Þjóðviljinn - 05.10.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJIWJi BKESSS Föstudagur 5. okt. 1945; þJÓÐVILJINN tftgefandi: Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíaiistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Augtýsirigar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavik og nágrenni: Kr. 8.00 á mánuðL Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Vonir bresta -- vonir rætast „Vonbrigði“ heitir leiðari Morgunblaðsins í gær og orðin „mikil vonbrigði yfir úrslitum ráðherrafundarins í London" teygja sig í tveimur línum, gerðum úr stærsta fyrirsagnaletri blaðsins yfir fyrstu síðu þess, þvera. Fyrir- sagnir Alþýðublaðsins eru í líkum stíl. Aðalfyrirsögn Þjóðviljans var mjög með öðrum blæ í gær. Hún var þannig: „Nýtt alþjóðasamband verkalýðsins stofnað. Fulltrúar 50 milljóna verkamanna frá 65 löndum samþykkja einróma skipulagsskrá. sambandsins. Fyrsta verkefni sambandsins er að tryggja að verkalýður heimsins verði hafður með 1 ráðum um lausn alþjóðamála“. Það er vissulega rétt hjá hinum borgaralegu blöðum, Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu, að vonir hafa brostið, er utanrikisráðherrar stórveldanna skildu í London, án samkomulags, en það er ekki síður rétt, að miklar vonir hafa rætzt er fullt samkomulag náðist í París, um stofnun hins nýja alþjóðasambands verkalýðsins. Það er athugunarefni, hvað því valdi að illa tókst til í London en vél í París, og hvað því valdi að hin borg- aralegu blöð hugsa fyrst og fremst um mistökin í London, en blað verkalýðsstéttarinnar um sigur einingarinnar í París. Hvað veldur erfiðleikum á að ná samkomulagi milli stórveldanna? Andstæðir hagsmunir, sem leiða til ólíkra sjónarmiða gagnvart flestum alþjóðamálum. Við verðum að gera okkur ljóst að stórveldi eins og t. d. Bretland og fleiri eru enn á því stigi að telja nýlendupólitík sjálfsagða. Ennþá er það sjónarmið villimennskunnar ráðandi í við- skiptum þjóðanna að ein þjóð geti haft aðra að féþúfu, að eitt land geti byggt fjárhagsafkomu sína á að sjúga arð úr auðlindum annars lands. Sjónarmið auðvaldsþjóðfé- laga í heimspólitík eru byggð á sérhagsmunum, alveg á sama hátt og sjónarmið einstaklinga og stétta eru byggð á sérhagsmunastreitu innan auðvaldsþjóðfélaganna. Þar sem auðvaldsþjóðfélög sitja við samningsborð um alþjóðamál, hljóta að koma upp harðar deilur alveg á sama hátt og þegar stéttir og einstaklingar semja um sín hagsmunamál innan auðvaldsþjóðfélaganna. Það er þetta, •— hin andstæðu hagsmunasjónarmið, — sem því valda, hvað sem einstökum atriðum líður, að erfiðlega gengur að ná samkomulagi um friðinn. En þrátt fyrir þetta er þess að vænta að það samkomulag náist, því vissulega þarfnast mannkynið þess. En hvers vegna náðist fullt samkomulag á ráðstefnu verkalýðsins í París? Af því að verkalýður heimsins á sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Það leit vissulega svo út, á tímabili að þetta samkomulag mundi ekki nást. Og hér heima á íslandi hlakkaði í blöðum eins og Vísi og Alþýðu- blaðinu. Þau vonuðust eftir stórdeilu í París, og umfram allt vonuðust þau eftir að geta deilt á fulltrúa Alþýðusam- bandsins út af afstöðu þeirra til þessarar deilu. Deilurnar sem risu í París hafa áreiðanlega átt rætur að rekja til þess, að reynt hefur verið að koma sérhagsmunasjónarmið- um stórveldanna á framfæri á ráðstefnunni, en hinir sam- eiginlegu hagsmunir verkalýðsins, ásamt eindregnum ein- ingarvilja urðu sterkari, og vonir hafa rætzt, stofnað 1 Boxhanzkar Boxskór. Badmintonspaðar Badmintonknettir Badminton-net Tennisspaðar Tennisknettir Golfkúlur Borðtennis Hringjaköst Fótknettir Hnéhlífar (markmanns) Iþróttabönd (teyju) Sundbolir Sundskýlur Ilskór Skíðaskór Skíðastafir Skíðaáburður Bindingar Ath. Höfum fengið' nokk ur badmintonsett (4 spaðar, 3 knettir, net og netstólpar). Hentug fyr- ir íþróttafélög og skóla. Hellas Hafnarstr. 22 Sími 5196 Fiðurhreinsun KRON Aðalstræti 9B. Sími 4520. L r~ Þ JÓÐ VIL JINN er blað hinna starfandi stétta. — Kaupið og les- ið „Þjóðviljann“. $&&N?JA-BlÓ ^^ TJARNARBÍÓ Óður Bernadettu Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. GÖG og GOKKE í hjúskaparerjum. Giinmynd með OLIVER HARDY og STAN LAUREL. Sýnd kl. 5 og 7. Hjónaleysi (The Doughgirls). Amerískur gamanleikur frá Warner Bros. Ann Sheridan Alexis Smith Jack Carson Jane Wyman Irene Manning Charles Ruggles Eve Arden Sýning kl. 5—7—9. Samkór Reykj avíkur Kveðjuhljómleikar fyrir Jóhann Tryggvason - söngstjóra. VIÐFAN GSEFNI: 1. Kórlög með og án undirleiks. . 2. Einleikur á píanó: Þórunn. S. Jóhannsdóttir (6 ára). 3. 6 kórlög úr óperum, með undirleik. Undirleik annast Anna Sigr. Björnsdóttir. Hljómleikarnir verða í Gamla Bíó sunnu- daginn 7. okt. kl. 3 s. d. Aðeins þetta eina sinn. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. CIIH IpCB Sverrir Tekiö á móti flutningi á Snæfellsness- og Gils- fjaröarhafnir, Stykkis- hólm og Flatey í dag. Mótorvelstjórafélag íslands. Dansleikur í Tjarnarcafé annað kvöld kl. 10. Öllum heimill aðgangur. Sala á aðgöngumiðum frá kl. 8 á morgun. Skemmtinefndin. Munið Kaffisöluna Hafnarstrætí 16 1 er heimsveldi verkalýðsins, sem mun gera kröfur til að fullt tillit verði til þess tekið í viðskiptum þjóðanna. • liggur leiðin . i Daginn, sem samkomulagið náðist í París, sáu sósíal- istar allra landa miklar vonir rætast, sama daginn, daginn, sem samkomulagið fór út um þúfur í London, sáu hinir borgaralegu flokkar aðeins vonir bresta, því þann dag var enn á ný sýnt að leið hinna sameiginlegu hagsmuna stétta og þjóða, leið verkalýðshreyfingarinnar og sósíalismans, er ein fær til lausnar þeim vandamálum, sem erfiðust eru nú öllu mannkyni. Fjölbreytt úrval af glervörum, búsáhöldum og matvöru. Verdunin Nova Barónsstíg 27. — Simi 4519

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.