Þjóðviljinn - 05.10.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.10.1945, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 5. okt. 1945. Tvíburarnir '/?— ■ ■ ■ " 1 ' ■'"■ John Galsworthy: n- ;.’••• / • -• Bræðralag Þá hringdi síminn. Það var tröllkonan í Baulu. Hún hafði frétt um ófarir tvíburanna og var heima til þess að geta strítt grannkonu sinni. ,,Sæl, Ketilríður mín. Eru þeir ekki mestu greindarbörn ennþá, tvíburarnir þínir?“ „Eg tek aldrei aftur það, sem ég segi“, svaraði Ketilríður tröllkona með þjósti. „Og ég segi það enn, að óþægustu börnin eru efnilegustu börnin. En ef drengir mínir fara aftur að heiman og læra mannasiði, þá tek ég ekki svari þeirra hér eftir. Eg verð að segja, að þeir eru ekki gáfulegir núna“. Gösta Knutsson: Brandur skottlausi FYRSTI KAFLI Skottlausi kötturinn. Einu sinni var köttur — bara venjulegur köttur með rauðar nasir og rauðleita þófa undir fótun- um. En það einkennilega var, að hann var rófu- laus. Eða svo mátti það heita. Hann hafði reynd- ar syolítinn rófustúf, sem hann gat veifað, ef hon- um lá á, til dæmis þegar hann var reiður. En það grátlegasta af öllu var þó, að það var rotta, sem hafði bitið af honum rófuna. Það er ótrúlegt, en satt er það þó, og svona vildi það til: Einu sinni, þegar Brandur var svolítill kettl- ingur og gat ekki einu sinni hreyft sig í bóli sínu, þá kom rotta, sem var stærri en hann sjálfur og afar illileg — og beit af honum rófuna. Hún hafði hvasgpr tennur. MÞETT4 Fyrir rúrnum áratum fór fram í Nsw York samkeppni í mnelgi. Þrjátíu menn og kon ur kapotu um, hver gæti tal- að lengú, og verðlaunin voru 1000 d;31arar. Máttu kepp- endurn'r, hvort sem þeir vildu .hsldur, flytja ræður, iesa eðr syngja, ef þeir að- eins þögðu ekki. Einn þeirra lék á hvert hljóðfærið af öðru og s'ing stanzlaust. Kona nokkur las upphátt í þiblí- unni. Vísindamaður flutti hverja ræðuna á fætur ann- ari u.m fræðigrein sína. Einn reykti pípu sína og óð elginn um allt milli himins og jarð- ar. Kenpendurnir máttu sofa lítil'3 háttar og var það reikn- að frá. Fyrstu 24 klukkutímana gafst enginn upp. En þá fóru menn smám saman að gugna. Sumir urðu hásir. Aðr ir fengu hita. Eftir 80 klukku stundir voru aðeins tveir keppendur eftir — tvær kon- ur. Önnur gafst upp á þriðja sólarhringnum, en hin — amerísk kona að nafni miss Wilson — hafði síðasta orðið og vann metið. Aftur á móti hafði Indíáni nokkur, fílsterk ur, helzt mjög snemma úr lestinni og fengið hita. ★ — Er það satt, að þú hafir unnið 50.000 krónur í spilum í Monte Carlo. — Já, það er satt. Reyndar var það í Ostende en ekki Monte Carlo. Það voru líka 50 krónur en ekki 50.000 krónur. Og svo tapaði ég þeim, en vann> þær ekki. Sokratesar — þessari mynd, sem Cecilia gat aldrei fellt sig við. Hún var svo þung- lamaleg og ljót. Það var bezt að koma strax að efninu. „Frú Hughs sagði mér dá- lítið einkennilegt um Fyrir- myndina“. Brosið hvarf úr augum Hilarys en var óbreytt á vör- unum. „Jæja“. Cecilia hélt áfram og rödd hennar var óstyrk: „Frú Hughs segir, að það sé hennar vegna, að maður- inn sinn hagi sér svona ó- skaplega. Eg er ekki að lasta stúlkuna, en það virðist eins og hún hafi — hafi —“ „Hafi hvað?“ „Hafi ært Hughs, eins og konan orðar það“. „Ært Hughs!“ endurtók Hilary. Cecilia horfði stöðugt á mynd Sókratesar og hélt áfram fljótmælt: „Konan segir, að hann elti hana á röndum og laumist á eftir henni hingað, til að fylgja henni heim. Þetta er einkennilfegt allt saman. Þú hefur farið þangað. Er það ekki?“ Hilary kinkaði kolli til samþykkis. „Eg var að tala við pabba“. hélt Cecilia áfram. „En hann er alveg ómögulegur. Eg fékk hann ekki til að hlusta á mig andartak“. En það var Hilary, sem hlustaði með athygli. „Eg var að biðja hann, að fá aðra stúlku til að skrifa fyrir sig“. „Hví þá það?“ Það virtist ómögulegt að komast hjá því, að segja það, sem hún var komin til að segja. Og svo lét hún það fara: „Frú Hughs segir, að Hughs hafi í hótunum við big“. Hdary brosti háðslega: „Ja, rétt er það. Það vár skemmtilegt! En hver er ástæðan?" Meðvitundln um að vera alsaklaus riðin við annan eins óþverra og þetta mál, var í þann veginn að yfirbuga Cec- iliu. „Það veit guð, að mig lanear ekki til að skipta mér af öðru ei'ns og þessu — ég s3<ipti mér aldrei af neinu. Þetta er v'iðbjóðslegt“. Hilary tók í hönd hennar til að hughreysta hana. v,Eg veit bað, góða Cecilia. En við skulum bara tala um það í hreinskilni“. Hún varð. honum þakklát og tók um hönd hans af öllu afli. „En þetta er svo vðbjóðs- legt, Hilary“. „Viðbjóðslegt! Ojá. En er þá ekki bezt að lúka því af?