Þjóðviljinn - 12.09.1945, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. sept. 194ó
ÞJÓÐVIL JINN
■ í
Norðurlandaskáldsögur um leynistarf
og skeramdarverk
•V f
Hernámið og baráttan gegn
Þýzkalandi mun setja mark
-sitt á bókmenntirnar lang-
an tíma. Skemmdarverkin
voru hernaðaraðgerðir okk-
ar, og við er að búast fjölda
skáldsagna um skemmdar-
verk, eins og þegar stríðs-
skáldsögurnar komu eftir
heimsstyrjöldma fyrri. Og
sjálfsagt fer likt og þá, fyrst
bækur með áróðursblæ
eða beinar frásagnir, en síð-
ar þær eiginlegu skáld-
menntir. Þar með er þó ekki
sagt að þær skáldsögur um
leynistarfsemina, sem þegav
eru útkomnar, séu ómerkar
Þær steypa sér af áhuga
yfir atburðina, en þeim hef-
ur ekki tekizt að mynda
tengsl milli mannanna og
atburðanna. Maður skynjar
varla, þrátt fyrir lýsingarn-
ar á Gestapo og Hipoflokkn
um, yfirheyrzlum og mis •
þyrmingum, þvingunina, ótt
sann frá þessum þungbæru
dauðaárum. Vera má, að viö
séum ekki búnir að lifa
nógu lengi í lífslofti frelsis-
ins til þess að geta sagt allt
um kúgunina og baráttuna.
gegn henni. Því baráttan
var einnig }iáð í huga hvers
manns. í bókinni um fanga
búðirnar, sem Gyldendal
hefur gefið út, segir Martin
Nielsen fólksþingsmaður, að
það sem hafi vakið sér mest
an óhug, hafi verið hin sið-
ræna hrörnun.
Skyldu ekki þeir rithöf-
undar, er eiga að lýsa þess •
um árum, verða aö byrja
eins og Dostojevskí með
„Húsi dauðans“, í staö þess
að sækja fyrirmyndir í leyni
lögreglusögur eins og höf-i
undarnir -að skemmdarverka ’
skáldsögunum? Þar með er
ekki sagt aö viö eigum að
lenda í trúarbrögðum eða
bölsýni í þjóöfélagsmálum,
en við verðum að horfast í
augu við veruleikann. Og
veruleikinn er ekki. aðeins
utan við okkur, heldur einn
ig í okkur sjálfú.m
Þaö var ekki einungis í
fangabúðunum, að menn
biluðu og slógu af siöferöis-
kröfunum. I skemmdar-
verkaskáldsögunum er það
vonda svart eins og bik og
þaö góða hvítt eins og ný-
fallinn snær. En á hernáms-
og baráttuáiunum voru tíl
öll litbrigði frá hvítu til
svarts.
Við verðum að skilja, aö
við erum ekki guðs börn og
hinir- afkvæmi andskotans,
heldur að undir vissum
kringumstæöum hefði bæði
ég og þú oröið Hipomaður.
Við verðum að gera þá
hættulausa, í nokkrum til-
fellum verður að útrýma
þeim, en við megum ekki
gieyma, að við berum sjálf
nokkra ábyrgö á því, hvern-
ig þeir uröu. Með hverjum
þeim, sem þjóðfélagið dæm-
ir sekan, dæmif það sig
í grein þessari sem birtist 1. ágúst í danska blaðinu
Land og folk segir danski skáldsagnahöfundurinn Hans
Kirk frá nýjum Norðurlandaskáldsögum, sem fjalla um
leynistarfsemi og skemmdarverk.
Bækur þessar hafa fengizt og fást í bókabúðurh í
Reykjavík, og mun íslenzkum lesendum þykja gott að fá
leiðbeiningar Kirks um þœr.
sjálft harðast. Hvernig voru
allir þessir njósnarar, morð
ingjar og afbrotamenn,
þegar þeir komu úr móður-
lífi?
Og verri ert; þessir glæpa-
menn, sem þjóðfélagið hef-
ur gert að úiHasti, eru þeir
fínu menn, sem fúsir voru
að ganga á mála til að
hafa sitt é. þurru. Þáð er
þetta baksviö smánarinnar,
sem skemmdarverkaskáld-
sögurnar vantar, og sem
flestir vilja nú láta liggja
Eftir Hans Kirk
milli hluta. En Martin Niel-
sen hefur rétt að mæla: Það
óhugnanlegasta við reynslu
þéssara ára er hin siöræna
hrörnun.
