Þjóðviljinn - 08.08.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.08.1945, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. ágúst 1945 ÞJÓÐVILJINN 6 Jóhann J. E. Kúld: Handaþvottur Sigurjóns Sigurjón Ólafsson formaö' ur Sjómannafélags Reykja- víkur, reynir í langri þvælu grein í Alþýöublaöinu 4. ág. sl. aö þvo hendur sínar og þeirra er meðsekir honum eru, fyrir að hafa orðiö þess valdandi aö samningagerö sjómannasamtakanna (um síldveiöikjörin) fór fram í tvennu lagi nú í sumar, þrátt fyrir margendurtekn- ar Lilraunir Alþýðusam- bandsins við aö koma þar á einingu. — Eg eftirlæt Jóni Rafnssyni framkv,- stjóra Alþýöusambandsins aö svara því sem beinlínis er beint að honum og við- skiptum þeirra Sigurjóns í máli þessu. En hins vegar gefur grein Sigurjóns mér tiiefni til aö eiga viö hann nokkur oröaskipti. Sigurjón segir að ég hafi ekki komið nærri samning- um Alþýðusambandsins fyrr en síðasta sólarhringinn er samningarnir stóðu yfir. Þetta eru algjör ósann- indi hjá honum. Sannleikurinn í málinu er sá, eins og ótal vitni geta boriö um ,að ég hafði fyrst afskipti af máli þessu snemroa í júnímánuði, þá sat ég fund í skrifstofu Alþýöusambandsins til aö ræöa væntanlega síldar- samninga. Hins vegar var ég fjarver- andi úr bænum frá 15. júní þar tU aö kvöldi hins 26. júní, en eftir það tók ég þátt í samningagerðinni og sat á þeim sáttafundum, er haldnir voru þar til máliö var útkljáð. Eg set þetta hér til þess aö sýna hve mál- flutningur Sigurjóns Ólafs- sonar er óvandaður. Þaö sem ég sagði i Þjóövilja- grein minni 2. júlí stendur óhaggað. Hvað svo sem for maöur Sjómannafélags Reykjavíkur segir eöa skrif- ar, þá fær hann engan sjó- mann til að trúa þeim vís- dómi, að það sé „happ“ fyr ir sjómanuastéttina að hún kom að samningaborðinu klofin í tvennt þegar síld- veiðikiarasamningar voru geröir í sumar. Sigurjón reynir að afsaka þetta meö þvi, aö hann og þeir sem meö honum voru hafi ekki trúaö íulltrúum Alþýöusam bandsins til þess aö fara meö þetta mál. Sigurjón Ólafssen veit vel, að fram á það var aldrei farið, aö féiögin afsöluöu sér rétti viö samningana. Heldur var sjónarmið Alþýðusambands- ins það, aö beztum árangri yrði náð meö því að viö- komandi félög kysu sam- eiginlega nefnd og aö félög in kæmu fram sem ein heild undir forustu sam bandsins viö samningana. Hver maöur, sem á ann aö borð viöurkennir staö- reyndir, veröur aö viöur- kenna aö samtök, sem koma fram í einingu eru sterkari, en þau, sem klofin koma fram. Um þetta ætti aö vera óþarfi aö deila. Sigurjón viöurkennir í grein smni, óvart, aö þunga miöjan 1 ádeilu minni sé rétt. Eg hélt því sem sé fram að samningsuppkast Sjómannafélags Reykjavík- og Co. hafi veriö fljótfærnis lega gert og svo nærri sniö- iö giidandi samningum í Vestmannaeyjum 1944 aö hvergi hafi veriö hægt aö fara milliveg milli tilboðs útvegsmanna og þessara til- lagna, án þess aö kjör Vest- mannaeyinga væru í hættu, og aö þetta sama hafi gilt um vima liði Akureyrar- samningana. Þaö vita allir, sem komiö hafa nærri kaup samningum, aö ef samning- ar eiga að geta tekizt þá verðuL- oftast aö slaka til á báöa bóga, án þess eru samningar nær því óhugs- andi. En með þeim samn- ingsgrundvelli er Sjómanna félag Reykjavíkur lagði., þá var þetta ekki hægt án þess um leið aö fara niður fyrir þau beztu kjör er voru í gildi árið áður. Þetta sann- ar aö um fljótfærnisleg vinnubrögð hefur veriö aö ræöa hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur og þeim er meö því unnu aö 'þessu, nema annað verra liggi bak viö. Sigurjón Ólafsson segir aö þaö hafi upplýstst viö samningaboröiö aö