“ Cecilia var orðin eldrauð í framan. „Viltu þá, að ég segi þér allt?“ „Auðvitað“. „Ijiughs heldur áreiðanlega, að þú — að þú sért að draga þig efti.r stúlkunni. Það er aldrei hægt að leyna neinu fyrir vinnufólki eða þeim, sem koma á heimilin til að vinna. Og þessháttar mann- eskjur halda alltaf allt það versta. — Fólk veit auðvitað að þið Bianca — að þið —“ Hilary kinkaði kolli. Frú Hughs segir, að mað- urinn hóti því, að fara til Biöncu“. Cecilia sá systur sína í hug anum, eins og hún stæði hjá þeim, og hún hélt áfram í örvæntingu: „Og Hilary. — Eg er viss um, að frú Hughs heldur líka, að — þú sért hrifinn af stúlkunni. Og það er eðlilegt, að hún reyni að telja sér trú um það, því að ef svo væri, þá þýddi auðvitað ekki fyrir ræfil eins og manninn henn- ar að elta stúlkuna“. Hún steinþagði, undraðist s.iálf hve lágt hún gat hugs- að og blygðaðist sín fyrir það, sem hún hafði sagt. Hil- ary leit undan. Cecilia kom við handlegg hans: „Góði Hilary“, sagði hún. „Er ekki hugsanlegt, að þið Bianca —“. „Nei, það er ekkj hugsan- legt“. Hann beit saman vör- unum. Cecilia horfði hrygg til jarðar. Svona hrygg hafði hún ekki verið. síðan Stefán lá í lungnabólgunni. Það vaknaði nefnilega hjá henm óljós grunur, beear hún lei’t á Hilary. Auðvitað gat það verið eintóm reiði út ?f ó- svífni mannsins. en bað gat líka verið. — Hún átti engin orð yfir það.-— Ja, það gátu verið einhverjar versónulegar tilfinningar á bak við. „Væri ekki réttast, hvað sem öðru líður, að láta hana hætta að koma hingað?“ spurði hún. Ililary gekk frám og aftur um gólfið. „Þetta er eina atvinnan, sem hún hefur. Hún vinnur fyrir sér með þessu. -Það er viðkunnanlegra en að sitja fyrir. Eg vil ekki eiga neinn bátt í að ræna hana þessari vinnu“. Cec^ia hafði aldrei séð Hil- ary í geðshræringu fyrr. Ef til vill var hann ekki alltaf eins bldður í skapi og hann sýndist, eri bjó yfir einhverj- um ótömdum kröftum, sem hún bæði óttaðist og dáðist að. Þessi óvissa um, hvernig raunverulegt innræti hans væri, gerði málið margfalt erfiðara og hættulegra. „En Hilary“, sagði hún að síðustu. „Geturðu treyst þess- ari stúlku? Eg á við — ertu viss um að hún sé þess virði, að henni sé hjálpað?“ „Eg veit ekki, hvað þú átt við“. „Eg á við.— Hvað vitum við um fortíð hennar?“ Cecilia sá það á því, hvem- ig hann hreyfði augabrýrnar, að hann hafði sjálfur hugsað um þetta. Þess vegna óx henni hugrekki og hún hélt áfram: „Hvar eru vinir hennar og ættingjar? — Eg á við. — Hún hefur kannski lent í ein- hverju ævintýri“. „Þú ætlast þó ekki til, að ég spyrji hana að því?“ sagði Hilary. Ceciliu fannst hún hafa orðið sér til athlægis. „Jæja“, svaráði hún og röddin var kuldaleg. „Ef þetta er árangurinn af því að hjálpa fátækum. þá veit ég ekki til hvers bað er“. Hilary svaraði þessu engu, og bá varð henni enn órórra. Þetta var allt jafn torskilið og óeðhlegt: Þetta svart- hærða lubbamenni, Hughs, og mynd systur hennar, sem hún sá stöðugt í anda. Henni hafði blátt áfram aldrei dptt- ið í hug, að maður eins og Hrighs gæti orðið ástfanginn. Hún hafði séð húsakynni þess háttar fólks út um svefnher- bergiseluggann sinn. Gátu vaknað heitar ástartilfinning- ar í þeim skúmaskotum? Þeir, sem þar bjuggu, áttu fullt í fangi með að draga f-im líf;ð við sult og sevru. Hún vissi það vel, að kjör beirra voru hörmung. Ilvern- j'j gátu manneskjur, sem lifðu í eymd og volæði haft tíma og orku til að vekja hjá sér heitar ástríður? Það var ótrúlegt. Hún. vaknaði af hugsunum ■ sínum við það, að Hilary sagði: „Það er satt,- Þetta er hættulegur maður“. Þegar hann samsinnti henni og hún fann jafnframt, að hún átti í fórum sínum dálitla hörku, sem kom vit- inu fyrir vorkunnsemi henn- ar, var hún reiðubúin að láta skríða til skarar, úr því sem komið var.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.