Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 5
MiÖvikud. 22. ágúst 1945. ÞJÓÐVILJINN 6 SlLDVEÍÐISAMNINGARNIR Kattarþvottur og yfirklór Sigurjóns Laugardaginn 4. ágúst sl. þýðu án blygðunar, og skal birtir Alþýðublaðið grein eft- ir formann Sjómannafélags Reykjavíkur, Sigurjón Ólafs- gon, og nefnist hún ,,Rógur kommúnista um Sjómanna- félag Reykjavíkur11. komið að því síðar. Af þessum ástæðum mun sannast að segja tæpast hafa þótt svara kostnaði, m. a. vegna takmarkaðs rúms, að birta þennan samning, til Þótt mér verði ekki með þess eins að auglýsa niður- réttu frýjað lítillætis til að eiga tal við „alþýðuleiðtoga“ af tagi þeirra, er gera nú stykki sín á almannafæri und ir margvíslegum gerfinöfn- um í fyrrverandi málgagni verkalýðsins, Alþýðublaðinu, ef ég sé í því einhverja hags- von fyrir stétt mína, vinnandi fólk, hef ég aldrei látið mig henda þann skort á sjálfsvirð- ingu að þreyta saurkast við hina pólitísku rennusteins- menn Alþýðublaðsins, er vita lægingu Sigurjóns og Co. Auk þessa hefur stjórn S. R. ekki látið svo lítið enn þann dag í dag að senda sambands- stjórn þessa samninga hvað þá Vinnunni. Nöldur Sigur- jóns út í Vinnuna fyrir það eitt að hlífa honum meira, en hann átti sk'ilið, er gáta, sem ég hirði eigi um, enda sig- urjónskt einkamál. Enn kem- ur hin slitna og falska plata Alþýðublaðsins um það að Alþýðusambandið hafi ætlað sig það kámuga frammi fyrir i að hrifsa samningsréttinn úr almenningi, að þeir ekki þora að sýna nafn sitt. Eg mun því leiða hjá mér nú sem fyrr, árásir grímu- manna Alþýðublaðsins á mig sem persónu og sem fram- j kvæmdastjóra Alþýðúsam- bandsins, en virða formann sambandsfélags vors, Sjó- mannafélags Reykjavíkur, svars, vegna sjómannanna. sem þurfa og eiga að fá að vita hið sanna um þau mál, er grein Sigurjóns fjallar um, og draga af því hagnýta lær- dóma. Nöldur Sigurjóns Að fráskildum persónuleg- um fúkyrðum og venjulegum Alþýðublaðsskömmum um „kommúnista“, en svo kalla þeir Alþýðublaðsmenn Al- þýðusamband íslands, virðist Sigurjón hafa ýmislegt að at- huga við framkomu sam- bandsins varðandi síldveiði- kjörin og þar að lútandi samn inga. Hann byrjar nöldur sitt út af því, að síldveiði- kjarasamningur sá, er hann og vopnabræður hans gerðu án samráðs við Alþýðusam- bandið að morgni þ. 1. júlí sl. skyldi ekki vera birtur í tímariti sambandsins, Vinn- unni, við hliðina á samningi þeim, sem gerður var og und- irritaður sama dag, af fulltrú- um Alþýðusambands íslands og Landssambands ísl. útvegs manna. Til þess að greiða fyrir Sigurjóni þessa flóknu gátu, vil ég ráðleggja honum að bera vel saman þessa tvo samninga og spyrja svo sjálf- an sig hvort til sé eitt einasta jákvætt atriði í samningi hans, sem ekki er líka í hin- um. Auk þessa eru í samningi Alþýðusambandsins ekki fá jákvæð atriði, sem ekki eru í hans samningi, en hinsvegar í samningi hans og þéirra fé- laga neikvæð atriði, sem vart -er hægt að birta í tímariti heildarsamtaka íslenzkrar al- höndum sambandsfélaga sinna og kátbroslegt nöldur um það að Alþýðusambandið hafi ,,þrætt“ samning hans, í sömu andránni og hann á- sakar Alþýðusambandið fyrir að hafa sett fram aðrar kröf- ur og gert öðruvísi samninga en hann. Enda þótt hér sé um að ræða samskonar einkamál gamla mannsins og hið fyrra, ætlast ég til að síðar í grein minni gefist nokkur skýring á þessu. Yfirklór Sigurjóns Þótt þeir Alþýðublaðsmenn þyki ekki að jafnaði keitu- vandir