Þjóðviljinn - 07.09.1945, Page 7
Föstudagur 7. sept. 1945.
OÐVILJÍNN
íþrótiámót U. I. Á.
Framh. af 3. síðu.
Kringlukast:
Keppendur 8.
1. Steinþór Magnússon S. E.
34.75 m.
2. Björn Magnússon Hr.
33.82 m.
3. Jón Bjarnason Er. 32.45
m.
4. Björn Hólm Hr. 31.68 m.
Snorri Jónsson var svo ó-
heppinn að ógilda öll köst
sín,. svo að hann komst ekki
í úrslit.
Spjótkast:
Keppendur 5.
1. Jón Bjarnason Er. 53 m.
2. Snorri Jónsson Þr. 52.75
m.
Aðrir keppendur fengu
ekki gild köst. Jón Bjarna-
son er mjög efnilegur spjót-
kastari, svo að segja nýr af
nálinni, og er það vel af stað
farið að kasta 53 m.
Allir, sem fylgzt hafa með
þessum mótum undanfarin
ár, hljóta að sakna tveggja
manna úr köstunum alveg
sérstaklega, en það eru þeir
bræður Þorvarður og Tómas
Árnasynir frá Seyðisfirði.
Þorvarður hefur í mörg ár
verið ósigrandi í kúlu og
kringlu, en Tómas í spjóti.
Af sérstökum ástæðum
kepptu þeir ekki að þessu
sinni, en þeir eru ennþá upp
á sitt hið bezta, og áreiðan-
lega koma þeir með næst, og
er þá að vænta að meiri
„breidd“ verði í köstunum,
t. d. gæti þá vel farið svo að
fjórir menn yrðu með um og
yfir 50 m í spjóti. Þá söknuðu
menn einnig hins alhliða í-
þróttamanns, Björns Jónsson
ar frá Seyðisfirði, en hann
hefur í fjölmörg ár „haldið
uppi“ afrekum í mörgum í-
þróttagreinum. Þótt hann sé
nú farinn að reskjast, og hafi
keppt lengur en flestir aðrir
okkar íþróttamanna, þá má
vænta þess, að hann sé ekki
alveg hættur, því að enn á
hann mikið eftir, það sýndu
afrek hans í fyrra.
Að útiíþróttunum loknum
fór fram sundkeppni í sund-
laug skólans. Athyglivert er
það að allir keppendurnir
nema einn, Voru frá Norð-
firði. Ef þessi sundkeppni á
að fara fram eftírleiðis í sam
bandi við íþróttamót U. í. A.,
verður þátttakan að vera frá
fleiri félögum, því að þess er
varla að vænta, að Norðfirð-
ingar fari oft upp að Eiðum,
til þess að keppa við sjálfa
sig.
Úrslit í sundinu:
50 m. frj. aðferð. Keppend-
ur 4.
1. Haraldur Hjálmarsson
Þr. 33 sek.
2. Válur Sigurðss. Þr. 38.2
sek. ,
3. Guðmundur Björgúlfss.
Þr. 40.0 sek.
4. Ingimar Jónsson V. 44.00
sek.
100 m bringusund:
Keppendur 4.
1. Haraldur Hjálmarsson
Þr. 1.35.7 mín.
2. Ingimar Jónsson V. 1.37.9
mín.
3. Eyþór Einarsson Þr. 1.45
mín.
Einn keppandi var dæmdur
úr leik.
Skammstafanir:
Hr. Umf. Hróar, Hróars-
tungu. Þr. íþróttafélagið
Þróttur Neskaupstað. H. í-
þróttafélagið Huginn, Seyðis-
firði. Bf. Umf. Borgarfjarðar,
Borgarfirði. L. F. Umf. Leikn
ir, Fáskrúðsfirði. Fl. Umf.
Fljótsdæla, Fljótsdal. St.
Umf. Stöðfirðinga^ Stöðvar-
firði. V. Umf. Vísir, Hlíðar-
hreppi. Er. Umf. Egill rauði,
Norðfirði. S. E. Samvirkja-
félag Eiðaþinghá.
Fáskrúðsfirði 8. ágúst 1945.
Gunnar Ólafsson.
Lilja Benjamíns-
dóttir fimmtug
Franska verkalýðssam
bandið og de Gaulle
Framhald af 1. síðu
þeirri ákvörðun de Gaulles,
að ekkert kjördæmi fái að
hafa meirien 9 fulltrúa við
næstu kosningar. Þessi til-
högun mun valda því, að
réttur kjósandanna 1 stærri
kjördæmunum, svo sem
París og öörum stórborgum
mun verða skertur mjög.