formaö- ur Sjómannafélags Akurey- ar heföi sumpart gefiö ein- stökum útgerðaímiönnum undanþágu frá gildandi kjörum og sumpart þolaö þaö átölulaust, þótt samn- ingarnir væru brotnir í þessu efni. Þetta er tilefn- islaus og vísvitandi rógur, sem mun eiga rætur sínar rekja til vanmáfctarkenndar Sigurjóns sjálfs gagnvart Tryggva Helgasyni* hinum ötula formanni Sjómanna- félags Akureyrar. Enda er þaö ekkert undarlegt þó Sig urjón skammaöist sín sem formaöur Sjómannafélags Reykjavíkur, þegar hann ber saman síldveiö'ikjörin er voru í gildi hér síðastliðiö ár, og svo aftur Akureyrax og Vestmannaeyjakjörin. enda er þaö óyggjandi staö- reynd, aö þrátt fyrir stór- bætur á Faxaflóakjörum, þá sá Sigurjón Ólafsson og hans líkar um, aö Vest- mannaeyjH- og Akureyrar- kjörunum varö ekki náö hér í sumar, eöa þvi bezta úr þeim. EÖa máski aö Sigui'- jón vilji ekki hafa sambæri leg kjör fyrir sjómenn héö- an. En því segi ég þetta, aö einu sinni haföi Sigurjón þaö sjónarmiö, aö sjómenn héöan gætu fariö fyrir iægri kjör á síldveiöar heldur en Norölandingar. Hann hélt því þá fram aö þetta væri eins og nokkurskonar sum- arfrí aö fara á síldveiðar fyrir Sunnlendinga. Sigur- jóni ólafssyni flökrar ekki viö því, að lýsa yfir opin- berri ánægju sinni, út af klofningnum er ríkti í sum ar við umrædda samninga- gerð. -Hann segir í grein sinni orði’étt: „Við teljum þaö happ fyrir sjómenn, aö svo tókst til, því að við trúum ekki fulltrúum Al- þýöusambandsins, þeim Jóni Rafnssyni, Kristjáni Eyfjörö, Páli í Sandg., Kúld inn reikna ég ekki meö, til þess að fara meö jafn þýð- ingarmikiö mál fyrir alla sjómannastétt landsins.“ Eins og allir sjá, þá hef ég farið alveg sérstaklega í taugarnar á foi’manni Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Hann nefnir aðeins fjóra af sex fulltrúum sem komu fram fyrir hönd Alþýöu- sambandsins og getur mín alveg sérstaklega þannig, að hann í’.eikni ekki með mér. Þessi ummæli skyldu þó aldrei vera sprottin af öf- und 1 minn garð og fram- kölluö af lítilmennsku? StaÖi’eyndirnar sem fyrir liggja eru nefnilega þessar, að ég var um nokkur ár viöriöinn samningagerðir fyrir Sjómannafélagiö á Akureyri og átti minn þátt í því, aö betri samningum var náð, heldur en þeim, er Sigurjón Ölafsson stóð að, hér í Reykjavík. Árið 1936 þegar viö á Akureyri stóð- um í harðvítugri deilu um síldveiöikjörin og þá sérstak lega um lágmai’kskaup- tryggingu, þá samdi Al- þýöusambandi'ð viö útgerð- armenn að baki okkur fyrir milligöngu Erlings Friðjóns sonar kaupfélagsstjóra. Þá reyndu Alþyðuflokksbrodd- arnir sem stjórnuöxx Al- þýöusambandinu aö koma á síldveiöikjöi’unum hans Sig- urjóns Ólafssonar, en sjó- menn þar noröur frá voru ekki hrifnari af því aö fá r,Ö vera í ,.lygnunni“ hans Sigurjóns en þaö, aö þeir háðu margra daga haröa baráttu, þar til flugumenn- irnir voru bi’otnir á bak aft ur og þeiri’a samningur ó- gildur Fyrr en þaö var orðið fór ekkert skip úr höfn. Og það skal ég segja þeim sunnlenzku sjómönnum til veröugs hróss, er á skipun- um voru þegar þetta gerö- ist, aö þeir stóöu sem einn maöux' meö okkur í deil- unni. Af því sem aö fram- an er sagt, þá er vel skilj- anlegt þó Sigui’jóni Ölafs- syni sé lítiö um mig gefið viö samningageröir fyrir sjómannastéttina.'