Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 6
6 Þ JÓÐVIL JINN Miðvikud. 22. ágúst 1945. Storkurinn litlum maur. Hvað sagði é" þér ekki? Þú hefðir getað ráðizt á hana, án þess að þig hefði sakað. Þú getur það enn.“ ,,Það væri það síðasta, sem ég gerði. Hún er of hryllileg til þess. Annað eins og þetta gæti ekki átt sér stað heima í Danmörku“. „Gerist yfirleitt nokkuð þar,?“ spurði fíkju- tréð. Storkurinn svaraði engu. Hann horfði á slöng- una, sem verið var að éta upp. Morguninn eftir var ekkert eftir af henni. Beinagrindin af anti- lópunni var það eina. Termítaxmir voru horfnir. Sagan var öll. En storkurinn var daufur í dálkinn. „Þú verður að fá þér eitthvað að borða,“ sagði fíkjutréð. „Það lifir enginn á ólundinni einni saman“. Gróðurinn hélt áfram að þjóta upp. Blómin sprungu út. Fuglarnir sungu og dýrin bauluðu, orguðu og skræktu. Það komu ibisfuglar, sem mennirnir álíta helgari en storkinn, stoltir pelik- aaar og hávaxnir flamingóar. Aumingja storkur- En fíkjutréð hafði á réttu að standa: Hann varð að borða. Nú fann hann líka til hungurs og þeg- ar hann gætti betur að, sá hann fjölda af ormum og lirfum, sem hann gat lagt sér til munns. Hann gleymdi áhyggjum sínum um stund. Ekki gat hann borið á móti því, að nóttin var fögur, þegar tunglið speglaði sig í Níl. „Hvað er nú þetta?“ spurði hann fíkjutréð. Þetta er það fallegasta, sem ég hef séð á ævi minni.“ „Það er lótusblóm, sem hefur sprungið út í nótt“. Blómið vaggaði sér á yfirborði vatnsins, eins og vatnaliljurnar heima í Danmörku. En þetta voru miklu stærri blóm, og himinhá. Þau voru í stórri breiðu — í þúsunda tali. Sum voru hvít og rauð, en flest þó blá. I»ETE4 Ungur piltur bjó hjá tveim frænkum sínum, sem voru af- ar sannkristnar og lásu aldrei annað en guðsorðabækur. Á sumardaginn fyrsta í vor hugðist hann gefa þeim ein- hverjar kærkomnar sumar- gjafir. Hann velti alllengi fyrir sér, hvað þeim mundi kærast að fá í surpargjöf. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að guðsorðabækur myndu gleðja þær mest. Hann var hvorki kunnur slík- um bókmenntum né öðrum. En hamingjan var honum hliðholl. í glugganum á bóka- búð nokkurri sá hann tvær bækur, sem hann keypti og sendi frænkum sínum. Bæk- urnar hétu: „Dagslátta drott- ins“ og „Til himnaríkis og heim aftur“. Maður nokkur kom inn í búð á Akureyri og spurði eft- ir manchettskyrtum-. Hann var í tilhugalífinu og vildi fá fallega skyrtu til að ganga sem bezt í augu stúlkunnar sinnar. Kaupmaðurinn kom með kassa fullan af gömlum skyrtum, sem honum hafði auðsjáanlega ekki tekizt að koma út. Gerði hann ítrekað- ar tilraunir til að koma einni skyrtunni út við manninn, en hann sagði alveg ákveðið, að sér þættu þær Ijótar. „Þær eru samt mikið not- aðar“, sagði kaupmaðurinn. „Já, einmitt það. En ég ætl- aði að kaupa ónotaða skyrtu“, sagði maðurinn og gekk út úr búðinni. Ring Lardner: Hnefaleikakappinn gekk svo blístrandi út á götu með peninginn 1 hendinni. Stundu síðar, þegar móðir þeirra kom heim að afloknu dagsverki í Faulknersþvotta- húsinu fann hún Connie liggjandi á gólfinu. Hún kraup niður við hlið hans og kallaði á hann með nafni mörgum sinnum. Svo stóð hún á fætur, föl eins og vofa og þaut út úr húsinu. Ryan læknir kom frá íbúð Kelly- fjölskyldunnar í rökkurbyrj- un og stefndi til Halsted- strætis. Frú Dorgan sá til ferðd hans um leið og hann fór fram hjá og kallaði: — Hver er nú veikur, læknir? — Connie litli, vesalingur- inn, svaraði hann. Hann datt illa. — Hvernig datt hann? — Eg er ekki viss um það, Margrét, en ég er mjög hræddur um að hann hafi verið sleginn niður. — Sleginn niður! hrópaði frú Dorgan. — Hvers vegna? hver—? — Hefurðu séð hinn bróð- urinn nýlega? — Hann Mikael? Nei, ekki síðan í rnorgun. Þú heldur þó ekki—? — Eg þori ekki að fortaka hann, svaraði læknirinn al- varlega. Hinn drengurinn er bólginn um munninn, það er sprungið fyrir, og bæklaði fóturinn er skrámaður; hann hefur áreiðanlega ekki leikið sig þannig sjálfur, og móðir þeirra mun gruna bróður hans. — Guð hjálpi okkur! sagði frú Dorgan. Eg ætla að skreppa þangað og vita hvort ég get eitthvað hjálpað. — Þetta er góð kona, sagði Ryan læknir um