Þjóðviljinn - 07.09.1945, Page 5
Föstudagur 7. ■ sept. 1945.
ÞJÓÐVILJINN
Það er eins og ritstjórum
Morgunblaðsins hafi komið á
óvart að margir íslendingar
mundu hverfa heim aftur í
stríðslok, ef dæma má eftir
leiðara blaðsins 18. ágúst.
Kannski friðurinn hafi kom-
ið þeim á óvart eins og
stríðið kom mörgum á óvart
1939? Þeir hafa samt svo
mikið við þá húsnæðislausu,
sem samflokksmenn þeirra í
bæjarstjórninni hafa skipað
utangarðs í bæjarfélaginu, að
þeir helga þeim allan leiðara
blaðsins að þessu sinni og er
skylt að þakka það eins og
það er vert. Þeir viðurkenna
jafnframt, að eftir 5—6 ára
stöðugar umkvartanir þeirra
húsnæðislausu, sé ástandið
þannig, ^að full nauðsyn er
á að þessi mál séu hugleidd
með yfirsýn og kunnugleika
á krmgumstæðum öllum“,
svo að orð þess séu notuð ó-
breytt. Það skal játað, að
hver liðsmaður, sem býðst,
er vel þeginn. En hinu verður
ekki neitað, að þessi liðsauki
kemur nokkuð seint, ef ein-
hver alvara liggur á bak við
orðin. Ef til vill er þetta bara
tækifæris'hjal, vegna þess,
sem framundan er. Það mun
líka fljótt koma í ljós. Það
stoðar lítið þegar um svona
stórfelld vandamál og þjóð-
arböl er að ræða, að skrifa
eina blaðagrein, jafn veiga-
litla og kraftlausa og þessi
leiðari var. Það þarf að
skrifa um það dag eftir dag
og vinna að því að sem flest-
ir leggi því lið og skiljast
ekki við það fyrr en það hef-
ur fengið sæmilegan endi.
Heiður og velferð þjóðarinn-
ar er í veði.
Það er rétt, að margar
þjóðir eiga nú við húsnæðis-
öröugleika aö stríða, en það
er líka mikill munur á því,
hvernig þær mæta þessum
erfiðleikum. Nýja stjórnin
í Bretlandi virðist ráðin í
því að láta ekki hinn stór-
kostlega húsnæðisskort þar
í landi veröa einstökum ó-
vönduðum bröskurum að
féþúfu.þjóðinni til tjóns,
eins og reyndin hefur orð-
ið her i stórum stíl.
Morgunblaðið upplýsir, aö
á árunum 1940—1943 —
fjórum árum — hafi verið
byggt hér um 1000 varan-
legar íbúðir Mætti því ætla,
að síðan í círíðsbyrjun hafi
verið byggóar hér a. m. k.
1500 íbúðir. En við höfum
víst engar skýrslur um það,
hve margar íbúðir heföi ver-
ið hægt að byggja úr því
byggingareíni, sem völ hef-
ur verið á, ef því heföi veriö
ráðstafaö skynsamlega,
þannig að það kæmi aö sem
mestum notum. Þetta barna
lega skipulagsleysi og auö-
mannadýrkun hefur oröið
þjóðinni dýrt og ekki sízt
Reykvíkingum. Þegar bæjar-
stjórn Reykjavíkur verður
þannig skipuð, að meirihluti
hennar hugsar meira um
hag heildarinnar, heldur en
hag nokkurra braskara,
veröur þaö ærið verk að
bæta fyrir það, sem misgert
hefur verið á liönum árum.
En því fyrr sem unnt er að
hefja slíkt uppbyggingar-
starf, því betra. Hús okkar
hafa ekki eýöilagzt af hern-
aðarvöldum, en þrátt fyrir
það er ástandiö hér hið í-
skyggilegasta.
„Bæjarfélagið hefur þá
einnig gripiö til sinna ráða
til úrlausnar vandræöun-
um“ — segir MorgunblaÖið.
Bæjarfélagið hefur svo sem
ekki horft aðgeröalaust á
hörmungar fólksins. Það lét
byggja myndarlegar íbúðir
viö Hringbraut, en þær voru
aðeins fyrir vel efnaða
menn eða menn með háar
tekjur. Þessar íbúðir líkuðu
vel, og maöur skyldi því
ætla, að haldiö hefði veriö
áfram á srimu braut. Voru
menn jafnvel farnir aö
hlakka til aS’ sjú aðra slíka
íbúðasamsLæðu rí'sa upp á
móti hinni með barnaleik-
völl á milli. En hvað gerist?
