Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1945, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINlN Miðvikud. 22. ágúst 1945. þlÓOVILJINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmólaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusimi 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sannarlega eru þær orðnar miklar framfarirnar hér í Reykja vík, að því er Vísir til frétta- blaðs í Reykjavík segir í fyrra- dag. Hann svipast um eftir fram- förum og sjá: allar fallgryfjur Afhending flugvallanna og skurðir í götunum hafa verið fylltir, svo nú getur það ekki hent lengur „jafnvel stökustu SAMÞYKIÍTIR SEM ÞARF AÐ SÉRPRENTA A. B. skrifar bæjarpóstinum eftirfarandi: „Það er nokkuð til sem heitir lögreglusamþykkt Reykjavikur og annað sem nefnist bygginga- samþykkt Reykjavíkur. Þessar samþykktir varða svo að segja mjóik þannig meðfarinni eins og ég hef lýst, geti borizt sóttkveikj- ur miður heilsusamlegar til neyzlu? Við þessu væri gott. að fá svar, ásamt þeim spurningum öðrum, sem að framan segir“. ENN ÞÁ NOKKUR ORÐ UM MANNINN, SEM „GETUR ALLT NEMA GENGIÐ" r til Islendinga Eftir að stríðinu er lokið nálgast sá tími óðum að flugvellirnir hér á landi verði afhentir íslendingum. Bíður þjóðin þess eðlilega með óþreyju, því sú afhending er af hálfu Bandaríkjanna og Breta lokaviðurkenning á sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, á valdi hennar og sjálfsforræði á eigin landi. Flugvellir þessir eru, — einkum þó Keflavíkurflugvöll- urinn, — hin mestu mannvirki og gildi þeirra fyrir oss er eigi aðeins pólitískt, þ. e. það að ráða sjálfir landi voru, heldur og fjárhagslegt, þar sem hér er um að ræða hin þýðingarmestu fyrirtæki. Vér vonumst til þess að flug- ferðir verði mjög tíðar og rekstur flugvallanha er því mjög veigamikið atriði fyrir oss íslendinga. Það er þess vegna nauðsynjamál að undirbúa rekstur þeirra sem bezt og til þess er m. a. nauðsynleg góð samvinna við hinar erlendu herstjórnir á meðan þær enn stjórna völlunum. Fyrstu flugferðiimar til útlanda með íslenzkum flugvél- um hafa verið farnar nú fyrir skömmu. Það vantar því ekki áhugann hjá íslendingum að taka þátt í alþjóðlegu flugi, auk þess, sem flugið innanlands væri rekið af full- um krafti. Og ekki mun draga úr þeim áhuga eða mögu- leikum, þegar flugvellirnir eru komnir í hendur íslendinga. Hvað skyldi vera pólitík Framsóknar ? Það er áreiðanlega, fyrir óbreyttan kjósanda, einhver erfiðasta gáta að ráða, hvað sé eiginlega pólitík Fram- sóknar, — eða réttara sagt: hvaða pólitík Framsóknar- menn ætlist til að menn haldi að sé þeirra pólitík. Fyrir síðustu kosningar lýsti Hermann Jónasson því yfir: að nú væri auðvaldsskipulagið dauðadæmt, nú yrðu verkamenn og bændur að taka höndum saman undir forustu Framsóknar!! — Verkamenn spurðu eðlilega hvort það væri um launalækkun og atvinnuleysi, ríkislögreglu og þrælalög, sem þeir ættu að sameinast Framsókn. Á fundinum á Hólmavík í sumar lýsti Hermann Jón- asson því yfir að það skyldi verða auðmönnunum dýrt þegar þeir yrðu að semja við Framsókn! — Þá var hann sem sé ekki lengur „verakamannaleiðtoginn mikli“ frá kosningunum 1942, — þá var hann að leika í huganum hlutverk Mussolinis frá 1922, er sá pólitíski braskari seldi sig auðmönnum Ítalíu. En hver er þá meiningin hjá þessum pólitísku „Kam- eljónum“ Framsóknar? Meiningin er sú að reyna að semja við einhverja stétt um að komast til valda aftur, — vera „hægra“ megin við atvinnurekendur í dag, „vinstra megin“ við verka- mannastéttina