Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 5
Þriðjuáagur '4? 'sept. 1945. ÞJÓÐVILJINN • « Fra fræðslumálastjórninni Misskilningur leiðréttur í Alþýðublaðinu þann 25. júlí síðastliðinn er grein er heitir: „Vegið að lýðræðinu af veitingarvaldinu í skóla- málum“. Er þar veitzt að menntamálaráðherra og fræðslumálastjóra fyrir setn- ingu skólastjóra við gagn- fræðaskólann á Akranesi og því haldið fram, að fræðslu- málastjórn hafi tekið sér vald er henni ekki bæri. Vegna þessa vill fræðslu- málastjórnin taka fram, að á síðastliðnu hausti var fallizt á það, að sr. Sigurjón Guð- jónsson, þáverandi skólastj., fæli Magnúsi Jónssyni, kenn- ara við skólann, að gegna skólastjórastörfum fyrir sig að svo miklu leyti, sem hann gæti ekki sinnt þeim sjálfur. Var þetta síðar staðfest með bréfi ráðuneytisins, dags. 3. okt. f. á. Helgi Þorláksson var ráðinn til þess að vera kennari við skólann síðastlið- inn vetur. Nokkru fyrir áramót sagði sr. Sigurjón lausri skólastjóra stöðunni og í samræmi við áðurgrejnt bréf tók Magnús við skólastjórn, enda var eng inn tími t-il þess að auglýsa stöðuna og ekki fært á miðj- um starfstíma, enda er það venja þegar svipað stendur á, að sá kennari, sem lengst hef- ur starfað við skólann, taki við stjórn hans og er ekki lit- ið svo á, að slík ráðstöfun sé á neinn hátt bindandi um á- framhaldandi setningu eða veitingu. Samkvæmt kröfu Magnúsar var þessi ráðstöfun staðfest með bréfi ráðuneyt- isins, dags. 22. des. f. á., þar sem jafnframt .var tekið fram að auglýsa skyldi stöðuna í vor og var það gert. Lögum samkvæmt gerir skólanefnd fyrst tillögur um val skólastjóra og kennara og sendir þær fræðslumálastjóra. Hann sendir svo álit sitt til ráðuneytisins, sem svo veitir stöðuna. Það, sem gerzt hefur í þessu máli, verður bezt skýrt með því að birta bréf fræðslumálastjóra til ráðu- neytisins, dags. 16. f. m., þar sem hann gerir tillögur um val skólastjóra og er það á þessa leið: „Hér með sendist ráðuneyt- inu: 1. Bréf skólanefndar gagn- fræðaskólans á Akranesi, dags. 10. þ. m. viðvíkjandi til- lögu nefndarinnar um val skólastjóra að téðum skóla. 2. Umsóknir um skólastjóra stöðuna — ásamt fylgiskjöl- um — frá Axel Benediktssyni kennara á Húsavík, Guð- brandi Magnússyni, kennara við gagnfræðaskólann á Siglu firði, Helga Þorlákssyni, kenn ara við gagnfræðaskólann á Akranesi og Magnúsi Jóns- syni, settum skólastjóra við sama skóla. Axel Benediktsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri vorið 1935 með I. einkunn (6.00). Hann lauk heimspekiprófi við Há- skóla íslands vorið 1937 (14. apríl) með I. eink. og kenn- araprófi í kennaraskólanum sama vor með I. einkunn (7.50). Hann hefur kennt síð- an haustið 1937, fyrstu 2 vet- urna farkennari, þá einn vet- ur í forföllum annars í Haga- nesvík og síðan 1940 fastur kennari við barnaskólann á Húsavík og jafnframt við unglingaskólann þar. Guðbrandur Magnússon lauk kennaraprófi vorið 1935 með góðri I. eink. (8.41). Vet- urinn 1837—38 var hann við nám í Englandi og kynnti sér einkum skriftarkennslu. Kennslustörf: 1935—36 við bændaskólann á Hvanneyri, 1936—37 stunda- og forfalla- kennsla við Austurbæjarskól- ann í Reykjavík. Haustið 1938 skólastjóri við barnaskólann á Hofsósi og síðan 1. 10. 