Þjóðviljinn - 05.10.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.10.1945, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. okt. 1945. 7 felOPVILJINN Skyldur og starfsleysi í daglegu tali er íþróttahreyfingin nefnd áhugamanna- hreyfing um íþróttamál. Það þýðir, að þeir kraftar sem bera hana uppi bæði sem keppendur og stjórnendur, gera það án endurgjalds af einskærum áhuga. Þeir trúa því að slík starfsemi sé uppalandi og þroskandi þeim er við hana bindast, að hún sé þjóðholl. Þessir menn, sérstaklega þeir sem standa utan við leikinn, — gamanið, — og taka starf sitt alvarlega, sýna þegnskap sem verður er þakklætis. Það hefur oft borið á góma hverjar skyldur áhugamanns- ins séu í raun og veru og hvers sé hægt að krefjast af honum. ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FRÍMANN HELGASON i Sundmót Hafnarfjarðar J Um þetta munu nokkuð skiptar skoðanir. Margir bein- línis afsaka starfsleysi sitt í stöðum sem þeir eru valdir til, með því að þetta sé nú aðeins áhugastarf og ekki sé hægt að ganga eins hart eftir hlutunum þegar svo stendur á. Aðrir líta aftur á móti á störf þau sem íþróttahreyfingin felur þeim, sem hrein skyldustörf sem verði að leysa eins samvizkusamlega af hendi sem fulllaunuð væru. Þáð eru þessir menn sem hægt er að treysta og þeir sem bera uppi starfið. Hversu oft eru ekki kosnar nefndir til starfa í hinum merkilegustu málum með slæmum árangri. Það má gott kallast ef tíunda hver nefnd kryfur málið til mergjar með þeirri ábyrgðartilfinningu sem skyldan knýr fram, sem þó hefur áhugann á bak við sig. Ahugamaðurinn hefur rétt til að skorast undan að taka að sér störf ef tími eða áhugi er ekki fyrir hendi. Aftur á móti hefur hann ekki rétt til að taka að sér störf sem hann fyrirfram veit að hann hefur ekki tíma til að sinna eða vantar áhuga. Það er misskilinn áhugi að taka við svo og svo miklum störfum, a<5 hvergi er heilt til verks gengíð, og má þar nefna mörg nefndarstörf, stjórn- arstörf og fleiri. Þessir menn standa í veginum fyrir öðrum sem ef til vill hefðu orðið betri starfsmenn, ef þeir hefðu fengið tækifæri. Taki áhugamaðurinn á sig störf hefur hann skyldur gagnvart þeim sem um launaða stöðu væri að ræða. Menn verða að leggja það niður að taka á sig störf í fullkomnu ábyrgðarleysi, vitandi vits að það er nafnið eitt sem aðeins getur farið vel á prenti og búið. Ef þið haldið að hér sé of hart að kveðið, þá athugið bara ýmsar starfandi nefndir. Athugið þið hvort allir stjórnarmenn félaga taka jafnan þátt í þeim skyldustörfum sem þeir eru kosnir til að sjá um framkvæmd á. Athugið líka hve margir af félagsmönn- um skilja þær skyldur sem þeir hafa við félagið. Vafalaust komizt þið að þeirri niðurstöðu að áhugamaðurinn verður Sundmót Hafnarfjarðar fór fram í Sundlaug Hafn- arfjarðar dagana 16. og 17. sept. Keppt var í 15 greinum. Þátttakendur voru um 60 frá Fimleikafélagi Hafnarfjarð- ar og Sundfélagi Hafnarfjarðar. Jón Magnússon form. F. H. setti mótið. Hallsteinn Hinriksson flutti stutt erindi, síðan hófst keppnin. 50 metra skriðsund, karlar, 16 ára og eldri 1. Gunnar Þórðarson F. H. 23.1 sek. 2. Jón Pálmason, S. H. 37.0 sek. , 3. Jóhann Björnsson, F. H. 39.9 sek. 25 metra sund, frjáls aðferð, 14 ára og yngri stúlkur: 1. Engilráð Óskarsdóttir F. H. 23.5 ,sek. 2. Ingigerður Karlsdóttir F. H. 24.0 sek. 3. Sigrún Þórðardóttir F. H. 24.7 sek. 200 metra sund, frjáls aðferð, fyrir konur 16 ára og eldri: 1. Þorgerður Gísladóttir F. H. 4 mín. 10.0 sek. 2. Vilborg Emilsdóttir F. H. 4 mín. 18.0 sek. Tími Þorgerðar í fyrra var 4 mín. 28.5 sek. 50 metra sund, frjáls aðferð, drengir 14—16 ára: 1. Jón Kr. Gunnarsson F. H. 46.2 sek. 2. Anton Jónsson S. H. 47.5 sek. Gunnar Þórðarson náði þarna beztum tíma, 43.5 sek. en var dæmdur úr leik vegna feils í snúningi. 