Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 1
Heyskapur gengur ^ga sunuau- Óvenju stórfelldar rign- ingar, og samfelldir óþurrk- ar hafa nú gengiö hér urn langan tíma. í sveitum víöa sunnán- lands og viö Faxaflóa horfir til stórvandræöa vegna þessa tíöarfars. Tún voru víöa seinsprottin sökum vorkulda og byrjaöi því sláttur meö seinna móti. Eiga því flestir bændur meira og minna úti af tööu- feng sínum. Maöur úr Myra sýslu, sem var á ferö hér í borginni, sagöi aö á mörg- um bæjum lagi taöan úti hrakin og væri farin aö mygla. Útlit er fyrir góöa upp- skeru úr göröum. Og búizt er viö aö dilkar veðri meö vænna móti í haust. 10. árgangur . Miðvikud. 22. ágúst 1945. seíur nýtt met í 4x1500 m boð- hlaupi Á innanfélagsmóti Ár- manns í fyrrakvöld var sett nýtt íslenzkt met í 4x100 m boðhlaupi. Tíminn var 17 mín. 52.6 sek. í sveitinni voru þessir menn: Sigurgeir Ársæísson, Hörður Hafliðason, Stefán Gunnarsson og Gunnar Gísla son. Gamla metið var 18 mín. 5,4 sek., sett.af KR í fyrra. am - stórmerk brszk uppfinding Bretar hafa skýrt frá enn einu stríðsleyndarmáli sínu. — Hafa þeir hin siðari stríðs- ár haft í notkun nýtt, tœki sem notað var til að finna ó- vinaflugvélar á leið til Bret- lands. Galdurinn er í því fólginn að mjög stuttum raföldum er útvarpað í snöggum hviðum, og þess svo beðið .að þær end urvarpist frá þeim hlutum, sem fyrir þeim verða, og má þá sjá á sérstöku spjaldi mynd af þeim hlut, sem raf- öldurnar lenda ,á- — Seinna voru þessi tæki gerð ennþá fullkomnari og sett í flugvél- ar. Gera þau flumönnum kleift að sjá landslag og mannvirki, sem þeir fljúga yfir, þótt ekkert sjáist með berum augum. Vísindamenn tóku fyrst eft ir þessu fyrlrbrigði fyrir 20 árum og gerðu ýmsar tilraun ir með endurvarp rafaldna, án þess að þeim dytti í hug, að það hefði nokkurt nota- gildi. Spanska lýðveldisþingið sem kosið var 1936 á fundi í Mexico Barrio kosinn forseti spánska lýðveldisins Spansk'a lýðveldisþingið, er kosið var árið 1936, kom sam- an á fund í Mexico nýlega og er því nú lokið. Allflestir þingmennirnir, sem á lífi eru og ekki eru í fangabúðum Francos munu hafa sótt þing- ið, þ. á m. var síðasti forsœt- isráðherra spánska lýðveldis- ins, Juan Negrin og aðrir kunnir spánskir stjórnmála- menn. Forseti spánska lýðveldis- ins var kosinn á þinginu og var sósíaldemokratinn Barrio kosinn forseti. Þetta þing spánskra lýðveld issinna er haldið einmitt á þeim tíma, þegar verið er að útkljá örlög spönsku þjóðar- innar á næstu áratugum,- Hin voldugu Bandamannaríki munu seúnilega á næstunni taka sameiginlega eða hvert í sínu lagi ákvörðun um af- stöðu þeirra til fasistastjórn- ar Francos. Þær fréttir, sem boizt hafa af ummælum Bevins um afstöðu brezku stjórnarinnar, lofa ekki góðu um, að spánska þjóðin verði á næstunni frelsuð undan kúgun fasismans, en þess er bó enn að vænta, að Samein- uðu þjóðirnar, sem fórnuðu nilljónum mannslífa í bar- áttunni gegn fasismanum, nuni ekki láta hann haldast við líði á Spáni frekar en í binum sigruðu fasistaríkjum. Japanski flotinn nær aliur á hafsbotni. í tilkynningu frá alalbæki- ítöðvum Nimitz flotaforingja i Guameyju, er skýrt frá því, að samkvæmt upplýsingum, ;em japanskur flotaforingi, er var meðal japönsku full- trúanna á fundinum í Man- il um síðustu helgi, sé aðeins 15% af janpanska herskipa- flotanum enn á floti, eða að Japanar eigi nú aðeins 55 herskip af 382, sem þeir áttu, þegar þeir gerðu árásina á Pearl Harbor. Komu þess ar upplýsingar að öllu leyti heim við skýrslur Banda- manna um það skipatjón, er þeir hafa valdið Japönum í styrjöldinni. Zamboangahöfn á Mindana o. Þaðan verður flutt hsrlið til Jap anseyja. 