Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 8
r ■ Aðalbygging Yinnuheimilis S.I.B.S, verður að komast upp fljótt r S.I.B.S, efnir til glæsilegs happdrættis til að afla fjár til bygg- ingarmnar ~ Aðalsöludagur verður um allt land í dag Samband. íslenzkra berklasjúklinga efnir til happ- drœttis til ágóða fyrir vinnuheimili sitt að Reykjaíundi. Ágóðanum af happdrætti þessu á að vetja til að koma upp aðalbyggingunni í byggðahverfinu að Reykjalundi. Happdrœtti þetta mun véra eitt það glæsilegasta á árinu, meðal vinningánna er, tveggja sæta flugvél á 50 þús. kr., skemmtisnékkja, flugferð til Nevo York og ferð til Norðurlanda — alls 20 vinningar. Aðalsöludagur happdrœttismiðanna er i dag. Þeir Árni Einársson, for- maður Vinnuheimilisstjórnar- innar og Oddur Ólafsson yfir læknir og framkvæmdastjóri vinnuheimilisins skýrðu fréttamönnum frá þessu í gær. Á síðastliðnu ári var hafin bygging húsa fyrir vist- menn heimilisins, var lokið við 10 og tók heimilið til starfa 1. febr. á þessu ári. Auk fleiri íbúða fyrir vist- menn þarf að reisa þarna aðalbyggingu er verði mið- stöð starfseminnar, verða þar skrifstofur, lækningastofa, eldhús, borðstofa, dagstofa, íbúð 40 vistmanna o. fl. og verður þessi bygging reist næst, og til að afla fjár til þeirrar byggingar hefur verið efnt til þessa haþpdrættis. Undirbúningur að þessari byggingu er nú langt komið, hafa teikningar verið gerðar, — og liggja fyrir til samþykk is heilbrigðismálastjórnar- innar. Verður hús þetta 1. til þriggja hæða hús. Verið er að b,yggja læknisbústað, starfs- mannahús og 1 vistmannbú- stað, en alls er ráðgert að reisa 24 vistmannabústaði. ÁÐUR ÓNOTAÐIR STARFSKRAFTAR — FUNDIÐ FÉ Vinnuheimilið að Reykja- lundi tókt sem fyrr segir til starfa 1. febrúar s.l. og dveija þar nú 40 vistmenn. Hafa þeir dvalið þarna uppfrá 7 mánuði og karlmenn unnið að rennismíði, leikfangagerð og léttri járnsmíði, en konur að prjóna- og saumaskap. Styttsti vinnutími er 3 stund- ir, lengsti 6 stundir. Unnið er frá kl. 9—12, þá kvíld til kl. 3 og þá unnið til kl. 6. Hefur komið í ljós að fólk Misskilningur leiðréttur Framhald at 5. síðu. skólanefndar gagnfræðaskól- ans og fræðslumálastjórnar um þetta mál, og samkomu- lag orðið um tilhÖgún og rekstur skólans í vetur,' sér fraeðslumálastjórnin ekki á- stáeðu til þess að taka fleira fram þessu viðvíkjandi. þetta afkastar ótrúlegá góðri vinnu, en flest af þessu fólki hefði orðið að dvelja iðju- laust á hælum, þar sem það þolir ekki almenna né lengri vinnu við venjuleg vinnuskil yrði. Er þarna því um fundið fé að ræða, starfskráfta sem annars hefðu ekki verið not- aðir, um leið og vistmönnum veitist tækifæri til að vinna fyrir dvöl sinni, sem þeim hefði verið ókleift annars staðar. AÐ ALB Y GGINGIN — NÆSTA ÁTAKIÐ Auk þess að vinna að lækn- isbústaðnum og starfsmanna- húsi hefur í sumar verið unn ið að því að hreinsa til á staðnum og fegra hann, en þarna var áður herskála- hverfi, og hefur Reykjalund- ur tekið miklum stakkaskipt- um í sumar. En nœsta átakið er að koma upp aðalbyggingunni er verður miðstöð starfsem- innar þarna, og hefur S. í. B. S. efnt til fyrrnefnds happ- drættis í fjáröflunarskyni. Starfsemi S.Í.B.S. hefur notið mikilla og almennra vinsælda og heitir samband- ið nú á vini sína að bregðast vel við, og styðja starfsemina með því að kaupa miða, en á þann hátt styrkja þeir ekki aðeins gott málefni, heldur leggja einnig fé til hagrænnar starfsemi, um leið og þeir sjálfir eiga þess kost að eign r—r-% - Up boi»giDnI Nætarlæknir er í læknavarð- stofunni Austurbæjarskólanum, sími 5030. Ljósatím ökutækja er frá kl. 20.10 til 4.40. Næturakstur: Bifröst, sími 1508. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. Trúlofun. Síðastliðinn laugar- dag opinberuðu trúlofun sína’ ungfrú Guðrún Pálsdóttir, Njáls- göfcu 72 og Bjarni Magnússon Skólavörðustíg 19. ast góða hluti, eins og flugvél flugferð til Ameríku og far- miða til Norðurlanda. (Auglýsirig um vinningana er á 7. síðu blaðsins í dag.). FYRIRKOMULAG HAPRÐRÆTTISINS Aðalsöludagur happdrætt- isins verður í dag, verður selt á götunni og gengið á vinnu- staði, verða miðarnir seldir um allt land samtímis: Það sem óselt verður í kvöld af miðum mun liggja frammi í verzlunum, en á- kveðið er að dráttur fari fram á ársafmæli heimilisins, 1. febr. næstkomandi. Skákkeppni milli Reykvíkinga og V estmannaeyinga í fyrradag fór fram skák- keppni milli Taflfélags Vest- mannaeyja og Taflfélags Reykjavíkur. — Sigraði Tafl- félag Reykjavíkur. Taflfélag Vestmajmaeyja með 61/2 vinningi gegn 21/á. Ýfirlýsing Fiskimála- nefndar Framhald af 1. síðu þar sem ákveðið er í samningn um að mánaðarleigur skulu greiddar af skipunum fyrir- fram, og ábyrgð ríkisins á yfir- drættihum er því bein afleið- ing þess að ríkið gerði samn- inginn, enda hefur ríkið engin skilyrði sett fyrir ábyrgðinni. Þó að reksturshalli verði á útgerð skipanna (sem ekki er hægt um að segja fyrr en leigutímabilinu lýkur), þá ber Fiskimálanefnd ekki ábyrgð á því, hún hefur aðeins tekið að sér að framkvæmt þann samn- ing sem þing og stjórn hafa talið óhjákvæmilegann. 