Því í sum ar var ég éinnig viö þaö rið inn aö koma í veg fyrir aö honum tækist að samræma síldveiðikjörin þannig, aö þau lækkuöu á þeim stöö- um er þau voru bezt árið Framhald á 7. síðu. Potsdam og Versalir ^ÐALMÁLGÖGN Sósíalistaflokksins og Sjálfstæð- isflokksins hafa fagnað því, að á Potsdamfundi þeirra Stalíns, Attlees -og Trumans skyldi nást sam- komulag um ýmis mikilvægustu mál stríðslokanna, og þá fyrst og fremst þeirri staðreynd, að Sovétríkin, Bretlánd og Bandaríkin eru enn reiðubúin til sam- vinnu um lausn brýnustu vandamálanna á sviði al- þjóðastjórnmála. Hins vegar hefur eitt íslenzkt blað í'eynt að tortryggja ályktanir Potsdamráðstefnunnar og vilja fundarmanna þar til að ráða svo málum, að þjóðir heimsins, einnig smáþjóðii'nar, megi vel við una. Þetta blað er Alþýðublaðið, sem sjálft nefnir sig málgagn Alþýðuflokksins, og gerir þar með kröfu til að teljast ábyrgt blað. ITSTJÓRA Alþýðublaðsins, Stefáni Péturssyni, sem er trotskisti, þykir sem orðið hafi slæm um- skipti frá því á friðai’fundinum í Versölum, þegar hin- ir fjórir voldugu, Lloyd George, Clemenceau, Wilson og Orlando skópu álfunni frið, sem entist hálfan ann- an áratug. Stefán er farinn að ryðga svo í sögunni, að hann heldur að smáþjóðir Evrópu hafi fengið að ráða sjálfar málum sínum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Sannleikurinn er sá, eins og Stefán hefur áður lýst í rituðu máli, að alþýðubyltingar margra Evrópu- landa voru kæfðar í blóði fyrir tilstuðlan „lýðræðis- stórvelda heimsins, og settar upp fasistískar kúgunar- stjórnir, er nutu velvildar og stuðnings auðvaldsstór- veldanna,- jafnt þó þessar stjórnir hindruðu með öllu að þjóðirnar fengju að láta í ljós vilja sinn um þjóð- skipulag eða stjórnarfar. Öll auðvaldsstórveldi heims- ins og leppríki þeirra sendu hverja öldu íhlutunar- herja af annarri til að bæla niður alþýðustjórn Sovét- ríkjanna, en vegna hetjumáttar sovétþjóðanna, óbil- andi forustu Bolsjevíkaflokksins á sviði hermála og stjórnmála og samúðar alþýðu auðvaldslandanna, endaði sú íhlutun með smánarlegri hrakför auðvalds- herjanna. Á friðarfundinum í Versölum var það vilji auðvaldsstórveldanna sem réði, — málum var skipað, ríki mynduð og landamæri dre^in eftir geðþótta þeirra.“ þAÐ ER RÉTT hjá Alþýðublaðinu, að síðan hefur orðið gífurleg breyting á alþjóðaástandinu. í lok annarrar heimsstyrjaldarinnar er sósíalistískt alþýðu- ríki, Sovétríkin, langsamlega voldugasta ríki Evrópu, og nýtur velvildar og virðingar ekki einungis alþýðu allra landa, heldur og allra frjálslyndra afia úr borg- arastéttunum. Bretaveldi er stjórnað af Verkamanna- flokknum brezka, sem þjóðin hefur fengið skýlaust umboð til að vera rödd og hönd Bretlands við mótun friðarins og lausn alþjóðavandamála næstu árin. Tveir þeirra þriggja, sem sátu Potsdamfundinn með úrslitavaldi, eru fulltrúar verkamanna, Stalín, for- sætisþjóðfulltrúi hinna sósíalistísku Sovétríkja og Attlee, forsætisráðherra í stjórn Verkamannaflokks- ins brezka. Hvílík breyting frá öflum þeim, sem úr- slitum réðu í Versölum. ^LÞÝÐUBLAÐIÐ var nýbúið að guma af sigri „flokksbx’æðra“ sinna í Bretlandi. Nú virðist blað- ið hafa gleymt, að „flokksbróðir“ þess, Clement Att- lee, er ábyrgur fyrir ákvörðunum Potsdamráðstefn- unnar. Allar aðdróttanir til þess fundar og tortrygg- ing á gerðum hans bitnar því að sjálfsögðu á þessum manni, sem trotskistinn Stefán Pétursson sýnir þann vafasama heiður að telja ,,flokksbi’óður“ sinn. Al- þýðublaðinu varð þarna á ein af sínum stæi'stu skyss- um, sem í svip sýnir innræti þess umbúðalaust. í stað Attlees og Stalins dreymir það um menn Versala- fundarins, — heim, þar sem auðvaldið ræður óhindr- að og skefjalaust, þar sem hægt er að berja alþýðu- byltingar og þjóðfrelsishreyfingar niður með blóðug- um fasisma. Alþýðublaðið er komið leið trotskismans á enda, — ef orðmælgin og hræsnin eru skilin frá, verða eftir innræti og óskir fasismans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.