fram úr máta, dylst ígum, sem les grein for- manns Sjómannafél. Reykja- víkur, að möndull hennar snýst um það eitt, að klóra yfir. — Sigurjón hefur senni- legá fengið einhvern pata af því, að sjómönnum gangi illa að melta bann boðskap hans, frá því í vor, að vinnandi stéttum sé hagur að því, að eigast illt við irnbyrðis, þeg- ar launadeilur ber að hönd- um, í stað þess að standa saman, að sjómenn í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur eigi að búa við verri kjör en stétt- arbræður þeirra í sjómanna- félögunum í Vestmannaeyj- um, Akureyri og víðar, eða að það gangi glæpi næst af Alþýðusambandinu, að beita sér fyrir því, að öll sjómanna samtök innan vébanda þess, samstilli krafta sína um sam- ræmdar kröfur, m. a. til að bæta kjör Faxaflóasjómanna á síldveiðum til samræmis við þau beztu, sem þekkjast ann- ars staðar. Þeir Alþýðublaðsmenn sjá nú, að ekki dugir lengur að berja höfðinu við steininn og að ekki þýðir að bjóða starf- andi sjómönnum upp á það, sem óhætt er að bera á borð fyrir landherinn á fundum Sjómannafélags Reykjavík- ur. Það þarf að búa til sögu. Þess vegna reynir Sigurjón nú — og leggur sjáanlega á það megináherzlu — að koma því inn hjá þeim sem hann óttast nú mest, sjómönnunum í Sjómannafélagi Reýkjavík- ur, að honum og meðstjórn- endum hans hafi eigi staðið til boða samstarf við fulltrúa Alþýousambandsins fyrr en eftir dúk og disk. Sigurjóni farast m. a. orð á þessa leið: „Þegar við höfðum samið okkar tillögur og lagt þær fyrir útvegsmenn 29. maí, höfðu þeir (þ. e. fulltrúar Al- þýðusamb.) ekki hreyft hönd né fót til að undirbúa tillögur um síldarkjör ....“ Fyrr í sömu grein segir Sigurjón: „Þann 21.—23. maí -gengu stjórnir Sjómannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði frá uppkasti að samningi, sem allir voru ásáttir um að leggja fyrir útgerðarmenn“. Annarsstaðar segir Sigur- jón: „Formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar var ekki fyrr búinn að fá tillögur okkar vélritaðar en hann afhenti Jóni Rafnssyni þær, áður en allir meðstjórendur hans höfðu samþykkt þær. Þá skeður það fyrirbrigði að Jón Rafnsson í umboði stjórnar Alþýðusambandsins sendir út sitt hirðisbréf.. Vitn- eskja um bréf þetta barst stjórn félags okkar eftir að við vorum á fundi með út- gerðarmönnum þ. 29. maí og höfðum þar lagt fram okkar tillögur“ (Leturbr. hér). Með öðrum orðum, Alþýðu- sambandið hafði ekki hreyft „hönd né fót“ 29. maí. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hafði ekki fengið neina vitn- eskju um bréf Alþýðusam- bands íslahds þennan dag. — < 21.—23. maí er gengið frá uppkasti að samningi, sem allir eru ásáttir um. En rú- sínan í pylsuendanum er það, að áður en.allir meðlimir við- komandi tveggja félaga- stjórna ,,höfðu samþykkt“ samningsuppkastið, „þá skeð- ur það fyrirbrigði, að Jón Rafnsson bregður við og sendir í umboði Alþýðusam- bandsins hið margumtalaða „hirðisbréf". A þessu væri ‘náttúrlega unnt að fá eina há-sigur- jónska skýringu, og hún er sú, að á þessu herrans ári hafi 29. maí komið á undan þeim 23., og kæmi mér það engan veginn á óvart þótt sá vísdómur ætti eftir að sjást eftir einhvern úr stjórn S. R., því svo mæla börn sem vilja. Sannleikurinn í þessu máli er vitanlega sá, að stjórnir sjó- mannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði höfðu báðar fengið þetta bréf sambands- Framh. á 7. síðu. Utanríkismálasteína Bevins ÞAÐ fer. vart hjá því að