6. Það er fullkominn misskiln- ingur að deila á Fiskimála- nefnd fyrir að færeyski skipa- leigusamningurinn var gerður. Fiskimálanefnd gerði ekki samninginn, en Alþingi og rík- isstjórn gerðu hann með sam- hljóða ákvörðun. Og öll ríkisstjórnin hefur talið skipin svo ómissandi við fiskflutningana, að hún hefur ekki talið fært að segja þeim upp. Reykjavík, 3. sept. 1945. Fiskimálanefnd Lúðvík Jósepsson Pálmi Loftsson Þorl. Jónsson.“ 4tvinnumálaráðhe athugunar á afkonrn útgerðarinnar Á að gera tillögur um aðgerðir til hjálpar útgerðinni vegna aflabrests á síldarvertíðirlni Að tilhlutun atvinnumálaráðherra hefur verið skipuð fimm manna nefnd til þess að athuga og gera tillögur um á hvern hátt hægt er að verja útgerðina skakkaföllum sém orsakast af aflabresti og öðrum áviðráðanlegum orsök- um. Útgerðin hefur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni vegna aflabrests á síldarvertíðinni og mun nefndarskipun þéssi mælast vel fyrir. Fulltrúa í nefndinni eiga eftirfarandi félagasamtök: Alþýðusambandið, Farmanna- og fiskimannasambandið,, Fiskifélagið og Landssamband ísl. útvegsmanna. Svohljóðand frétt um nefndarskipun þessa barst Þjóðviljanum í gær: „Þar sem síldveiðin hefur brugðizt að mestu leyti þetta ár, sem hlýtur að hafa í för með sér stórfelld fjárhagsleg skakkaföll fyrir útgerðina, taldi atvinnumálaráðuneytið nauðsynlegt að athugað væri hvað tiltækilegast þætti að gera til þess að hjálpa út- gerðinni yfir þessi vandræði. Með tilliti til þessa hefur ráðuneytið skipað nefnd til athugunar á þessum málum og til þess að gera tillögur um aðgérðir. Verkefni nefndarinnar er að gera tillögur um trygging ar er miði að því að verja út- gerðina skakkaföllum sem or- sakast af óviðráðanlegum á- stæðum, svo sem aflabresti o. fl. Ætlast er til að nefndin geri sem allra fyrst tillögur um aðgerðir til hjálpar út- gerðinni vegna aflabrests á síldárvertíð þeirr sem nú er lokið. í nefndina hafa verið skip- aðir: Kr. Guðmundur Guðmunds son, tryggingafræðingur, sem r------- Hefur þú skilað) Flokksmenn eru alvar lega minntir á að skila strax eftirtöldum gögn- um í skrifst. miðstjórnar eða félagsins: Söínunarlistum frá 8 síðu söfnun Þjóðviljans (gulir listar með rauöri fyrirsögn, Söfnunar- blokkum frá prentsmiðju söfnun Þjóðviljans og könnunarlistum þeim, sem öllum flokksmönn- voru sendir i pósti fyrir skömmu Þaö er mjög áríðandi aö flokksfélagarnir geri þá sjálfsögöu skyldu sína að draga ekki lengur að skila þessum gögnum og géra ekki skrifstofum flokksins erfiðara fyrir í starfi en þörf er á. >.---------------- j jafnframt er formaður nefnd- arinnar. Bjarni Þórðarson sjómaður, Neskaupstað, sam- kvæmt tilnefningu Alþýðu- sambands íslands, og vara- maður fyrir hann Guðmund- ur Vigfússön, erindreki, Reykjavík. Ólafur Magnússon skipstjóri, Borgarnesi, sam- kvæmt tilnefningu Farmapna og fiskimannasambands ís- lands, og varamaður fyrir hann Guðmundur Jónsson, skipsstjóri, Vesturgötu 52 B, Reykjavík, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, samkvæmt tilnefningu Fiskifélags ís- lands, og varamaður fyrir hann Arnór Guðmundsson skrifstofustjóri, Reykjavík og Ólafur B. Björnsson útgerð- armaður Akranesi, samkv. til- nefningu Landssambands ísl. útvegsmanna.“ Nefndin tók til starfa í gær.. Walterskeppnin: Valur vann KR með 4:1 W alterskeppnin hófst í fyrradag, með leik milli Vals og KR. Er þetta meistara- flokkskeppni. Leikar fóru þannig að Valur sigraði KR með 4 mörkum gegn 1. de Gaulle hehhir fast við afturhads- fyrirkomulag kosninganna de Gaulle hefur neitað að rœða við fulltrúa franska verkalýðssambandsins og vinstriflokkanna um breyt- ingu á kosningatilhöguninni, en talið er að róttæku öflin í Frakklandi séu staðráðin að láta ekki þar við sitja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.