á morgun! Tilgangurinn er auðsær: að reyna að eyðileggja þá þjóðareiningu, sem tekizt hefur. Mennirnir, sem einu sinni þóttust leika hlutverk Þorgeirs Ljósvetningagoða, sjá nú einu von sína um völd í því að reyna að rægja einn hluta þjóðarinnar svo gegn öðrum að takast mætti að veikja þjóð vora og sundra henni, svo sem á Sturlungaöld. bindindismenn“(!) að lenda í fallgryfjum og slasast stórlega. En sú náð að menn skuli geta gengið um göturnar hér í bæn- um án bess að eiga á hættu að slasast í skurðum og fallgryfj- um!! Það hefur oft verið skrif- aður leiðari af minna tilefni. En Reykvíkingar eru ákaflega vanþakklátt fólk, að dómi Vísis, og hann gefur þessu fólki hóg- værlega ráðleggingu: „lífið yrði bærilegra, ef menn kvörtuðu ekki stöðugt yfir alls konar vand kvæðum." Þarna hafið þið það, þið sem búið í bröggum, skúrum og kjöllurum. Lífið yrði ykkur bæri- legra, ef þið væruð ekki alltaf að kvarta yfir þeim vandkvæð- um að vera sett í slíka bústaði. Takið eftir þvf sem Vísir segir, og þakkið fyrir allar framfar- irnar í Reykjavík. ‘Þakkið fyrir það hve mikið er byggt í Reykja- vík. ' • Fyrir nokkrum árum kom hingað erient herlið og hrúgaði upp braggahverfum í og umhverf is bæinn. Bæjárbúar horfðu með hálfgerðri undrun á þessar byggingar og hjartagóðar konur ræddu um það með hryllingi hve það ýrði kalt og einmana- legt fyrir aumingja hermenn- ina að liafast við „í þessum bröggum“ þegar vetrarkuldarnir kæmu. En jafnóðum og herinn yfirgaf þessi bráðabirgðaskýli sín voru þau fyllt af reykvískum konum og börnum. Hvílíkar framfarir? Er ckki ástæða til að þakka? Finnst ykkur, sem búið í þvottahússlausum, skolpleiðslu- lausum, ryðguðum, lekum og skítugum braggaliverfum, það ekki vera satt sem Vísir segir, að það megi „dæma stjórn borga eftir því, livernig þær líta út“? • Það er ekki að undra þótt Vísir segi að ;,almenningur mætti hafa opin augun fyrir því sem vel er gert“ — ,,og haga sér eftir því í framtíðinni"! Það er alveg víst, að almenn- ingur mun hafa opin augun fyr- ir því sem gert er í bænum. Vísir getur verið alveg rólegur. Það liafa vissulega orðið fram- farir í Reykjavík. Mikilvægustu framfarirnar eru einmitt þær að almenningur hefur nú opnað augun fyrir því hvernig hann vill að bænum sé stjórnað og „hagar sér eftir því í framtíð- inni“. hvern einasta bæjarbúa. En er efni þeirra nægilega kunnugt al- menningi? Eg er viss um að svo er ekki. — Ástæðan er sú, að almenningur hefur ekki aðgang að þessum samþykktum, í það minnsta ekki í aðgengilegu formi. Það má fullyrða það, að j ósjaldan stafa brot á fyrirmælum téðra samþykkta einvörðungu af skorti á kunnugleika á þeim. Úr þessu mætti auðveldlega bæta með því að sérprenta áðurnefnd- ar samþykktir og e. t. v. fleiri, sem almenningi eru að litlu kunn ar, og senda þær inn á hvert einasta heimili í bænum, með á- skorun um að menn kynni sér þær sem bezt. Það er ekki nokkur vafi á því, að sú ráðstöfun myndi gefa nokkurn árangur í þá átt að draga úr brotum á þessum samþykktum og leiðinlegu þrasi, sem af þeim stafar“. MJÓLKURSALAN í BORGINNI J. K. skrifar: „Þegar ég kom inn í eina mjólkurútsöluna hér um daginn þá gat ég ekki annað en undr- azt hvað hægt er að bjóða Reyk- víkingum upp á mikinn sóðaskap. Það er ekki nóg með að mjólkin sé seld úr opnum ílátum, þar sem hrært er og gutlað í fram og aftur með ausu, heldur lekur líka af mjólkurblautum höndum stúlknanna stundum niður í þessi ílát. Svo þegar þar við bætist, að stundum er helt til baka úr ílát- um kaupendanna í