- ★
Kristian Kristiansen er
Norðmaður og dvaldi tvö síð
ustu ár stríðsins sem flótta
maður í Svíþjóð. Bók hans
„Endnu staar Dovre (ísl.
þýðing sr. Jakob Jónsson
ar: „Meðan Dofrafjöll
standa) ber þess vott, aö
hann hafi ekki haft náin
kynni af hrikalegustu at-
buröunum. Áhrifum her ■
námsins í litlu norsku
byggðarlagi er vel lýst, en
aðalpersónan, norski smá-
sagnahöfundurinn og
vandamál hans, geta vart
haldið viö áhuga lesand-
ans. Stök vísan eftir Nor-
dahl Grieg eða Överland
lætur mann skynja betur
ofsann í frelsisbaráttu Norð
manna en hinar 223 blað-
síður Kristiansens. En vafa
laust hefur bók hans, sem
kom út í Svíþjóð undir dul
nefni meðan allt var í
gangþ gert sitt gagn.
★
Bók Eriks Olaf-Hansens
„Gaa til Modstand“ hefur
frelsissöng Danmerkur að
kjörorðum á fyrstu blaö-
síöu, og _ hlaut verðlaun í
samkeppni sem Gyldendal
og „Hjemmet“ efndu til.
Hernámsárin var handritiö
falið í vel geymdum pen-
ingaskáp. Bókin hefur kosti
framhaldssögu, atburðarás-
in hröð og spennandi, flétt-
að inn í mátulega miklum
ástamálum, og höfundur
fylgzt svo vel með í leyni-
blöðunum, að hann veit
nokkurn veginn hvernig allt
fór fram. Það e;r hre;nt
ekki víst aö Erik Olaf-Han-
sen geti ekki orðið góður
rithöfundur, en þessi bók,
sem maður gleymir um
leið og lestri er lokio, er
bókmerintabi ask með frels-
ishreyfinguna og minnir á
smástytturnar af frelsis-
sinnunum, setn allsstaðar
sjást í búðargluggum. Við
skulum vona að hinn ungi
höfundur noti betur rit-
mennskuhæfileika sína í
framtíðinni, án þess að
hafa samkeppnisverðlaun í
huga.
Einhverjir lesendur muna
áreiðanlega eftir bók Willy
Augusts Lindemanns ,,Sang
en om de lyse Nætter“.
skáldsögu frá Suöur-Jót-
landi, er fékk einróma lof í
íhaldsborgarablöðum. Bók-
in var léleg, með byrjénda-
blæ, en lét hreint ekki svo
lítið yfir sér.
Linnemann er fæddur
sunnan við landamærin, og
heldur fram þeirri kröfu,
aö Danmörk nái til Eideren
eða kannski enn sunnar.
Nýja sagan hans er blátt
áfram gervibók. Söguhetjan
sem er frá Flensborgarhér-
aði verður mikil frelsis-
hetja, eiginlega foringi
leynihreyfingarinnar. Hann
lendir í klóm Gestapo og
stenzt allt iilt, loks fer svo
að hann ferðast um Slésvík
blindur sem einskonar Hol-
ger danski og rekur íbúana
til baráttu gegn Þjóðver.i-
um. Þaö tr enginn vafi
hvað Lindemann á við. Það'
er 'krafa. Arne Sörensens
um tilfærsiu landamær
an’n eða dönsk yfirráð í
Suður-Slésvík sem þarna
kemui inn í bókmenntirn-
ar. Sem lýsirig á frelsisbar-
áttunni er bókin svindill og
bókmenntalega er hún
einskisvirði. Þetta er áróð-
ursbæklingur í skáldsögu-
formi:
Það er þægileg tilbreytni
frá þessari bók aö lesa hina
þungu en heiðarlegu skáld
sög u Charles Haugbölls
„Sabotör“. Það er vafalaust
sú af skemmdarverkaskáld
sögunum, sem kemst næst
veruleikanum. í henni er
'sagt frá starfi hóps skeirimd
arverkamanna, og Haug
böll hefur f\lgzt með starfi
þess hóps eins náið og kost
ur er. Segja má, að bókin
Framh. á 7. síðu.
Friðártilkynning Stalíns
gUNNUDAGINN 2. þ. m. tilkynnti Stalín upp-
gjöf Japana í útvarpsræðu og -sagði meðal
annars:
j DAG, 2. september, hafa fulltrúar japanska
ríkisins og herafla þess undirritað skilyrðis-
lausa uppgjöf. Gjörsigraðir á sjó og landi og um-
kringdir á alla vegu af hersveitum Sameinuðu þjóð-
anna, hafa Japanar viðurkennt ósigur sinn og lagt
niður vopn.
