagt yður það núna, Wu, að ég
hafði’ þessar með mér —“
Hann dró tvær skammbyssur
upp úr vasa sínum. „Og mér
var sagt að skjóta, ef einhver
áreitti okkur. En ég fann á-
-^ætan gististað í gærkvöld.
Ég þekkti gamla þrjótinn.“
Hinir hlustuðu ekki á hann.
Þeir horfðu hvor á annan.
„Ert það þú, I-wan?“ spurði
En-lan seinlega.
„Já, það er ég. En hvern-
ig á ég að ímynda mér, að
þetta sért þú?“
■ Þeir tóku um axlirnar hvor
á öðrum. Síðan heilsuðust
þelr með handabandi. Þetta
var hönd En-lans, en hún var
harðari og sterkari en áður
fyrr.
„Hvað varð af þér?“ spurði
Én-lan. „Ég frétti ekkert af
þér. Peony kom hlaupandi
þangað, sein við vorum allir
mættir. En hvert fórst þú! Við
biðum þín fram á síðustu
stund. Við áttum von á þér á
hverju augnabliki.“
„Jæja, þið þekkist,“ sagði
Mac Gurk. „Ég ætla að fara og