1941 kennari við gagnfræðaskól- ann á Siglufirði. Helgi Þorláksson lauk stúd- entsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans 1 Reykjavík vorið#1938 með II. eink. (7.09) og kennaraprófi sama ár með góðri I. eink. (8.67). Sama haustið varð hann fastur kennari- við barnaskólann í Vestmannaeyjum og gegndi þeirri stöðu til haustsins 1943, er hann varð kennari við gagnfræðaskólann þar. Sam- hliða barnakennslunni var Helgi flest árin stundakenn- ari við gagnfræðaskólann og iðnskólann í Vestmannaeyj- um. Síðastliðið haust réðist hann sem kennari við gagn- fræðaskólann á Akranesi. Magnús Jónsson lauk kenn- araprófi vorið 1938 með I. eink. (7.33). Sama ár tók hann gagnfræðapróf við Menntaskólann í Reykjavík í þeim greinum, er þurfti til þess að setjast í 4. bek’* | Menntaskólans. Síðar bjó hann sig undir stúdentspróf stærðfræðideildar en varð að hætt við það 1941 sökum augnveiki áður en því varð lokið. Kennslustörf: 1941—42 stundakennari við barnaskól- ann í Vestmannaeyjum, 1942 —43 kennari við gagnfræða- skólann þar, 1943—44 kennari við gagnfræðaskólann á Akrapesi og áfram næsta vet- ur á eftir þar til hann var settur skólastjóri við þann skóla í stað sr. Sigurjóns ,Guð jónssonar, er sagði lausri stöðu sinni fyrir miðjan vet- ur. Skólánefndin mælir öll með því, að Magnús Jónsson fái þessá stöðu, en aðra um- sækjendur minnist hún ekki á, og gerir því enga__grem fyxir þvír hvérs vegna þeir virðast ekki koma til greina, enda þótt þeir hafi sumir meiri menntun en sá, er hún mælir með. Að vísu þekkir skólanefnd Magnús bezt af þeim er sóttu. Hann er mynd arlegur og prúðmenni mikið, stjórnsamur í kennslustund- um og vinsæll af nemendum, en svipað er og að segja um hina umsækjendurna. í umræðum milliþinga- nefndar í skólámálum um gagnfræðanám og menntun gagnfræðaskólakennara var það að vandlega athuguðu rriáli álit allra nefndarmanna, að mjög skorti eins og sakir stæðu á það, að nægilega margir vel menntaðir kenn- arar væru við héraðs- og gagnfræðaskólana, enda væru engin lágmarksákvæði í nú- gildandi lögum um menntun þeirra. Sjónarmið milliþinga- nefndarinnar þessu viðvíkj- andi er markað í 38. gr. frum varps þess, er hún hefur sam- ið um gagnfræðanám, og fylg ir hér með. Enda þótt frum- varp þetta sé ekki orðið að lögum, þá virðist mér ein- sætt, að keppa beri að því nú þegar, að kennarastöður verði veittar með hliðsjón af þeim kröfum er frumvarpið gerir, og þá ekki sízt, þegar um •^ólastjórastöður er að ræða, því að þess verðpr von- andi ekki langt að bíða, að nægilegur fjöidi umsækj- enda verði um þessar stöð- ur úr hópi fólks, sem full- nægir umræddum menntunar kröfum. Tel ég, að það gæti orðið til óþæginda og leið- inda fyrir skólastjóra, ef hann hefði mun minni mennt un en kennarar við sama skóla. Enginn þeirra umsækjenda, er þér hafa verið greindir, fullnægja að öllu leyti mennt unarkröfum þeim, sem gerð- ax eru 1 áðurgreindu frum- varpi um gagnfræðanám. Þeir Axel Benediktsson og Helgi Þorláksson komast næst því. Samkvæmt framan- Tituðu og með hliðsjón af plöggum þeim, er fylgja um- sóknunum og ennfremur vegna þess, að Helgi Þorláks- son hefur kennt lengst við fjölmenna skóla og mun vera einna fjölhæfastur umsækj- endanna, þá meeli ég með hon um fyrstum, þar næst með Axel Benediktssyni og sem nr. 3 með Magnúsi Jónssyni. Setning gildi um 1 ár frá 1. sept. þ. á. að telja“. Ráðuneytið féllst algerlega á sjónarmið óg tillögur fræðslumálastjóra og setti því Helga Þorláksson til þess að vera skólastjóri gagnfræða- skólans á