- rjTVÆR GRÓÐRARSTÍUR fasisma og árásar-
stríða mynduðust fyrir stýrjöldina, nefnilega
í Þýzkalandi í vestri og í Japan í austri. Þau hrundu
af stað annarri heimsstyrjöldinni. Þau hröktu mann-
kynið og siðmenningu þess fram á brún glötunar-
innar. Gróðrarstía árásarstríðanna í vestri var hrunin
til grunna fyrir fjórum mánuðum síðan og þar af
ieiðandi neyddist Þýzkaland til að gefast upp. Fjór-
um mánuðum síðar var gróðrarstía árásarstríðanna
í austri gjöreydd og Japan, öflugasti bandamaður
Þýzkalands, hefur einnig neyðst til að undirrita
uppgjafarskuldbindingu. Það þýðir að önnur heims-
styrjöldin er nú á enda. Nú getum við sagt, að skil-
yrðunum fyrir heimsfriði sé fullnægt.
j^JENN VERÐA að gera sér það ljóst, að yfir-
gangur Japana skaðaði ekki einungis banda-
menn okkar, Kína, Bandaríkin og Bretland, heldur
hefur hann einnig skaðað land okkar. Við höfum
því sérstakra harma að hefna á Japönum. Japan hóf
árás sína á land okkar þegar 1904 með rússnesk-
japanska stríðinu. Eins og kunnugt er, no’taði Japan
sér, hve veik zarstjórnin var, og réðist í febrúar 1904,
meðan samningaumleitanir milli Rússlands og Jap-
ans stóðu enn yfir, óvænt, sviksamlega og án stríðs-
yfirlýsingar á land okkar og rússneska heraflann á
Port Arthur ’svæðinu, með það fyrir augum að gera
sem flest rússnesk herskip ófær til orrustu og fá
þannig hagkvæma aðstöðu fyrir sinn eigin flota.
glNS OG KUNNUG ER beið Rússland ósigur
í rússnesk-japanska stríðinu 1904, og Japan
notaði sér ósigur Rússlands til að taka frá því suður-
hluta Sachalin og styrkja aðstöðu sína á Kúrileyjum,
en með því lokuðu þeir öllum leiðum til hafsins í
austri og þar af leiðandi einnig öllum siglingaleið-
um til hafnanna á Kamtsjaka og Tsjúkotka. Auðsjá-
anlega hafði Japan sett sér það tákmark, að ræna
Rússland öllum eignum þess í hinum fiarlægari
Austurlöndum.
jjÁNSKAP JAPANS gegn landi okkar lauk ekki með
þessu. Árið 1918, þegar sovétstjórn hafði verið
komið á í landi okkar, notaði Japan sér fjandsamlega af-
stöðu Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna gagnvart
Sovétríkjunum, og með tilstyrk þeirra réðist Japan aftur
á land okkar, lagði undir sig Austurhéruðin og fáfleh: íbúa
þeirra í fjögur ár.
^RIÐ 1938 réðist Japan enn á land okkar, í þetta
skipti á Chasansvæðið í grennd við Vladivostok, í
i því skyni að umkringja þá borg og næsta ár endurtóku þeir
árás sína, í þetta skipti á öðrum stað í grennd Chalchin-
Gol riálægt mongólska lýðveldinu, til þess að ryðjast inn á
rússneskt landsvæði, rjúfa silverisku járnbrautina og að-
skilja þannig Austurhéruðin frá Rússlandi.
(^OVÉTÞJÓÐIRNAR hafa hvorki sparað krafta sína
né vinnu til þess að sigur mætti vinnast. Við hjíum
lifað erfið ár. En nú getum við sagt hver og einn: Við
-.höfum sigrað. Frá þessari stundu getum við talið land okk-
ár öruggt fyrir ógnum þýzkrar árásar úr vestri og japanskr-
ar úr austri. Hirin langþráði alheimsfriður er kominn.
Ég óska ykkur til hamingiu, kæru landar, með þennan
miklá sigUr, með hamingjusamlég lok stýrjaldarinnar og
upphaf heimsfriðar. Héiður sé hermönnum Sovétríkja’nna,
Bandaríkjanria, Kína og Bretlands, sem hafa unnið sigurinn
yfir Japan. Megi föðurland okkar dafna og þroskast.