Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 4
4 Þrið'judagur 4. sept. 1945. ÞJÖÐVIt JINM þlÓÐVILJINN Utgefahdi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Næstu sporin Það eru mjög góð tíðindi að fengist hafa samningar um smíði 30 togara í Englandi. Með þessu og þeim báta- kaupum innanlands og erlendis, sem þegar er samið um, er tryggt að framkvæmd verður, á þessu og næsta ári, stórfelld nýsköpun, á því sviðinu sem þjóðinni ríður mest á. Endurnýjun og stórfelld aukning fiskiflotans er tryggð. Ekki verður hér látið staðar numið, með þessu er aðeins lögð undirstaða, tryggð framleiðsla hráefna, og er þá næsta sporið að koma hagnýtingu þeirra í fullkomið nútíma horf. Eftir því sem tímaritið Ægir hermir er íslenzka sjó- mannastéttin hin afkastamesta í heimi við fiskveiðar. Hver íslenzkur fiskimaður aflar þrefalt meira en þeir, sem næstir koma, en það eru Bretar. En engin þjóð í heimi fær hins vegar eins lítið fyrir hvert kg. fiskjar, að meðaltali, eins og íslendingar. Á þessu þarf að verða algjör breyting. Við verðum að læra að hagnýta aflann svo þjóðin geti notið hinna miklu afkasta fiskimannanna í sem ríkust um mæli. Það er því tvímælalaust næsta, og næst þýðingarmesta spor nýsköpunarinnar, að koma upp fullkomnum fiskiðnaði, byggðum á hinni fullkomnustu þekkingu og tækni, sem nútíminn ræður yfir. Væntanlega snýr nýbyggingarráð sér að þessu verkefni með fullum krafti, nú þegar svo farsæl- lega er tryggð stórfelld aukning fiskiflotans. En jafnhliða því að þannig er hugsað fyrir aðalatvinnuveginum, er unnið og ber að vinna að nýsköpun landbúnaðarins. Þar er þörfin að því leyti brýnust að sá atvinnuvegur er skemmst kominn á braut tækniþróunarinnar, og þarfnast því gjörbreytingar. Rakvélar og bátavélar Það eru sænskar vélar í miklum hluta fiskiflotans íslenzka. Öll stríðsárin var ekki hægt að endurnýja þessar vélar. Svíþjóð var lokað land. Þörfin fyrir varahluti er því mjög brýn, og afkoma fjölda manns er því háð að úr henni verði bætt. Hin fræga samninganefnd Stefán Jóhanns samdi um innfl. á þessari nauðsynjavöru fyrir aðeins 150 þús. kr. Með því er áreiðanlega ekki fullnægt meira en tíunda hluta þarfarinnar. En það var tekið dálítið öðruvísi á málunum þegar farið var að semja um innflutning á rakblöðum og rakvélum. Af þessari vöru er samið um innflutning fyrir 350 þús. kr. í landinu eru birgðir, sem endast í 5 ár. Sölumiðstöð sænskra framleiðenda fær ekki umboð fyrir varahluti í bátamótora. Þau umboð eru í höndum annara frá gamalli tíð. Með rakblöðin gegnir öðru máli, það er ekki kunnugt að einkaumboð hafi verið fyrir hendi fyrir þá vöru. Það er því efalítið að Sölumiðstöð Stefáns Jóhanns hefur það umboð nú. Alþýðublaðið, sem almennt er nú kallað „rakblaðið", ætti að biðja „prófessor“ Hagalín að skrifa „stórmerka“ skáldsögu um þetta atriði samn- •ingsins. . ; wdvt&imsr \ • * 0jL • j uJœtamrttKmi'H, /rv5rcft«V Alþýðublaðið, rakblaðið hans Stefáns Jóhanns, var um daginn að harma, að Alþýðuflokkurinn ætti engan fulltrúa í Fiskimála- nefnd. En hitt gleymdist að skýra frá hvers vegna Alþýðuflokkurinn á ekki mann í þessari merku nefnd. Það var hérna á árunum með- an Alþýðuflokkurinn var upp- gangsflokkur, að hann gat fengið það lögfest á Alþingi, að þrír stærstu flokkar þingsins skildu skipa ýmsar merkar nefndir, þar á meðal Fiskimálanefnd. Foringj- ar flokksins voru það bjartsýnir, að þeim kom ekki til hugar ann- að en Alþýðuflokkurinn þeirra yrði alltaf einn hinna þriggja stóru flokka. og ákvæðið var beinlínis sett til þess að