Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.09.1945, Blaðsíða 6
2 Jörðin og halastjarnan Svo var það dag nokkurn um miðjan marz að ókunn stjarna birtist skyndilega í himingeimnum Hvorki jörðin né máninn höfðu nokkru sinni s£ð hana áður og þið megið trúa því að þau ráku upp stór augu. Hún líktist heldur ekki öðrum stjörnum því hún var með langan hala sem lýsti a£. . — Hvers konar náungi er nú þetta? sagði jörðin. ' — Eg hef aldrei séð annað eins! sagði máninn. Þau urðu bæði svo hissa að nærri lá að þau staðnæmdust á braut sinni. Ókunna stjarnan kom nær og jörðin fór að óttast að þessi nýja stjarna myndi hlaupa beint á sig. Þegar hún var komin í kallfæri hrópaði jörðin: — Halló! Hvað ert þú að flækjast á mína braut? Hver ert þú? Hvaðan kemurðu? Hver*- ætlarðu? — Þetta eru nú nokkuð margað spurningar í einu, sagði hin ókunna stjarna. — Hver ert þú? spurði jörðin aftur. — Eg er nú bara lítil halastjarna, Sagði ókunna stjarnan. En hver ert þú? ‘ ■ — Eg er jörðin. — Og nú veiztu það.‘ — Nei, það er nú einmitt það sem ég veit' ekki, sagði halastjarnan. Eg er alveg ókunnug í þessum hluta himingeimsins, hef aldrei komið hér fyrr og hef ekki verið kynnt fyrir neinni stjörnunni. — Þá hefur þú hitt þá réttu, sagði jörðin drembilega. Annars legg ég það ekki í vana minn að hæla mér, en þó þori ég að segja, að ég er gáf- uðust af okkur öllum. ÞETT4 ; „Það verður hverjum að list, sem hann leikur,“ seg- ir máltækið. En franski léikarinn Grandval var á ahnari skoðun. Hann sagði viö leikkonu, sem ekki vildi leika léttúðarhlutverk: „þér ættuð ekki að neita að leika þau . Ég var sjálf- ut uppskafningur, þangað tri ég fór að léika uppskafn- irigahlutverk. Þá vandist ég af því.“ Spencer lávarður vakti á sér eftirtekt fyrir að ganga í lafalausum frakka. Kom það í upphafi til af því, að hann varð fyrir því slysi að rífa annað lafið á leið til veizlu. Tíminn var naumur og lét hann taka hitt af líka Þetta var tekið eftir honum og lafalausir frakkar kennd- ir við hann Franz 1. Frakkakonungur vár einu sinni fyrir því óhappi að kveikja í hári sínu í spilagildi. Hirðmenn hans, sem vissu ekki ástæð- una til þess, að konungur hafði látið snoðklippa sig, fylgdu óðar dæmi hans.Aft- ur á-móti þorði almenning- ur ekki að taka þessa nýju tízku eftir og áleit, að hún væri ætluð höfðingjum ein- um. • Uiri árið 1880 voru kven- kjólar svo þröngir um mitt- ið að konur urðu að borða með mikilli varasemi, til þess, að þeir rifnuðu ekki, er þeir voru úr þunnu efni. Skömmu eftir aldamótin urðu þeir svo þröngir að neðan, að háskalegt var fyr- ir kvenfólk að vera á ferð fótgangandi í mikilíi um- ferö. Um það leyti voru not- aðrir geysilega barðastórir hattar. Þetta tvennt gerði konuna svo furðulega út- lits, að skopteiknarar lifðu sældarlífi í mörg ár, alveg. eins og á dögum krínólín- unnar. Þ JÓÐVILJINM Þriðjudagur 4. sept. 1945. „Hjálp, hjálp, snertið mig ekki!“ í dyrunum heyrðum við skothríð og hróp: „Gefizt upp!