mjólkurdúnk- ana, hafi verið mælt of mikið, þá ætti hverjum meðalmanni að vera nóg boðið. Því náttúrlega geta þessi ílát eins verið frá sóðaheimilum, eins og þeim sem hreinleg eru. Eru engin yfirvöld i í þessari borg, sem ber að hafa eftirlit með sölu matvæla, að hún fari fram eins og hjá siðuðum mönnum? Hvar er héraðslæknir- inn? Hvar er heilbrigðisnefndin og heilbrigðisfulltrúinn? Er mjólkursalan fyrir utan verka- hring þessara velmetnu borgara? Eða gera þessir aðilar ekki skyldu sína? Þegar súrfýluna leggur út úr mjólkursölubúð þvert yfir breiða götu, þá ætti það varla að fara framhjá yfirvöldunum, ef þau eru nokkur til, sem hreinlæti og þrifnaður heyrir undir í þessari borg. Hvernig væri annars að nýi forstjórinn við Mjólkursam- söluna kynnti sér þetta ástand, og gerði ráðstafanir til úrbóta? Eða er það máski ekki meining- in að hér verði aftur tekin upp mjólkursala á flöskum, eins og allstaðar tíðkast meðal siðmennt- áðra þjóða? Hvað er í veginum fyrir þessu? Og svo þetta í við- bót. Eru þeir góðu menn, land-, læknir og héraðslæknir Reykja- víkur ekkert hræddir við, að í K. skrifar mér eftirfarandi bréf: „Þegar ég las frásögn Einars Braga um manninn, sem getur allt nema gengið, þá rifjaðist upp fyrir mér dálítið atvik frá í fyrra vetur. Við hjónin vorum þá stödd í húsi upp á Bókhlöðu- stíg að kvöldlagi og þar sáum við tvær útskornar vegghillur, sem vöktu sérstaka athygli okk- ar, fyrir það hve haglega þær voru gerðar. Þegar við spurðum húsfreyjuna hvar hún hefði náð í slíka dýrgripi, þá sagði hún okkur að þær væru gerðar af manni norður í Ólafsfirði, sem hefði fengið máttleysisveikina og gæti hann ekki gengið. Mig undr- ar því ekkert, þó Einar Bragi hafi orðið hrifinn af lista hand'- bragði og kunnáttu þessa snill- ings, ef mörg af verkum hans eru gerð með jafnmikilli snilli og hillurnar voru.“ EIGUM VIÐ MARGA SLÍKA „En fyrst ég er farinn að tala um þessa hluti, þá vil ég einnig segja ykkur frá öðrum álíka manni, gem býr líka á Norður- landi. Eg á þar við Jóhann Björnsson á Húsavík. Hann var um fjölda ára berklasjúklingur, en hefur nú náð nokkru starfs- þreki aftur, eftir langa loft- brjóstsaðgerð. Þessi maður getur líka flesta hluti eins og hinn, og vil ég hér telja upp nokkuð af því sem mér er persónulega kunnugt um að hann fæst við. Hann gerir margskonar teikning- ar, listmálar, mótar myndir í ieir, smíðar húsgögn, sker út í tré, bein og horn og skrautritar. Á bókmenntasviðinu er hann líka heima í flestum greinum, og skrifar svo fallega rithönd að unun er að lesa skriftina. Eg hef séð nokkuð af verkum þessa manns, og eru þau öll með hand- bragði snillingsins. Það væri gam an að vita hvort ísland á marga fleiri slíka menn úti á lands- byggðinni“. TRYGGING FYRIR ÁGÆT- UM ÚTISKEMMTUNUM Bjarni skrifar eftirfarandi: >,... Þeim, sem vilja fræðast um framkvæmdir í landi Rauð- hólaskálans, síðan Æskulýðsfylk- ingin tók skálann á leigu fyrir rúmu ári síðan, vil ég, í fullri alvöru gefa það ráð, að heim- sækja unga fólkið á næstu skemmtun, sem haldin verður í Rauðhólum. Þeim, sem unna úti- skemmtunum, gefst áreiðanlega hvergi annars staðar betri kostur þess, að kynnast úrvalsútiskemmt unum og hvernig þær eiga að fara fram. í Rauðhólum fer saman fagurt útsýni og sér- lega gott fyrirkomulag á skemmtistaðnum sjálfum og reynslan hefur þegar sýnt, að nafn Æskulýðsfylkingarinnar er næg trygging fyrir ágætum skemmtiatriðum og fyrsta fiokks stjómsemi á öllum hlut- um ... “

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.