útiloka Sósíalistaflokkinn. En framsýni Stefáns Jóhanns og Co. reyndist ekki áreiðanleg. Flokkurinn er hann stjórnaði tók óðum að minnka, loks hafði tek- izt að gera hann að minnsta flokki þingsins, hann hætti að verða einn hinna þriggja stóru. En eftir sátu ákvæðin sem Al- þýðufiokkurinn fékk Iögfest, um forgangsrétt þriggja stærstu þingflokkanna, en nú urðu þau bara til þess að útiloka Alþýðu- flokkinn. Úr þessu varð mesta grín þegar kosið var í rannsókn- arráð, en þá var reynt að fjölga í ráðinu til þess að fulltrúi Al- þýðuflokksins ylti ekki út. Og það er óneitanlega dálítið bros- legt að heyra Alþýðublaðið barma sér þegar afleiðingar af stjórnmálafólsku og fávizku Stefáns Jóhanns og Co. hittir flokkinn, sem undir stjórn hans er orðinn minnsti flokkur lands- ins. Uppgjöf Japana Framhald af 1. síðu. ann og ritaði undir. Hann var klæddur borgaralegum klæðn aði, en hinir fulltrúar Jap- ana voru í hvítum fötum, en hvítur litur táknar sorg með- al Japana. PERCIWAL OG WAIN- WRIGHT VITUNDAR- VOTTAR Þegar japönsku fulltrú- arnir höfðu lokið við að rita undir, rituðu þeir Perciwal og Wainwright, hershöfðingj- ar, undir sem vitundarvottar, en þeir eru nýleystir úr fanga búðum Japana 1 Mansjúríu. Þá ritaði MacArthur undir skilmálana sem yfirhershöfð- ingi alls herafla Banda- manna. Síðan ritaði fulltrúi hvers Bandamannaríkis fyrir sig undir; Fyrst Nimitz flota- foringi fyrir Bandaríkin, þá fulltrúi Kínverja, síðan Blamey hershöfðingi fyrir Ástralíu, því næst Gruce Frazer flötafóringi fyrir Bret SJÓMANNAHEIMILIÐ Á SIGLUFIRÐI „Dufþakdr" skrifar: „Norður á Siglufirði ér stofn- un sem nefnist Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðár. Heim- ili þetta var sett á laggirnar sum arið 1939, af stúkunni „Fram- sókn“ þar á staðnum. Eins og nafnið ber með sér, er stofnun- inni ætlað að vera tómstunda- heimili hinna mörgu sjómanna og verkamanna og kvenna, sem dvelja á Siglufirði um lengri eða skemmri tíma yfir síldveiðaver- tíðina. Ennþá sem komið er, er Sjómanna- og gestaheimili Siglu- fjarðar aðeins tómstundaheimili. Þar er hvorki rekið gistihús eða matsala, en eins og síðar mun komið að, hafa forráðamenn heimilisins fullan hug á, að úr því verði bætt, svo skjótt sem heimilið fær aukið húsrými til umráða.“ STARFSEMIN „Eg var nýlega að lesa árs- skýrslu um starfsemi Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar fyr- ir árið 1944, sem gefin er út í bókarformi. Eg býst við að starf- semi heimilisins sé komin í það fast form, að taka megi bók- staflega sém fasta liði í starf- seminni, þau atriði er lúta að heimilisháttum. Þar er sagt að heimilið hafi tekið til starfa 11. júní, eða „lítið eitt seinna" en venjulega, og lokið störfum 30. sept. Stúkan „Framsókn" sá um reksturinn og naut til þess nokk- urs fjárstyrks úr rikissjóði, og frá bæjarsjóði Siglufjarðar og Stórstúku íslands, en einkum þó frá skipshöfnum og einstakling- um, er styrkt hafa heimilið rausn arlega með gjöfum og áheitum. Var því fé varið til endurbóta á húsnæði heimilisins og hús- Jjúnaði. Heimilið var opið frá kl. 10 f. h. til kl. 23,30. í lesstofu gátu menn lesið blöð og tímarit. Þar voru pappir og ritföng, sem gest- ir fengu að nota endurgjalds- laust til bréfaskrifta. Bókasafn heimilisins er um 800 bindi, og voru bækur úr því mikið lánaðar í lestrarsal. Auk þess voru hafðir sérstakir bókakassar, sem lán- aðir voru skipum, og fékk safnið þá alla aftur með góðum skilum. AÐSÓKNIN MIKIL „Aðsóknin að heimilinu var með mesta móti í fyrra. Voru skráðir í dagbók 7404 gestir. en flestir á einum degi, 360. Mikill fjöldi símtala var afgreiddur frá heimilinu og hundruðum bréfa komið í póst. Frímerki seld. Pen- ingar, föt og sendingar, teknar í geymslu. Aðgangur var öllum frjáls, sem hlýða settum um- gengnisreglum heimilisins. í veitingasal heimilisins voru seldar veitingar allan daginn. Komið hafði verið upp böðum land og síðan fulltrúar Sov- étríkjanna, Hollands, Frakk- lands og Nýja Sjálands. 