leið og hann fór leiðar sinnar. Þegar Midge kom heim um miðnættið sat móðir hans við rúm Connies. Hún leit ekki upp. — Nú, sagði Midge, hvað er að? Móðir hans þagði. Midge endurtók spurninguna. — Þú veizt hvað er að, Mikael, svaraði hún eftir nokkra þögn. — Eg veit ekkert, svaraði Midge. — Vertu ekki að skrökva að mér. Hvað gerðir þú við bróður þinn? — Ekkert. — Þú barðir hann. — Jæja, þá það, ég barði hann. Hvað er með það. Það er ekki í fyrsta skiptið. Móðir hans stóð á fætur, náföl með samanbitnar varir og hljóp til hans. Midge hörf- aði til dyranna. — Láttu mig vera, mamma, ég slæst ekki við kvenfólk. Hún hélt áfram til hans og var þungt niðri fyrir. — Komdu ekki nær mér, mamma, sagði hann aðvar- andi. Það urðu stympingar sem lauk fljótt, móðir hans lá fyr- ir framan hann á gólfinu. — Guð fyrirgefi þér, Mika-' el. Midge fann Hap Collins inni í skemmtistað. — Komdu út augnablik, sagði hann. Hap fór með honum út fyr- ir. — Eg ætla að fara úr bæn- um um tíma, sagði Midge. — Hvers vegna? — Jæja, það -varð dálítið . uppistand heim. Strákurinn stal frá mér pening og þegar ég ætlaði að taka 'hann af honum barði hann mig með hækjunni, svo ég sló hann. Og sú gamla réðist á mig með stól og þegar ég tók hann af henni datt hún. — Hvernig er Connie meiddur? — Ekkert mjög. — Hversvegna ertu þá að hlaupast á brott? — Hver fjandinn sagði að ég væri dð hlaupast á b'rott? Eg er orðinn dauðleiður á þessari rekistefnu, það er allt og sumt. Þess vegna ætla ég að fara burt um tíma, og mig vantar eitthvað af peningum. — Eg á sama og ekkert, j sagði Hap. — Stendur mjög illa á fyr- ir þér, ekki satt? Viltu láta mig fá það sem þú hefur? Hap fékk honum það. — Þú hefðir ekki átt að slá strákinn. — Eg var ekki að spyrja big hvern ég mætti berja, hreytti Midge út úr sér. Þú skalt bara reyna að koma af stað illindum og þá skaltu fá sömu útreiðina. Og nú er ég farinn. — Farðu eins langt og þú j kemst, tautaði Hap, en þó ekki fyrr en hinn var kom- inn það langt að hann gat ekki heyrt það. Snemma næsta morgun fór Midge inn í járnbrautarlest á leið til Milwaukee. Hann hafði engan farmiða, en það gerði ekkert, lestarstjórinn hélt kyrru fyrir í eimvagnin- um. Svo var það eitt kvöld, sex mánuðum síðar að Midge kom á spretti út um leiksviðs dyrnar“ á Star-hnefaleika- klúbbnum og stefndi til Du- anerveitingastofunnar, tveim húslengdum neðar í götunni. Hann var með tólf dollara í vösunum. Það voru laun hans fyrir að hafa lamið á Demon nokkrum Dempsey í 6 lotum í undirbúningskeppni. Þetta var fyrsta atvinnu- ráðning Midges við hina karl- mannlegu íþrótt. Það var líka í fyrsta skipti á mörgum vik- um, sem hann hafði unnið fyrir tólf dollurum. Á leiðinnf til Duanes varð hann að fara fram hjá Nie- mannsveitingastofunni. Hann dró húfuna niður að eyrum og gekk hratt framhjá. Þar inni var þjónn sem í 10 daga hafði leyft honum að eta og drekka út á loforð um greiðslu, þegar hann fengi borgað fyrir keppnina. Midge strunsaði inn til Du- aner og vakti hálfdottandi þjóninn með því að fleygja silfurdollar á borðið. — Láttu mig fá snafs, sagði hann. Snafsarnir héldu áfram þar til keppninni í Starklúbbnum var lokið og hópur af kepp- endunum var kmninn í þyrp- ingu að borðinu hjá Midge. Piltur um tvítugt, er stóð næstur Midge. herti loks upp hugann til að ávarpa hann. — Vannst þú ekki í fyrstu keppninni? — Jú, svaraði Midge. — Eg heiti Hsrsch, sagði pilturinn. Midge svaraði þessum mik- ilvægu upplýsingum með þögn. — Eg vil ekki vera með neina afslriptasemi, en ég vildi gjarna mega bjóða þér einn drykk. — Allt í lagi, svaraði Midge, en blessaður taktu ekki of nærri þér. Hersch hló harkalega og gaf þjóninum merki. — Þú komst svei mér lífi í tuskurnar í kvöld, sagði kaupandi drykkjarins, þegar glösin voru komin á borðið. Eg hélt þú mundir drepa hann. — Eg mundi hafa gert það, hefði ég ekki hætt, sagði Midge, ég mundi drepa _þá alla. — Þú hefur þegar náð stílnum, sagði hinn með að- dáun. — Hef ég þegar náð stíln- um? sagði Midge, ja, ég get slegið eins og múldýr. Sástu vöðvana á herðunum á mér? — Hvort ég sá þá? Það má nú sjá minna. Eg sagði við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.