25 metra sund fyrir drengi, 14 ára og yngri, frjáls aðf.: 1. Þórhallur Jónsson, F. H. 21.2 sek. 2. Björn Eiríksson, F. H. 21.6 sek. 3. Ágúst Sigurðsson, F. H. 25.0 sek. 100 metra frjáls aðferð karla, 16 ára og* eldri: 1. Gunnar Þórðarson F. H 1 mín. 18.5 sek. 2. Jón Pálmason, S. H. 1 mín 27.2 sek. 3. Ólafur Eyjólfsson S. H. 1 mín. 44.9 sek. 50 metra báksund, drengir, 14—16 ára: 1. Jón Kr. Gunnarsson F. H. 50.9 sek. 2. Markús Kristinsson, S. H. 51.5 sek. 3. Vilhelm Jensson, S. H. 62.2 sek. Síðari daginn hófst mótið kl. 8.30 e. h. stundvíslega. að hafa skyldur og framkvæma störf sín fyrir málefni íþróttanna með þeirri einlægni og þeim áhuga sem manns eigið starf væri. Þeir sem ekki gera það, villa á sér heim- ildir, svíkja gott málefni, velta af sér byrðum á aðra — flýja frá ábyrgðinni. . Reykjavíkur- og íslandsmeistarar 1945: Talið frá vinstri: Ellert Sölvason, Jóhann Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson, Sveinn Helgason, Hafsteinn Guðmundsson, Geir Guðmunds- son, Björn Ólafsson og Guðbrandur Jákobsson. í knéstöðu: Sigurður Ólafsson, Hermann Hermannsson og Frímann Helgason. 3. Markús Kristinsson S. H. 50.5 sek. 25 metra björgunarsund, karla, 16 ára og eldri: 1. Jón Pálmason S. H. 50.5 sek. 2. Ólafur Eyjólfsson, S. H. 59.3 sek. -3. Ragnar Björnsson, S. H. 65.8 sek. Tími Jóns í fyrra var 59.4 sek. 50 metra baksund kvenna, 16 ára og eldri:: 1. Hanna M. Guðmunds- dóttir F. H. 51.2 sek. 2. Torfhildur Steingríms- dóttir S. H. 70.9 sek. 50 metra sund, frjáls aðferð, stúlkur 14—16 ára. 1. Sólveig Björgvinsdóttir, F. H. 50.1 sek. 2. Steinvör Sigurðardottir S. H. 57.1 sek. 50 metra báksund fyrir karla, 16 ára og eldri: 1. Jón Pálmason S. H. 48.8 sek. 2. Ragnar Bjömsson S. H. 49.7 sek. 8x25 metra boðsund karla. Fyrst varð svéit Sundfélags Hafnarfjarðar á 2 mín. 28.2 sek. Önnur varð sveit Fimleika- félags Hafnarfjarðar á 2 mín. 30.1 sek. 200 metra sund fyrir karla 16 ára og eldri 1. Gunnar Þórðarson F. H. 3 mín. 17.0 sek. 2. Jón Pálmason S. H. 3 mín. 25.0 sek. 3. Þorleifur Grímsson, S. H. 4 mín. 05.0 sek. í þessu sundi var Halldór Baldvinsson fyrstur í fyrra á 2 mín. 59.4 sek. 50 metra sund, frjáls að- ferð konur, 16 ára og eldri: 1. Vilborg Emilsdóttir F. H. 51.3 sek. 2. Eygló Eyjólfsdóttir F. H. 51.9 sek. 3. Sólveig Björgvinsdóttir F. H. 54.0 sek. 100 metra sund frjáls aðferð fyrir karla 40 ára og eldri: 1. Gísli Sigurðsson S. H. 2 mín. 3.0 sek. 2. Guðbjartur Ásgeirsson F. H. 3 mín. 0.2 sek. 8x25 metra boðsund fyrir konur: 1. Sveit F. H. 3 mín. 16.0 sek. 2. Sveit S. H. 3 mín. 33.1 sek. 10 mínútna þolsund, frjáls aðferð fyrir karla, 16 ára og eldri: 1. Jón Pálmason S. H. synti 527.5 metra. 2. Ólafur Eyjólfsson S. H. synti 468.0 metra. 3. Ragnar Björnsson S. H. synti 415.0 metra. Þar með lauk þessu sund- móti, sem er annað í röðinni, sem haldið hefur verið í Sundlaug Hafnarfjarðar. Mót- ið gekk með prýði, svo aldrei þurfti að biða eftir að ein greinin hæfist, er annarri lauk. F. H. og S. H. sáu um mótið undir yfirstjórn í. B. H. Mptið var allyel sótt, sem sýnir vaxandi skilning fólks í Hafnarfirði fyrir sundíþrótt- inni og mikla ánægju með Sundlaugina sem þó myndi vera enn meiri væri hún yf- irbyggð. Að því hlýtur að koma á næstunni. Enginn efi er á því að það myndi stór- auka aðsókn. Margir áhugamenn hafa gefið bikara til þess að keppt væri um þá. Skal þar fyrstan telja Grím Kr. Andrésson, sem gaf tvo bikara. Annan fyrir konur, 200 metra, og hinn fyrir karla, 200 metra. Þeim fylgja titlarnir Sund- drottning Hafnarfjarðar og Sundkóngur Hafnarf jarðar. Þá gaf Einar Halldór Hall- grímsson björgunarsundsbik- arinn til minningar um sjó- drukknaða menn úr Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar. Loftur útgerðarmaður Bjarna son gaf þolsundsbikarinn og Þorleifur Jónsson bæjarfull- trúi gaf bikar fyrir karla 40 ára og eldri vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem sáu um bygginguna á Sund- laug Hafnarfjarðar voru 40 ára og þar yfir. Hafnfirðingar, styrkið heilsu ykkar og sækið vel þessa heilsulind, Sundlaug- ina. Aukið vellíðan ykkar og sækið Sundlaugina. Látið gleðina búa í sálum ykkar til hinzta andardráttar og sækið Sundlaugina. • G. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.