í stað þess -aö þessi von
rættist, hefur nú einstak-
lingum verið leyft aö byggja
þarna á móti bæjarhúsun-
um, bæöi íbúðasamstæðu til
þess aö braska með og svo
fjórar lúxusíbúðir með 9—
10 herbergjum hver. Senni-
Samþykkt var á bæjar-
stjórnarfundi í gær með 7
atkv. gegn 6, að endurnýja
byggingarleyfi það, er snkn-
arnefnd Hallgrímsklrkju
fékk 11. febr. 1943 til að
reisa TTallgrímskirkju á
Skólavör Öu h æð.
Jafnfram t var samþykkt
að leyfa „að b,'ggja nú þeg-
ar hluta af kór iiinnar fyrir-
huguðu kirkju“. (Stærð
1675,86 ferm.).
Samþykkt þessi var gerö
að því áskildu aö'bygging-
in veröi færð því sem næst
um 30 metra aftar frá torg-
inu frá því sem uppdráttur
sýnir.
Bygging Hallgrímskirkju
á Skólavöröuholti hefur
veriö allmjög umdeilt mál.
Hefur mörgum fundizt að
nær stæöi að byggja íbúðir
yfir húsnæðislausar konur
og börn, en steinbákn, er
fícsta daga ársins mun
standa autt eða lítt notaö,
en með þessari samþykkt
hafa guðshússmennirnir
fengið því áorkað, að þeir
þegnar þjóðfélagsins er sett-
ir hafa verið utangarðs í
húsnæðismálunum, en und-
anfarið fengiö að hírast í
bröggum á Skólavöröuholt-
inu, verði nú látnir þoka
þaöan fyrir kór guðshússins.
Una þeir vafalaust vel þeirri
„guðs þjónustu“ sinni.
lega er þarna, í þessar fjór-
ar íbúðir, sóaö. byggingar-
efni, sem nægt hefði í 10—
12 meöalstórar íbúöir. Þetta
er eitt af þeim hneykslum,
sem sífellt eru að gerast, en
þetta mun vera í fullu sam-
ræmi við stefnu meirihluta
bæjarstjórnarinnar. En
hversu giftusamleg hún er
fyrir bæjarfélagið í heild
veröa bæjarbúar að dæma
um sjálfir.
Nú er nýbyrjað að grafa
fyrir stórhýsi hjá Nýja Bíó,
viö Lækjargötu. Vitanlega á
það að verða verzlunar- og
skrifstcfubygging. En er
ekki hægt að slá þessu á
frest, þar til séð er fram úr
því vandamáli að veita öll-
um íbúum höfuðborgarinn-
ar viöunandi húsaskjól?
Ekki verður um það deilt
aö meirihluti bæjarstjórnar-
innar á meginsök á því, hve
ástandiö í húsnæðismálum
höfuðborgarinnar er bágbor-
ið. Það hlýtur að koma að
því fyrr eða síðar, að öðrum
veröi falin forustan í bæjar-
málunum og reikningarnir
gerðir upp. Tækifærið er
framundan og það væri
vantraust á skynsemi og
siðferðisþroska bæjarbúa að
ætla að þaö verði látið ónot-
aö. Föðurlandið þarfnast
þess að hver maður geri
skyldu sína.
Björn Guðmundsson.
Þegar byggingarnefnd
samþykkti fyrir sitt leyti,
12. júlí si., aö endui'nýja
kirkjubyggingai'leyfið, lét
Ársæll Sigurösson bóka aö
hann væri á möti bygging-
unni, en þeir Bolli Thorodd-
sen og Einar Sveinsson sátu
hjá.
Á bæjarstjórnarfundinum
í gær féllu íxtkvæöi þannig:
Meö kirkjubyggingunni
voru:
Gísli Guðnason, Guð-
mundur Ásbjöi'nsson, Gunn-
ar Þorsteinsson, Guðrún
Gujlaugsdóttir, Guðrún
Jónasron, Sigurður Ólafsson
og Soffía Ingvai’sdóttir.
A móti greiddu atkvæði:
Björn Bjai'nason, Helgi
Hermann Eiríksson, Jón Ax-
el Pétursson, Katrín Páls-
dóttir, Sigfús Sigurhjartar-
son og Steinþór Guömunds-
son. Hjá sátu: Einar Ei'-
lendsson og Valtýr Stefáns-
son.
SAMÞYKKT var á bæjar-
stjórnarfundi í gær að ráða
Sveinbjörn Gíslason for-
stöðumann fyrir steinsteypu
verksmiöju, sem ráðgert er
að bæi'inn setji á stofn.
í steypuverksmiðju þess-
ari mun eiga að framleiða
gangstéttai’hellur, holræsa-
pípur o. fl.