Akranesi um 1 ár frá 1. sept þ. á. að telja. Þar qð viðræður hafa nú -farið fram milli núverandi Framh. á 8. síðu íhlutun erlöndra ríkja um búlgörsku kosningarnar byggð á týlliástæðum ^EGNA ÍHLUTUNAR erlendra ríkja, einkum Bandaríkjanna, var kosningunum í Búlgaríu frestað, og ásakanir komu fram i afturhaldsblöðum um „kúgunarstjórn11 þar. Sendiherra Búlgara í Stokkhólmi, Ilíeff, befur í viðtali við sænsk blöð skýrt ýtarléga frá stjórn- málaástandinu í landinu, og fara hér á eftir nokkur ummæli sendiherrans. • ^JNDANFARIÐ hafa ensk og þandarísk blöð rætt ” mjög ástandið í Suðvestur-Evrópu og þá eink- ■ um Búlgaríu. Eg vil því gefa sænskum blöðum nokkrar upplýsingar um ástandið þar, eins og .það er í raun og veru. Utanríkispólitík búlgörsku Ætt- jarðarfylkingarinnar, sem stendur að ríkisstjórninni, miðar að vináttu og samvinnu við stórveldin, Sov- étríkin, England og Bandaríkin, við önnur Balkan- ríki og þá fyrst og fremst við Júgpslavíu og Rúm- eníu og allar aðrar frelsisunnandi þjóðir. Milli Búlgaríu annars vegar og Tyrklands og Grikklands hins vegar hafa komið upp deilur um landamæri, en Búlgaría hefur undanfarna mán- uði gert allt til að forðast árekstra. Enda er nú allt með kyrrum kjörum á Balkanskaga. í utanríkispólitík sinni leggur Búlgaría sérstaka áherzlu á samvinnu við hinar aðrar slavnesku þjóðir, sovétþjóðirnar, Pólverja, Tékka, Slovaka og Júgo- slava. Er þegar komið á náið samstarf þessara þjóða, og hefur mjög aukizt síðustu mánuðina. • ^NNAÐ ATRIÐI í utanrikispólitík Búlgaríu er ósk um að komast sem fyrst inn í bandalag Sam- einuðu þjóðanna. Eftir Potsdamráðstefnuna hefur Búlgaría og Sovétrikin á ný skipzt á sendiherrum og væntir þess að samskonar samband við Bretland og Bandaríkin takist á næstunni. Þessi utanríkis- pólitísku atriði eru þáttur í kosningastefnuskrá Ætt- j arðarfylkingarinnar. Kjósa á eftir nýjum kqsningalögum og hafa kosningarrétt samkvæmt þeim allir búlgarskir þegn- ar sem náð hafa 19 ára aldri, og kjörgengi er bund- ið við tuttugu og þriggja ára aldur. Upphaflega ákváðu þeir fjórir flokkar, sem mynda Ættjarðar- fylkinguna (Bændaflokkur, Kommúnistar, Sósíal- demókratar og Frjálslyndi flokkurinn) að hafa sam- fylkingu í kosningunum. Hlutföllin milli fram- bjóðendatölu hvers flokks voru ákvqðin með ná- kvæmu tilliti til styrks hvers flokks í hinum ein- Stöku kjördæmum. Að kommúnistar fengu fleiri frambjóðendur en sósíaldemókratar er ekki merki um vöntun á lýðræði í Búlgaríu, heldur byggist á þeirri staðreynd, að Kommúnistaflokkurinn er tvisv- ar til þrisvar sinnum stærri en Sósíaldemókrata- flokkurinn“. ^ENDIHERRANN lagði áherzlu á það mikla álit sem Georgi Dimitroff, leiðtogi Kommúnista- flokksins, nyti í Búlgaríu. Væri það ekki bundið við flokk hans, heldur almenn viðurkenning fyrir bar- áttu hans sem búlgarsks ættjarðarvinar og andstæð- ings nazismans. Ilíeff sendiherra lýsti loks yfir því, að marg- víslegar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að tryggja lýðræðislegar kosningar, og vísaði á bug ásökunum um að stjórnarandstaðan hefði ekki feng- ið að taka þátt í þeim. Þrenn samtök stjórnarand- stæðinga buðu fram. Ætt-jarðarfylkingin, þjóð- frelsishreyfingin og önnur stjórnarvöld hefðu lagt séi-staka áherzlu á, að fyllsta málfrelsi, ritfrelsi og fundafrelsi ríki alls staðar í kqsningabaráttunni. ,)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.