Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 3
ÞriSjudagur 4. sept. 1945. ÞJÓÐVILJINN Saga Póllands í sárum: Glóðu ljáir, geirar sungu Þetta er sagan um 4. skiptingu Póllands. Og síðan um baráttu þjóðarinnar og leynistarfsemi fyrir frelsi sínu og tilveru, á lýðræðisgrundvelli, með því ódrep- andi þreki og órofa ætt- jarðarást, sem ætíð hef- ur einkennt Pólverja. Hér er lýst merkilegum þætti úr sögu hins her- tekna Póllands og átak- anlegum. Og það eykur sannleiksgildi sögu þess- arar, að höfundurinn hefúr sjálfur séð og lif- að alla þá ægilegu og djöfullegu atburði, er hann skýrir frá. Þetta er hrífandi saga og tilkomumikil, í lát- lausri frásögn hins unga höfundar. Frásögnin er svo sannsögulega hversdagsleg að lesandinn lifir með frá upphafi og sér fyrir atburðina í hraðvaxandi stíg andi fram mót leikslokum þeim, sem þó liggja enn svo einkennilega torræð, að því er raunverulega framtíð Póllands snertir. Lesið frásögn Jan Karski um leynistarfsemina í Póllandi með gaumgæfni og athygli. Bókin er 256 bls. að stærð og kostar aðeirrs kr. 18,(fO JAN KARSKI, höfundur bókarinnar. Frá Fræðafélaginu eru þessar bækur nýkomnar til okkar: 8 bindi af Jarða- bók, hvert á 30 kr. Þau eru: Gullbr. og Kj.sýsla — Bfj. og Mýras. — Dalas. — Snæf. og Hnappad.s. — ísaf. og Strandas. — Húnav.s. — Skagafjs. — Þinge.s. — Safn I—II (Minningabók Þ. Th.) 10.00, ib. 20.00; II. (Ritgerðir Þ. Th.) 10.00; IV. (Bréf M. St.) 10.00; V (Jón Grunnv.) 15.00; VI (Hrappseyjarprentsm.) 10.00; VII (Málið á Odds- Testamenti) 30.00; VIII (Ævi Árna Magnússonar) 15.00; IX (Rímur fyrir 1600) 30.00; (X og XI uppselt); XII (Bréf Brynjólfs biskups) 25.00 XIII (Bréf Bj. Thor.) 25.00; Bréf og endurm. Páls Melsteðs 14.00, ib. 20.00 Afmælisrit Kaalunds 10.00; Lýsing Vestmannaeyja 10.00 Passíuááimar (stafrétt útg.) 10.00; Málsháttasafn 20.00 Rúnafræði 6.00; Handbók í íslendingasögu (B. Th. M.) I—II 5.00; Fræðafélagið 1912—37 4.00; Kvæði Bj. Thor. 20.00 , ib. 30.00, alskinn 40.00. Ársrit I-—XI Þ. e. allt; ea. 1700 bls.) 75.00 Ýmsar bókanna eru alveg á þrotum. Bækur Fræðafélagsins eru sígild eign, eftir því dýr- mætari sem lengur líður, og þær bera af öðrum islenzk- um bókum að frágangi. Og þó eru þær miklu ódýrastar. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. 1 Frá imdirbúnings- nefnd almennra kirkjufunda Eins og áður hefur verið tilkynnt, verður hinn al- menni kirkjufundur að þessu sinni haldinn á Akureyri dag ana 9.—11. september n. k. Samtímis og í samvinnu við hann verður þar einnig hald- inn aðalfundur Prestafélags íslands. — Til kirkjufundar- ins • eru boðaðir fulltrúar frá öllum söfnuðum landsins, svo og prestar allir. Eru þessir fundir orðnir eins konar föst stofnun . í kirkjulífi Islend- inga, en síðan þeir hófust eru nú 12 ár liðin. Frumkvæðið að þessum fundum átti Gísli Sveinsson sýslumaður, enda hefur hann ávallt verið for- maður þeirra. Formaður Prestafélagsins er próf. Ásm. Guðmundsson. Þessir fundir hefjast sunnu daginn 9. sept. kl. 11 f. h. með sameiginlegri guðsþjón- ustu í Akureyrarkirkju. Próf- essor Ásmundur Guðmunds- son prédikar, en fyrir altari þjóna biskuparnir dr. Sigur- geir Sigurðsson og séra Frið- rik J. Rafnar. Síðan verður kirkjufundurinn settur í há- tíðasal menntaskólans á Ak- ureyri kl. 2 e. h., og flytur þá Gísli Sveinsson ávyp. Verða þá ■ og sálmar sungnir Þar næst verður tekið fyrir fyrsta mál fundarins, sem er: Miðstöð kirkjulegs menning- arstarfs á íslandi. Eru þar framsögumenn biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, og Valdimar Snævarr skóla- stjóri. Síðdegis hefst svo fundur Prestafélagsins, en um kvöld ið kl. 8.30 flytur Gísli Sveins son erindi: Um kirkjur, en það er annað aðalmál kirkju- fundarins. — Fundirnir verða haldnir í hátíðasalnum alla dagana. Næsta dag. mánudag 10. sept., verða svo umræður um fundarmálin, en áður en þær hefjast, flytur séra Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur morgunbænir. Þá starfar og prestafélagsfundurinn. Um kvöldið flytur sr. Friðrik Á. Friðriksson kirkjufundarer- indi, er nefnist: Tímamót. —- Síðasta daginn, þriðjudag 11. sept., tala m. a. sér Sigur- björn Á. Gíslason um \rið- horf kirkjunnar í herteknu löndunum, séra Óskár J. Þór- láksson um leikmannastarf- semi og Jón H. Þorbergsson. um safnaðarlíf. Loks verða ýmis önnur mál rædd á fundinum og ályktan- ir gerðar. Nokkra stærðfræðistúdenta vantar til vinnu í skrifstofu mína í vetur. Umsóknir ásamt prófskírtein- um og meðmælum, ef til eru, sendist skrifstofu minni fyrir 15. sept. n.k- Bæjarverkfræðingnrinn í Reykjavík. L UTSALA Kápubúðin Laugavegi 35 Seljum næstu daga með miklum af- slætti: I Kvenkápur — Telpukápur Kvenkjóla, síða og stutta Telpukjóla — Búta Kvenveski o. fl. Kápubúðin Sigurður Guðmundsson. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar, SÆMUNDAR SIGURÐSSONAR Urðarstíg 6, Hafnarfirði. Guðrún Jónsdóttir og börn. '1 Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Tilkynning um bæjarhreinsun Samkvæmt 86. gr- lögreglusamþykktar Reykjavíkur, er óheimilt að skilja eftir á almannafæri muni, er valda óþrifnaði,- tálmun eða óprýði. Slíkir munir verða fluttir af bæjar- svæðinu á kostnað og ábyrgð eigenda, ef þeir ráðstafa eigi mununum tafarlaust. Öllu því, sem lögreglan telur lítið verð- mæti í, verður fleygt. Ennfremur er hús og lóðaeigendum skylt, skv. 92. gr. lögreglusamþykktarinn- ar, að sjá um að haldið sé hreinum portum og annari ábyggðri lóð í kring um hús þeirra, eða óbyggðri lóð, þar á meðal rústum. Brot gegn þéssu varða sektum, allt að 1000 kr. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 3. september 1945’. Ráðskona óskast Tilboð sendist blaðinu merkt: „Ráðskona“ u.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.