'Vi ao vera Segir fiðlusnillingurinn Adolf Busch Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, kom hinn heims frægi þýzki fiðluieikari og tónskáld Adolf Busch hingað til lands í fyrra- dag. Hér mun hann dvelj ast í hálfan mánuð og halda 3 opinbera tón- leika á vegum Tónlistar- félagsins. Blaðamenn höfðu í gær tal af honum á Hótel Borg. Adolf Busch fæddist árið 1891 í Þýzkalandi. Hinar miklu tónlistargáfur hans komu í ljós, þegar snemma í bernsku og lét faöir hans byrja aö kenna honum fiöluleik, þegar hann var briggja óra gamall og fjögurra ára hélt hann fyrstu opinberu hljómleika sína. Hann stunddöi nám t tónbrtarskólanum 1 Köin, Hann hefur farið víða um heim og haldið hljómleika, og er talinn einn mesti fiölu sniiUhgur, sem nu er-ufpi. Hann flýöi frá Þýzka- landi, þegai Hitler komst til valda, tins og flestir fremslu listamenn cg rit- bólundai Þýzkalands, og geröist svisneskur ríkisborg ari áriö 1934. Síöan áriö 1939 hefur hann þó dvalizt óslitið í Bandaríkjunum. GLAÐUR YFIR ÞVÍ AÐ VERA KOMINN HINGAÐ Við hittum Busch í her- bergi hans á Hótel Borg. Hann er unglegur maður, þreklegur, en léttur í hreyf- ingum, og þýður af sér mjög góðan þokka. Hann kveðst vera glaður yfir því að vera kominn hing- að og fá tækifæri til að leika fyrir íslenzka hlustendur. Hann sagðist hafa orðið að fresta för sinni vegna slæms veðurs, en nú vþ’tist.svo sem veðrið hér ætlaði að verða sér hliðhollt. Við spyrjum hann um efn- isskrána á tónleikum hans og skýrir hann okkur frá henni. Á fyrstu tónleikunum, sem verða annað kvöld, mun hann leika eftirfarandi verk:' Svítu í e-moll eftir Bach, c-moll- sónötuna eftir Beethoven, Djöflatrillusónötuna eftir Tartini, 4 rómantísk lög eftir Dvorak, Perpetuum mobile eftir Novashek og fjóra ung- verska dansa eftir Brahms. Á öðrum tónleikunum leikur Busch eftirtalin verk: Són- ötu í c-moll eftir Germing- nani, partitu án undirleiks í E-dúr eftir Bach, Fantasíu eftir Schumann, svítu eftir Vivaldi, adagio eftir orelli, capriccio eftir Mestrino, tvo i tékkneska dansa eftir Sme- tana-Serkin og tvo slavneska dansa eftir Dvorak-Press. — Enn hefur efnisskrá þriðju tónleikanna ekki verið ákveð in fyllilega, og verður því ekki skýrt frá henni hér. LISTAMANNAFJÖL- SKYLDA Við spyrjum Busch um bræður hans, Fritz og Her- mann, sem báðir eru frægir tónlistarmenn. Fritz, sem er einn kunnasti hljómsveitar- stjóri heimsins, er nú í Ar- gentínu og er argentínskur borgari, en Hermann, sem er celloleikari, býr í New York, og leikur í strokkvartett 183. tölublað. næsto tielgi Brezkur floti á lsið til HonSíong Hernám Japanseyja mun liefjast um næstu heigi. Bandarískar flug- véiar munu á iaugardag fljúga til Japanseyja og setja niður fallhlífarlið á ýmsum mikilvægum stöðum í nágrenni Tokio. Á sunnudag mun flota- deild sigla inn í Tokio og Harbaiflóa og setja þar lið á land. En á þiiðjudag muu megin- Muti fyrstu hernáms- sveitanna koma. Munu þær verða .settar á land á tveim stöðum skammt frá Tokío og er annar staðurinn hin mikilvæga hafnarborg Jokosjúko. Samkvæmt útvarpsfrétt frá Sjúngking er öflug brezk flotadeild þegar á leiðinni til Honkong til að hernema borg ina, og yfirforingi japönsku herjanna í Kína er kominn til aðalbægislíSva Sjang Ka-sjek til viðræðna um upp gjöf þeirra. Þær fréttir hafa borizt, að kínverzku komm- únistaherirnir hafi þegar tek- ið Nanking, sem fyrir árás Japana var höfuðborg Kína. Ennfremur hafa borizt fréttir um að þeir hafi tekið borgina Peiping, hina fornu höfuð- borg Kínaveldis. Fulltrúi japönsku stjórnar innar er kominn til Singa- pore méð fyrirskipun Jap- anskeisara um að japönsku hersveitirnar leggi niður vopn. Rauði herinn sækir enn fram í Mansjúríu og á Sakal- ineyju. Hann hefur nú tekið 250. þús. fanga. Viðræður fara nú fram milli japanskra herforingja og herforingja úr rauða hernum um algera upp gjöf japanska hersins í Man- sjúríu, Kóreu og á Sakalin. Adolfs, bróður síns. Það kem ur í ljós, að hinn frægi tékk- neski píanóleikari, Serkin, er tengdasonur Adolfs Busch, og getum við ekki setið á okkur að segja, að svo virð- ist sem öll fjölskyldan sé frægir listamenn. Bu'v'i bros ir og segir, að ekk' sé fjarri því, og bætir við að .o'mr bróðir sinn sé kunnur leik- ari. Frh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.