Hver fulltrúi í París mun
t. d. hafa 95 þús. atkvæði
á bak við sig, en í smábæj-
um og sveitakjördæmum
mun einn fulltrúi koma á
hver 25 þús. kjósenda.
De Gaulle hefur látið mót
mæli vinstri flokkanna sem
vind um eyrun þjóta og
neitaö að verða við tilmæl-
um þeirra um breytingu á
þessari tilhögun.
Stjórnarnefnd verkalýðs-
sambandsins samþykkti á
fundi sínum í gær áskorun
til frönsku þjóðarinnar að
gefa ekki stjórn de Gaulles
þau völd, sem hún fer fram
á að fá á tímabilinu milli
kosninganna þangað til ný
stjórnarskrá hefur verið
samþykkt, þegar hún geng-
ur að kjörborðinu 24. okt.
n. k.
Berjaferðir verka-
lýðsfélaganna
Fulltrúaráð verkalýðsfé-
laganna í Reykjavík gengst
fyrir berjaferðum í ná-
grenni bæjarins. Hefur Full-
trúaráðið samið við bifreiða
stjóra á Vörubílastöðinni
Þróttur um að annast ferðir
þessar, en þeir hafa sem
kunnugt er annast berja-
ferðir fyrir almenning und-
anfarin sumur og hafa þeir
til þessara ferða langferða-
bíla. Er þess vænzt að með-
limir verkalýösfélaganna og
annað alþýðufólk notfæri
sér þessar ferðir. Farið verð-
ur frá Vörubílastöðinni
Þróttur kl. 1 e. h. . hvern
dag, þegar veður leyfir og
næg þátttaka fæst.
í dag á afmæli ein af
okkar sjálfstæðu og duglegu
konum, frk. Lilja Benjamíns
dóttir matsölukona Hverfis-
götu 32. Hún er Eyfirðingur
fædd að Fjósakoti, Saurbæj-
arhreppi, 7. sept. 1895. Við
framfiröingar minnumst
hennar gestrisna og hjálp-
sama heimilis, Hrísa, þar
sem hög hönd föðursins
smíöaði og gerði við flest,
sem aflaga fór hjá nágrönn-
unum og móður hennar sem
öllum vildi hjálpa og gera
gott ,þó ekki væri alltaf
mikið til á Hrísum fór eng-
inn þar um, börn eða gam-
almenni, sem ekki var glatt
á einhvern hátt. Þar var
alltaf ríkidæmi af góðum
hugsunum og gestrisni.
Lilja fékk þennan heiman-
mund og með hann lagði
hún út í lífið nýfermd að
vinna fyrir sér og reyndi
víst flestar atvinnugreinar
sem buðust, en 1925 fór
hún til danska sendiherrans
hér sem hún ætíð minnist,
sem góðs húsbónda og
frænku hans, frk. Hólm
sem eggjaði hana á að læra
meira. Lilja sigldi til Kaup-
mannahafnar og lærði mat-
argerð á Hótel Fönix 1928—
29. Síöan hefur hún haft
stóra matsölu hér í Reykja-
vík og allir, sem hjá henni
hafa boröað, vita að þar er
aðeins á borö borinn nreinn
og góður matur. Mörgu fá-
tæku fólki hefur hún selt
ódýrt og gefið meöan það
hefur verið í skóla. Hún hef-
ur alltaf fylgt róttækari öfl-
unum að málum og verið
ein af þeim, sem ekki hef-
ur þurft aö segja hvar hún
ætti að vera. Lilja hefur
ekki ævinlega verið blíðmál,
en hennar drenglynda
hjarta hefur aldrei brugöizt
okkur vinum hennar. Það
hefur aldrei verið hennar
atvinnutakmark að gifta
sig og stendur hún því ein
og óstudd að því leyti; en
með hóp af vinum og kunn-
ingjum, sem senda henni
hlýjustu og beztu óskir á
fimmtugsafmælinu.
Rvík. 7. sept. 1945.
Helga M. Níelsdóttir.
Up borgijoni
Næturlæknir er í læknavarð-
siofunni Austurbæjarskólanum,
sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs apó-
teki.
Næturaksxur: Aðalstöðin, sími
Í383.
Ljósamími ökutækja er frá kl.
20.10 til 4.40.
Útvarpið í dag:
19.25 Hljómplötur: Harmóniku-
lög.