Bygging Hallgrímskirkju samþykkt
En smár reyndist meiri hluti guðshússmanna
Sjálfstæðisbarátta Færeyinga
^TÖKIN í Færeyjum bexida eindregið til þess,
að þar sé um lokaátök að ræða í sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar. Með danska amtmanninum
situr nú á Lögþingi Fæi’eyinga eins manns meiri-
hluti — 13 þingmenn, og tekur ákvarðanir um
mikilvægustu mál landsins, eins og t. d. meðferð
imistæðnanna hjá Bretum, en tólf þingmenn Fólka-
flokksins og Sjálvstýrisflokksins hafa gengið af
þingi í mótmælaskyni, og krafizt þess, að slíkar
mikilvægar ákvarðanir verði ekki teknar fyrr en
að loknum kosningum, sem fara væntanlega fram
innan skamms.
Meðal þeirra sem af þingi gengu eru margir
kunnustu sjálfstæðisleiðtogar Færeyinga. Tólf-
menningarnir eru: Jóhannes Patursson, Rikai'd
Long, Thorstein Petersen, Poul Petersen, Rasmus
Rasmussen, J. F. Kjölbro, Óla Jákup Jensen, Auth.
Sörensen, Pauli Dahl, Robert Joensen, Sámal Ellef-
sen og Johs. Slettenæs.
Því verður ekki neitað, að það er ofbeldisblær
á aðgerð meirihlutans á færeyska Lögþinginu. Fáir
munu efast um, að næstu kosningar í Færeyjum
gefa sjálfstæðisöflum landsins algeran meirihluta
á þingi, og enn síður er ástæða til að efast um sigur
sjálfstæðisaflanna eftir að komningarréttur hefur
verið fenginn hverjum færeyskum þegn, sem örð-
inn er tuttugu og eins árs. Þetta veit núverandi
meirihluti Lögþingsins, og þess vegna neytir hann
nú aflsmunar til að gera ákvarðanir, sem vafalaust
eru í óþökk meirihluta færeysku þjóðarinnar. En
næstu kosningar ráða úrslitum. Eftir þær geta Fær-
eyingar ráðið sjálfstæðisbaráttu sinni til lykta og
stjórnað einir í landi sínu, ef Fólkaflokkurinn reyn-
ist trúr þeim voixum, sem við hann eru tengdar. Það
er öllum vinum Færeyja gleðiefni að þar er nú einnig
að myndast róttæk verkalýðshreyfing, sem tekið
hefur sósíalistiska afstöðu í sjálfstæðismálinu og
berst þar í fremstu röð. Afstaða Sjálvstýris-Social-
istanna til sjálfstæðismálsins stingur mjög í stúf ■
við undanslátt Sósíaldemókratanna, sem nú sitja
13 manna þingið ásamt Sambandsflokknum, hinum
dansklundaða afturhaldsflokki.
•
J^EYNSLAN frá Noregi, frá íslandi og öllum lönd-
um öðrum er sú, að þá fyrst, þegar fullt sjálf-
stæði er fengið, geta þjóðirnar rétt úr kútnum og
hafið þátttöku í samstarfi frjálsra þjóða sem full-
gildur jafnrétthár aðili. Svo mun einnig verða um
færeysku þjóðina. Við því má hins vegar búast, að
flokkaskipun þar breytist verulega eftir að sjálf-
stæðisbaráttah!idf 'iih'lýktá leidd. í Fólkaflokkinn
hafa safnazt allfjarskyld öfl, sameinazt um það
mai'kmið, að ljúka sjálfstæðisbaráttunni og flytja
öll völd yfir færeyskum málum inn í landið sjálft.
Það er öll von til að þetta takist innan skamms, og
Færeyjar verði sjálfstætt ríki við hlið hinna Norður-
landaríkjanna.
V.------------------------
Færeyskir sjálfstæðismenn
vilja semja við Islendinga
Framhald af 1. síðu.
danska þingsins, til Dan-
mei’kur til aö semja við ís-
lenzku sendinefndina um
hinn meginþáttinn í vanda-
málum hins færeyska þjóð-
félags, þ. e. um þegnréttindi
vor og fiskiréttindi á ís-
landi.
Fyrir hönd þeirra 12 lög-
þingsmanna, sem krefjast
kosninga þegar i stað, vilj-
-------------------------
um vér skýi'a Islendingum
frá því, að vér mótmælum
því aö nokkrir samningar
fari fram milli Islendinga
og Færeyinga, fyrr en nýj-
ar Lögþingskosningar hafa
fram fariö í Færeyjum.
Jóannes Patursson,
Thorstein Petersen,
Rikard Long.
(Samkvæmt skeyti til Sá-
mals Davidsen frá ritstjóra
„Dagblaösins“ í Þórshöfn).