ræða brezka utanríkismála- ráðherrans, Bevins, vekti nokkur vonbrigði meðal lýðræðissinna. Bevin er talinn einhver allra atorkumesti for- ingi brezka Verkamannaflokksins, mjög fylginn sér og harðskeyttur. Sagan segir að er Attlee fór á kon- ungsfund, til þess að tilkynna honum hugmyndir sínar um stjórnarmyndun, þá hafi Attlee ætlað sér að gera Bevin að fjármálaráðherra og lagt það til við konung. En fjármálaráðhérraembættið er í Eng- landi almennt talið mikilvægasta ráðherraembættið næst forsætisráðherraembættinu, og frá sjónarmíði Attlee’s hefur það verið þýðingarmest að fá þennan járnkarl flokksins í það embættið, sem tryggja átti tekjurnar, er standa skyldu undir hinum miklu fyrir- huguðu framkvæmdum stjórnarinnar um alþýðu- tryggingar o. fl. En sagan segir að konungur hafi lagt mjög að Attlee að gera Bevin að utanríkis- málaráðherra og hafi Attlee látið til leiðast fyrir bænastað hans. Og nú hefur Bevin lýst stefnu sinni. Að vísu verður hún ekki til hlítar dæmd fyrr en ræðan sjálf hefur borizt hingað, en eftir þeim litlu fregnum, sem af henni hafa komið, þá eru þó atriði í henni sem vonbrigði vekja. En vera kann að hún sé þó betri sjálf en fréttirnar, sem af henni hafa borizt. þAÐ er fyrst og frémst ummælin um Spán, sem vekja undrun manns. Hvað meinar Bevin með því, að segja bara að Spánverjar eigir sjálfir að ákveða stjórnarfar sitt, — en segja ekki Franco með berum orðum að fara? Spánverjar ákváðu sjálfir stjórnarfar sitt í frjálsum kosningum 1936 — og hafa ekki fengið að gera það síðan — og það er ekki séð að þeir geti það nú, nema með uppreisn og borgarastyrjöld gegn einræðinu. Með ummælum Bevins verður ekki forðað borgara- styrjöld á Spáni. Einmitt þvert á móti gætu um- mæli brezks utanríkisráðherra um að -Franco, sem komizt hefði til valda með uppreisn og landráðum 1 skjóli Hitlers og Mussolinis, ætti að segja af sér tafarlaust og láta fram fara frjálsar kosningar, — þau ummæli gætu forðað borgarastyrjöld á Spáni og knúð fasistaklíkuna þar til þess að láta undan.' Ekki hafa enn borizt fréttir af, að Bevin hafi minnzt á Argentínu, en þar beitir nú fasistastjórnin hervaldi við lýðræðissinna. Hinsvegar er vitanlegt að brezkir auðmenn eiga í Argentínu mikilla hags- muna að gæta og fasistastjórnin þar lifir aðeins af þeirra náð. Hinsvegar hefur þýzkt auðmagn og þýzk- ir herforingjar búið sér þar góða bækistöð. — Það veitti því ekki af að einmitt utanríkisráðherra brezku Verkamannastjórnarinnar léti það ótvírætt í ljósi að fasismann yrði að uppræta hvar sem hann fyndist. — En í þeim útdráttum, sem hingað hafa borizt verður ekki séð að hann hafi minnzt á fasista- einræðið í Argentínu. JJINSVEGAR virðist Bevin hafa rætt um að stjórnarfarið í Búlgaríu, Rúmeníu og Ungverja- landi væri ekki að hans skapi. Eftir því sem bezt verður séð, þá er áð gerast bylting í þessum löndum. Alþýðustéttirnar eru þar að bylta af sér fasisma, sem drottnað hefur þar í tvo áratugi, og oki jarð- eignaaðals, sem haldið hefur þessum þjóðum í eymd og niðurlægingu öldum saman. Útþurrkun aldagam- als lénsskipulags á Balkan og í Austur-Evrópu geng- ur vafalaust ekki eins friðsamlega og enskar kosning- ar 1945. En það er ekkert sem gefur til kynna að þessar þjóðir muni fara nokkuð hrottálegar að við lýðræðismyndunina en Englendingar gérðu sjálfir, er þeir voru að brjóta einræði og lénsvald á bak aft- ur 1642—49.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.