“ Einn hljóðfæraleikarinn var særður. Við svöruðum: „Við gefumst upp. Það er stúlka með okkur.“ „Hvar er fyrirliðinn?“ öskr uðu þeir, sem úti voru. „Kom ið út, eitt í einu með hend- urnar upp, fyrirliðinn fyrst- ur!“ Þá tók sá horaði skjala- bunkann í aðra höndina, húf- una í hina og gekk til dyr- anna, sem ekkert hefði í skor izt. Eg heyrði greinilega níst- andi rödd hans, þjála, skýra og rólega: „Eg er fyrirliðinn". Eg hef lesið margar sögur. Eg hef eyðilagt í mér augun á því að lesa lýsingar á alls konar hetjudáðum. Og ég segi ykkur satt, að á þeirri stundu skynjaði ég í einni svipan, hve mjög bækurnar ljúga. Eg hef aldrei lesið neitt í líkingu við það, sem ég þá var vottur að. I rödd hans — skiljið þið enn, eða hvað — látbragði hans, hor- uðu andlitinu var—— ef 'ég fæ orðum að því komið — eins konar ofsi eða ákafi hul- inn algerri ytri ró. Áhrifin voru svo rík, að við gleymd- um algerlega sjálfum okkur og aðstöðu okkar um stund. Nei, þetta er allt of laust að kveðið. Við vorum öll — að minnsta kosti ég — skyndi- lega gripin fullkominni ör- ýggistilfinningu. Þetta er það, sem nefnt er hetjuprýði, og hana þekkir enginn, sem ekki hefur kynnzt henni af eigin sjón eða raun. Um stund var grafarkyrrt. Horaði maðurinn stóð kyrr sem klettur. Sólin hófst upp yfir sjóndeildarhnnginn, gyllti þakið á vagninum okk- ar og varp rauðum bjarma á andlit hans. Allt í einu gullu við hundruð radda, sem virt- ust koma neðan úr undirdjúp unum: „Hundu'r!“ „Gyðingsdjöfull!“ „Setjið hann á teininn!“ „Félagar, gefið honum á kjaftinn!" „Stillið honum upp við vegginn! Setjið hann á tein- inn!“ í einnr svipan drukknaði foringi okkar í þessu hafi af rytjulegum mannverum, var hrifinn niður af þröskuldin- um og dreginn á braut. Eg heyrði skipandi rödd hróna: „Víkið til hliðar! Ekki drepa hann of fljótt! Yfir- heyra hann fyrst og setja þann síðan á staurinn!“ Síðan réðust þessar rytju- legu manntuskur (okkur fundust þær svo rytjulegar, af því þær báru háar loð- húfur) — á okkur, bundu okkur og drógu okkur út, hvert á eftir öðru. Á þessari stundu gat ég ekki fyrirgef- ið Grúsíumanninum, að hann hafði gleymt stúlkunni og ekki skotið hana í tíma. Vesalings stúlkan stóð þarna á náttklæðunum einum sam- an. Þau voru rifin utan af henni, síðan var tekið um mittið á henni og hún dreg- in út í runnana. Þeir byrjuðu að yfirheyra okkur. Klarinettleikarinn hóf fyrstur máls og sagði á óvið- jafnanlegan hátt ákaflega hjartnæma raunasögu. Að hans sögn, höfðum við verið neydd til þessarar farar; okk- ur hafði verið hótað dauða- refsingu fyrir hverskonar mótþróa, og vopnaður vörð- ur hafði stöðugt gætt okkar. Hann laug hiklaust um, hvernig högum væri háttað í borginni, það væri útlit fyr ir uppreisn þar og fólkið biði aðeins eftir hvítliðunum. Við vorum, sem sagt, fangar, en hefðum þó ekki orðið fyrir neinum misþyrmingum. Þetta gat naumast kallazt yfir- heyrzla. Blóðið rann úr and- liti hans, framtennurnar höfðu verið brotnar úr hon- um — þegar hann talaði, spúði hann blóði: 'Hann svar- aði spurningum liðsforingj- ans stutt og ákveðið. Gleraug un höfðu verið mölbrotin og nærsýn augun voru svo ein- kennilega starandi og uku á- hrif ofsans eða ákafans, sem ég minntist á áðan. Það var auðséð, að vegna þess, hvað hann var nærsýnn, gat hann hvorki greint andlit þeirra, sem umhverfis hann stóðu, né séð hvaðan þeir horfðu. Hann starði framundan sér á einhvem punkt, sem aðeins hann virtist sjá. „Rekið hann í gegn!