4 MANNA RÁÐ MacArthur hefur lagt til, að komið verði á fót 4 nranna ráði til að stjórna Japan, þangað til álitið verður, að þeir séu hæfir að stjórna sér sjálfir. I þessu ráði eigi sæti fulltrar Bandarík-janna, Bxet- 'lands, Sovétríkjanna og Kína. fyrir gesti á heimilinu, og voru þau mikið notuð.“ FRAMTÍÐARVERKEFNI HEIMILISINS „Um framtíðarverkefni Sjó- manna- og gestaheimilis Siglu- fjarðar segir svo í ársskýrslunni: „Þeir, sem fylgzt hafa með starfi Sjómannaheimilisins und- anfarin ár, munu hafa veitt því eftirtekt, að starf þetta hefur vaxið jafnt og þétt, enda hefur það átt ágætum vinsældum að fagna meðal sjómanna og orðið til þess að styrkja það beint og óbeint. Allt, sem vel hefur tekizt í þessu starfi, og öll vinsenmd og stuðningur hefur orðið hvöt til að efla starfið meir og meir, enda hafa húsakynnin verið stór um bætt og starfsemin aukin mjög frá því, sem var fyrstu árin. Þó skortir enn nokkuð á, að hægt sé að fullnægja þörfum allra, er á heimilið koma, er það einkum tvennt, sem oft er spurt um, og ekki er enn unnt að láta í té, en það er fæði og gisting. Húsakynni þau, sem heimilið hefur nú yfir að ráða, leyfa ekki slíka starfsemi. Þó hefur stjórnin í hyggju að reyna að bæta úr þessu á kom- andi árum, annaðhvort með ný- byggingu eða á annan hátt, er tiltækilegt þykir. Er því í ráði að leggja það fé, er safnast kann á þessu ári, umfram það, er nota þarf til reksturs og nauðsynlegra endurbóta, í sjóð, til þess að auka húsakynni í samræmi við það, er áður er sagt, með það fyrir augum að geta svo fljótt sem auðið er, veitt mönnum gist- ingu og fæði. Þá fyrst er hægt að segja, að takmarkinu sé náð með þessari starfsemi, þá er hér orðið heimili í raun og sannleika. St. Framsókn nr. 187, hefur eins og að undanförnu, annazt rekstur Sjómannaheimiltsins og stjórn þess skipuðu, eins og áðúr þeir Pétur Björnsson kaupm., Andrés Hafliðason forstjóri og Óskar J. Þorláksson sóknarprest- ÞETTA ÞYRFTU FLEIRI AÐ GERA „Það er enginn vafi á því, að templarar á Siglufirði hafa leyst af höndum mikið starf og gott, með rekstri Sjómannaheimilisins og starfsemi þess stendur vissu- lega til bóta. Slík „heimili" þurfa að rísa upp víðar á land- inu, t. d. í Vestmannaeyjum og Keflavík. Hér í Reykjavík væri þó kannski ekki hvað minnst þörfin fyrir slík tómstundaheim- ili, er einnig gætu verið gistihús og matsölur, eftir því sem henta þætti. Er hér ekki um að ræða verkefni fyrir hin mörgu héraða félög, sem þotið hafa upp í Reykjavík á síðustu árum? Hing að til hafa þau sum hver unnið sér það helzt til frægðar að stofna til drykkjuveizlha að Hótel Borg. Það væri ekki svo fráleitt af þeim að snúa sér fram vegis að einhverjum hagnýtari verkefnum, eins og t. d. að koma upp félagsheimilum. Er það kunn Ugt að eitt þessara félaga hefur nú þegar komið auga á þetta, og ætti það að verða öðrum félög- um hvatning, til að gera slíkt hið sama- Veit ég vel að húsnæð- isskorturinn yrði Þrándur í Götu þeirra framkvæmda, en fram hjá þeim vanda yrði stýrt sem öðrum, ef margra atfylgi kæmi þar saman."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.