20.30 Útvarpssagan: Gullæðið
eftir Jaok London (Ragnar
Jóhannesson).
21.00 Strokvartett útvarpsins:
21.15 Erindi: Finnur á Kjörseyri
og minnisblöð háns (Stein-
dór Steindórsson mennta-
skólakennari frá Hlöðum).
22.05 Symfóníutónleikar (plötur)
Happdrætti Háskóla ísiands.
Athygli skal vakin á auglýs-
ingu happdrættisins í blaðinu
í dag. Dregið verður í 7. flokki
á mánudag, og eru allra síðustu
forvöð að endumýja á morgun,
því að á mánudagsmorgun verða
engir miðar afgreiddir.
Aldraður verka
maður bíður bana
í bílslysi
í fyrradag um kl. 2 e. h
vildi þaö' slys til að bifreið
ók á Kristján Helgason
verkamann, Hringbraut 158,
og andaðist hann skömmu
síðar.
Varð slysið á gatnamót-
um Hofsvallagötu og Sól-
vallagötu. Kom Kristján
vest.ur Sólvallagötu á reið-
hjóli, en bifreiðinni var ek-
iö norður Hofsvallagötu
með 30—40 km. hraða
Rakst reiðhjólið á hægri
hlið bifreiðarinnar og kast
aðist Kristján þá af reið-
hjólinu og féll á götuna. Var
hann fluttur meðvitundar-
laus 1 Landsspítalann og
andaðist þar að 10—15 mín-
útum liðnum. Hafði hann
fengiö skuröi á hna,kka og
enni, er hann féll af hjól-
inu. Bifreiðin, sem var jeep
bíll, R—2482, var ekki stöðv-
uð fyrr en um 50 m. frá
slysstaðnum.
Kristján Hélgásþii, Vár ,67
ára gamall, fæddiif^^dé'á-
ember 1878. Hann var faðir
Einars óperusöngvara og
þeirra systkina.
Hefur þú skilað)
Flokksmenn eru alvar
lega minntir á að skila
strax eftirtöldum gögn-
um í skrifst. miðstjórnar
eöa félagsins:
Söfnunarlistum frá 8
síðu söfnun Þjóðviljans
(gulir listar með rauðri
fyrirsögn, Söfnunar-
blokkum frá prentsm.ðju
söfnun Þjóðviljans og
könnunarlistum þeim,
sem öllum flokksmönn-
voru sendir 1 pósti fyrir
skömmu
Þaö er mjög áríðandi
að flokksfélagarnir geri
þá sjálfsögðu skyldu sína
að draga ekki lengur að
skiia þessum gögnum og
gera ekki skrifstofum
flokksins erfiðara fyrir
í starfi en þörf er á.
Bæjarstjórn sam-
þykkir mjókur-
skömmtun
A bæjarstjórnarfundi í
gær var samþykkt sam-
hljóða svohijóðandi tillaga
um mjólkurskömmtun:
„Bæjarstjórn samþykkir
að skora á borg—stjóra og’
bæjarráð aö beita sér fyrir
því við ríkisstjórnina, að
upp verði tekin skömmtun
á nýmjólk nægilega
snemma í haust svo að
barnafjölskyldum og öðrum
sem sérstaklega þurfa henn-
aí, veröi tryggður hæfile^-
ur skammtur.'*
Flutningsm. var Jón Áx-
el Pétursson.
Frá Bæjarstjórnarfundi
Frh. af 4. síðu.
undanfömum Árum — en
betra er seint en aldrei.
Þurfa mun nýja lagasetn-
ingu til þess aö raunhæfar
aögerðir í þessum málum
verði framkvæmdar.
Kaupið Þjóðviljann
Kaupfélagsmálið á
Siglufirði
Framhald af 1. síðu.
og klofningsliðið til dómara
starfa í málinu, en þaö var
uppgjafa nazisti, Gunnar
Pálsson, sem mun vera full-
trúi borgarfógeta. Dómur
inn ber þess glöggt vitni, að
Finni hefur ekki fatazt :
valinu.
Dóminum verður aö sjálf
sögðu áfrýjað til hæstarétt-
ar.
Blaðið mun skýra nánar
frá máli þessu síðar.
'1
Munið
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
ú
Trésmiður,
roskinn, sem getur tek-
ið að sér viðgerðir á
búðarinnréttingum og
aðrar smíðar, óskast
Skrifstofan
Skólvörðustíg 12
L_