“ hróp- uðu hermennirnir. „Ekki meira kjaftæði!“ Horaði maðurinn rétti úr sér, lyfti höndunum eins og ræðumaður og hrópaði hljóm- sterkri röddu: „Félagar, sú stund nálgast, að þið munið skilja hvað þið eruð að gera. Berst ekki „rauði herinn“ fyrir ykkur, konur ykkar og börnl Hug- leiðið fyrir hverja þið berjist. Hvar eru jarðirnar, sem hvít- liðarnir lofuðu að láta ykkur í té?“ „Þegiðu,. hundurinn þinn!“ öskraði liðsforinginn. „Setjið hann á staurinn!“ Vitið þið hvað það þýddi? Það var venjulegur staur. Hann var rekinn upp í enda- þarminn. Eg sá, að þeir settu hann á staurinn, skelltu hon- um svo fast niður á hann, að innyflin slitnuðu sundur. Andliit hans afmyndaðist af krampakenndum þjáningar- svip. Sólin var að koma upp í austri, björt og heit, fugl- arnir sungu og steppurnar brugðu blundi — og geisla- flóðið féll yfir áróðursvagn- inn okkar með auglýsinga- spjöldunum og kjörorðunum. Hann sneri einmitt þeirri hliðinni að okkur, þar sem hinn sterklegi verkamaður sveiflaði eldhamri sínum yf- ir gamla heiminum og benti á leiftrandi, fimmhyrnda stjörnuna. Sá, er þjáðist á staurnum, sá stjörnuna og teygði fram handleggina í áttina til vagns ins ... ég stirðna upp, þegar ég hugsa til þess. Allt í einu byrjaði hann að tala þrótt- mikilli, framandi röddu, rétt eins og innýfli hans hefðu alls ekki verið slitin neitt í sundur. Það var hans áróð- ursræða. Hann sagðú „Lifi lýðveldi verkamanna og bænda! Þið munuð síðar skilja þetta allt og ganga í lið með okkur! í vagninum eru bæ-kur. Ta-kið vagn-inn!“ Hann lagði svo mikla á- herzlu á orðið vagn, að það smaug í gegnum okkur sem beittur hnífur. Áhrifin voru ákafleg, jafnvel yfirnáttúr- leg. Hermennirnir beinlínis stirðnuðu, og nokkrir hopuðu á hæl. Liðsforinginn formælti manninum ógurlega og skaut hann síðan beint í andlitið, svo að hann steyptist niður af staurnum. Liðsforinginn varð alveg óður og skipaði þrumandi röddu að brenna vagninn. Þá sá ég nokkuð, sem ég annars hefði ekki trúað. Já, vinir góðir, þeir þeyttust að vagninum og flykktust inn í hann, og — fjandinn hirði mig, ef ég lýg — þeir þótt- ust eyðileggja vagninn, en þeir tróðu fræðsluritum okk- ar alls staðar inn á sig, sem þeir gátu. Einn stakk blöð- um og bæklingum í stígvéla- bolina, annar innan undir skyrtuna, þriðji upp í erm- arnar og fjórði í húfuna sína. Eg sá sjúklegar, fálmandi hreyfingar þeirra gegnum gluggann — þeir voru eins og maður, er gengur í svefni., Eg laumaðist til að taka hálf- brunninn trjábút úr vagnin-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.